Fréttablaðið - 02.04.2022, Page 24

Fréttablaðið - 02.04.2022, Page 24
Söfnunarþætti fyrir Úkraínu Í kvöld, laugardagskvöld, verður í beinni útsendingu söfnunarþáttur á RÚV sem er sannarlega ekki af verri endanum. Í þættinum koma fram landsþekktir tónlistarmenn og f lytja lag þáttarins, endurgerð á hinu sívinsæla Diskó Frískó með nýjum texta Braga Valdimars Skúla- sonar. Meðal f lytjenda eru Daníel Ágúst, Birgitta Haukdal, Páll Óskar og Helga Möller og er markmiðið að fjölga í hópi Heimsforeldra og styðja við neyðaraðgerðir UNICEF í Úkraínu. Allra síðustu veiðiferðinni Stundum þarf maður bara að geta sest niður og skemmt sér. Ekki hugsa, bara horfa og hlæja. Allra síðasta veiðiferðin svíkur engan sem vill geta gleymt sér og fylgst með okkar bestu og fyndnustu leikurum fara á kostum. Það reynir sannarlega á magavöðvana að horfa á Allra síðustu veiðiferðina. n n Í vikulokin Ólafur Arnarson Breska þingið taldi sér skylt að framfylgja þjóðar- vilja. Við mælum með Hvernig útskýrir maður slíkt fyrir sak- lausu barni? BJORK@FRETTABLADID.IS Hópur kvenna ákvað að taka málin í sínar hendur þegar þær fundu fyrir vöntun á stað til að hittast með börn sín og bjóða þær í dag, laugardag, alla velkomna á styrktarvið- burð Fjölskyldulands. bjork@frettabladid.is Hópnum, sem saman- stendur af fagfólki í uppeldisgeiranum, fannst skorta aðstöðu hér á landi þar sem fólk gæti leitað skjóls fyrir veðri, léttklætt, berfætt og notið saman, allt árið um kring. Hópurinn hefur undanfarið unnið hörðum höndum við að undirbúa slíka f jölskyldumið- stöð, Fjölskylduland, sem stefnt er að því að opna í sumar. Það mun hýsa fyrsta innanhússleikvöllinn á Íslandi undir sama þaki og kaffihús og fjölskyldumiðstöð þar sem for- eldrar, börn og umönnunaraðilar geta leikið, fræðst og nærst, bæði á líkama og sál. Hannað á ævintýralegan hátt Til að fjármagna verkefnið brá hópurinn á það ráð að hefja söfnun á Karolina Fund auk þess sem í dag verður hægt að styrkja verkefnið og skemmta sér um leið í húsnæði Fjöl- skyldulands, Dugguvogi 4. „Húsnæðið er hrátt iðnaðarhús- næði sem þarfnast aðhlynningar en býður upp á mikla möguleika, það er hátt til lofts og bjart sem var algjört skilyrði fyrir okkur,“ segir Sólveig Kristín Björgólfsdóttir úr Þorpinu – tengslasetri, einu fyrir- tækjanna sem að verkefninu standa. „Arkitekt og leikmyndahönnuður eru búnir að hanna rýmið á ævin- týralegan hátt og strax eftir helgi verður tréhús byggt sem hluti af leiksvæðinu. Iðnaðarmenn bíða í startholunum og vinda sér í fram- kvæmdir um leið og nægt fjármagn safnast.“ Söfnun á Karolina Fund Sólveig segir búið að þróa þá þjón- ustu sem verður í boði og að skapa vettvang fyrir þá sem vilja styðja við barnafjölskyldur með einum eða öðrum hætti innan Fjölskyldu- lands. „Söfnunin á Karolina Fund er því til þess gerð að fjármagna standsetningu á húsnæðinu sem mun halda utan um þann vettvang en það er töluvert fjármagn sem fer í að gera það upp.“ Innanhússleikvöllurinn verður sérsniðinn fyrir börn á grunnskóla- aldri en þjónusta miðstöðvarinnar býður upp á eitthvað fyrir alla fjöl- skylduna, hvort sem það er saman eða hvert í sínu lagi. „Fólk getur mætt og keypt stakt skipti en ef það kaupir meðlima- kort, sem gildir fyrir alla fjölskyld- una, fær það 40 prósenta afslátt af aðgangseyri fyrir hvert barn og afslætti af annarri þjónustu í Fjöl- skyldulandi. Foreldrar fá aðgang að leiksvæðinu sér að kostnaðarlausu,“ segir Sólveig. Fjölbreytt dagskrá í dag Eins og fyrr segir stendur hópurinn í dag fyrir viðburðinum Reisum fjöl- skylduland, þar sem opið verður leiksvæði fyrir yngstu börnin og pop-up leikvöllur fyrir tveggja ára og eldri. Enginn aðgangseyrir verður rukkaður en tekið er á móti frjálsum framlögum sem fara í það að gera Fjölskylduland að veruleika sem fyrst. „Dagskráin er fjölbreytt og er eitt- hvað fyrir alla fjölskylduna,“ segir Sólveig. „Boðið verður upp á fjölbreyttar