Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2022, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 02.04.2022, Qupperneq 28
ins: „Þau vilja ekki koma til Íslands af því þau vonast til að geta snúið aftur til Úkraínu. Þau eru núna öll nálægt Póllandi og bíða bara eftir að stríðinu ljúki.“ Á þeim tíma sem þetta er ritað hafa rúmar fjórar milljónir Úkra­ ínumanna f lúið yfir til annarra landa, langf lestir til Póllands, en þegar hafa á sjötta hundrað Úkra­ ínumanna sótt um hæli á Íslandi. Spurður um hvort hann telji íslensku þjóðina vera að gera nóg til að rétta þessu fólki hjálparhönd segir Karl: „Já, ég held að Íslendingar hafi staðið sig gríðarlega vel í að taka á móti þessu fólki og Íslendingar hafa náð að skipuleggja sig mjög f ljótt. Það er alveg prýðilega haldið utan um þetta. Það sem þarf að passa sig á er að það verður að sjá til þess að þetta fólk fái vinnu sem fyrst. Það er mjög mikilvægt, því Úkraínumenn eru mjög vinnusamir og það verður erfitt fyrir þá ef þeir eiga ekki kost á að fá vinnu og þurfa að sitja heima.“ Iryna tekur í svipaðan streng og Karl og telur að vel verði tekið á móti þeim löndum sínum sem koma hingað. „Ég held að Ísland sé eitt besta landið fyrir f lóttamenn að koma til hvað varðar viðhorf og aðstæður flóttamanna.“ Úkraína gæti staðið stríðið af sér Veður skipast skjótt í lofti í stríði og staðan í Úkraínu breytist dag frá degi. Spurður um hvernig hann meti ástandið nú, eftir fimm vikur af átökum, segir Karl: „Það er stundum sagt að sann­ leikurinn sé það fyrsta sem deyr í stríði og ég held að það sé mikið til í því. Maður þarf að taka öllum upplýsingum sem eru að berast frá báðum aðilum með fyrirvara. Ég hef nú verið þeirrar skoðunar hingað til að þetta sé stríð sem Rússar muni „vinna“ að því leyti að þeir muni hugsanlega ná tökum á höfuð­ borginni og koma á leppstjórn. En vandamálið verður alltaf það að þeir munu ekki geta haldið neinum borgum vegna þess að þeir þyrftu að auka fjölda hermanna fimmfalt. Það þyrfti að vera allt að ein milljón manns til þess að halda þeim.“ Að sögn Karls hefur sú breyting orðið á stríðinu undanfarið að Úkraínumenn eru farnir að sækja sífellt meira á. Rússar tapa gríðar­ legum fjölda hermanna á degi hverj­ um, allt að þúsund manns, þar með talið hermenn sem falla í stríðs­ átökum, þeir sem særast, þeir sem eru handteknir og þeir sem flýja. NATO áætlaði nýlega að á bilinu 7 til 15 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið á fyrsta mánuði stríðsins og að Rússar hafi í heildina misst á bilinu 30 til 40 þúsund hermenn. Karl: „Ef þetta er raunin, þá finnst mér líklegt að Úkraínumenn eigi núna þokkalega möguleika á að standa þetta af sér. Þannig að áður en langt um líður myndu nást ein­ hvers konar samningar á milli þess­ ara þjóða. Það er voðalega erfitt fyrir báða aðila að bakka, þeir eru mjög harðir á sínu, en þetta er eigin­ lega það eina skynsama í stöðunni. Ef þetta gerist ekki og það verða áframhaldandi árásir næstu sex til tólf mánuði, þá verður mann­ fallið alveg gríðarlegt, eyðileggingin verður gríðarleg og heilu borgirnar verða lagðar gjörsamlega í rúst eins og Maríupol. Það er eitthvað sem ég held að enginn vilji í raun.