Morgunblaðið - 21.01.2022, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2022
✝
Guttormur Vig-
fússon Þorvarð-
arson Þormar
fæddist í Hofteigi á
Jökuldal 7. október
1925. Hann lést 25.
desember 2021 á
Droplaugarstöðum
í Reykjavík.
Foreldrar hans
voru hjónin Þor-
varður G. Þormar,
sóknarprestur í
Hofteigi 1924-1928 og í Laufási
við Eyjafjörð 1928-1959, f. 1.2.
1896 í Geitagerði í Fljótsdal, d.
22.8. 1970, og Ólína Marta Þor-
mar húsmóðir, f. 1.3. 1898 á Þór-
oddsstöðum í Ölfusi, d. 19.2. 1991.
Bræður Guttorms: Halldór líf-
fræðingur, f. 9.3. 1929. Hörður
efnafræðingur, f. 20.3. 1933.
Fóstursystir Vilborg K. Guð-
mundsdóttir, húsmóðir á Ak-
ureyri, f. 7.10. 1922, d. 29.4. 1999.
Fyrri kona Guttorms var Doris
Þormar, húsmóðir og skrifstofu-
maður hjá RÚV, f. 25.2. 1932 í
Kaupmannahöfn, d. 25.2. 1990.
Foreldrar Dorisar voru Georg F.
Frederiksen f. 17.10. 1908, d.
20.3. 1994, og Gurli Frederiksen,
f. 2.11. 1906, d. 27.11. 1986.
ir, f. 8.1. 1909, d. 6.8. 1999.
Dóttir Guttorms og Valdísar:
4) Sigrún, f. 10.11. 1959 í Reykja-
vík, hagfræðingur, sviðsstjóri
Snorrastofu í Reykholti; m.
Gunnar A. Rögnvaldsson, f.
30.10. 1956, viðskiptaráðgjafi,
börn: a) Valdís, f. 15.4. 1982, m.
Thomas Boitard, börn: Jóhann
Elías og Júlía Sóley; b) Gunnar
Freyr, f. 26.12. 1986, m. Kat-
arzyna M. Dygul, synir: Markús
Jerzy, Jakob Þór og Símon Jan.
Síðari kona Guttorms var Guð-
rún H. Guðbrandsdóttir, f. 15.2.
1934 í Ólafsvík, starfsmaður
Landspítala, d. 26.4. 2014. For-
eldrar: Elín Snæbjörnsdóttir,
húsmóðir í Ólafsvík, f. 30.11.
1913 í Ólafsvík, d. 25.4. 1993, og
Guðbrandur Vigfússon, sjómað-
ur og oddviti í Ólafsvík, síðar
starfsmaður á Borgarspítala, f.
27.12. 1906 á Kálfárvöllum í
Staðarsveit, d. 14.10. 2001.
Guttormur tók fullnaðarpróf
frá barnaskólanum á Grenivík og
hóf nám í Menntaskólanum á Ak-
ureyri 1938. Hann varð stúdent
15. júní 1944, innritaðist í HÍ
haustið 1944, lauk fyrrihluta-
prófi í verkfræði 1946 og prófi í
byggingarverkfræði frá DTH ár-
ið 1950. Guttormur starfaði hjá
Bæjarverkfræðingi í Reykjavík
1950-1960, vann hjá E. Phil og
Søn í Kaupmannahöfn, en fjöl-
skyldan flutti heim aftur vorið
1963. Hann hóf svo aftur störf hjá
Reykjavíkurborg, á miklum
breytingatímum. Var deild-
arverkfræðingur á gatna- og hol-
ræsadeild 1963-1965, yfirverk-
fræðingur gatna- og
umferðarmála frá 1965 og
fulltrúi Reykjavíkurborgar í Um-
ferðarráði 1969-1986, en var jafn-
framt framkvæmdastjóri við
byggingardeild Borgarspítalans.
Guttormur lauk störfum hjá
borginni 1.7. 1986 og var síðan
sjálfstætt starfandi til 1998. Hann
var virkur í félags- og nefndar-
störfum, m.a. á vegum VFÍ, tók
þátt í útgáfu verkfræðingatals
1993-1996 og sat í orðanefnd
byggingarverkfræðinga 1997-
2007. Hann var gjaldkeri sókn-
arnefndar Langholtskirkju í fjög-
ur ár, formaður húsfélags í Ljós-
heimum 4 í 17 ár, formaður
byggingardeildar Félags eldri
borgara í fjögur ár, var ritari í
stjórn FEB o.fl., auk fleiri nefnd-
arstarfa hér og erlendis.
