Fréttablaðið - 09.02.2022, Blaðsíða 27
GRILLAÐUR – PÖNNUSTEIKTUR – OFNBAKAÐUR
Borinn fram með fersku salati, smælki, og citrus beurre blanc.
APOTEK Kitchen + Bar Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.is
FEBRÚAR TILBOÐ
1.990 kr. á mann
FRÁBÆR Í HÁDEGINU
FISKIVEISLA
3 tegundir af ferskasta fiski dagsins
Miklar viðhorfsbreytingar hafa
orðið á síðustu árum til meðhöndl-
unar úrgangs. Lengi vel var megin-
markmið við meðhöndlun úrgangs
að koma í veg fyrir að úrgangur ylli
mengun eða ógnaði heilsu manna
og dýra og var úrgangur því ýmist
urðaður eða brenndur. Nú horfa
menn til þess að í úrgangi er að
finna margvísleg hráefni sem hægt
er að endurnýta og mögulega draga
með því úr mikilli ásókn í ýmsar
þverrandi auðlindir jarðar. Hring-
rásarhagkerfið sem nú er oft vitnað
til snýst m.a. um að endurvinna og
fullnýta sem best þau efni sem finna
má í úrgangi.
Úrvinnslusjóður var stofnaður
1. janúar 2003 til að tryggja að fram-
leiðendur tiltekinna vara ábyrgðust
greiðslu kostnaðar við meðhöndlun
úrgangs af þeirra framleiðslu. En
með breytingum á lögum á Alþingi
sl. vor, sem eiga að koma til fullra
framkvæmda 1. janúar 2023, var
Úrvinnslusjóði hins vegar falið með
þeim úrgangsflokkum sem undir
sjóðinn falla að stuðla að hring-
rásarhagkerfi hér á landi. Því mun
Úrvinnslusjóður nú leggja höfuð-
áherslu á að allur úrgangur, sem
hægt er að endurvinna og endur-
heimta, fari í þann farveg, en ekki
til brennslu eða urðunar. Til þess
mun sjóðurinn nota þau hagrænu
stjórntæki sem hann hefur yfir að
ráða. Sé endurvinnsla ekki möguleg
kemur brennsla með orkunýtingu
að leiðarljósi næst til álita. Urðun
úrgangs verður síðasti kostur.
Plast er mismunandi
Það blasir einnig við að til þess að
ef la hringrásarhagkerfið í með-
höndlun úrgangs þurfa framleið-
endur í mörgum tilvikum að hugsa
betur um að vara þeirra sé endur-
vinnanleg. Úrvinnslusjóður mun
með hagrænum hvötum reyna að
hafa bein áhrif á framleiðendur í
þessu efni. Gott dæmi um þetta eru
ýmsar plastumbúðir sem íslenskir
neytendur fást við nánast daglega.
Nokkuð stór hluti þessa plastúr-
gangs er illa eða alls ekki hæfur til
endurvinnslu og er þá brennsla með
orkunýtingu skynsamlegasta leiðin.
Söfnun þessa plastúrgangs og utan-
umhald er mjög mikilvæg en plast
sem fer út í náttúruna endar alltaf í
sjónum og plastmengun í höfunum
er eitt mesta umhverfisvandamál
heimsins í dag.
Sem mest verði
endurunnið hér heima
Þrátt fyrir að endurvinnsla úrgangs
hafi aukist hér á landi á undan-
förnum árum er ljóst að þróun
hringrásarhagkerfis fyrir úrgangs-
flokka Úrvinnslusjóðs mun þurfa
á töluverðri endurvinnslu erlendis
að halda. Hinn smái markaður hér
heima gerir endurvinnslu erfiða
fyrir marga úrgangsflokka, en auð-
vitað er æskilegt að sem mest verði
endurunnið innanlands. Ef til vill
kunna einnig að leynast í verk-
efninu einhver frekari tækifæri til
nýsköpunar.
