Morgunblaðið - 21.01.2022, Side 10

Morgunblaðið - 21.01.2022, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2022 BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Þetta er mjög alvarlegt ástand að okkar mati og við vorum farin að vara við þessu strax í desember.“ Þetta segir Elías Jónatansson, for- stjóri Orkubús Vestfjarða, en fyrir- tækið hefur með höndum húshitun á Vestfjörðum og er henni alla jafna sinnt með svokallaðri raf- kyntri fjarvarmaveitu. Nú stefnir í að fyrirtækið muni í allt að þrjá mánuði ekki hafa aðgang að svo- kallaðri skerðanlegri raforku sem það hefur nýtt til verksins en orkuna hefur Orkubúið keypt af Landsvirkjun. Landsvirkjun hefur kippt að sér höndum á markaðnum og afhendir nú enga raforku til loðnubræðslu eða annarra kaup- enda að skerðanlegri orku á mark- aðnum. „Við gerum ráð fyrir að þurfa að keyra olíukatlana í allt að 120 daga og að það kosti fyrirtækið um fjórar milljónir króna á sólar- hring.“ Í minnisblaði sem Orkubúið hef- ur tekið saman vegna stöðunnar sem er að teiknast upp segir að miðað við hámarksskerðingu geti þetta fellt kostnað á fyrirtækið sem svari til 480 milljóna króna og það samsvari 70 þúsund krónum á hvern íbúa svæðisins. „[...] kostn- aðurinn verður að óbreyttu að lok- um greiddur af neytendum á Vest- fjörðum með hærra orkuverði til lengri tíma litið,“ segir í minnis- blaðinu. 3,6 milljónir lítra af olíu Elías viðurkennir að viðfangsefn- ið sem við blasi sé ekki aðeins fjár- hagslegs eðlis. Það sé einnig um- hverfismál. Orkubúið hefur byggt upp sex olíukatla víðs vegar um Vestfirði til að tryggja kyndingu á svæðinu, allt frá Bolungarvík og til Patreksfjarðar. Þeir séu alla jafna ekki keyrðir nema í undantekning- artilvikum þegar bilanir verði í flutningskerfi raforku og á sumrin þegar lágmarksviðhaldi sé sinnt. „Langstærsti liðurinn í árlegri losun gróðurhúsalofttegunda hjá Orkubúinu er vegna olíukynding- arinnar. Árið 2020 nam hún 822 tonnum af CO2-ígildum. En reikna má með því að losunin í ár nemi vegna skerðingarinnar allt að 9.800 tonnum af CO2-ígildum eða 12 sinn- um meira en hún hefði orðið án skerðinga,“ segir Elías og bendir á að losunin á þessu ári stefni því að öðru óbreyttu í að vera jafn mikil og Orkubúið hefði borið ábyrgð á næsta áratuginn eða fram til ársins 2033. Áætlanir fyrirtækisins miða við að brenna þurfi 3,6 milljónum lítra af olíu til þess að halda uppi kyndingu á Vestfjörðum fram á vorið. Einnig brennt á Seyðisfirði Það eru fleiri fyrirtæki sem standa frammi fyrir því að þurfa að skipta yfir í olíukyndingu. Það á við í tilfelli RARIK sem þjónustar hita- veituna á Seyðisfirði. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri fyrirtækisins, segir að áætlanir geri ráð fyrir að brenna þurfi um 210 þúsund lítrum af olíu á mánuði meðan á skerðing- unni stendur. „Þetta gætu þá allt í allt orðið 630 þúsund lítrar. Við erum fegin að við höfum komið upp hitaveitu á Höfn í Hornafirði en annars væri sama staða uppi á teningnum þar.“ Telur Tryggvi að kostnaður fyrir- tækisins við olíukyndinguna geti numið um 60 milljónum fram á vor- ið. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því RARIK sinnir einnig raf- orkuflutningi innanbæjar á svæðum þar sem fiskimjölsverksmiðjur eru starfræktar. Einnig tjón vegna flutnings Tryggvi að fyrirtækið hafi gert ráð fyrir að afkoman af raforku- dreifingu til loðnuverksmiðjanna myndi nema ríflega 200 milljónum króna, miðað við spár um gríðar- stóra loðnuvertíð sem nú stendur yfir. „Það er auðvitað fugl í skógi en þar sem ekkert verður af flutn- ingi og dreifingu raforku til þessara verksmiðja þá metum við það svo að fyrirtækið sé að verða af um 300 milljóna tekjum vegna þessara skerðinga.“ Tryggvi viðurkennir að fyrir- tækið hafi áður staðið frammi fyrir viðlíka vanda. M.a. hafi það gerst árið 2014 þegar gripið var til mik- illa skerðinga. „Nú er hins vegar staðan sú að við gætum staðið frammi fyrir áþekkum vanda að ári ef vatnsbú- skapurinn verður lélegur áfram. Árið 2014 var öðruvísi en nú vegna þess að þá voru virkjanafram- kvæmdir í ferli sem bættu öflunina milli ára.“ Stefnir í mikla olíubrennslu - Orkubú Vestfjarða býr sig undir að brenna olíu í allt að þrjá mánuði til að tryggja húskyndingu - Staðan aldrei jafn slæm að sögn forstjóra - Mikil umhverfisáhrif - Kostar fyrirtækið 500 milljónir Morgunblaðið/Sigurður Bogi Mjólkárvirkjun Framkvæmdir hófust árið 1956 og nýtir virkjunin fallið úr Borgarhvilft niður í Borgarfjörð, u.þ.b. 210 metra. Síðan hefur virkjunin verið endurbætt og stækkuð mikið og nú skilar virkjunin samanlagt 11,2 MW. Orkuskortur yfirvofandi Olíukatlar » Orkubú Vestfjarða hefur komið upp sex olíukötlum sem geta tekið við af rafskautakötl- um sem alla jafna anna kyndi- þörf svæðisins. » Tveir slíkir katlar eru á Ísa- firði og einn á Bolungarvík, Súgandafirði, Flateyri og á Pat- reksfirði.Uppsett afl þeirra er 24 MW » RARIK hefur komið upp sams konar búnaði á Seyð- isfirði. Elías Jónatansson Tryggvi Þór Haraldsson Talsmaður Landsvirkjunar segir að þröng staða í raforkukerfi landsins hafi haft áhrif á verðlagningu fyrir- tækisins á raforkumarkaði. Fyrir- tækið er verðmyndandi á mark- aðnum og gín yfir aðra framleiðendur og þótt hlutdeild þess hafi farið minnkandi eru sölufyr- irtækin sem selja raforku til heimila og fyrirtækja sem dvergar í sam- anburðinum. Eftirspurnin aukist mikið „Landsvirkjun selur nokkrar vörur í heildsölu til sölufyrirtækja og hefur verð á þeim tekið breytingum í samræmi við stöðu á raforkumark- aði. Þegar liðið hefur á árið 2021 hef- ur spurn eftir raforku á almennum markaði aukist og er búist við að vöxturinn verði rúmlega 200 GWh (6,2%) í nýjustu Raforkuspá,“ segir í svari fyrirtækisins við fyrirspurn Morgunblaðsins og bætir því við að það hafi að undanförnu hækkað verð til sölufyrirtækja í takt við aukna eft- irspurn og óhagstæða þróun í vatnsbúskap. „Hækkuninni er ætlað að stuðla að jafnvægi milli framboðs og eft- irspurnar.“ Þegar Landsvirkjun vísar til vatnsbúskapar er þar helst verið að horfa til vatnshæðar Þórisvatns sem er forðabúr fyrir virkjanir fyrir- tækisins á Þjórsár- og Tungnaár- svæðinu. Sem stendur er vatnshæðin 5 metrum undir því sem að meðaltali er og 10,5 metrum yfir hæsta gildi sem sést hefur frá aldamótum. Skerðanlega orkan hækkar Sé rýnt í markað með skerðanlega orku, sem sölufyrirtækin fyrrnefndu þurfa mikið að sækja í, og fjar- varmaveitur og fiskimjölsverk- smiðjur stóla á þegar þeim er yf- irleitt veittur aðgangur að orkunni, má sjá að Landsvirkjun hefur hækk- að verðið á svokölluðum mánaðar- blokkum í hverjum mánuði um 46% frá því í október. Sérfræðingur sem Morgunblaðið ræddi við í gærkvöldi segir að auk þess megi sjá enn meiri hækkanir á mestu álagspunktum verðskrárinnar sem nær til skamm- tímakaupa. Einkum megi sjá gríð- arlegar hækkanir á tímanum milli 18:00 og 19:00 á kvöldin þegar orku- notkun heimilanna rís hvað hæst yfir sólarhringinn.