Guttormur hafði mikinn áhuga
á ættfræði, tók m.a. saman hefti
um Þormarsætt og var í ritnefnd
o.fl. við útgáfu Ljótsstaðaættar.
Útför Guttorms fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 21. janúar
2022, og hefst útförin klukkan 13.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Börn Guttorms og
Dorisar: 1) Margrét,
f. 1.4. 1951 í Reykja-
vík, arkitekt; m. 1)
Bjarni Rúnar
Bjarnason, f. 1.4.
1952, hljómburð-
arfræðingur; m. 2)
Örn Ágúst Guð-
mundsson tann-
læknir, f. 28.9. 1938.
Dætur Margrétar og
Bjarna: a) Dýrleif, f.
28.1. 1977; m. 1 Jökull Benedikt
Knútsson, börn: Hlynur, Snæ-
björn og Dagný; m. 2 Sindri Arn-
arson, börn: Alda Guðrún og
Hilmir Bjarni; b) Arnheiður, f.
21.7. 1979, m. Júlíus Stígur Steph-
ensen, börn: Þórdís, Kári og
Styrmir. 2) Stúlka, f. 2.9. 1953, d.
4.9. 1953. 3) Stefán, f. 14.4. 1962 í
Kaupmannahöfn, rafmagnsverk-
fræðingur; m. 1 Hanne Jensen, f.
31.12. 1957, synir: a) Óskar, f. 5.6.
1990, b) Magnús, f. 12.5. 1993; m.
2) Aline Lier Møller, starfsmaður
DTU, f. 25.6. 1968.
Barnsmóðir Guttorms er Val-
dís Kjartansdóttir, f. 17.7. 1938 í
Reykjavík. Foreldrar: Kjartan
Ólafsson, f. 6.3. 1895, d. 22.9.
1971, og Jóna Sigríður Gísladótt-
Þegar ég nú kveð elsku pabba
minn með miklum söknuði, þá
hugsa ég með þakklæti til stund-
anna sem við höfum átt saman,
bæði þegar ég var ung og líka eftir
að við pabbi fórum að eldast og
ekki síst eftir að pabbi var orðinn
einn. Það var líka alltaf yndislegt
að heimsækja pabba og elsku Guð-
rúnu, konu hans til 39 ára, sem
voru svo samrýnd og skemmtileg.
Það sem einkenndi pabba var
góða skapið og svo var hann eld-
klár og stálminnugur alveg fram á
síðasta dag. Því finnst mér svo erf-
itt að sætta mig við að hann sé far-
inn. En eins og hann sagði sjálfur:
„Eitt sinn skal hver deyja.“ Þá
verðum við að taka því þegar kem-
ur að kveðjustund. Ég er svo þakk-
lát fyrir að hafa átt hann að svona
lengi og ég þakkaði í huganum fyr-
ir hvern einasta dag, sem ég gat
hringt í hann og spjallað, eða hitt
hann. Við höfðum alltaf um nóg að
tala, að ræða fram og aftur, hvort
sem það var eitthvað, sem gerðist í
þjóðfélaginu, eða í heiminum, eða
bara hjá okkur, heilsuna og fleira.
Stundum vorum við að ræða um
uppruna orða og oft sagði hann
mér frá ættingjum, sem hann
mundi vel eftir. Hann var vel að sér
í ættfræði og hafði mikla unun af
því að rekja ættir fólks. Þegar hann
kynntist einhverjum, spáði hann
oftast í hverra manna hann eða hún
væri og hvort ekki væri eitthvað
sem tengdi þau við hann. Hann
hafði svo mikinn áhuga á fólki.
Meðan pabbi bjó heima á Eikju-
voginum var hann oft í tölvunni,
hann skrifaði endurminningar,
hann tók saman upplýsingar um
alla afkomendur sína og var með
góð ráð og leiðbeiningar fyrir okk-
ur, sem myndu nýtast okkur þegar
hann væri farinn. Hann var líka að
pæla í alls konar hlutum, m.a. var
hann að velta vöngum yfir „tíman-
um“, hvaða fyrirbæri tíminn væri
og hann skrifaði pistla, m.a. um
náttúruna, sálina, trúna, svefn og
dauða, ástina, kærleikann og vænt-
umþykjuna. Svo rifjaði hann upp
æsku sína í Laufási. Faðir hans var
prestur þar frá 1928 til 1958, en
pabbi fæddist í Hofteigi á Jökuldal
1925.
