Fréttablaðið - 02.04.2022, Side 10
Fjöldi foreldra hefur
stigið fram síðustu
daga og lýst erfið-
leikum við fæðingu.
En lausamennsku-
hópurinn er ekki
lengur auðfenginn til
starfa. Það gerir óviss-
an. Það er breytan og
þar er vandinn
Friðrik Rafnsson, formaður Leið-
sagnar
eitök
velun
Gleðil e
ga
p
ka
Páskarnir byrja
í Fjarðarkaupum
Íslenskir leiðsögumenn ótt-
ast að erlendir starfsbræður
þeirra með litla reynslu af
íslenskum aðstæðum streymi
til landsins næsta sumar
vegna skorts á heimamönn-
um í fagið.
ser@frettabladid.is
FERÐAÞJÓNUSTA Útlit er fyrir
mikinn skort á fagmenntuðum
íslenskum fararstjórum hér á landi
í sumar á sama tíma og búist er við
mikilli viðspyrnu í komu erlendra
ferðamanna til landsins.
Þetta staðfestir Friðrik Rafnsson,
formaður Leiðsagnar, stéttarfélags
leiðsögumanna á Íslandi, en f lótti
brast á í stéttinni á tímum farsótt-
arinnar og hafa fjölmargir leiðsögu-
menn yfirgefið fagið vegna ótryggs
starfsöryggis, ýmist tímabundið eða
til langframa.
„Það gengur þokkalega að ráða
leiðsögumenn til starfa í sumar,
en langt í frá í þeim mæli sem við
vonuðumst eftir,“ segir Friðrik í
ljósi fyrirséðrar fjölgunar á komu
erlendra ferðamanna til landsins.
„Það verður skortur á fólki, það er
augljóst,“ bætir hann við.
Hann segir starfsgreinina enn þá
vera vankaða af þungu höggi í upp-
hafi heimsfaraldursins og að hún
hafi varla komist til meðvitundar
vegna þess hvað kreppan af hennar
völdum varði lengi. „Fjöldi leiðsögu-
manna hélt til annarra starfa og sá
fjöldi er ekki að koma til baka nema
að takmörkuðu leyti af því að hann
sér fram á það að ekkert er fast í
hendi.“
Um átta hundruð manns eru í
Leiðsögn en talsverður fjöldi segir
fólki til á ferðum sem eru utan
félagsins. Friðrik skiptir hópnum í
fernt, fasti kjarni leiðsögumanna,
fjórðungurinn í faginu, er mikið
bókaður, rétt eins og í hans tilviki,
„en ég er uppseldur fram í október,“
segir Friðrik en það eigi við í tilviki
reyndra fagmanna. Annar hópur og
reynsluminni, helmingur stéttar-
innar, sem helgaði sig starfinu áður,
taki nú varla að sér leiðsögn nema
til viðbótar við aðra vinnu. Þá komi
leiðsögumenn á ellilífeyrisaldri
alltaf að sérstöku verkefni sem ef til
vill telji fjórðung fagmanna.
„En lausamennskuhópurinn er
ekki lengur auðfenginn til starfa.
Það gerir óvissan. Það er breytan
og þar er vandinn,“ útskýrir Friðrik
og óttast að ferðaþjónustufyrirtæki
mæti þessum skorti á íslenskum fag-
menntuðum leiðsögumönnum með
stórauknum innflutningi á erlendu
starfsfólki sem fáir ef nokkrir viti
hvaða menntun hefur að baki, ef
nokkra.
„Þar er hættan, sýnir reynslan,
en þar fer stundum fólk sem þekkir
ekki til aðstæðna og getur skapað
meiri hættu en öryggi í tilviki ferða-
mannanna.“
En hann greinir viðsnúninginn.