“ Ólíkur vestrænum pólitíkusum Sá leikmaður sem hefur komið einna mest á óvart í öllum þessum hildarleik er án efa forseti Úkraínu, Volodímír Selenskíj. Þessi 44 ára fyrrum gamanleikari, sem tók við embætti forseta án nokkurrar pólit­ ískrar reynslu árið 2019, hefur stigið fram sem sannkölluð þjóðhetja og vakið athygli allrar heimsbyggðar­ innar. Iryna segir Úkraínumenn ekki hafa haft miklar væntingar til Selenskíjs fyrst um sinn en hann hafi þó sannað sig á endanum. Iryna: „Við héldum fyrst að hann væri kannski með einhverja ólí garka á bak við sig. En hann er greinilega með mjög gott teymi. Á síðustu árum hefur hann umkringt sig mjög góðu fólki, ungu, skapandi fólki. Auðvitað viljum við sjá svona breytingar. Ég held að fyrrverandi forsetinn, Petro Porosjenko, hafi leitt til þeirra vandamála sem við erum að glíma við í dag, sem er harmleikur. Diplómatískt samband okkar við Rússland var þegar orðið mjög slæmt.“ Vesturlönd virðast vera mjög hrifin af Selenskíj, líta Úkraínu- menn öðrum augum á hann? Karl: „Nei, ég held að það sé lík­ lega enginn þjóðarleiðtogi á síðustu áratugum sem hefur komið jafn­ mikið á óvart og Selenskíj. Eins og Iryna benti réttilega á þá var hann litinn hornauga þegar hann var kjörinn fyrst í Úkraínu 2017. Hann þótti bara gamanleikari, en fólki fannst hann skárri en Porosjenko sem þótti ekki nógu sterkur á svell­ inu. Fyrst þegar Selenskíj heimsótti hermenn þá var hlegið að honum. En það gerðist eitthvað ótrúlega mikið þegar stríðið byrjaði og hans ára gjörsamlega breyttist á einum degi.“ Að sögn Karls tókst Selenskíj að stíga inn í hlutverk sitt sem þjóðar­ leiðtogi strax og stríðið byrjaði. Margir bjuggust við því að hann myndi hreinlega flýja land eins og Ashraf Ghani, fyrrverandi forseti Afganistans, gerði í kjölfar valda­ töku Talibana. En Selenskíj sat sem fastast í höfuðborginni Kænugarði og gerir raunar enn. Þá hafa ræður Selenskíjs, sem hann beinir ýmist til Úkraínumanna, Rússa eða heims­ byggðarinnar, vakið mikla athygli fyrir skýr og afdráttarlaus skilaboð. Karl: „Venjulegir evrópskir pól­ itíkusar eru ekkert vanir að tala svona, þannig að þeim bregður en þeim finnst þetta ótrúlega f lott innst inni. Þetta er ekki sá kúltúr sem Vesturlönd eru vön. Hann er náttúrlega vanur leikari, vanur að koma fram og tala, og það hefur hjálpað honum alveg of boðslega mikið núna síðasta mánuðinn.“ Bíður eftir að komast til Úkraínu Lilja, dóttir Karls og Irynu, varð fimm ára á dögunum. Hún hefur varið f lestum sumrum ævi sinnar í Úkraínu í sannkallaðri sumar­ paradís hjá afa sínum, Victori, og ömmu sinni, Lílíu, sem hún heitir eftir. Lilja á því skiljanlega erfitt með að samræma fréttir frá móðurland­ inu við sínar eigin minningar þaðan. Karl: „Við höfum ekki beint talað við hana um stríðið. Hún skilur ekki þetta orð stríð og hún er það ung að þótt við reyndum, myndi hún ekki skilja nákvæmlega hvað er í gangi, annað en að fólk sé vont við hvert annað. Hún hins vegar sér myndir í sjónvarpinu og hún skilur tungumálin, úkraínsku og rúss­ nesku. Þannig að hún stoppar oft við sjónvarpið og byrjar stundum að spyrja mig hvað sé í gangi. Ég leiði það svolítið hjá mér að svara henni, vegna þess að ég veit að þetta er mjög erfitt fyrir hana.