Fréttablaðið - 02.04.2022, Síða 20

Fréttablaðið - 02.04.2022, Síða 20
Besta deildin rúllar af stað eftir 16 daga, en opn- unarleikurinn verður milli Íslandsmeistara Víkings og FH. Stjörnur deildarinnar fá þá ábyrgð að draga fólk á völl- inn en nú er hægt að mæta án grímu og hafa gleðina við völd í stúkum landsins. Flest lið ætla að leggja mikið upp úr upplifun áhorfenda, en það er leikmannanna að draga fólkið á völlinn. Fréttablaðið skoðaði hvaða leikmenn munu skína skærast. hoddi@frettabladid.is Stjörnurnar sem munu skína í sumar Aron Jóhannsson 31 árs sóknarmaður Þessi 31 árs gamli framherji kemur heim úr atvinnumennsku og miklar væntingar eru gerðar til hans. Hefur alla hæfileikana til þess að leika sér að Bestu deildinni í sumar. Hefur ekki spilað mikið í vetur en Vals- menn hafa farið vel með Aron. Vonir standa til að Aron verði eins og kálfur að vori þegar mótið fer af stað. Kristinn Freyr Sigurðsson 30 ára miðjumaður Það trúa því fáir að Valur hafi ekki viljað halda í Kristin Frey sem hefur verið jafnbesti leikmaður íslenska boltans síðustu ár. Kristinn og Heim- ir Guðjónsson, þjálfari Vals, náðu ekki saman en Ólafur Jóhannesson þjálfari FH kann að ná því besta fram úr Kristni. Blómstri Kristinn gæti FH farið í titilbaráttu. Viktor Karl Einarsson 25 ára miðjumaður Var einn besti leikmaður Íslands- mótsins í fyrra og með nýjan fjögurra ára samning í vasanum eru væntingar til þess að hann leiði liðið til sigurs í Bestu deildinni. Viktor er snöggur og klókur miðjumaður sem getur gert usla í vörn andstæðinga með klókindum. Kristall Máni Ingason 20 ára miðjumaður Töframaður á vellinum sem var frábær þegar Víkingur fór á skrið síðasta sumar þegar liðið vann Íslands- og bikarmeistaratitilinn. Kristall er klókur leikmaður með góðan sprengikraft og búast Víkingar við því að hans stjarna skíni svo skært í sumar að hann haldi út í atvinnumennsku fyrr en síðar. Fjöldi erlendra félaga fylgist með töfrum hans innan vallar. Óskar Örn Hauksson 37 ára miðjumaður Listamaðurinn Óskar Örn fær það verkefni að koma silfurskeiðinni í Garðabæ aftur í hóp þeirra bestu. Eftir magnaðan feril með KR ákvað Óskar að taka nýrri áskorun, hefur virkað frískur í vetur og gæti verið lykilmaður í því að Stjarnan berjist á toppi deildarinnar. Hólmar Örn Eyjólfsson 31 árs varnarmaður Hólmar er varnarmaður á besta aldri og kom frítt til félagsins frá Rosen- borg í Noregi. Hólmar var í 14 ár í atvinnumennsku og á að baki 19 A- landsleiki fyrir Ísland en hann hætti að spila fyrir landsliðið á síðasta ári. Lék fyrir West Ham, Bochum og fleiri lið á ferlinum og ætti að verða besti varnarmaður deildarinnar. Hallgrímur Mar Steingrímsson 31 árs miðjumaður Hefur verið með lyklavöldin að fót- boltanum á Akureyri síðustu ár en hefur lítið verið með í vetur vegna meiðsla. Hallgrímur er hins vegar byrjaður að æfa af krafti og á að vera klár í slaginn þegar Besta deildin fer af stað. Er með hæfileikaríkari leik- mönnum deildarinnar og skemmti- kraftur af Guðs náð. Theodór Elmar Bjarnason 35 ára miðjumaður Hefur sagt frá því að hann ætli sér að verða besti leikmaður deildarinnar í ár og hefur klárlega hæfileikana til þess. Elmar átti frábæran atvinnu- mannaferil og var í stóru hlutverki hjá landsliðinu í kringum Evrópu- mótið árið 2016. 20 Íþróttir 2. apríl 2022 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 2. apríl 2022 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.