„Viðspyrnan er gríðarleg. Það verður
einhver slaki í apríl, en það fer allt á
fullt í maí og fram á haust – og þess
vegna svíður að allt það fólk sem er
að koma til landsins fái ekki þá leið-
sögn sem það á skilið,“ segir Friðrik
Rafnsson. ■
Sjá fram á mikinn skort á íslenskum
leiðsögumönnum yfir sumartímann
„Viðspyrnan er
gríðarleg. Það
verður einhver
slaki í apríl, en
það fer allt á
fullt í maí og
fram á haust –
og þess vegna
svíður að allt
það fólk sem
er að koma til
landsins fái ekki
þá leiðsögn sem
það á skilið,“
segir Friðrik
Rafnsson.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
birnadrofn@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Viðskiptavinir Íslands-
banka munu geta notað síma í
stað debet- eða kreditkorts í hrað-
bönkum eftir páska. Viðskiptavinir
bankans munu þurfa að skrá sig inn
með rafrænum skilríkjum.
Edda Hermannsdóttir, sam-
skiptastjóri Íslandsbanka, segir
breytinguna fyrir viðskiptavini.
„Þetta verður mikill munur fyrir
fólk, það eru margir hættir að ganga
með kortin á sér og það eru ansi
margir sem nota bara símana til að
greiða fyrir verslun og þjónustu.“ ■
Hægt að nota
síma í hraðbanka
Edda Her-
mannsdóttir,
samskiptastjóri
Íslandsbanka
odduraevar@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Starfsfólk fæð-
ingarþjónustu Landspítala sendi
frá sér yfirlýsingu í gær þar sem
þau segjast vilja læra af frásögnum
þeirra kvenna sem stigið hafa fram
í vikunni með sögur af mistökum,
vanrækslu og óhöppum í heilbrigð-
iskerfinu.
Í yfirlýsingu sinni segist starfs-
fólkið ekki hafa farið varhluta af
þeirri umræðu sem kviknaði í sam-
félaginu eftir að Bergþóra Birnu-
dóttir sagði frá því í Kveik að hún
hefði örkumlast við fæðingu eins
stærsta barns sem fæðst hefur hér
á landi.
St ar fsfólk fæðingarþjónust-
unnar segir að umræðan sé öllum
nauðsynleg. Mjög mikilvægt sé
að foreldrar upplifi ekki óöryggi
og kemur fram í yfirlýsingunni að
vinna sé þegar hafin við að læra af
frásögnum vikunnar.
Willum Þór Þórsson heilbrigðis-
ráðherra ítrekaði að sama skapi í
gær, að loknum ríkisstjórnarfundi,
að mikilvægt sé að hlustað verði á
sögur kvennanna. Ráðherra segir
réttarstöðu sjúklinga og starfs-
fólks ekki nægilega skýra og hefur
endurvakið starfshóp sem vinnur
að bættu öryggi sjúklinga og heil-
brigðisstarfsfólks.
„Því miður verða alvarleg til-
vik og um þau eigum við ferla þar
sem atburðarás og málsatvik fara í
rannsókn hjá Embætti landlæknis
og markmiðið hlýtur alltaf að vera
að styrkja þessa öryggismenningu í
kringum heilbrigðisþjónustu fyrir
sjúklinga, og ef við hlustum og
lærum af þá getum við bætt verk-
lag og ferla og aðferðir,“ sagði heil-
birgðisráðherra. ■
Starfsfólk og ráðamenn vilja læra af frásögnum kvenna
Willum Þór
Þórsson,
heilbrigðisráð-
herra
lovisa@frettabladid.is
SAMFÉLAG Aðgerðahópurinn Stuðn-
ings fólk þol end a vænd is hefur birt
ógrynni skjáskota úr lok uð um
hópi vænd is kaup end a hér á landi
þar sem finna má nið ur lægj andi
lýsingar af konum.
Um mæl in eru frá ár a bil in u 2017
til 2022 og er sá hlut i sem birt ur var
í vikunni aðeins lítill hluti þess sem
búið er að safna saman. Til stendur
að birta fleiri ummæli opinberlega
á næstunni. ■
Birta ummæli
vændiskaupenda
10 Fréttir 2. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