Munum gera ríkari kröfur
Úrvinnslusjóður mun gera ríkari
kröfur til þeirra erlendu fyrirtækja
sem munu annast endurvinnslu
á úrgangi héðan, þannig að þeim
megi ætíð treysta til þeirra verka
sem þeim verða falin. Nákvæmar
upplýsingar um framgang og afdrif
úrgangsins er forsenda þess að við
getum mælt og metið árangur í átt að
hringrásarhagkerfi. Jafnframt mun
Úrvinnslusjóður leggja áherslu á að
öll endurvinnsla úrgangs frá Íslandi,
sem sjóðurinn kemur að og þarf að
fara fram erlendis, eigi sér í fram-
tíðinni stað í löndum sem búa við
sambærilega umhverfislöggjöf og
við eða með öðrum orðum í löndum
á Evrópska efnahagssvæðinu. Við
verðum að geta treyst því að endur-
vinnsla á úrgangi frá Íslandi fari fram
við aðstæður og kröfur hliðstæðar
þeim sem við gerum sjálf hér heima.
Með því mun Úrvinnslusjóður leitast
við að tryggja sem best að unnt verði
að fylgjast með þróun að hringrásar-
hagkerfinu fyrir þá úrgangsflokka
sem heyra undir sjóðinn.
Mikill áhugi meðal almennings
Það er mjög ánægjulegt að sjá hvern-
ig þátttaka almennings í f lokkun
sorps á heimilum hefur aukist á
síðustu árum. Flokkun sorps í fyrir-
tækjum, stofnunum og á heimilum
er ein af forsendum þess að við
náum sem bestum árangri í þróun
hringrásarhagkerfis. Úrvinnslu-
sjóður mun gera allt sem í hans
valdi stendur til að tryggja að sá
aukni áhugi almennings og vinna
við f lokkun sorps skili sér raun-
verulega í aukinni endurvinnslu og
betri nýtingu hráefna. Við væntum
einnig virkrar þátttöku fyrirtækja
og sveitarfélaga sem fara með sorp-
hirðu í þessu mikilvæga verkefni
sem nú er hafinn undirbúningur
að. n
Úrvinnslusjóður og hringrásarhagkerfið
Magnús
Jóhannesson
formaður stjórnar
Úrvinnslusjóðs
Færa má sterk rök fyrir því að núver-
andi staða í efnahagsmálum, hvað
varðar verðbólgu og húsnæðisverð-
hækkanir, sé tilkomin vegna hag-
stjórnarmistaka af hálfu stjórnvalda
í upphafi kórónuveirufaraldurs.
Ákveðið var að beita bankakerfinu
til að koma fjármagni út í kerfið, í
stað þess að beita tækjum ríkisfjár-
málanna með markvissum hætti.
Eiginfjárkröfur á bankanna voru
lækkaðar sem og bankaskattur í
þeirri von að fyrirtækin fengju fyrir-
greiðslu til að halda starfsemi gang-
andi. Fjármagnið leitaði hins vegar
ekki þangað. Með þessum seina-
gangi á sviði ríkisfjármála varð til
tómarúm sem Seðlabankinn þurfti
að stíga inn í með mjög afgerandi
vaxtalækkunum.
Niðurstaðan er methagnaður
bankanna upp á 80 milljarða króna
eftir eina mestu kreppu Íslandssög-
unnar. Niðurstaðan er að nær allar
lánveitingar fjármálafyrirtækja hafa
ratað inn á húsnæðismarkaðinn.
Niðurstaðan er 25% hækkun hús-
næðisverðs frá upphafi faraldurs.
Önnur slík hækkun á 5 ára tímabili,
tímabili þessarar ríkisstjórnar. Og
niðurstaðan er tæplega 6% verð-
bólga.
Nú stefnir í sögulega hraðar vaxta-
hækkanir. Ungt fólk, og tekjulágt,
sem má ekki við hröðum breyt-
ingum í greiðslubyrði stendur nú
frammi fyrir kostnaðarkreppu. Kæla
þarf hagkerfið með því að minnka
neyslu vegna þess að skuldirnar eru
komnar til að vera sem og íbúða-
verðshækkanirnar.
