Fréttablaðið - 02.04.2022, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 02.04.2022, Blaðsíða 78
Okkar ástkæri Trausti Hvannberg Ólafsson rafmagnsverkfræðingur, Sturlu-Reykjum, Reykholtsdal, lést af slysförum við Bröttubrekku þriðjudaginn 29. mars. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 8. apríl klukkan 13. Elísabet Jóna Ingólfsdóttir Nanna Kristjana Traustadóttir Ólafur S. Jóhannesson Elís Traustason Edda Marín Einarsdóttir Ragnheiður Traustadóttir Mikkel Kjær Regnér Ragnheiður Salóme Kristjónsd. Brynjólfur Þ. Brynjólfsson Valdimar Páll Brynjólfsson og barnabörn. Ástkær bróðir okkar, móðurbróðir og mágur, Magnús Gerðarsson Rangárseli 16, 109 Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut, laugardaginn 19. mars sl. eftir skammvinn veikindi. Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju í Grafarholti, þriðjudaginn 5. apríl kl. 13.00. Gyða Hrönn Gerðarsdóttir Hallur Helgason Jónína Ingibjörg Gerðarsdóttir Gunnhildur Snorradóttir Lilja Bára Steinþórsdóttir Kristinn Gunnarsson og aðrir aðstandendur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Guðni Garðarsson lést miðvikudaginn 23. mars. Útförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 7. apríl kl. 15.00. Garðar Guðnason Anna Jónsdóttir Andri Guðnason Bjartur Logi Guðnason Jóhanna Ósk Valsdóttir Dögg Guðnadóttir Svavar Þór Einarsson barnabörn og langafabörn. Elskuleg eiginkona mín og amma okkar, Sigrún Guðmundsdóttir Sléttuvegi 29, Reykjavík, lést á Hrafnistu við Sléttuveg þriðjudaginn 28. mars. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju 8. apríl klukkan 13. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu fyrir hlýja og góða umönnun. Kristján Sigtryggsson Aðalbjörg Skúladóttir Árni Kristinn Skúlason Halldóra Þórdís Skúladóttir Kristján Pálmi Ásmundsson Elskulegur sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, Davíð Örn Kjartansson Bláhömrum 2, lést á krabbameinsdeild LSH 17. mars síðastliðinn. Útför fer fram frá Vídalínskirkju 6. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Kt. 410271-0289, reikn.nr: 0322-26-000446. Emma Arnórsdóttir Petra Björg Kjartansdóttir Bjarni Þór Kjartansson Klara Karlsdóttir Emma Ösp og Kjartan Karl Kæri bróðir okkar, Kristján Karl Sigmundsson Suðurhólum 16, sem lést mánudaginn 7. mars sl. verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 8. apríl kl. 13. Freyja Helgadóttir Kjartan Tómasson Heiður Helgadóttir Drífa Helgadóttir Guðbrandur Kristvinsson Erla Kristjánsdóttir Ásgeir Ásgeirsson Ásta S. Halldórsdóttir vinir og vandamenn. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Ester Úranía Friðþjófsdóttir frá Rifi, lést á Hrafnistu mánudaginn 28. mars. Útförin fer fram frá Ingjaldshólskirkju í Snæfellsbæ laugardaginn 9. apríl kl. 14. Baldur Freyr Kristinsson Guðrún Elísabet Jensdóttir Elvar Guðvin Kristinsson Þórdís Bergmundsdóttir Dóra Sólrún Kristinsdóttir Guðbrandur Jónsson Jóhann Rúnar Kristinsson Katrín Gísladóttir Helena Sólbrá Kristinsdóttir Guðmundur Gunnarsson Snædís Elísa Kristinsdóttir Andrés Helgi Hallgrímsson Guðbjörg Huldís Kristinsd. Óskar Guðjónsson ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Ingibergur Þór Kristinsson Vallargötu 21, Keflavík, lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu, fimmtudaginn 24. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 7. apríl klukkan 13. Guðrún Júlíusdóttir Lárus Kristján Ingibergsson Amal El Idrissi Kamilla Ingibergsdóttir Ingi Þór Ingibergsson Anna Margrét Ólafsdóttir og barnabörn. Ástkær faðir okkar, afi og langafi, Þórir Indriðason lést þann 26. mars. Þórdís Ása Þórisdóttir Sigvaldi Elís Þórisson börn, barnabörn og barnabarnabarn. Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Kjartan Ólafsson tónskáld varð að brjóta eigin tónsmíðareglur til að semja nógu hæga og afslapp- aða slökunartónlist, en í ljós kemur að hún hefur lækninga- mátt, að hans sögn. ser@frettabladid.is Það eru tímamót í lífi Kjartans Ólafsson- ar tónlistarmanns sem hvað kunnastur er fyrir sígilda lagið sitt La líf, en fyrir skömmu hóf hann að semja hugleiðslu- og heilunartónlist, eitthvað sem hann ætlaði sér aldrei að gera í lífinu. En svona er þá la líf í rauninni. „Ég varð fyrir miklum þrýstingi frá konunni minni sem er á fullu í þessum andlegu málum eins og svo margir í dag, svo ég varð bara að svara kallinu. Og hana nú,“ segir raftónlistarmaðurinn kunni, sem lærði fræði sín í Hollandi um árið. Nokkrar atlögur En það gekk ekkert í fyrstu. Konan hafnaði hverri hugmyndinni af ann- arri. „Henni þótti efnið ekki vera nógu hugleiðslulegt,“ heldur Kjartan áfram og ekki er laust við að greina megi nokkra höfnunartilfinningu í þessum orðum tónskáldsins. „Svo þetta voru nokkrar atlögur, vittu til, eða öllu heldur nokkuð margar atlögur,“ bætir hann við, en það kom þó að því að konan gaf honum grænt ljós. „Þá hitti ég sumsé á réttu taugina,“ útskýrir þolinmóði eiginmaðurinn á heimili þeirra hjóna í Einarsnesi – og kveðst með öðrum orðum hafa komist að leyndarmálinu. „Mér tókst að lokum að semja laglínur sem voru nógu hægar og mjúkar, eða mér liggur við að segja afslappaðar.“ Braut eigin reglur En þetta var tónskáldinu erfitt, raunar afar þungt, því fyrir vikið þurfti það að breyta öllum þeim reglum sem Kjartan Ólafsson tónsmíðakennari hefur kennt nemendum sínum í tónlistarskóla um langt árabil. „Ég endaði í algerri mótsögn við sjálf- an mig, ef svo má segja. Ég neyddist bók- staflega til að brjóta allar mínar helgu tónlistarreglur til að hægja nógu mikið á músíkinni. Og það tókst með semingi, skulum við segja,“ rifjar Kjartan upp, en vel að merkja, konan var ánægð, loksins ánægð – og það skiptir auðvitað máli á heimilinu í Einarsnesi. „Á endanum var þetta svolítið eins og að semja á nýjaleik lagið La líf sem fólst einmitt í því að brjóta reglurnar,“ og Kjartan líkir þessu við að fara út í eyði- mörkina, einn með sjálfum sér og upp- götva innri mann upp á nýtt. Læknandi músík Útkoman liggur fyrir á Spotify og hentar að sögn tónskáldsins – og konu þess, vel að merkja – alveg einstaklega vel til slök- unar og jafnvel gott betur, djúpslökunar, en Kjartan notast við nýstárlega gervi- greind við smíðarnar. „Og viti menn,“ segir hugleiðslutón- skáldið splunkunýja, „tónlistin hefur þegar vakið umtal og marga til umhugs- unar. Og það er líka svo merkilegt að músíkin virðist virka mjög vel á börn sem eru með þroskafrávik og eru jafn- vel á einhverfurófi.“ Þetta langar hann að rannsaka frekar – og er í því efni kominn í kompaní við Friðrik Karlsson, einn helsta frumherja landsmanna í slökunartónlist svo að hugmyndin upphaflega er heldur betur farin að vinda upp á sig. „Ég geri mér vonir um að tónlist af þessu tagi geti í framtíðinni komið að einhverju leyti í stað lyflækninga,“ segir Kjartan Ólafsson. n Rannsakar framtíðarmúsík sem gæti leyst lyf af hólmi Kjartan Ólafsson tónskáld heima í Einarsnesinu þar sem slökunartón- listin varð til, með harmkvælum í fyrstu: „Ég endaði í algerri mótsögn við sjálfan mig.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Og það er líka svo merkilegt að músíkin virðist virka mjög vel á börn sem eru með þroskafrávik og eru jafnvel á einhverfurófi. 42 Tímamót 2. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.