Í svari Landsvirkjunar til blaðsins er ítrekað að hækkanir á raforkuverði upp á síðkastið nái „að- eins til nýrra samninga og er magnið sem um ræðir aðeins lítill hluti af heildinni. Þarfir viðskiptavina hvað innkaup á raforku varðar eru mis- jafnar og hefur áhrif á innkaupa- mynstur þeirra.“ Bendir Lands- virkjun á að mörg sölufyrirtækjanna hafi gert samninga marga mánuði og jafnvel ár fram í tímann þegar slaki hafi verið á kerfinu og kjör á raforku verið hagstæð. „Flestir samningar Landsvirkjunar og viðskiptavina eru þannig bundnir til lengri tíma. Landsvirkjun áætlar að sölufyr- irtækin hafi nú þegar gert samninga við okkur fyrir yfir 75% af raforku- kaupum sínum fyrir árið 2022.“ Sérfræðingur sem Morgunblaðið ræddi við segir að staðan á mark- aðnum sé þó sú um þessar mundir að ekki sé hægt að gera skammtíma- samninga við Landsvirkjun nema til eins dags í senn. Slíkt hafi aldrei sést áður og aðeins séu fáir mánuðir síðan auðvelt var að festa verð og magn í innkaupum til a.m.k. hálfs mánaðar. ses@mbl.is Verðið hækkað um helming á níutíu dögum - Landsvirkjun hækkar verðið - Flutningskerfið fulllestað - Verðið taki mið af markaðsaðstæðum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ráðandi afl Landsvirkjun er langstærsti orkuframleiðandi á Íslandi. Morgunblaðið leitaði viðbragða Orkustofnunar vegna fréttar af bréfi því sem stofnunin sendi á þriðjudag á raforkuframleiðendur. Þar var kallað eftir því að þeir svöruðu því hvort mögulegt væri að afhenda meiri orku en nú þegar hefur verið samið um afhendingu á frá 1. febrúar og til 1. júní. Var svara óskað innan tveggja sólarhringa. Í viðbrögðum Höllu Hrundar Logadóttur orku- málastjóra kom fram að frétt blaðsins væri misvísandi þar sem bréfið hefði aðeins lotið að því hvort mæta mætti orkuþörf fjarvarmaveitna sem til þessa hafa keypt skerðanlegt rafmagn. „Í bréfinu er því ekki haldið fram að orkuskortur á Íslandi sé yf- irvofandi,“ segir í svari orkumálastjóra. Þrátt fyrir það lýsir hún rekstr- araðilum fjarvarmaveitna, sem tryggi kyndingu húsnæðis á svokölluðum köldum svæðum sem „mjög mikilvægum notendum“. Þessir mikilvægu notendur sjá fram á að fá enga raforku afhenta næstu fjóra mánuðina. Í viðbrögðum orkumálastjóra er hvergi minnst á þá staðreynd að nú þegar er búið að skerða að fullu skerðanlega orku til fiskimjölsverk- smiðja sem að öllum líkindum munu af þeim sökum brenna 20 milljónum lítra af olíu vegna ástandsins. Erfiðlega hefur gengið að fá svör frá orku- fyrirtækjum landsins um hvort þau hafi svigrúm til að auka framleiðslu sína eða sitji á umframorku sem afhenda megi frá og með 1. febrúar. HS Orka svarar því þó til að svigrúm þar á bæ sé ekki til staðar og sérfræð- ingar sem blaðið hefur rætt við segja að afar ólíklegt sé að fyrirtækin lumi á orku sem skyndilega sé til skiptanna. Fyrirtækin hafa lítið svigrúm ORKUMÁLASTJÓRI SEGIR ORKUSKORT EKKI YFIRVOFANDI Halla Hrund Logadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.