Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2022, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 02.04.2022, Qupperneq 84
Kia hefur staðfest að fram- leiðsluútgáfa EV9-tilraunabíls- ins muni fara á sölu í Evrópu. Að sögn Þorgeirs R. Páls- sonar, sölustjóra Kia, kemur EV9 einnig hingað til lands, væntanlega í lok næsta árs. njall@frettabladid.is Bíllinn er enn í tilraunaútfærslu sinni en búast má við að bíllinn breytist ekki mikið frá framúrstefnulegri hönnun sinni. Hann er ekki líkur EV6 að sjá með hvössum línum og kassalaga framenda en hann mun þó samt vera með litla loftmót- stöðu vegna hönnunar loftinntaka á framenda bílsins. Hvort sólarsellan á húddinu fái að halda sér á eftir að koma í ljós. Bíllinn er stór og svipaður að stærð og Kia Telluride sem er á Ameríku- markaði. Lengdin er 4.930 mm, hann er 2.055 mm breiður og hæðin er 1.790 mm. Þannig getur hann boðið upp á þriðju sætaröðina eins og systurbíllinn Hyundai Ioniq 7 sem er væntanlegur á svipuðum tíma. Þeir byggja báðir á E-GMP-undirvagn- inum svo að EV9 verður allavega með 77,4 kWst rafhlöðu eins og EV6 svo að drægið ætti að vera í kringum 500 km með þeirri rafhlöðu. Hvort stærri rafhlaða verði í boði hefur ekki verið gefið upp ennþá. n Kia EV9 kemur til Íslands EV9-rafbíllinn mun líklega ekki breytast mikið frá tilraunaútgáfu sinni. njall@frettabladid.is Lotus-merkið hefur hingað til verið þekkt fyrir framleiðslu sportbíla og hefur undanfarið einbeitt sér að raf bílamarkaðinum. Þar er enginn maður með mönnum nema í boði sé jepplingur af stærri gerðinni. Nýi bíllinn kallast Eletre og er með 800 volta rafkerfi og rafhlöðu sem er yfir 100 kWst þó að nákvæm stærð hennar hafi ekki verið gefin upp ennþá. Bíllinn verður með tveimur rafmótorum og er sam- tals 592 hestöfl svo að hann verður snöggur af stað, og búast má við að sneggsta útgáfa hans verði innan við þrjár sekúndur í hundraðið. Lotus hefur notast við mikið af léttmálmum og koltrefjum við hönnun bílsins og byggt á þekk- ingu sinni við smíði sportbíla í þeim efnum. Að sögn Lotus er drægi bílsins 600 km og hraðhleðsla að 350 kW möguleg svo hægt verður að hlaða 400 km á aðeins 20 mínútum. Að innan verða skjáir fyrir hliðar- myndavélar í stað hefðbundinna spegla og tveir aðrir skjáir verða í innréttingunni. Fyrir framan ökumann verður 30 mm þunnur upplýsingaskjár en fyrir miðju 15 tommu margmiðlunarskjár. Tækni bílsins kemur frá Geely sem er eig- andi Lotus-merksins. n Lotus kynnir sinn fyrsta jeppling Hægt verður að nálgast 95 prósent upplýsinga með aðeins þremur aðgerðum frá skjánum. Um nokkuð stóran bíl er að ræða en hann er 5.100 mm á lengd en aðeins 1.600 mm á hæð. njall@frettabladid.is Frumsýning nýrrar T-línu frá Mercedes-Benz verður í lok apríl og í tilefni þess hefur framleiðandinn sent frá sér myndir af framenda bílsins, svona til að minna á hann. Um svipaðan bíl og VW Caddy er að ræða sem leysa mun af hólmi Citan Tourer-útgáfuna. Bíllinn er hugsaður fyrir fólk sem þarf fjöl- hæfan bíl með góða f lutningsgetu og verður með rennihurðum á hliðum. Bíllinn kemur á sama undir- vagni og Renault Kangoo enda er bíllinn afurð samstarfs við Renault og Nissan, og fær hann því bæði bensín- og dísilvélar frá þeim. Um er að ræða 1,5 lítra dísilvél eins og í síðustu kynslóð Qashqai og 1,3 lítra bensínvél eins og í nýjum Qash qai. Sérstök rafdrifin útgáfa er á prjónunum sem heita mun EQT en kemur ekki fyrr en á næsta ári. n Mercedes-Benz T-lína á mynd T-línan verður bíll fyrir fólk með fjölbreytt- an lífsstíl. Bíllinn verður með tveimur rafmótorum og er samtals 592 hestöfl. ALLT ÞETTA EXTRA Í PÁSKAEGGINU Barónsstígur • Keflavík • Akureyri BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 2. apríl 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.