“ Iryna: „Hún áttar sig á því að það er eitthvað í gangi, er svolítið stressuð og óróleg. Ég geri allt bara á sjálfstýringu en hugur minn er annars staðar. Hugsanir mínar eru alltaf hjá fólkinu mínu í Úkraínu. Ég vorkenni börnunum sem eru þar enn og Lilja þjáist líka af því hún finnur fyrir sorginni minni. Hún átti f imm ára afmæli fyrir nokkrum dögum. Við vorum með gesti svo ég sleppti mér aðeins og á sama tíma var hún að syngja lagið Let It Go úr Frozen.“ Um þetta leyti í viðtalinu byrja að heyrast köll frá svefnherbergi Lilju sem hafði skömmu áður ráfað inn um dyrnar klædd í einkennis­ búning sinn, eftirlíkingu af kjól Elsu úr Frozen. Iryna stendur upp til að athuga með dóttur sína. Karl: „Hún er að bíða eftir því að komast aftur til Úkraínu. Hún er búin að verja síðustu sumrum í Horodníjtsíja og man eftir góða veðrinu þar sem hún er nánast nakin úti í garði hjá afa sínum og ömmu. Þetta er svona þorp eins og maður sé kominn aftur í þorp á Íslandi 1930 þar sem þú vaknar við hanagal á morgnana, það eru hest­ vagnar og kýr á götunum og fullt af krökkum hlaupandi um. Þetta er hennar mynd af Úkraínu. Síðast í gær var hún að tala um hvað hún væri spennt að fara þangað aftur í sumar og hitta vini sína og geta hlaupið um á malarstígunum.“ Vonast eftir kraftaverki Spurður um hvort hann bindi vonir við að friður muni nást í Úkraínu segist Karl vona innilega að stríð­ inu muni ljúka innan mánaðar eða tveggja. Karl: „Ég vona það svo sannar­ lega fyrir Úkraínu og fyrir allt þetta vesalings fólk sem þjáist þar alla daga. Það er eiginlega óbærilegt að hugsa til þess að fólk sé niður­ grafið í kjöllurum án þess að hafa mat, hita og rafmagn. Þetta er fólk sem er kannski komið undir nírætt, þetta eru ungbörn, fatlað fólk og svo framvegis. Það getur enga björg sér veitt og það fær enga hjálp. Þetta er bara óbærilegt og getur ekki haldið áfram mikið lengur. Það er orðið siðferðislegt spursmál fyrir Evrópu, NATO og Evrópusambandið að gera meira heldur en verið er að gera því þetta er ekki boðlegt í siðuðu sam­ félagi að horfa upp á mikið lengur.“ Iryna tekur í svipaðan streng en stríðið hefur tekið svo mikið á hana að hún neitar jafnvel að segja nafn Vladímírs Pútín upphátt á heimili sínu. Iryna: „Ég vonast auðvitað til þess að eitthvað kraftaverk gerist. Ef við myndum gefast upp væru það svik við alla hermennina okkar sem hafa dáið fyrir Úkraínu. Selenskíj getur ekki stoppað og þessi hræði­ legi maður sem byrjaði þetta mun heldur ekki stoppa. Hvað mun ger­ ast? Hver mun verða okkar friðar­ gæslumaður? Erdogan eða Kim Jong­un? Ég veit það ekki, en unga kynslóðin og ég, við trúum á her­ inn okkar. Við verðum að trúa, við höfum engan annan kost í stöðunni en að trúa á sigur.“ n Lilja úti á engi við þorpið Horodníjtsíja í Úkraínu.Mæðgurnar Iryna og Lilja fá sér hressingu í Kænugarði um síðustu jól. Karl á fundi í úkraínska þinginu. MYNDIR/AÐSEND Hún skilur ekki þetta orð stríð og hún er það ung að þótt við reynd- um, myndi hún ekki skilja nákvæmlega hvað er í gangi, annað en að fólk sé vont hvert við annað. Karl 28 Helgin 2. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.