Morgunblaðið - 21.01.2022, Blaðsíða 2
Markmaður Hreiðar Levý ásamt Arnari Haagerup.
Þrátt fyrir fjögurra marka tap gegn
heimsmeisturum í handknattleik,
Dönum, í gærkvöldi eru stuðnings-
menn íslenska karlalandsliðsins
hvergi af baki dottnir.
Mikill fjöldi Íslendinga var á vell-
inum í Búdapest í gær þegar lands-
liðið lék fyrsta leik sinn í milliriðli
Evrópumeistaramótsins. Hávaðinn
og hvatningaróp Íslendinga yf-
irgnæfðu Danina. Á meðal stuðn-
ingsmanna í stúkunni voru Þorgerð-
ur Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður
og móðir Gísla Þorgeirs, og Hreiðar
Levý Björnsson, fyrrum landsliðs-
markmaður, sem lék með liðinu sem
fékk silfur á Ólympíuleikunum árið
2008.
Morgunblaðið/Sonja
Spenna Þeir voru góðir og þeir voru slæmir, kaflarnir í leik íslenska karlalandsliðsins á móti Dönum í gærkvöldi.
Allir léttir þrátt fyrir tap
- Mikill fjöldi Íslendinga lagði land undir fót á EM
Kát Þorgerður Katrín á vellinum. Gísli Þorgeir reyndist vera smitaður.
EM Íslenskir stuðningsmenn voru áberandi í stúkunni.
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2022
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðjón Haraldsson
þvagfæraskurðlæknir
Ég hef flutt lækningastofu mína úr Domus Medica
í Læknastöðina Glæsibæ Álfheimum 74,
104 Reykjavík
Tímapantanir í síma 535 6800
ATH! Þeir sem eiga þegar bókaðan tíma í Domus Medica
eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Læknastöðina
Glæsibæ varðandi nýjan tíma.
Guðjón Haraldsson
þvagfæraskurðlæknir dr.med
„Við erum alveg í skýjunum með
viðtökurnar,“ segir Sigurður
Þorri Gunnarsson, eða Siggi
Gunnars, útvarpsmaður á K100,
sem stýrði fjölskyldubingói K100
og mbl.is í gærkvöldi ásamt Evu
Ruzu.
Fjölskyldubingóið sem notið
hefur verulegra vinsælda hóf
göngu sína á ný í gærkvöldi eftir
hlé og verður vikulega hér eftir.
Útsendinguna má nálgast á mbl.is
og á Sjónvarpi Símans.
Þátttakan var með eindæmum
góð.
„Ótrúlegur fjöldi spilara tók
þátt í gleðinni með okkur og gefur
þetta góðan byr inn í næstu þætti,
segir Siggi Gunnars enn frekar.
Gestur kvöldsins var Páll Óskar
Hjálmtýsson. „Páll Óskar stóð sig
að venju eins og hetja við að halda
uppi stuðinu. Hann er alltaf jafn
frábær, sagði Siggi Gunnars að
leik loknum.
„Við erum strax farin að hlakka
til þess að keyra af stað aftur í
næstu viku, klukkan 19!“
Bingóinu var flýtt að þessu sinni
vegna leiks íslenska karlalands-
liðsins í EM í handknattleik en
verður framvegis klukkan 19.
Fjölskyldubingó
komið til að vera
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bingó Sigurður Þorri Gunnarsson og Páll Óskar Hjálmtýsson himinlifandi
með frábært bingókvöld og tónlistaratriði á mbl.is og Sjónvarpi Símans.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Mikil óánægja er meðal íbúa í ná-
grenni bensínstöðvarlóðar við Ægi-
síðu um ráðstöfun borgarinnar á
henni. Borgar-
stjóri er ósam-
mála því að Festi
séu þannig færðir
milljarðar króna.
Heimir Örn Her-
bertson, einn íbúa
í hverfinu, telur
upphæðina hins
vegar ekki skipta
öllu um það.
