Fréttablaðið - 02.04.2022, Side 45

Fréttablaðið - 02.04.2022, Side 45
2021 - 2024 ÁTVR rekur 51 Vínbúð um allt land. Stefna fyrirtækisins er að vera í hópi bestu þjónustufyrirtækja landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. Fyrirtækið vill að vinnustaðurinn sé öruggur, heilsueflandi og skemmtilegur þar sem samskipti einkennast af lipurð, þekkingu og ábyrgð. ÁTVR leitar að metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingi til að sinna starfi öryggisstjóra fyrirtækisins. ÁTVR leggur mikla áherslu á að skapa öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi og mun viðkomandi bera ábyrgð á öryggismálum fyrirtækisins. Öryggisstjóri Helstu verkefni og ábyrgð • Þróun og eftirfylgni öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfismála • Umsjón og eftirfylgni vegna áhættumats starfa • Umsjón og eftirlit með öryggiskerfum og brunakerfum ÁTVR • Hönnun og skipulag öryggis í húsnæði fyrirtækisins • Þjálfun og fræðsla starfsfólks um öryggismál • Slysa- og atvikaskráningar Hæfniskröfur • Menntun sem nýtist í starfi, menntun á sviði öryggismála kostur • A.m.k. 3 ára reynsla á sviði öryggismála • Reynsla af verkefnastjórnun • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi • Hæfni í mannlegum samskiptum • Þekking á nýjustu tæknimálum er varða öryggiskerfi • Áhugi á að viðhalda og auka menntun og hæfni á sínu sviði Gildi ÁTVR eru LIPURÐ – ÞEKKING – ÁBYRGÐ. Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu taka mið af þessum gildum. Starfshlutfall er 100%. Umsóknarfrestur er til og með 11. apríl nk. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Allir áhugasamir eru hvattir til að sækja um störfin á vinbudin.is. Nánari upplýsingar: Thelma Kristín Snorradóttir, starf@vinbudin.is – 560 7700. Verkefnastjóri stafrænnar þróunar ÁTVR leitar að metnaðarfullum og öflugum einstaklingi til að leiða og fylgja eftir framþróun tæknistefnu fyrirtækisins. Um er að ræða nýtt og spennandi starf og mun viðkomandi vinna í nánu samstarfi við samstarfsfólk og stjórnendur fyrirtækisins. Helstu verkefni og ábyrgð • Dagleg stjórnun verkefna á sviði stafrænnar þróunar og upplýsingatækni • Stefnumótun, áætlanagerð og þróun lausna • Innleiðing upplýsingakerfa og þjálfun notenda • Stuðla að markvissri nýtingu gagna • Greining, samantekt og miðlun upplýsinga Hæfniskröfur • Háskólagráða sem nýtist í starfi • A.m.k. tveggja ára reynsla af verkefnastjórnun • Lipurð í þjónustu • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi • Hæfni til gagnaúrvinnslu og greiningar • Góð þekking á upplýsingatækni • Hæfni í mannlegum samskiptum • Áhugi og frumkvæði til að viðhalda og auka menntun og hæfni á sínu sviði Komdu til liðs við frábæran hóp starfsfólks Tvö spennandi störf þar sem reynir á þekkingu, ábyrgð og lipurð ATVINNUBLAÐIÐ 11LAUGARDAGUR 2. apríl 2022

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.