Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.02.2022, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 09.02.2022, Qupperneq 28
Hver þúsund tonn kolefnisígilda sem bundin eru færa okkur nær markinu í takt við minni losun. Í hverju heims- horni sjáum við vaxandi vantraust og ég óttast að sam- eiginleg gildi okkar eigi í vök að verjast. Þrátt fyrir að samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) haldi fyrsta sæti í andófinu gegn loftslags- breytingum er kolefnisbinding líka mjög mikilvæg. Með öflugu starfi að henni er unnt að lina hlýnun í loft- hjúpnum vegna hás hlutfalls GHL. Kolefnisbinding fer fram með því að efla upptöku kolefnis, einkum á landi. Með því að snúa til dæmis við gróðureyðingu, stunda sjálf- bærar gróðurnytjar í landbúnaði, auka skógrækt og endurheimta votlendi bindum við kolefni í jarð- vegi til langs tíma. Hér á landi eru ærin verkefni við kolefnisbindingu og samvinna augljós milli almenn- ings, stofnana, fyrirtækja, sveitar- félaga og ríkisins. Jafnvel minnsta framlag er skref í rétta átt. Eftir rúman áratug? Stjórnvöld hafa sett fram stefnu: Kolefnishlutlaust Ísland fyrir 2040. Aðgerðaáætlun okkar í loftslags- málum tekur til losunar, einkum samkvæmt markmiðum Parísar- samkomulagsins (2030), og til kol- efnisbindingar. Hún er endurskoð- uð jafnt og þétt og uppfærð með vísindi og raunsæi að bakhjarli. Kol- efnishlutleysi var bundið í lög vorið 2021. Þá voru líka samþykkt lög um hringrásarhagkerfi framtíðarinn- ar. Þar á undan voru samþykktar breytingar á tekjuskattslögum sem heimila lögaðilum frádrátt vegna kolefnisbindingar. Sveitarfélög hafa sett sér umhverfis- og loftslags- stefnu og fjölmörg fyrirtæki stofnað Grænvang til þess að efla samstarf í umhverfis- og loftslagsmálum. Endurheimt landgæða og skógrækt hefur tekið vænlegan kipp. Við erum öll á sama báti. Alþjóðlegi votlendisdagurinn Lengi má ræða eða gagnrýna kolefn- isbindingu og framvindu hennar, eða jafnvel efast um gagnsemina. Hvað sem því líður verðum við að herða á henni með öllum ráðum. Fleiri en ein grein raunvísinda hvetja okkur til þess að horfa meðal annars til strandsvæða, nýta erlend- ar jurtir til framgangs, allt eftir gróðurfari, beita nýrri tækni við niðurdælingu kolefnis og fanga það úr loftinu, samanber fyrstu skref hér á landi. Auka á fjárframlög allra helstu hagaðila og ólík vinnufram- lög okkar almennt. Leggja mikla áherslu á samvinnu og staðreyndir en síður á þref og tortryggni, án þess að glata rökræðunum. Hver þúsund tonn kolefnisígilda sem bundin eru færa okkur nær markinu í takt við minni losun. Annar í febrúar er svonefndur Votlendisdagur. Nú síðast gátum við þá horft um öxl á ríf lega 4.000 ferkílómetra af votlendi sem voru ræstir fram. Stór hluti að þarflitlu eða þarflausu. Áætla má að 15-20% hafi orðið að ræktarlandi. Við getum þá horft til samtímans þar sem skilningur ríkir á því að snúa losun frá verulegum hluta þessa votlendis alla leið til bindingar og loftslagshollra vistgerða. Við getum þá horft til náinnar framtíðar þegar við munum skila kolefnishlutlausu landi til eigin samfélags og allrar veraldarinnar. n Við erum öll á sama báti Stór hluti starfs míns, sem aðal- framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, er að ræða við veraldar- leiðtoga og fylgjast með alþjóðlegum hreyfingum. Ég tel ljóst að á þessari stundu stöndum við á vegamótum í alþjóðlegum samskiptum. Þrátefli ríkir í ákvarðanatöku á heimsvísu sem rekja má til grundvallar þver- sagnar. A n na r s vega r v iðu rken na margir forystumenn heimsins að við glímum við sameiginlega vá – COVID, loftslagið og stjórnlausa þróun nýrrar tækni. Þeir eru sam- mála því að eitthvað beri að gera. En þessum sameiginlega skilningi fylgja ekki sameiginlegar aðgerðir. Raunar fer sundrung vaxandi. Þessa sjást merki hvarvetna. Dreifing bóluefnis er ósanngjörn og ójöfn. Hagur hinna fátæku er fyrir borð borinn í hinu alþjóðlega efna- hagskerfi. Viðbrögð