Stjórnvöld vitnuðu ítrekað á und-
anförnum mánuðum, og sérstak-
lega í aðdraganda kosninga, til lágra
vaxta vegna velheppnaðra efna-
hagsúrræða og gáfu til kynna að um
eðlilegt ástand væri að ræða á mark-
aði fyrir húsnæðislán. Ítrekað hefur
komið fram að aldrei hafi fleiri getað
skuldsett sig fyrir fyrstu fasteign en
nú á tímum kórónuveirufarald-
ursins. Þetta er fyrst og fremst ungt
fólk sem hefur sín fullorðinsár með
miklar skuldir á bakinu vegna þess
hve mikið íbúðaverð hefur hækkað.
Efnahagsstefna stjórnvalda hefur
byggst á því að láta heimilin í land-
inu skuldsetja sig fyrir efnahags-
batanum. Heimilin bættu við sig
450 milljörðum króna í skuldum á
tímum kórónufaraldurs. Þessi við-
bótarskuldsetning hefur orðið til
þess að auka fjármálaóstöðugleika í
landinu, líkt og Seðlabankinn hefur
varað við, en að sama skapi gert
heimilin berskjölduð fyrir hertu
aðhaldsstigi í peningastjórnun.
Nú stefnir í talsverða breytingu á
greiðslubyrði þessara hópa á mjög
skömmum tíma þegar verðbólga
rýkur upp.
Í gær lögðum við í þingflokki Sam-
fylkingarinnar ásamt fulltrúum
Flokks fólksins, Pírötum og Við-
reisnar í fjárlaganefnd fram tillögu
á Alþingi um að ríkisstjórnin grípi
til mótvægisaðgerða með auknum
fjárhagsstuðningi, annars vegar
með sértækri niðurgreiðslu á hús-
næðiskostnaði viðkvæmra hópa
og hins vegar með dreifingu hús-
næðisgreiðslna til skamms tíma fyrir
stærri hóp heimila til að milda högg-
ið af hröðum viðsnúningi vaxta og
verðbólgu. Slíkar aðgerðir verða að
byggja á upplýsingum og greiningu
á þeim hópum sem geta orðið fyrir
mestum skaða vegna örra breytinga
á vaxtakjörum og verðhækkunum á
nauðsynjavörum.
Þessar hugmyndir okkar eru ekki
gripnar úr lausu loft, mótvægisað-
gerðir eru skynsamlegar og til marks
um ábyrga efnahagsstjórn á þessum
tímapunkti. Fordæmin eru nú þegar
komin erlendis frá um aðgerðir til að
milda höggið fyrir heimilin í land-
inu. Líta má til Bretlands í því sam-
hengi þar sem gripið hefur verið til
mótvægisaðgerða í formi frestunar
á greiðslum og skattaafslátta vegna
hækkunar á orkuverði þar í landi.
Það má ekki endurtaka þau mistök
sem áttu sér stað í upphafi heimsfar-
aldurs þar sem tregða stjórnvalda til
að stíga inn skapaði ójafnvægi í hag-
kerfinu með þeim afleiðingum sem
nú blasa við. Það er nauðsynlegt að
ríkisstjórnin verði ekki líka of sein
að bregðast við þessum seinni fasa af
efnahagsáhrifum kórónuveirunnar,
þar sem vandinn er fyrst og fremst
verðbólga og ójafnvægi í þjóðar-
búskapnum. Kostnaður ríkissjóðs
af því að bregðast of seint við verður
meiri en ef ráðist er strax í aðgerðir.
Úrræðin verða að vera til staðar ef
ástandið versnar, en taka mið af
þróun efnahagsmála á næstu mánuð-
um. Þessar mótvægisaðgerðir þurfa
að vera klárar þegar kallið kemur. n
Mótvægisaðgerðir fyrir
heimilin
Kristrún
Frostadóttir
þingmaður Sam-
fylkingarinnar
MIÐVIKUDAGUR 9. febrúar 2022 Skoðun 15FRÉTTABLAÐIÐ