Fréttablaðið - 02.04.2022, Síða 18
n Gunnar
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is,
FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún
Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Sif
Sigmarsdóttir
n Mín skoðun
Antonio
er okkar
hagvöxtur.
Hann er
fulltrúi
þeirra
þúsunda
– og ef til
vill tug-
þúsunda
– sem eru
dag hvern
að bjarga
íslenskum
efnahag.
Veröld án
brandara
um hárlos
og helför-
ina kann
að virðast
álitleg.
Ekki er þó
allt sem
sýnist.
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser
@frettabladid.is
Af hverju setja Hafnfirðingar alltaf bjór út á
svalir á kvöldin? Svo að tunglið verði fullt.
Fyrr á tímum, þegar fólk sagði enn Hafnar-
fjarðarbrandara, var refsingin við lélegu gríni
vandræðaleg þögn. En nú er öldin önnur.
Óskarsverðlaunin voru veitt í vikunni.
Það voru þó ekki kvikmyndasigrar og kjólar
sem voru á allra vörum næsta dag. Eftir að
grínistinn Chris Rock sagði brandara um
krúnurakað höfuð leikkonunnar Jödu Pin-
kett Smith, sem þjáist af hárlossjúkdómi, rauk
eiginmaður hennar, Will Smith, upp á svið og
rak Rock löðrung.
Á frumstæðum tímum Hafnarfjarðar-
brandara hefðu viðbrögð við athæfinu vafa-
laust verið einsleit: Sá sem gefur öðrum utan
undir skipar sér í röð með ofbeldismönnum.
Svo einstrengingsleg afstaða til ofbeldis
virðist hins vegar ekki eiga upp á pallborðið
lengur.
„Löðrungurinn er það fallegasta sem ég hef
séð,“ sagði leikkonan Tiffany Haddish sem
sá kærleik í kinnhestinum. „Nú trúi ég því að
enn fyrirfinnist karlmenn sem elska og passa
upp á konurnar sína.“ Þótt sumir hafi kallað
eftir því að Smith yrði kærður fyrir líkams-
árás voru aðrir sem töldu Smith heldur eiga
hrós skilið fyrir að taka upp hanskann fyrir
þá sem minna mega sín.
Lélegir brandarar eru ekkert gamanmál
eins og listrænn stjórnandi setningarhátíðar
Ólympíuleikanna í Tókýó fékk að kynnast
síðasta sumar. Kentaro Kobayashi var rekinn
daginn fyrir leikana vegna brandara sem
hann sagði tuttugu og þremur árum fyrr um
helförina. Kobayashi baðst afsökunar og
sagðist nú sjá að „það er ekki starf skemmti-
krafta að valda fólki óþægindum.“
Veröld án brandara um hárlos og helförina
kann að virðast álitleg. Ekki er þó allt sem
sýnist.
Einn þekktasti grínisti Breta, Jimmy Carr,
komst í hann krappan á dögunum. Í nýju
uppistandi á Netflix leitast Carr við að gera
grín að myrkari hliðum mannlegs eðlis.
„Þegar fólk talar um Helförina á það við
harmleikinn þegar sex milljónir gyðinga
létu lífið í stríðsmaskínu nasista,“ segir Carr á
Netflix. „En við minnumst aldrei á þúsundir
sígauna sem nasistar drápu. Það nennir aldrei
neinn að tala um hið jákvæða.“
Brandarinn olli uppþoti. Þingmaður
krafðist þess að Carr yrði bannað að vera
með uppistand því „það væri nóg af fasisma
í Evrópu“. Menningarmálaráðherra Breta
sagðist íhuga að semja lagafrumvarp sem
bannaði streymisveitum að sýna „særandi
efni“. Jimmy Carr sagði brandarann hafa
átt að vekja athygli á skuggalegri vanþekk-
ingu okkar flestra á fjöldamorðum nasista á
sígaunum.
Það kallaðist brandarar
Tölfræðingurinn Nassim Taleb segir mis-
heppnaðar tilraunir liggja til grundvallar
öllum árangri. „Í hvert sinn sem flugvél
hrapar minnka líkurnar á að flugvél hrapi
aftur. Farþegaskipið Títanik bjargaði manns-
lífum því að nú smíðum við stærri og stærri
skip. Fjöldi fólks lést en í kjölfarið jukum
við öryggi kerfisins – mistökin voru ekki til
einskis.“
Brandarar lúta sömu lögmálum. Á síðasta
ári gagnrýndi Chris Rock slaufunarmenn-
ingu. „Misheppnaðar tilraunir eru hluti af
list,“ sagði Rock. „Það eru mjög skýr skilaboð
þegar áhorfendur hlæja ekki.“ Hann sagði
ótta grínista við að taka áhættu leiða til
leiðinlegrar skemmtunar.
