Fréttablaðið - 12.03.2022, Page 80

Fréttablaðið - 12.03.2022, Page 80
 Mér finnst svakalega gaman að vinna í eldhúsi. Að geta blandað bragði í höfðinu er eiginleiki sem ég vissi ekki að ég hefði. Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Guðbjörg Glóð Logadóttir er mikill sælkeri og nýtur þess að útbúa ljúffenga rétti í eldhúsinu heima sem og í vinnunni. Guðbjörg á og rekur Fylgifiska ásamt bróður sínum og þekkir því vel til þegar kemur að því að útbúa sælkerafiskrétti með fjölbreyttu ívafi. „Starf mitt einkennist af daglegum rekstri Fylgifiska, ég er komin um kl. 7 og byrja á að skera fisk í fiskrétti dagsins og krydda. Við erum með heitan fisk í hádeginu svo það er því mikill ys og þys öll hádegi. Svo þarf að panta inn fisk og annað hráefni, útrétta og sinna skrifstofuhliðinni. Starfið mitt er því mjög fjölbreytt. Áhugamál mín hafa breyst mikið á undanförnum árum. Ég hreyfi mig alla daga, geng eða syndi og svo hugleiði ég á hverju kvöldi. Hugleiðsla er það magnaðasta sem ég hef á ævi minni tileinkað mér og ég held að ég muni aldrei hætta að hugleiða.“ Guðbjörg hefur ávallt haft áhuga á matargerð. „Það má eiginlega segja að ég hafi ávallt haft áhuga á matargerð þótt ég hafi ekki farið að elda fyrr en ég flutti að heiman. Mér finnst svakalega gaman að vinna í eldhúsi. Það að geta blandað bragði í höfðinu er eiginleiki sem ég vissi þó ekki að ég hefði fyrr en ég fór að matbúa í Fylgifiskum. Mér finnst svakalega skemmtilegt að hugsa saman mismunandi bragð og sjá það verða að réttum.“ Gullinn meðalvegur í mataræði Guðbjörgu finnst miklu skemmti- legra að matreiða en að baka. „Mat- reiða, ekki spurning, maður þarf að fylgja uppskrift þegar maður bakar og ég er of mikill dassari til þess. En ég baka samt oft en hef bara ekki eins gaman af því.“ Aðspurð segir Guðbjörg að hjarta heimilisins slái í eldhúsinu. „Alla vega heima hjá mér, ekki spurning.“ Aðhyllist þú ákveðið mataræði? „Nei, ég hef aldrei gert það og er eiginlega anti-kúristi. Fyrir mér gildir hinn gullni meðalvegur í mataræði. Ég kaupi til að mynda aldrei vítamín eða bætiefni, ég vil fá næringuna úr fæðunni og reyni því að borða fjölbreytt. En ég borða eðli málsins samkvæmt mjög mikinn fisk sem er minn uppáhaldsmatur.“ Er einhver hlutur sem þér finnst vera ómissandi í eldhúsinu? „Góður hnífur, ólífuolía, pipar- kvörn, Maldon salt og pönnuköku- panna sem ég elda alls konar á.“ Hvað áttu ávallt til í ísskápnum? „Osta. Það má eiginlega segja að ég safni ostum. Gæti hent í osta- bakka fyrir 18 án þess að fara út í búð nánast alltaf.“ Léttir að eiga minna Þegar Guðbjörg velur borðbúnað og aðra hluti sem prýða eldhúsið vill hún hafa hlutina einfalda. „Ég hef aldrei viljað safna stelli eða eiga of mikið í stíl svo stíllinn minn er mjög blandaður en þó er hvítur og gler áberandi. Þegar ég flutti fyrir ári síðan komst ég að því að ég hafði safnað að mér allt of miklum borð- búnaði. Ég greip því tækifærið og losaði mig við heilan helling og ein- faldaði lífið til muna. Ótrúlegt hvað það léttir á manni að eiga minna.“ Sælkeratortillur með risarækjum, chili, engifer og kóríander Guðbjörg er mikill sælkeri og nýtur þess að matreiða sjávarfang, sér- staklega þegar kemur að því að snöggsteikja á pönnuköku- pönnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Raðað á tor- tillu. Þægi- legur matur sem tekur stutta stund að elda. Fiski-taco er einstaklega gott. Blandar ólíkum matarheimum „Mér finnst skemmtilegast að elda mat sem tekur stutta stund að elda. Ég snöggsteiki mikið og finnst líka gaman að borða mat úr skál og helst með prjónum. Alveg frá því strákurinn minn fæddist hef ég gert handa honum ristaðar tortillur á pönnukökupönnunni. Hann er reyndar ekki mikið fyrir fjölbreytni þó að ég lifi enn í voninni um að það muni breytast. Uppskriftin sem ég valdi að gera núna tekur stutta stund og blandar saman ólíkum matarheimum sem mér finnst ein- staklega skemmtilegt í matargerð.“ Sælkeratortillur með risarækjum Fyrir 4 12 risarækjur með engifer, chili og kóríander (uppskrift að neðan en fást tilbúnar í Fylgifiskum) 6 mini tortillas 1 dós hvítlauks- og lime sósa Fylgi- fiska (má nota japanskt majónes í staðinn) 1/6 haus ferskt rauðkál, fínt skorið 1 fersk gulrót skorin í strimla 3-4 stk. radísur, fínt skornar 2-3 stk. vorlaukur, fínt skorinn 1 búnt ferskt kóríander 1 p. ferskt chili Sriracha-sósa eftir smekk Lime eftir smekk Risarækjur með chili, engifer og kóríander 12 risarækjur stærð 16/20 50 g engifer, saxað 30 g chili, saxað Kóríander, fínt skorið Pipar og salt eftir smekk Byrjið á að gera rækjurnar klárar en ef þær eru keyptar tilbúnar í Fylgifiskum þarf ekki að gera neitt. Saxið engifer, chili og kóríander og setjið út á rækjurnar ásamt pipar og salti. Veltið og snöggsteikið í olíu á heitri pönnu þar til rækj- urnar verða fallega rauðar. Tekur örfáar mínútur. Ristið mini tortillas á pönnu- kökupönnu báðum megin þar til þær eru fallega gullnar. Smyrjið hvítlauks- og lime sósunni (eða jap. majó) eftir smekk. Stráið rauðkáli, gulrótum, radísum og vorlauk á og tveimur rækjum. Mjög gott að setja auka kóríander og chili yfir og sriracha-sósu eftir smekk. Kreistið lime yfir. Fínn skammtur er þrjár rækjur á mann en auðvitað ræður hver og einn hvað hann borðar mikið. n Hátún 6b, 105 Reykjavík / Sími 519 3223 / www.hudin.is Fylliefni er frábær meðferð til að fríska upp á útlitið. Bjóðum einnig upp á persónulega ráðgjöf. Við tökum vel á móti þér. FYRIR EFTIR 6 kynningarblað A L LT 12. mars 2022 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.