við loftslags- vánni eru algjörlega ófullnægjandi. Stafræn tækni og fjölmiðlaumhverfi hagnast á sundrungu. Órói og átök fara vaxandi í heiminum. Hvers vegna er þá svo erfitt að fylkja liði heimsins til að takast á við þennan vanda, ef allir eru sammála um greiningu á þessum sameigin- legu viðfangsefnum? Ég tel að það séu tvær ástæður, sem liggja til grundvallar. Innanlandsmál ráða utanríkisstefnu Í fyrsta lagi vegna þess að utanríkis- stefna endurspeglar oft og tíðum innanlandsstjórnmál. Ég þekki það vel, sem fyrrverandi forsætisráðherra, að innanlandsmál geta tekið alþjóðamál í gíslingu. Meintir þjóðarhagsmunir eru teknir fram fyrir hagsmuni alheimsins. Slíkar hvatir eru skiljanlegar, jafn- vel þó það sé öfugsnúið, þegar sam- staða eru einnig í þágu hagsmuna einstakra ríkja. Bóluefni er kjörið dæmi. Það er auðskiljanlegt að veira á borð við COVID-19 virðir engin landamæri. Við þurfum á bólusetn- ingum um víða veröld að halda til að draga úr hættu á nýjum og hættu- legum afbrigðum, sem herja á hvern einasta mann í hverju einasta ríki. Í stað þess að setja bóluefni fyrir alla í alþjóðlegu bólusetningar- áætlun í fyrirrúm, hafa ríkisstjórnir horft til eigin þegna. En það er ófull- nægjandi stefnumótun. Auðvitað ber ríkisstjórnum að tryggja hag sinna eigin þegna. En ef ekki er unnið samtímis að því að bólusetja allan heiminn, kann bólu- setning heimafyrir að vera gagnslaus vegna nýrra afbrigða sem skjóta upp kollinum og dreifast um allan heim. Úreltar, bitlausar alþjóðastofnanir Í öðru lagi eru margar af alþjóða- stofnunum heimsins og regluverk úrelt eða of bitlaus. Nauðsynlegar umbætur eru stöðvaðar vegna póli- tískrar og landfræðilegrar sundr- ungar. Valdsvið Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar er þannig miklu minna en þörf krefur til að glíma við heimsfaraldra. Á sama tíma eru alþjóðlegar stofnanir annað hvort lamaðar af sundrungu, eins og Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna, eða ólýðræðislegar eins og margar alþjóðlegar fjármála- stofnanir. Í stuttu máli eru alþjóðlegir stjórnunarhættir ófullnægjandi á sama tíma og heimsbyggðin ætti að þjappa sér saman til að leysa hnatt- rænan vanda. Við þurfum að vinna saman í þágu landa okkar og heimsins alls til að vernda sameiginleg gæði á borð við lýðheilsu og þolanlegt loftslag, sem eru forsendur velferðar mannkyns. Umbætur af þessu tagi eru þýð- ingarmiklar ef við ætlum að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur á heimsvísu, hvort heldur í því að koma á friði, greiða fyrir sjálf- bærri þróun eða efla mannréttindi og virðingu fyrir öllum. Aðgerðaleysi er ekki í boði Þetta er erfitt og margslungið við- fangsefni, enda verður að taka tillit til fullveldis hvers ríkis. En aðgerðaleysi er ekki ásættan- legur kostur. Heiminn vantar sárlega öflugra og lýðræðislegra alþjóðlegt ferli, sem getur leyst vanda íbúanna. Heimsfaraldurinn hefur sýnt fram á að örlög okkar allra eru sam- tvinnuð. Þegar við skiljum einn eftir, hættum við á að skilja alla eftir. Þeir heimshlutar, ríki og þjóðir sem höll- ustum standa fæti, verða harðast fyrir barðinu á þessari þversögn í alþjóðamálum. En hverjum einasta manni, hvar sem hann býr, stendur bein ógn af þessu. Góðu fréttirnar eru þær að það er á okkar færi að takast á við hnatt- rænar áskoranir. Mannkynið getur leyst þau vandamál sem maðurinn hefur skapað. Sameiginleg áætlun okkar Í september síðastliðnum lagði ég fram skýrslu um þessi málefni. Sam- eiginleg áætlun okkar (Our Common Agenda) er fyrsta skrefið; vegvísir um hvernig má fylkja liði heimsins til að takast á við þessa alheims stjórnun- arhætti og blása nýju lífi í milliríkja- samskipti á 21. öldinni. Breytingar eru ekki auðsóttar og þær munu ekki gerast eins og hendi sé veifað. En við getum hafist handa við að finna þau atriði sem einhugur er um og þokast áleiðis til árangurs. Þetta er stærsta prófraun okkar, því mikið er í húfi. Við sjáum nú þegar afleiðingarnar. Þegar