Fréttablaðið - 02.04.2022, Side 12

Fréttablaðið - 02.04.2022, Side 12
Athafna- og iðnaðarlóðir Grundartanga Faxaflóahafnir sf. óska eftir umsóknum um leigu á athafna- og iðnaðarlóðum á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit. Á Grundartanga eru aðstæður góðar til uppbyggingar á fjölbreyttri athafna- og iðnaðarstarfsemi; úrval lóða, iðnaðarhöfn, góðar samgöngur innan svæðis og góðar tengingar við Þjóðveg 1. Atvinnustarfsemi á svæðinu þarf að falla vel að markmiðum græns hringrásargarðs eins og lýst er á heimasíðu Grundartanga: www.grundartangi.is Upplýsingar um stærðir lóða, staðsetningu og afhendingarskilmála er hægt að nálgast á heimasíðu Faxaflóahafna sf.: www.faxafloahafnir.is Umsóknarfrestur er til 22. apríl 2022 Fríar forskoðanir fyrir laseraðgerðir út apríl Tímapantanir 414 7000 /Augljos FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut Hampbóndi er ekki sáttur við dóm fyrir fíkniefnaakstur þar sem um sé að ræða löglega neysluvöru. arib@frettabladid.is DÓMSMÁL Ragnhildur Gyða Magn- úsdóttir, hampbóndi og íþrótta- og heilsufræðingur, segir það óheyri- lega ósanngjarnt að henni sé nú gert að greiða sekt og missa ökuréttindi í hálft ár vegna neyslu á hampi. Ragnhildur Gyða var í desember síðastliðnum dæmd í héraðsdómi til að greiða 100 þúsund krónur í sekt, 166 þúsund krónur í sakarkostnað og tæpar 1,2 milljónir króna í máls- varnarlaun, fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Málinu fæst ekki áfrýjað. Ragnhildur lenti í alvarlegu bíl- slysi fyrir nokkrum árum og glímdi við mikið hárlos í kjölfarið. „Fyrir nokkrum árum var keyrt í hliðina á mér á 90 kílómetra hraða. Ég var að fara yfir á grænu ljósi, það síðasta sem ég sá var bílstjórinn með andlitið í símanum hjá far- þeganum. Ég var í mastersnámi, ég var að keppa í vaxtarrækt, og þarna endaði líf mitt,“ segir Ragn- hildur. „Hárlosið var bara ein af fjöl- mörgum afleiðingum af þessu slysi. Ég var í nokkur ár í rannsóknum og prufaði alls konar lyf við hárlosinu sem höfðu lítið sem ekkert að segja.“ Ragnhildur fann þó að lokum lausn við vandanum, hamp sem hún ræktar núna sjálf og borðar blómin og laufin. Meðal virkra efna í hampinum er CBD en hann inniheldur einnig lítið magn af vímugjafanum THC sem mælist í þvag- og blóðprufum. Hann var ekki löglegur fyrst þegar hún byrjaði að rækta hann. „Daginn eftir að við fengum háan rafmagnsreikning kom lögreglan og tók plönturnar og ekki leið þá á löngu áður en ég missti aftur allt hárið sem ég hafði fengið til baka.“ Fyrir tveimur árum veitti heil- br igðisráðher ra Ly f jastof nu n undan þágu heimild fyrir innflutn- ingi og ræktun á iðnaðarhampi, þá með minna en 0,2 prósenta hlutfalli af THC. „Ég sótti auðvitað strax um heimild til ræktunar á iðnaðar- hampi og erum við nú með tilrauna- ræktun í gangi.“ Fram kemur í dómnum að blóð- sýni gefi til kynna að Ragnhildur hafi neytt efnanna reglulega. Hún hafnar því alfarið að hafa verið undir áhrifum við akstur. Vill hún að hætt verði að notast við blóð- og þvagprufur til að skera úr um akst- urshæfni, þess í stað verði notast við ökuhæfnismat. „Ég færi aldrei að stefna öðrum í hættu með því að keyra undir áhrifum, það síðasta sem ég vil er að einhver lendi í því sama og ég,“ segir Ragnhildur. „Þetta er bara ekkert annað en ranglæti, kúgun og stórkostlegt brot á mannréttindum. Þetta er fullkomlega lögleg neysluvara og í öðru lagi þá er þetta það eina sem hefur fengið hárið á mér til að vaxa á ný. Samt er komið fram við mann eins og maður sé stórhættulegur og útúrdópaður ökuníðingur og manni refsað harðlega.“ ■ Ósanngjarnt að fá dóm fyrir að neyta hamps Ragnhildur Gyða glímdi við hárlos í kjölfar bílslyss. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI georg@frettabladid.is SUÐUR-KÓREA Stjórnlagadómstóll Suður-Kóreu staðfesti húðflúrsbann sem verið hefur í gildi í landinu frá tíunda áratugnum. Reuters greinir frá því að dómstóll- inn hafi úrskurðað með naumum meirihluta að lögin brjóti ekki í bága við stjórnarskrána og að húð- flúrun sé áhættusöm og gæti valdið heilsufarslegum skaða. Suður-Kórea er eitt örfárra iðn- ríkja sem skilgreina húðflúrun sem læknisaðgerð og því aðeins á færi viðurkenndra lækna að framkvæma slíkar aðgerðir. Brot á banninu varð- ar sektir allt að 50 milljónum won, sem nemur rúmum 5 milljónum íslenskra króna, og allt að tveggja ára fangelsisvist. Samtök húðf lúrara í landinu höfðuðu mál til að fá banninu hnykkt árið 2017. Þau hafa harðlega gagnrýnt úrskurðinn, sem þeim þykir litast af afturhaldssemi og skorti á skilningi á menningarlegu gildi greinarinnar. Talið er að rúmlega 50 þúsund húðf lúrarar starfi í leyfisleysi í landinu. ■ Húðflúrsbann áfram í gildi í Suður-Kóreu  georg@frettabladid.is VÍSINDI Vísindamönnum hefur tekist að búa til heilsteyptan gagna- grunn af erfðafræðilegum upp- lýsingum manna. Um tímamóta- skref er að ræða en fram að þessu vantaði upp á rúm átta prósent af erfðafræðilegu upplýsingunum til að fá heillega mynd af genamengi manna. Verkefnið hefur tekið ára- tugi og mun afurðin koma til með að gagnast vísindamönnum við að skilja betur hvernig frumur mynd- ast í mannslíkamanum, sem mun nýtast við að greina og meðhöndla ýmsa sjúkdóma. Rannsóknir við túlkun á genamengi manna hófust fyrir rúmum þrjátíu árum og upp- haflega gátu vísindamenn aðeins skoðað lítil bil í genamengi manna. Með tækniframþróun síðustu ára hafa menn geta skoðað stærri hluta genamengisins sem gefur af sér innihaldsríkari niðurstöður um erfðir og eðlisþætti manna. ■ Genamengi mannsins kortlagt að fullu 12 Fréttir 2. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.