Fréttablaðið - 02.04.2022, Side 16

Fréttablaðið - 02.04.2022, Side 16
Það er ekkert plan B. Ewan Watson, talsmaður Rauða krossins Mikil upplýsinga- óreiða einkennir inn- rásina í Úkraínu. Lítið er að marka tölfræði beggja þjóða, hafa því upplýsingar frá leyni- þjónustum Vestur- landa gefið bestu myndina af stöðunni. Auglýsing frá yfirkjörstjórn Reykjavíkur um móttöku framboðslista og aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag Framboðsfrestur til borgarstjórnarkosninga 14. maí 2022 rennur út föstudaginn 8. apríl kl. 12 á hádegi. Yfirkjörstjórn Reykjavíkur tekur á móti framboðslistum miðvikudaginn 6. apríl kl. 11-12 og föstudaginn 8. apríl kl. 11-12 í fundarherbergi borgarráðs, Ráðhúsi Reykjavíkur. Á framboðslista skulu vera nöfn 23 frambjóðenda að lágmarki og 46 að hámarki. Hverjum framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru um að þau hafi leyft að setja nöfn sín á listann, undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift. Framboðslista skal einnig fylgja skrifleg yfirlýsing kjósenda í kjördæminu um stuðning við listann sem skal undirrituð eigin hendi á eyðublöðum með tölusettum blaðsíðum. Tilgreina skal fullt nafn meðmælanda, kennitölu hans og lögheimili. Fjöldi meðmæl- enda skal vera 160 að lágmarki og 320 að hámarki. Enginn kjósandi getur mælt með fleiri en einum framboðslista. Frambjóð- endur á lista geta ekki verið meðmælendur hans og fulltrúar í kjörstjórnum geta ekki verið meðmælendur framboðslista. Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu eða starfsheiti og lögheimili. Skulu nöfn frambjóðenda rituð á framboðslista að lágmarki með einu eiginnafni og kenninafni eins og þau birtast í þjóðskrá. Mælst er til að framboðslistum verði einnig skilað á rafrænu formi og meðmælendalistar skráðir rafrænt á þar til gert vefsvæði á: https://island.is/medmaelendalistar-skraning-fyrir-frambod. Loks skal fylgja framboðslista tilkynning frá þeim stjórnmálasamtökum sem bjóða fram listann um það hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans ásamt tengiliðaupplýsingum þeirra. Tilkynning um framboð og yfirlýsing frambjóðenda skal skilað til yfirkjörstjórnar í frumriti ef þær eru undirritaðar eigin hendi, en rafrænt skjal með fullgildri rafrænni undirskrift skal sent sem viðhengi í tölvupósti á netfangið kosningar@reykjavik.is. Æskilegt er að sem flestar rafrænar undirskriftir séu á sama skjalinu. Yfirlýsingu kjósenda um stuðning við framboðslista skal skilað til yfirkjórstjórnar í frumriti undirrituð eigin hendi. Eyðublöð fyrir allt framangreint eru aðgengileg á www.reykjavik.is/kosningar. Að öðru leyti er vísað til ákvæða kosningalaga nr. 112/2021 með síðari breytingum og reglugerðar dómsmálaráðuneytis nr. 330/2022 um framboð og meðmæli við sveitarstjórnarkosningar. Meðan kosning fer fram, laugardaginn 14. maí nk., verður aðsetur yfirkjörstjórnar Reykjavíkur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Að kjörfun- di loknum fer talning atkvæða fram í Laugardalshöll og mun aðsetur yfirkjörstjórnar flytjast þangað. Talning er öllum opin meðan húsrúm leyfir og verður streymt frá henni á vef Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar má nálgast á www.reykjavik.is/kosningar eða með því að hafa samband við skrifstofu borgarstjórnar í s. 411-4706 eða með tölvupósti á kosningar@reykjavik.is. Reykjavík, 1. apríl 2022 Yfirkjörstjórn Reykjavíkur Eva Bryndís Helgadóttir Ari Karlsson Tómas Hrafn Sveinsson BORGARSTJÓRNARKOSNINGAR 14. MAÍ 2022 Rauði krossinn þurfti að hörfa frá Maríupol í gær vegna árása Rússa. Rússar hörfa nú frá Kænugarði. arib@frettabladid.is „Þetta er í höndum Pútíns. Það er hann sem hóf þetta stríð að ástæðu- lausu. Það er hans ábyrgð að ljúka þessu,“ sagði Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, við CNN í gær. Sagði hún að unnið væri að því dag og nótt að rjúfa þörfina á því að kaupa gas frá Rússlandi. Staðan í suðurhluta Úkraínu hefur lítið breyst síðustu daga. Til stóð að Rauði krossinn myndi fylgja á sjötta tug rúta frá umsetnu borg- inni Maríupol í gær. Erfiðlega hefur gengið að fá rússneska herinn til að framfylgja samningum um að flytja óbreytta borgara frá átakasvæðum. Petro Andríúsjhenko, aðstoðar- maður borgarstjórans í Maríupol, sagði við fjölmiðla í gær að Rússar hefðu markvisst reynt að koma í veg fyrir að mannúðaraðstoð bærist til íbúa borgarinnar. Úkraínumenn halda enn miðborginni en litlar sem engar líkur eru á þessum tíma- punkti á að það takist að rjúfa hring Rússa um borgina. Ekkert vatn er í borginni og hafa íbúar þurft að bræða snjó til að drekka. Enginn matur er eftir. Ewan Watson, talsmaður Rauða krossins, sagði að ekki hefði verið hægt að halda áfram vegna skot- hríðar. „Það er ekkert plan B. Við erum búin að vera að vinna í marg- ar vikur. Tíminn er á þrotum fyrir íbúana.