Fréttablaðið - 02.04.2022, Side 48
Heilbrigðisfulltrúi
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir
að ráða heilbrigðisfulltrúa til starfa
frá 1. júní 2022 með aðsetur á Selfossi.
Starfið felst í eftirliti með umhverfis- og mengunarvörnum
og hollustuháttum í fyrirtækjum og stofnunum í samræmi
við lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir
og matvælaeftirlit í samræmi við lög um matvæli
nr. 93/1995. Starfssvæðið er Suðurland og nær allt frá
litlu Kaffistofunni í vestri og að Skeiðarársandi í austri,
að meðtöldum Vestmannaeyjum.
Menntunar og hæfniskröfur:
Háskólanám á sviði raunvísinda, heilbrigðisvísinda,
verkfræði eða sambærileg menntun. Um menntun, réttindi
og skyldur heilbrigðisfulltrúa fer samkvæmt reglugerð
nr. 571/2002.
Helstu verkefni
• Eftirlit með fyrirtækjum og stofnunum
• Útgáfa starfsleyfa, skráning og skýrslugerð
• Fagleg ráðgjöf og umsagnir.
• Fræðsla og upplýsingamiðlun til fyrirtækja, stofnana
og almennings.
Hæfniskröfur
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum,
sveigjanleiki og samstarfshæfni.
• Geta unnið vel undir álagi.
• Jákvæðni, samviskusemi og vilji til að takast á við
fjölbreytt og krefjandi verkefni.
• Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfileikar.
• Hafa gott vald á íslensku í ræðu og riti.
• Góð almenn tölvukunnátta.
• Ökuréttindi og hrein sakaskrá.
Ath. að vinnustaðurinn er reyklaus.
Allar nánari upplýsingar um starfið veitir:
Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri í síma 8618669.
Umsóknir skal senda á netfangið: sigrun@hsl.is
Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2022
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands
íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
www.hsl.is
Alverk leitar nú að fleiri
samstarfsaðilum/undirverktökum
í tengslum við framkvæmdir félagsins
Við viljum gjarnan bæta fleiri metnaðarfullum, reynslumiklum og áhugasömum
samstarfsverktökum í okkar góða hóp og horfum m.a. til eftirfarandi verkþátta:
Áhugasömum aðilum er bent á að senda fyrirspurnir og upplýsingar um sín fyrirtæki
á Þorleif Kristinn Árnason (thka@alverk.is) og Aðalgeir Hólmsteinsson
(adalgeir@alverk.is) fyrir 20 apríl n.k.
• Uppsteypa
• Létt burðarvirki
• Utanhúsklæðningar
• Ísetningar glugga/hurða
• Raflagnir
• Loftræsting/blikksmíði
• Gifsveggir og innanhúsfrágangur
• Múrverk og flísalagnir
• Lóðafrágangur
Alverk er metnaðarfullt og framsækið fyrirtæki í mannvirkjagerð með megináherslu
á framkvæmdir og verkfræðiráðgjöf. Fyrirtækið starfar að mestu sem al- og/eða
aðalverktaki.
Alverk vinnur í dag að mörgum krefjandi og spennandi verkefnum, m.a. byggingu
100 námsmannaíbúða fyrir BN í Stakkahlíð, hönnun og byggingu svefnskála fyrir
Landhelgisgæsluna á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar, stækkun hátækniseturs fyrir
Aztiq/Alvotech í Vatnsmýri í Reykjavík og er með á undirbúningsstigi byggingu 52
íbúða í Úlfarsárdal sem ætlaðar eru ungu fólki og fyrstu kaupendum, ásamt byggingu
25-30 íbúða við Arnarbakka í Reykjavík.
FRAMKVÆMDIR OG RÁÐGJÖF
kopavogur.is
Menntasvið Kópavogsbæjar sameinar málefni grunnskóla, leikskóla, íþrótta og frístunda í Kópavogi.
Kennsluráðgjafi í málefnum nemenda með annað móðurmál en íslensku fer með faglega forystu í
málaflokknum fyrir stofnanir menntasviðs. Hann vinnur að stuðningi og ráðgjöf til stjórnenda, kennara
og starfsfólks í leikskólum, grunnskólum, frístundum og félagsmiðstöðvum um móttöku barna og
ungmenna með annað móðurmál en íslensku.
Helstu verkefni:
· Þróun lærdómssamfélags um fjölmenningu meðal kennara og starfsfólks þvert á skólastig,
frístundir og félagsmiðstöðvar.
· Mótun heildstæðrar áætlunar um móttöku og samlögun fjölskyldna með annað móðurmál en
íslensku sem flytja til Kópavogs.
· Veitir ráðgjöf og stuðning til skólastjórnenda, kennara og starfsfólks í skóla- og frístundastarfi
um móttöku, og kennslu barna og ungmenna með annað móðurmál en íslensku.
· Hefur umsjón með því að upplýsingar og gögn séu sett fram á viðeigandi tungumálum.
· Aðstoðar kennara í leik- og grunnskólum við einstaklingsnámskrárgerð nemenda með annað
móðurmál en íslensku.
· Stuðlar að notkun spjaldtölva við kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku.
· Heldur utan um gagnabanka fyrir kennara í leik- og grunnskólum.
· Skipuleggur þjálfun og fræðslu fyrir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi.
· Fylgist með og miðlar nýjungum varðandi málefni barna og ungmenna með annað móðurmál en
íslensku.
Menntunar- og hæfniskröfur:
· Kennaramenntun og leyfisbréf kennara.
· Reynsla af kennslu í leik – og/eða grunnskóla.
· Framhaldsmenntun (MA, M.Ed eða diploma) á sviði uppeldis- og menntunarfræða eða önnur menntun
sem nýtist í starfi.
· Reynsla af kennslu og/eða móttöku barna og ungmenna með annað móðurmál en íslensku æskileg.
· Forystuhæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum.
· Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi.
· Fagleg forysta, sýn og vilji til nýbreytni og þróunar.
· Færni til að tjá sig bæði í ræðu og riti.
Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2022. Ráðið verður í stöðuna eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar um starfið má finna á ráðningarvef Kópavogsbæjar https://kopavogur.alfred.is/
Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt í gegnum ráðningarkerfið Alfreð.
Kennsluráðgjafi
í málefnum nemenda
með annað móðurmál en íslensku
Ánægðir viðskiptavinir
eru okkar besta auglýsing
Sérfræðingar í
ráðningum
lind@fastradningar.is
mjoll@fastradningar.is
FAST
Ráðningar
www.fastradningar.is
14 ATVINNUBLAÐIÐ 2. apríl 2022 LAUGARDAGUR