„Burtséð frá
því hver verðmæt-
in eru, þá er spurningin af hverju fjár-
hagsleg gæði eru færð frá Reykjavík-
urborg til Festar. Af hverju gefur
borgin Festi kost á því að skipuleggja
lóð og selja hana?“
Hann gefur lítið fyrir rök um að
Reykjavíkurborg bæri mikinn kostn-
að af því að taka aftur við lóðinni.
„Festi er farin að rífa byggingarnar
sjálf og hefur fyrir löngu misst áhuga
á rekstrinum þarna.“
Fyrir Heimi Erni er málið einfalt:
„Festi hefur kynnt áætlanir um stór-
fenglega uppbyggingu og sýnt teikn-
ingar um hvernig nýta megi þetta
mikla byggingarmagn, en borgin hef-
ur breytt aðalskipulagi og liðkað fyrir
enn meira byggingarmagni á lóðinni
og hærri byggingum.“
Kostar að taka við lóðinni
Blaðið spurði Dag B. Eggertsson
borgarstjóra hvers vegna samningur-
inn var gerður í stað þess að bíða.
„Vegna þess að það var borginni í hag
að gera þennan samning frekar en að
bíða,“ segir Dagur. „Lóðaleigusamn-
ingar eru mismunandi.“ Hann nefnir
uppkaupaákvæði við lok samnings,“
sem hefði getað orðið „um 300-400
milljónir króna miðað við markaðs-
verð atvinnuhúsnæðis“. Við bætist
niðurrif og hreinsun.
Dagur telur 1-2 milljarða króna
verðmæti á byggingarréttinum úr
lausu lofti gripið. „Ef tveim milljörð-
um er deilt á 50 íbúðir reiknast verð-
mæti byggingarréttarins á 40 millj-
ónir á hverja íbúð sem er óbyggð og
eftir að greiða gatnagerðargjöld og
byggingakostnað. Slík verð hafa
hvergi sést á Íslandi og eru víðs fjarri
veruleikanum.“ Hann ítrekar að eng-
in staðfest byggingaráform liggi fyrir
á lóðinni, en svaraði hvorki spurning-
um um hvers virði byggingarréttur-
inn væri þá eða við hvaða bygging-
armagn borgin miðaði.
Tveir ma. ekki fráleitt mat
Blaðið leitaði til aðila í fasteignaþró-
un og byggingariðnaði, sem segja að
1-2 milljarðar króna séu ekki fráleitt
mat fyrir 13-15.000 m² á þessum stað.
„Ég myndi borga vel fyrir þessa
lóð,“ segir Viggó Einar Hilmarsson,
stjórnarformaður MótX, eins um-
svifamesta byggingarvertaka lands-
ins. „Fermetraverð í sölu þarna gæti
verið á bilinu 800-900 þúsund krónur.
Þumalputtareglan er að af heildar-
byggingarmagni fáist 80% í sölufer-
metra, en byggingarkostnaður á
svona eign nálægt 550 þúsund á fer-
metra og þá væri lóðin innifalin,“ seg-
ir Viggó. „Mismunurinn á því er ekki
undir tveimur milljörðum, svo þessi
byggingarréttur er mikils virði,“ en
bætir við að byggingarmagnið sé með
nokkrum ólíkindum, mitt inni í grónu
hverfi.
Deilt um verðmætin við Ægisíðu
- Samningur Reykjavíkurborgar við Festi vekur athygli - Íbúar ósáttir við fyrirætlanir um uppbyggingu
- Borgarstjóri telur 1-2 milljarða virði byggingarréttar fjarri sanni - Byggingarverktaki ekki á sama máli
Ægisíða Fyrirætlanir um uppbyggingu á bensínstöðvarreit N1 við Ægisíðu
úr fjárfestakynningu Festar, en um hana er ekkert frágengið enn.
Hof
sva
llag
ata
Dagur B.
Eggertsson