fólk trúir ekki á gagnsemi stofnana, missir það einnig trúna á þau gildi sem stofnanirnar eru reistar á. Í hverju heimshorni sjáum við vaxandi vantraust og ég óttast að sameiginleg gildi okkar eigi í vök að verjast. Óréttlæti, ójöfnuður, vantraust, kynþáttahatur og mismunun varpa dökkum skugga á hvert samfélag. Við verðum að endurreisa reisn mannkynsins og sæmd þess og svara kvíðafullum almenningi. Andspænis vaxandi innbyrðis tengdum hættum, hrikalegri mann- legri þjáningu og sameiginlegri ógn, ber okkur skylda til að láta rödd okkar heyrast og grípa til aðgerða til að slökkva eldinn. n Þversagnir alþjóðlegra stjórnarhátta António  Guterres aðalframkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna Ari Trausti Guðmundsson jarðvísindamaður Það var sannkallað ánægjuefni þegar fulltrúi í ungmennaráði Árbæjar og Holta hafði samband við mig. Erindið var að ungmennaráðið ætlaði að leggja fram tillögu um betra aðgengi að sálfræðiþjónustu í grunnskólum Reykjavíkur á fundi borgarstjórnar með ungmennum 8. febrúar. Mér var bæði ljúft og skylt að senda þeim efni og segja þeim frá baráttu minni með málið í borgar- stjórn. Árum saman hefur sálfræð- ingum ekki fjölgað í skólum þrátt fyrir að börnum hafi fjölgað. Enda þótt sálfræðingar séu hluti af þverfaglegu teymi skólaþjón- ustunnar ættu þeir engu að síður að hafa aðsetur í skólunum eins og áður var. Fyrir börnin og foreldr- ana skiptir sýnileiki sálfræðinga og aðgengi að þeim miklu máli. Börnin og foreldrar þeirra þurfa að þek kja skólasálfræðinginn sinn, vita hvar hann er að finna og vita að þau geti leitað til hans með skömmum fyrirvara og jafnvel fyrirvaralaust. Með því að sálfræðingar hafi aðsetur í skólunum geta þeir unnið þéttar með námsráðgjafa og skóla- hjúkrunarfræðingi. Saman geta þessir fagaðilar myndað öf lugt teymi sem sinnir forvarnarstarfi og verið til taks fyrir börnin, starfsfólk- ið og foreldrana allt eftir atvikum og þörfum. Barn sem þarf að bíða lengi eftir þjónustu fagaðila eða fær ekki aðstoð við hæfi er því miður í meiri hættu á að grípa til örþrifaráða Sorglega langur biðlisti Umsóknum um þjónustu í skólum hefur fjölgað gríðarlega frá 2020. Langur biðlisti er eftir fagþjónustu skólaþjónustunnar og hefur reyndar verið árum saman en fyrir COVID stefndi í sögulegt hámark hans. Nú bíða 1.804 börn eftir aðstoð fag- fólks skóla. Bæst hafa um 200 börn á listann á örstuttum tíma. Ekki hefur verið brugðist við þessari fjölgun nema að litlu leyti. Sálfræðiþjónusta og þjónusta talmeinafræðinga er ekki í forgangi hjá meirihlutanum í borgarstjórn. Það viðbótarfjármagn sem veitt hefur verið í málaflokkinn á árinu er dropi í hafið og sér varla högg á vatni í stóra samhenginu. Naumt er skammtað og eins mikið og meirihlutinn segir að þetta sé hið versta mál er ekki verið að gera nóg til að eyða biðlistum. Á meðan bíða börnin með ófyrirséðum afleiðing- um. Fulltrúi Flokks fólksins fagnaði því vissulega þegar ákveðið var að auka fjárheimildir til velferðarsviðs 2022 um 100 milljónir vegna tíma- bundinnar fjölgunar sérfræðinga til að vinna úr áhrifum COVID-19 á börn og unglinga. En þetta er ekki há upphæð og mun varla duga til að taka obbann af biðlistakúfnum. Meirihlutinn horfir grannt í krónuna þegar kemur að því að fjárfesta í andlegri heilsu barna en er alveg til í að setja háar fjárhæðir í alls kyns „annað“ jafnvel eitthvað sem enginn er að biðja um. Brýnna er en orð fá lýst að ganga í þetta verkefni enda hefur hver skýrslan á fætur annarri staðfest að andleg líðan unglinga fari versnandi. Skylda borgarinnar er að tryggja öllum börnum sem þess þurfa biðlistalaust aðgengi að skólasál- fræðingum. Við eigum að geta gert forgangskröfu um að börn hafi gott aðgengi að sálfræðingum – það er einfaldlega svo mikið í húfi! Koma svo! n Betra aðgengi að skólasálfræðingum Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík 16 Skoðun 9. febrúar 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.