Hann skrifaði um námsárin í
Menntaskólanum á Akureyri og
kennarana þar, námið í Háskóla Ís-
lands og um dvöl sína í Danmörku
og nám sitt við Danmarks Tekn-
iske Højskole. Í Kaupmannahöfn
kynntist hann móður minni og þau
giftust þar, en ég fæddist ári síðar á
Íslandi. Ég var heppin með fjöl-
skyldu mína, ég átti góða æsku og
ástríka foreldra. Seinna, þegar ég
var orðin fullorðin og komin með
mína eigin fjölskyldu, var alltaf
hægt að leita til pabba. Hann var
mættur til að hjálpa ef á þurfti að
halda. Dætur mínar, Dýrleif og
Arnheiður, voru alltaf velkomnar
hjá pabba og Guðrúnu og stelpun-
um fannst mjög gaman að koma í
heimsókn til þeirra og gista. Seinna
bættust langafabörnin við og þau
litlu voru fljót að finna dótakass-
ann, sem beið þeirra.
Mig langar að þakka pabba mín-
um fyrir allar góðu stundirnar, fyr-
ir öll árin. Blessuð sé minning hans.
Margrét.
Nú er hann farinn frá okkur,
tengdafaðir minn Guttormur Þor-
mar. Rúmlega hálf öld er liðin síðan
við hittumst fyrst í Skeiðarvogin-
um. Ég er enn í vafa um hvernig
honum leist á þennan síðhærða,
hippalega strák, sem var að gera
hosur sínar grænar fyrir dóttur
hans. Aldrei voru samt nein vand-
ræði. Alltaf sýndi hann víðsýni og
umburðarlyndi gagnvart skoðun-
um annarra. Ekki vorum við sam-
stiga í pólitík en það háði ekki sam-
skiptum okkar. Við náðum alltaf að
ræða saman um eitthvað sem sam-
einaði okkur; ættfræði, uppruna
orða, sögulegan fróðleik, hvaðeina.
Dætrum okkar Margrétar, Dýr-
leifu og Arnheiði, var hann ávallt
hinn fullkomni afi, tilbúinn að
hlaupa undir bagga ef með þurfti.
Minnisstæðar eru heimsóknir hans
til okkar er við dvöldum í Stokk-
hólmi, eldri dóttirin á sínum fyrstu
árum, en tengslin við afa mynduð-
ust fljótt. Síðar, ef á þurfti að halda,
var verkfræðingurinn með stærð-
fræðina á hreinu ef menntskæling-
ur þurfti aðstoð.
Löngu seinna, heimkomin til Ís-
lands, heimsóttum við þau Guð-
rúnu í Eikjuvoginn, þau alltaf bros-
andi, kaffi og meðlæti
(eplaskífurnar!) og leikföng handa
barnabörnum og svo næstu kyn-
slóð.
Að lokum vil ég segja að Gutt-
ormur var mér hin besta fyrir-
mynd að því hvernig ólík sjónarmið
geta lifað saman í sátt og samlyndi.
Hann var, að ég tel, það sem kallað
hefur verið frjálslynt íhald. Máls-
metandi maður úr íslenskri pólitík
sagði hann „góðan og gegnan
íhaldsmann“. Þrátt fyrir það held
ég að hann hafi aldrei troðið illsakir
við nokkurn mann. Ef það eru ekki
góð eftirmæli veit ég ekki hvað.
Vertu svo vel kvaddur.
Bjarni Rúnar Bjarnason.
Guttormur Þormar
- Fleiri minningargreinar
um Guttorm Þormar bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝
Svala Lár-
usdóttir fædd-
ist á Drangsnesi við
Steingrímsfjörð 10.
mars 1945. Hún lést
á líknardeildinni í
Kópavogi 7. janúar
2022.
Svala, sem skírð
var Sigurmunda
Svala, var dóttir
hjónanna Elínar El-
ísabetar Bjarna-
dóttur frá Gautshamri, f. 29.10.
1913, d. 1.9. 2002, og Lárusar Jó-
hanns Guðmundssonar frá Byrg-
isvík, f. 11.9. 1913, d. 9.8. 1987.