Jimmy Carr tekur í sama streng og varar
við dauða uppistandsins. „Eftir tíu ár eigið
þið eftir að geta sagt við barnabörnin ykkar:
„Ég sá einu sinni mann standa á sviði og tala
af léttúð um alvarlega hluti. Það kallaðist
brandarar og fólk hló að þeim.““
Ásetningurinn kann að vera góður. En
ofbeldi er ekki ást. Skemmtun án óþæginda
er sefjun. Takmörkun tjáningarfrelsisins er
ekki barátta gegn fasisma. Ekki frekar en stríð
er „sérstök hernaðaraðgerð“. n
Kærleikur kinnhestsins
Það er hverjum manni mikilvægt
að fara inn í fiskvinnsluhús lands-
manna, hringinn í kringum landið.
Þar sér hann ekki einasta verðmæta-
sköpunina í landinu og útflutn-
ingsverðmætin, heldur líka hið raunverulega
Ísland.
Erlent vinnuafl heldur uppi hagvextinum á
Íslandi. Án þess yrðu heimamenn að búa við
lakari kjör. Og það er einmitt í krafti þessa
fólks, sem kemur alls staðar að úr heim-
inum, að upprunalegir eyjaskeggjar búa við
almennilegt lífsviðurværi.
Í einni fiskiðju sem skrifari þessara orða
heimsótti nýverið voru yfir níutíu prósent
fiskverkafólksins af erlendu bergi brotin þegar
mest lét fyrir tíma farsóttarinnar. Eitthvað
minnkaði sú tala þegar pestin stóð sem hæst.
En í öllu falli gæti þessi fiskframleiðandi, fyrr
og síðar, lokað fyrir starfsemi sína ef hann
hefði ekki svo til óheftan aðgang að frjálsu
f læði vinnuafls utan úr heimi.
Heimamenn gleyma þessari sannreynd. Þeir
átta sig ekki á gráum veruleikanum fyrr en
þeir standa andspænis honum í fiskvinnslu-
húsi úti á landi. Og þar heilsar þeim Antonio,
hartnær sjötugur maður sem hefur unnið á
þessum sama vinnustað til ótal margra ára,
ellefu mánuði í senn, en sent stærstan hluta
launanna sinna heim til Portúgals í hverjum
mánuði á meðan hann vinnur harðri hendi
á Íslandi. Og fer svo tólfta mánuðinn heim til
fjölskyldunnar og umvefur ástvini sína.
Þessar sögur eru Íslandssögur okkar tíma.
Og þegar Antonio er spurður af hverju í
ósköpunum hann leggi þetta á sig í skiptum
fyrir stuttan tíma úr ári fyrir fjölskylduna
svarar hann því blíðlega til að hvergi fái hann
tryggari og öruggari vinnu til að styðja við
framtíð barna sinna og barnabarna. Og maður
situr hugsi eftir.
Antonio er okkar hagvöxtur. Hann er full-
trúi þeirra þúsunda – og ef til vill tugþúsunda
– sem eru dag hvern að bjarga íslenskum
efnahag.
Kannski látum við hin okkur fátt um finnast.
Og kannski þurfum við hin að standa í nógu
mikilli nálægð við þennan veruleika til þess að
átta okkur á mikilvægi hans – og sömuleiðis
þeirri breytingu, líklega varanlegri, sem er að
verða á atvinnuþátttökunni á Íslandi.
Margt af okkar erlenda vinnuafli sest að hér
á landi, til skamms eða langs tíma. Margt af því
verður að venjulegum Íslendingum þegar tímar
líða fram. Og margir fara aftur heim. En mikil-
vægi erlends vinnuafls er aldrei skýrara. n
Antonio
VÍSINDIN OG VIÐ
MÁNUDAGA KL. 20.00
OG AFTUR KL. 22.00
Dr. Lotta María Ellingsen
og leitin að heilasjúkdómum.
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 2. apríl 2022 LAUGARDAGUR