tengslaeflandi upplifanir frá klukk- an 10 til 17 sem endurspegla þá tíma sem verða í stundatöflu þegar Fjöl- skylduland verður opnað. Þar má meðal annars nefna fjölskyldujóga, fræðslu með leikívafi og sögustund ásamt samvinnutíma umönnunar- aðila og barna. Dagskráin einkenn- ist af léttleika, f læði og sköpun,“ segir hún að lokum. Dagskrána er hægt að kynna sér nánar á samfélagsmiðlum Fjöl- skyldulands. Þeir sem sjá sér ekki fært að mæta, geta kynnt sér verkefnið og lagt því lið á karolinafund.com/project/ view/3748 n Fannst vanta samastað fyrir barnafjölskyldur María Ösp Ómarsdóttir, Kristín Stefáns- dóttir, Sólveig Kristín Björg- ólfsdóttir og Helga Hreiðars- dóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Í dag verður styrktarviðburður í Fjöl- skyldulandi og dagskráin fjölbreytt. Í nýlegum Þjóðarpúlsi Gallup kom fram að 60 prósent þjóðarinnar eru hlynnt fullri aðild Íslands að ESB. Innrás Rússa í nágrannaríkið Úkraínu hefur gerbreytt heims- myndinni. Sviss horfið frá hlut- leysisstefnu og Finnar og Svíar íhuga nú í fullri alvöru aðild að Nató. ESB hefur frá öndverðu verið frið- arbandalag og skýr viðbrögð aðild- arríkja bandalagsins við innrás Rússa er ekki hægt að túlka nema á einn veg. Í framtíðinni verður ESB varnarbandalag Evrópuríkja. Ógnin úr austri er slík að Evrópa getur ekki lengur reitt sig eingöngu á varnarmátt Bandaríkjanna, eða vilja þeirra til að verja Evrópu. Reynslan af forsetatíð Trumps er víti til varnaðar fyrir bandalagsþjóðir Bandaríkjanna. Þegar ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hætti viðræðum við ESB 2014 sveik forysta Sjálf- stæðisf lokksins gefin loforð og flokkurinn klofnaði í kjölfarið. Á Alþingi er komin fram þings- ályktunartillaga um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um fram- hald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu frá þingmönn- um Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Rök Sjálfstæðismanna 2014 fyrir því að hætta viðræðum voru að þingmeirihluta skorti fyrir aðild að ESB og þau rök eru komin fram á ný. Þau rök halda hins vegar ekki. Aðild að ESB er svo stór ákvörðun að einungis þjóðin getur tekið hana. Þinginu ber að virða vilja þjóðar- innar í grundvallarmálum. Þjóðarviljinn, ekki þingsins, skiptir öllu máli Í Bretlandi var ekki þingmeiri- hluti fyrir Brexit þegar breska þjóðin kaus útgöngu úr ESB. Engu að síður taldi breska þingið sér skylt að framfylgja vilja naums meirihluta þjóðarinnar. Þingmenn sem ekki treysta sér til að framfylgja skýrum þjóðarvilja ættu alvarlega að íhuga tafarlausa afsögn. Alþingi ber að gefa þjóðinni tækifæri til að taka ákvörðun um framhald aðildarviðræðna að ESB. Annað er ofbeldi gegn lýðræðinu. n Við höfum ekki beint talað við hana um stríðið. Hún skilur ekki þetta orð stríð og hún er það ung að þótt við reyndum, myndi hún ekki skilja nákvæmlega hvað er í gangi, annað en að fólk sé vont við hvert annað,“ segir Karl Garðarsson aðspurður um viðbrögð hálf-úkra- ínskrar dóttur sinnar við voveiflegum fréttum frá heimalandi móður hennar. Karl og eiginkona hans, Iryna Novakovska, prýða forsíðu þessa tölublaðs ásamt dóttur sinni, Lilju, sem skírð er eftir úkraínskri móður- ömmu sinni. Þetta svar Karls segir sína sögu af hinum grimmilegu átökum sem nú eiga sér stað af hendi Rússa í Úkraínu. Hvernig útskýrir maður slíkt fyrir saklausu barni? Barni sem alið er upp í öryggi á Íslandi auk þess sem það hefur varið flestum sumrum ævi sinnar í sumarparadísinni hjá ömmu og afa í Úkraínu. Ömmu og afa sem nú neita að yfirgefa heimalandið án sonar síns sem er á herskyldualdri. Það er ekki hægt. Prófaðu nú að ímynda þér barnið í myrkum kjallara í Úkraínu, á flótta frá heimalandi sínu eða hið allra versta, illa slasað eða jafnvel látið. n  Að útskýra stríð fyrir barni 24 Helgin 2. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 2. apríl 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.