Systkini Svölu eru: Birna, f.
1936, Hallfreður, f. 1938, d. 2014,
Sigrún, f. 1943, Erla f. 1952.
Árið 1969 giftist Svala Sigurði
Erni Gíslasyni, f. 1944. Þau slitu
samvistum 1989. Síðar kynntist
Svala góðum vini, Stefáni Karli
Þorsteinssyni, f. 1949, d. 2006.
Börn Svölu og Sigurðar Arnar
ishólms. Fimmtán ára fór Svala í
MA og var þar í tvö ár, síðan lá
leið hennar í Samvinnuskólann á
Bifröst og útskrifaðist hún það-
an 1964. Svala flutti til Reykja-
víkur og vann við bókhald fyrstu
ár sín í vinnu. Árið 1972 flutti
fjölskyldan til Noregs, þar sem
Svala vann hjá Loftleiðum. Eftir
að fjölskyldan kom heim vann
Svala sem gjaldkeri, lengst af
hjá Gámaþjónustunni, 21 ár, þar
til hún hætti störfum vegna ald-
urs árið 2012.
Svala var í ýmsum
félagasamtökum í gegnum tíð-
ina, m.a. Soroptimistaklúbbi
Bakka og Selja, tók hún þar að
sér ýmis ábyrgðarstörf. Hún
elskaði að ferðast og hafði
ferðast mikið um landið og einn-
ig erlendis með Þór.
Útför Svölu verður gerð frá
Lindakirkju í Kópavogi í dag, 21.
janúar 2022, klukkan 13.
Fólk er velkomið meðan hús-
rúm leyfir en athöfninni verður
einnig streymt. Hlekkur á
streymi:
https://www.mbl.is/andlat
eru: 1) Bryndís
Erla, f. 14.8. 1971,
gift Gunnari Frið-
rikssyni, f. 10.5.
1968. Börn þeirra
eru Steinar Leó, f.
1995, Svala Júlía, f.
1999, Silja Katrín, f.
2008. 3) Arnar Þór,
f. 27.1. 1975, kvænt-
ur Jönu Sturlaugs-
dóttur, f. 3.8. 1975.
Börn þeirra eru Li-
isa Bergdís, f. 2002, Gunnar
Breki, f. 2005, Hanna Maria, f.
2011. 3) Berglind Lóa, f. 27.12.
1977, gift Guðjóni Leifssyni, f.
3.10. 1968. Börn þeirra eru Lilja
Þórdís, f. 2008, Bryndís Lára, f.
2011, Bjarki Örn, f. 2013.
Ástkær vinur Svölu er Þór
Guðmundsson, f. 16.1. 1940.
Fjölskylda Svölu fluttist frá
Drangsnesi að Ögri í Helgafells-
sveit þegar hún var sjö ára. Síð-
ar fluttist fjölskyldan til Stykk-
Elsku mamma við kveðjum þig
með þakklæti og ást í hjarta. Þú
trúðir á það góða og á kærleikann
og óskaðir þess að við myndum
nýta sérhvern dag.
Megi gæfan þig geyma,
megi Guð þér færa sigurlag.
Megi sól lýsa þína leið,
megi ljós þitt skína sérhvern dag.
Og bænar bið ég þér,
að ávallt geymi þig Guð í hendi sér.
Megi englar þér unna,
megi árur bægja hættu frá
Megi ást alltumlykja þig,
megi ávallt rætast hver þín þrá
Og bænar enn ég bið að ávallt geymi
þig Guð sér við hlið
(Bjarni Stefán Konráðsson)
Elskum þig.
Þín börn,
Bryndís Erla, Arnar Þór
og Berglind Lóa.
Elsku amma sín.
Við trúum því ekki að þú sért
farin. Það var svo gaman að vera
með þér. Við fórum í gönguferðir
og ef þú varst ekki með okkur
komstu alltaf að banka á gluggann
hjá okkur til að segja hæ. Þú bak-
aðir pönnsur og þá máttum við allt-
af setja mikinn sykur. Við bökuðum
um jólin öll saman fjölskyldan „tíf-
ildúfur“ sem var gaman og þú
kenndir okkur að gera flottar kúlur,
sem tókst ekki alltaf. Þú passaðir
okkur þegar við vorum veik, söngst
fyrir okkur og last sögur og við báð-
um saman bænir. Á aðfangadag
fórum við alltaf í jólagraut til þín og
þegar við vorum of spennt að taka
upp pakka þá sagðir þú okkur að
það lægi ekkert á. Þegar við fórum
til Krítar var gaman að þú fórst
með okkur í fótbolta á ströndinni.
Lilja Þórdís: „Það var gott að
hringja í þig þegar ég var að ganga
heim úr skólanum.“ Bryndís Lára:
„Þegar mér líður illa þá lít ég upp
og horfi á skærustu stjörnuna og
veit að það ert þú, amma sín. Þú ert
búin að breytast í ljós og býrð núna
á plánetu með öllum hinum ljósun-
um.“ Bjarki Örn: „Litli kútur vill
knúsa þig.“
Við söknum þín og munum alltaf
gera og elskum þig mikið. Þú sagð-
ir við okkur í síma: Góða nótt elsk-
urnar mínar og nú segjum við:
Góða nótt, elsku amma sín.
Lilja Þórdís, Bryndís Lára
og Bjarki Örn.
Elsku amma, það er erfitt og
skrýtið að hugsa til þess að þú sért
ekki lengur hjá okkur, en við erum
svo þakklát fyrir allar þær góðu
stundir sem við fengum að eiga
með þér. Allt yndislega spjallið,
samræðurnar og góðu ráðin sem
þú komst með. Allar pönnukökurn-
ar sem enginn gerði betur en þú, öll
leikritin og skákleikirnir sem voru
spilaðir.
Við elskum þig, og þótt það sé
erfitt án þín þá erum við gríðarlega
þakklát fyrir að hafa fengið að vera
með þér og hafa þig hjá okkur.
Hvíldu í friði elsku amma.
Liisa Bergdís, Gunnar
Breki og Hanna María.
Elsku amma okkar, orð fá ekki
lýst því hvað við söknum þín mikið.
Allar stundir með ömmu voru okk-
ur lærdómsríkar enda var hún
amma uppfull af visku og góðum
ráðum. Það var alltaf hægt að leita
til hennar vitandi að maður fékk
hreinskilið álit og stuðning. En
amma var ekki einungis ráðagóð
heldur einnig íþróttakona mikil,
hún tók ekki annað í mál en að
hreyfa sig daglega og dáðumst við
öll að þessum dugnaði í henni.
Amma fylgdist einnig vel með
okkar gengi í íþróttum og var
áhugasöm um hvernig gekk í bolt-
anum, henni þótti þó betra að
fylgjast með heiman frá og vildi
helst ekki vita stöðuna fyrr en leik
var lokið.
Amma fékk viðurnefnið „amma
popp“ þegar við vorum yngri þar
sem hún poppaði oft þegar við
komum í heimsókn. En heimsókn-
ir hjá ömmu einkenndust þó einn-
ig af bestu pönnukökum í heimi,
teiknimyndum og skemmtilegum
sögum. Sögurnar af hennar ferða-
lögum stóðu upp úr hjá okkur, til
dæmis frásagnir af Bítlatónleikum
og af ferðalagi hennar á puttanum
um Evrópu. Þegar við vorum
yngri var mikið um spilamennsku
hjá ömmu, þar var spilað yatzy, ól-
sen-ólsen, veiðimaður og jafnvel
félagsvist. Amma var ekki bara
seig í spilum heldur hafði hún ein-
staka hæfileika þegar kom að ljóð-
um og var sjálf mjög fær í að
semja þau. Hún gat þulið upp alls
konar ljóð og vísur utanbókar og
það þótti okkur alveg magnað.
Í rauninni má segja að okkur
fyndist amma mögnuð á allan hátt
og okkur þykir vænt um allar þær
minningar sem við eigum um
hana. Allur tími sem við eyddum
með henni hefur verið okkur afar
dýrmætur og öll hennar ráð munu
reynast okkur gott veganesti hér
eftir.
Takk fyrir allt elsku amma.
Systkinin
Steinar Leó, Svala Júlía
og Silja Katrín.
Vakna þú sem sefur
og veittu þjáðum lið.
Verndaðu blómið sem grær við
þína hlið.
Hlustaðu á regnið,
heyrðu dropann falla,
himinninn er opinn,
drottinn er að kalla.