“ Til stendur að reyna aftur í dag. Fleiri hafa sagt Rússa fara með f leipur. Vladíjslav Atrosjenko, borgarstjóri Tjernív, sagði ekkert að marka orð Rússa um að hætt verði árásum á borgina og sakaði þá um að hafa skotið á spítala. Matar- birgðir og lyf klárast innan viku. Rússar hafa sakað Úkraínumenn um að senda tvær Mi-24 þyrlur yfir landamæri Rússlands til að gera eldf laugaárás á olíubirgðastöð í bænum Belgorod. Ef þetta er rétt þá er það fyrsta árásin innan landa- mæra Rússlands. Úkraínumenn hafa ekki viljað viðurkenna að hafa staðið að baki árásinni en ekki neit- að því heldur. Rússar fordæma árás- ina og segja eldsneytið ekkert hafa að gera með innrásarlið sitt. Sagði Dmítríj Peskov, talsmaður stjórn- valda í Kreml, að árásin myndi gera friðarviðræður erfiðari. Vítalííj Klitsjko, borgarstjóri Kænugarðs, sagði að stórar orrustur væru nú norðan og austan megin við borgina. „Það er töluverð hætta á að deyja, ég bið þá sem vilja snúa aftur að bíða,“ sagði hann. Úkraínu- menn hafa náð stjórn á bænum Írpín norðvestan við Kænugarð, rúmlega helmingur bæjarins er rústir einar. Unnið er að því að bera kennsl á þá látnu og leita að fleirum. Úkraínumenn og Rússar skiptust á stríðsföngum í gær. Úkraínumenn vildu staðfesta að 86 hermenn, þar af 15 konur, væru lausir úr haldi eftir skiptin. Evrópuríki setja nú mikinn þrýst- ing á Kína að taka þátt í refsiað- gerðum gegn Rússum. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, átti rafrænan fund með Xi Jinping Kína- forseta í gær. Eftir fundinn sagði hún að orðspor Kína væri undir, stjórnmálaskýrendur telja ólíklegt að Kína muni veita Rússum ein- hverja fjárhagslega aðstoð þar sem það væri þeim ekki til hagsbóta til lengri tíma. ■ Tíminn á þrotum fyrir íbúana í Maríupol Bíll sem slapp í gegn frá úthverfi Maríupol. Skemmdirnar má rekja til sprengjubrota. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY  georg@frettabladid Á meðan vopnuð átök geisa í Úkraínu þá há Vesturveldi annars konar hernað gegn Rússum á bak við tjöldin. CNN greinir frá því að Bandaríkjamenn og bandalagsríki þeirra hafi undanfarið tekið upp á því að beita forseta Rússlands upp- lýsinga- og sálfræðihernaði. Mikið magn af gögnum frá vestrænum leyniþjónustum hefur nýlega verið gert opinbert, þar sem upp er dregin mynd af hægfara og illa skipulagðri sókn rússneska hersins í Úkraínu, sem og miklu mannfalli þeirra á vígstöðvunum. Á sama tíma berast frá sömu aðilum fregnir um óein- ingu og spennu meðal ráðamanna í Kreml. Þá hefur forsetinn verið sagður einangraður og illa upp- lýstur um gang mála í Úkraínu. Öll þessi umfjöllun er talin vera liður í refsiaðgerðum Vesturvelda gegn Rússlandi, sem miðast að því að skilgreina stríðið og gengi þess í alþjóðlegri umræðu og móta umræðuna í Rússlandi, sem lýtur strangri stjórn þarlendra yfirvalda. Pútín er sjálfur ekki alls ókunn- ugur þessum aðferðum en hann hefur gjarnan verið bendlaður við að beita upplýsingaóreiðu til að hafa áhrif opinbera umræðu og á kosningar í öðrum ríkjum víða um heim. Nú virðist hann fá skammt af eigin meðali. Rússar standa þó ekki aðgerða- lausir í þessu átökum og vart hefur orðið við mikla njósnastarfsemi í Evrópu. Mörgum rússneskum ríkis- borgurum hefur verið vísað úr landi vegna gruns um njósnir í löndum víða um Evrópu. Nýlega ákærðu þýsk yfirvöld yfirmann varaliðs þýska hersins fyrir að hafa um langt skeið látið rússnesk yfirvöld fá mikilvæg gögn og upplýsingar um þýska herinn. ■ Vestrænar leyniþjónustur þjarma að Vladímír Pútín með sálfræðihernaði Pútín hefur sjálfur verið bendlaður við notkun sál- fræðihernaðar. 16 Fréttir 2. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐINNRÁS Í ÚKRAÍNU FRÉTTABLAÐIÐ 2. apríl 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.