Fréttablaðið - 02.04.2022, Side 51

Fréttablaðið - 02.04.2022, Side 51
Rektor Menntaskólans í Reykjavík Mennta- og barnamálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti rektors Menntaskólans í Reykjavík. Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl 2022. Hæfni- og menntunarkröfur Rektor veitir skólanum forstöðu, stjórnar daglegum rekstri og starfi skólans og gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma. Þá ber rektor ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar og að henni sé fylgt auk þess að hafa frumkvæði að gerð skólanámskrár og umbótastarfi innan skólans sbr. 2. mgr. 6. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008. Að auki gegnir rektor mikilvægu hlutverki í mótun skólastarfs á grundvelli laga og aðalnámskrár framhaldsskóla og er mikilvægt að umsækjendur hafi skýra framtíðarsýn hvað þetta varðar. Mennta- og barnamálaráðherra skipar skólameistara til fimm ára í senn að fenginni umsögn hlutaðeigandi skólanefndar skv. 6. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008, sbr. lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, með síðari breytingum. Skipað er í embættið frá 1. ágúst 2022. Nánari upplýsingar er að finna á vef Starfatorgs: starfatorg.is. • Starfsheitið kennari ásamt viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynslu á framhaldsskólastigi. • Umfangsmikil stjórnunarreynsla og leiðtogahæfni. • Þekking á fjármálum, rekstri og áætlanagerð. • Reynsla af mannauðsmálum. • Reynsla af verkefnastjórn og stefnumótunarvinnu. • Framúrskarandi samskiptahæfni og færni í að skapa liðsheild á vinnustað. • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Skýr framtíðarsýn og hæfileiki til nýsköpunar. • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu. Viltu leika lykilhlutverk í stafrænni uppbyggingu stærsta lífeyrissjóðs landsins? Hefur þú reynslu af uppbyggingu gagnagrunna og hagnýtingu gagna­ vöruhúsa? Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins leitar nú að framsæknum og öflugum sérfræðingi sem er tilbúinn að taka með okkur næstu skref í stafrænni vegferð sjóðsins. LSR hefur sett sér metnaðarfulla stefnu í upp­ lýsinga tækni, einkum að bæta þjónustu við sjóð félaga. Grunnurinn að árangri á þessu sviði er bætt sýn á gögn ásamt aukinni nýtingu þeirra og þar mun sér fræðingur í gagnagrunnum leika lykilhlutverk. Framundan eru fjölbreytt og spennandi verkefni með samhentum og metnaðarfullum hópi sem leiðir stafræn uppbyggingarverkefni LSR. Meðal verkefna framundan • Hagnýting gagna við stjórnun, þjónustu og afstemmingu milli kerfa. • Áframhaldandi uppbygging á vöruhúsi gagna. • Innleiðing á skilvirkum og öruggum gagnasamskiptum við ytri aðila sjóðsins. Starfssvið • Hönnun gagnaumhverfa og gagnaarkitektúr. • Hönnun, uppbygging og viðhald á vöruhúsi gagna og gagnavinnslu. • Samþætting lausna. • Smíði og viðhald á skýrslum og mælaborðum. • Greiningar. Menntun og hæfni • Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði, viðskipta­ fræði eða skyldum greinum. • Reynsla af sambærilegu starfi. • Mjög góð SQL kunnátta ásamt þekkingu á högun og uppbyggingu gagnagrunna. • Góður skilningur á tölfræði og hæfni til að túlka gögn. • Reynsla af tólum vegna þróunar gagnavöruhúsa er kostur, s.s. TimeXtender, Azure Data Factory, exMon, PowerBI o.s.frv. • Almenn tækniþekking er kostur, s.s. grunn­ skilningur á REST og SOAP vefþjónustuskilum. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs, katrin@hagvangur.is. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 18. apríl 2022. Umsókninni þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins OG FRAMSÆKNI SÉRFRÆÐINGUR Í GAGNAGRUNNUM OG VÖRUHÚSI GAGNA ÞEKKING, REYNSLA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.