Þegar ég hugsa til baka, til sam-
verustundanna með Svölu, þá er
mér þakklæti efst í huga. Svala var
sérlega vönduð manneskja, traust
og hlý. Hún var orðvör, heiðarleg
og umhyggjusöm. Þau pabbi áttu
fallegt samband og reyndist hún
okkur systkinunum alla tíð vel, ekki
síst í gegnum veikindi hans og frá-
fall.
Elsku Svala mín, þér ég vil
þakka allar góðu stundirnar og vel-
vildina. Nú sé ég ykkur pabba, tvær
stjörnur sem náð hafa saman á
blárri festingunni.
Mínar hlýjustu samúðarkveðjur
til ykkar systkinanna og fjöl-
skyldna.
Minningin um Svölu er styrkur í
sorginni.
Vala Björk Stefánsdóttir.
Kveðjuorð til kærrar vinkonu,
þín verður sárt saknað.
Hryggðar hrærist strengur
hröð er liðin vaka
ekki lifir lengur
ljós á þínum stjaka.
Skarð er fyrir skildi
skyggir veröldina
eftir harða hildi
horfin ertu vina.
Klukkur tímans tifa
telja ævistundir
ætíð lengi lifa
ljúfir vinafundir.
Drottinn veg þér vísi
vel þig ætíð geymi
ljósið bjart þér lýsi
leið í nýjum heimi.
(Hákon Aðalsteinsson)
Þinn vinur og ferðafélagi,
Þór Guðmundsson.
Stórt skarð hefur verið höggvið í
klúbbinn okkar, Soroptimistaklúbb
Bakka og Selja.
Svala Lárusdóttir, sem lést núna
7. janúar, er þriðja systirin sem fell-
ur frá á rúmu ári. Það er vissulega
sorg í hjörtum okkar, en klúbbur-
inn hefur alltaf staðið þétt saman
og mikið systraþel ríkt í hópnum.
Svala var búin að vera með okkur í
24 ár, ljúf og yndisleg. Svala var
falleg kona, alltaf vel klædd með af-
skaplega fallega framkomu, í raun
hefðarkona. Þrátt fyrir góða hæfi-
leika hafði Svala sig ekki mikið í
frammi. Aldrei man ég eftir að hún
hækkaði róminn.
Svala tók ætíð þátt í að undirbúa
jólafundina okkar en þar reyndi á
smekkvísi í skreytingum og mat-
arundirbúningi. Hún var líka alltaf
með í verkum þegar við tókum á
móti eldri borgurum í kaffi á upps-
tigningardag. Þá naut hún sín,
bæði við að baka og gera gestum
gott. Svala var einstaklega traust
og ábyggileg.
Eitt af markmiðum samtaka
okkar er að vinna að jafnrétti,
framförum og friði með alþjóðlegri
vináttu og skilningi. Svala fór
vissulega með friði og vináttu öll
þessi 24 ár sem við störfuðum sam-
an í klúbbnum.
Margar ferðir fórum við klúbb-
systur saman, en mjög minnisstæð
er ferð okkar til Jersey fyrir nokkr-
um árum. Ein klúbbsystra okkar
giftist manni frá Jersey, Kevin
Costello, og þá þótti okkur öllum
sjálfsagt að fara og heimsækja ný-
giftu hjónin og fá þau til að sýna
okkur þessa fallegu og merkilegu
eyju. Ferðin var í alla staði dásam-
leg og þarna naut Svala sín veru-
lega vel. Að hitta og kynnast So-
roptimistasystrum á Jersey, lífi
þeirra og starfi, ferðast saman og
njóta samveru þessa daga var
vissulega gefandi fyrir okkur allar.
Svala var dugleg að fara í göng-
ur, það gerði hún daglega og oft
kom hún með klúbbsystrum í okk-
ar vikulegu gönguferðir. Eftir að
Svala var orðin veik kom hún með
okkur þegar hún treysti sér til.
Aldrei kvartaði hún þótt við vissum
að oft væri hún sárþjáð.
Nú er komið að leiðarlokum og
þökkum við góðri og tryggri systur
fyrir samfylgdina og vottum Þór og
fjölskyldunni allri okkar innileg-
ustu samúð.
Fyrir hönd systra í Soroptim-
istaklúbbi Bakka og Selja,
Guðrún Erla Björgvinsdóttir.
Svala Lárusdóttir
- Fleiri minningargreinar
um Svölu Lárusdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.