Fréttablaðið - 02.04.2022, Síða 35
Við leitum að framúrskarandi mannauðsstjóra til að taka þátt í ferðalaginu framundan.
Viðkomandi þarf að búa yfir forystuhæfni, samskiptafærni, styrk til að taka ákvarðanir og frumkvæði
til að ná árangri í starfi. Góð laun og fríðindi í boði.
Helstu verkefni:
• Ábyrgð á mótun stefnu í mannauðsmálum og framkvæmd.
• Ráðgjöf og stuðningur við starfsfólk á sviði mannauðsmála.
• Umsjón með umbótaverkefnum, fræðslumálum og starfsþróun.
• Mótun ferla og innleiðing umbótaverkefna.
• Þróun starfsumhverfis.
• Ýmis verkefni fyrir framkvæmdastjórn og stjórn.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun á sviði mannauðsmála kostur.
• Þekking og marktæk reynsla á sviði mannauðsmála.
• Skipulögð vinnubrögð og geta til að vinna undir álagi.
• Reynsla af umbótaverkefnum, teymisvinnu og breytingastjórnun er kostur.
• Framúrskarandi hæfni í samskiptum, jákvætt viðmót og sveigjanleiki.
• Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í starfi.
• Gott vald á íslensku og ensku í rituðu og mæltu máli.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Umsóknarfrestur er til og með 11. apríl nk.
Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur um
hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Umsjón með starfinu hafa Jensína K.
Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) og
Hilmar G. Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is).
Mannauðsstjóri
Travelshift er leiðandi ferðatæknifyrirtæki.
Félagið var stofnað árið 2012 og rekur meðal
annars Guide to Iceland, markaðstorg sem er
notað af yfir 1500 ferðaþjónustufyrirtækjum
á Íslandi. Yfir milljón ferðamenn heimsækja
vefsíðuna í hverjum mánuði. Auk Guide to
Iceland, rekur félagið Guide to the Philippines,
vinsælustu ferðaheimasíðu Filipseyja.
Travelshift er alþjóðlegur vinnustaður með
um áttatíu starfsmenn, þar af er helmingur á
Íslandi.
Travelshift hefur hlotið verðlaunin Iceland’s
Leading Travel Agency frá World Travel
Awards 4 ár í röð, frá 2018-2021. Fyrirtækið
er leiðandi á heimsvísu í framsækinni
hugbúnaðargerð og sjálfvirknivæðingu.
www.travelshift.com
VERKEFNASTJÓRI Í
ENDURMENNTUN LBHÍ OG
KENNARI Í HESTAFRÆÐUM
Landbúnaðarháskóli Íslands óskar eftir því að ráða
verkefnastjóra í Endurmenntun sem jafnframt kemur
að kennslu í hestafræðum. Um er að ræða fullt starf.
HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGD
• Umsjón með námskeiðsframboði, námsgögnum og skipulagi í samstarfi
við endurmenntunarstjóra
• Þróun og uppbygging námskeiðsframboðs einkum á sviði reiðmennsku
og hestafræða
• Samskipti og miðlun upplýsinga til kennara og nemenda
• Samskipti við helstu hagsmunaaðila innan og utan skólans
• Undirbúningur og umsýsla námskeiða
• Þróun námskeiða og kennsla í hestafræði og tengdum greinum við
endurmenntun og aðrar deildir LbhÍ
• Önnur tilfallandi verkefni
HÆFNISKRÖFUR
• Háskólapróf í reiðkennslu/tamningum og reynsla af þjálfun hrossa
• Reynsla af verkefnastjórnun
• Reynsla af kennslu og fullorðinsfræðslu
• Góð tölvukunnátta
• Geta til að vinna sjálfstætt og sem hluti af hóp
• Samstarfshæfni og lipurð í samskiptum
NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITIR
Guðmunda Smáradóttir, mannauðs- og gæðastjóri LbhÍ
- gudmunda@lbhi.is
Sótt er um á starfatorg.is - Umsóknarfrestur 19. apríl 2022
ENDURMENNTUNARSTJÓRI
Landbúnaðarháskóli Íslands óskar eftir því að ráða
endurmenntunarstjóra við skólann. Um er að ræða fullt starf.
HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGD
• Umsjón með rekstri, fjármálum og daglegri starfsemi Endurmenntunar
LbhÍ
• Umsjón með stefnumótun, þróun og uppbyggingu námskeiðsframboðs í
samstarfi við hagaðila
• Umsjón með námskeiðum og faglegu framboði Endurmenntunar LbhÍ
• Ábyrgð á faglegri kennslu og umsýslu námskeiða
• Samskipti, samningagerð og miðlun upplýsinga til kennara og nemenda
• Nýsköpun og þróun tækifæra á sviði landbúnaðar og matvælaframleiðs-
lu í samstarfi við hagaðila
• Markaðssetning námskeiðsframboðs í samvinnu við markaðs- og
kynningarstjóra LbhÍ
• Umsjón með vefsíðu og samfélagsmiðlum Endurmenntunar LbhÍ
• Önnur tilfallandi verkefni
HÆFNISKRÖFUR
• Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, fullorðinsfræðslu eða sambærileg
menntun
• Reynsla af fjármálum og rekstri
• Reynsla af stjórnun og stefnumótun
• Reynsla af markaðs- og kynningarstörfum
• Reynsla af fullorðinsfræðslu
• Þekking á íslensku atvinnulífi sem og á helstu áherslusviðum skólans
æskileg
• Sjálfstæði, skipulagshæfni og frumkvæði
• Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
• Reynsla af störfum úr háskólaumhverfi/opinberri stjórnsýslu er kostur
NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITIR
Guðmunda Smáradóttir, mannauðs- og gæðastjóri LbhÍ
- gudmunda@lbhi.is
Sótt er um á starfatorg.is - Umsóknarfrestur 19. apríl 2022
LEKTOR Í SKÓGFRÆÐI
Laust er til umsóknar 100% starf lektors í skógfræði við deild
Náttúru og skóga hjá Landbúnaðarháskóla Íslands með
áherslu á ræktun skóga og tengingu við sjálfbæra landnýtingu.
Viðkomandi er ætlað að styrkja núverandi starf deildar á sviði
rannsókna, kennslu og þjónustu við samfélagið. Hlutverk
deildarinnar er að byggja brú á milli náttúru og samfélags með
rannsóknum, kennslu, þjálfun og ráðgjöf á sviði sjálfbærrar
landnýtingar og endurheimtar vistkerfa.
HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGD
• Uppbygging alþjóðlega viðurkenndra rannsókna á sviði skógfræði
• Birting ritrýndra vísindagreina, öflun rannsóknarstyrkja og virk þátttaka í
alþjóðlegu og innlendu samstarfi
• Kennsla og þróun námskeiða á grunn- og framhaldsstigi
• Leiðbeining nemenda í rannsóknarverkefnum
• Virk þátttaka í faglegu þróunarstarfi og uppbyggingu innan skólans
HÆFNISKRÖFUR
• Doktorspróf í skógfræði eða skyldum greinum
• Umsækjandi hafi birt rannsóknir sínar á viðurkenndum innlendum og
erlendum vettvangi og hafi skýra framtíðarsýn á rannsóknum og þróun
fræðasviðsins
• Reynsla af kennslu og áhugi til fjölbreyttrar þekkingarmiðlunar á fræð-
asviðinu
• Reynsla af þátttöku í rannsóknarverkefnum og öflun rannsóknarstyrkja
• Reynsla af rannsóknum og þróun er tengjast skógfræði, sjálfbærni og
landnýtingu
• Samstarfshæfni og lipurð í samskiptum
• Íslenskukunnátta er æskileg
FREKARI UPPLÝSINGAR VEITIR
Isabel Pilar Catalan Barrio, deildarforseti - isabel@lbhi.is
Guðmunda Smáradóttir, mannauðs- og gæðastjóri LbhÍ
- gudmunda@lbhi.is - Sótt er um á starfatorg.is
Umsóknarfrestur 26. apríl 2022
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Mest lesna atvinnublað Íslands*
Atvinnublaðið
Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Arna Rut Kristinsdóttir, arnarut@frettabladid.is 550 5621
*Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára