Morgunblaðið - 21.01.2022, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2022
Breiðholt Grímuskylda er víða viðhöfð í almannarými og sumir eru með þessa sóttvörn hvert sem þeir fara. Allur er varinn góður og gríman veitir líka ágætisskjól fyrir nöprum vetrarvindum.
Árni Sæberg
Ljósmynd sem sýnir
norðurenda Tjarnar-
innar í Reykjavík á 19.
öld vekur ein og sér
ekki sérstaka athygli
enda felst ekki mikið
nýmæli í sjónarhorn-
inu. Í því er fólgin sí-
gild sýn erlendra
myndlistarmanna á
Reykjavík á þeirri öld.
Staðarvalið helgaðist
af því að þaðan blöstu
við helstu kennileiti bæjarins; hús
stiftamtmannsins, Dómkirkjan,
myllan og Latínuskólinn auk sjálfrar
Tjarnarinnar. Brekkan ofan við
Tjörnina lyfti ljósmyndaranum yfir
byggðina og veitti þá yfirsýn sem gaf
bestu sýnina á bæinn.
Fyrstu ljósmyndararnir sem
mynduðu í Reykjavík leituðu í sama
sjónarhorn. Houze d’Aulnoit sem
myndaði í leiðangri Frakka sumarið
1858 var einn þeirra. Annar var John
E. Tennison Woods sem ferðaðist
með Taliaferro Preston Shaffner í
leiðangri til að kanna lagningu sæ-
strengs til Ameríku sumarið 1860.
Frá árinu 1867 og fram
á fyrsta áratug 20. ald-
ar varð norðurendi
Tjarnarinnar endur-
tekið myndefni Sigfús-
ar Eymundssonar og
Daníels Daníelssonar
starfsmanns hans. Eft-
ir þá eru til hátt á ann-
an tug mynda teknar
frá þessu sjónarhorni í
Ljósmyndasafni Ís-
lands í Þjóðminjasafni.
Ein mynd til við-
bótar við allar hinar
ætti því kannski ekki
að vekja sérstaka eftirtekt. Þegar
opnaður var nýr vefur með hluta af
ljósmyndasafni dönsku konungsfjöl-
skyldunnar (Den Kongelige Foto-
grafisamling) í árslok 2021 birtist
þar áður óþekkt mynd með þetta
sjónarhorn. Fyrsta sýn benti til þess
að hún væri mjög gömul. Í skrán-
ingu sem fylgir myndinni er hún
sögð tekin af Sigfúsi Eymundssyni
og tímasett til áratugarins 1860-
1870. Myndin er skáskorin á öllum
hornum. Á spjaldinu undir henni
miðri er skrifað Reykiawik. Í skáan-
um til vinstri er merking líklega með
eigin hendi ljósmyndarans. Þar
stendur L. Rousseau. Merkingin
setur myndina í nýtt samhengi.
Louis Rousseau var ljósmyndari í
leiðangri Napóleons prins um Norð-
urlönd sumarið 1856. Æsa Sigur-
jónsdóttir listfræðingur hefur fjallað
um myndatökur hans tengdar Ís-
landi í rannsóknum sínum. Í leið-
angri Napóleons tók Rousseau átta-
tíu og tvær ljósmyndir og var um
helmingur þeirra tekinn á Íslandi.
Stór hluti þeirra mynda var af fólki
og þær teknar sem hluti af mann-
fræðirannsóknum. Aðeins ein mynd
af Íslandsmyndum Rousseaus hefur
enn komið fram í Frakklandi. Hún
sýnir unga ónafngreinda stúlku og
er talin hluti af rannsóknargögnum
mannfræðinganna í leiðangrinum.
Myndin í safni dönsku konungs-
fjölskyldunnar er því aðeins önnur
myndin af um fjörutíu eftir Rouss-
eau sem kemur í leitirnar. Auk
mannamynda var Reykjavík helsta
viðfangsefni Rousseaus í Íslands-
dvölinni. Þótt félagar hans í leið-
angrinum ferðuðust austur að Þing-
völlum og Geysi fylgdi hann þeim
ekki í þá för nema upp að Elliðaám,
en var þá sendur til baka af ótta við
að ljósmyndatækin þyldu ekki ferða-
lagið.
Þessi Reykjavíkurmynd Rouss-
eaus er jafnframt þriðja þekkta ljós-
myndin ekki aðeins frá Reykjavík
heldur líka frá Íslandi. Það eitt gefur
henni sögulegt gildi.
Langt er síðan ljóst varð að nýrra
ljósmynda frá Íslandi á 19. öld væri
helst að vænta í erlendum söfnum.
Þessi mynd Louis Rousseaus er
dæmi þess og gerð grein fyrir henni
hér til að halda því til haga.
Eftir Ingu Láru
Baldvinsdóttur » Þessi Reykjavíkur-
mynd Rousseaus
er jafnframt þriðja
þekkta ljósmyndin ekki
aðeins frá Reykjavík
heldur líka frá Íslandi.
Það eitt gefur henni
sögulegt gildi.
Inga Lára
Baldvinsdóttir
Höfundur er sagnfræðingur.
Þriðja elsta ljósmynd frá Íslandi
Ljósmynd/Den Kongelige Fotografisamling, Kongernes Samling
Reykjavíkurmynd Rousseau er þriðja þekkta ljósmynd frá Íslandi.
Rússland og Kína
eru aftur orðnir nánir
bandamenn. Kína er
eitt öflugasta iðnveldi
heimsins og Rússland
eitt hið ríkasta að hrá-
efnum. Löndin telja sig
vera sem valdaöxul og
restin af Evrópu og As-
íu eigi að snúast um
þau. Bæði eru löndin
öflugir framleiðendur
sem Vesturlönd reiða
sig á. En vei þeim sem gerist háður
ríkjum sem fara með vald sitt að
þeirra hætti. Bæði ríkin misbeita
valdi sínu freklega innan lands sem
utan. Þeirra ríkja bíður fall sem ekki
gæta og varna sinna, efnahagslegs
sjálfstæðis og að styðja við þau ríki
og þá einstaklinga sem verða fyrir
barðinu á þeim.
Rússland og Úkraína
Hér á Íslandi eru þeir til sem bera
blak af Rússum þegar kemur að yfir-
gangi þeirra gagnvart
Úkraínu. Þeir hafa kok-
gleypt sögufalsanir um
að Krím sé í rauninni
rússneskt land. Stað-
reyndin er að ekki fyrr
en eftir seinni heims-
styrjöld urðu Rússar
þar fjölmennasta
þjóðarbrotið og kom
ekki til af góðu; þjóð-
ernishreinsunum Stal-
íns. Valdatími Rússa á
Krím nam aðeins rúmri
einni og hálfri öld. Sé
skaginn rússneskt land
mega mörg önnur lönd í Evrópu svo
sannarlega vara sig. Og Rússar voru
enn smærri hluti íbúa Austur-
Úkraínu en á Krímskaganum. Þar til
Stalín lét svelta milljónir til bana fyr-
ir minna en einni öld. Og raunar töl-
uðu þá margir íbúa suðvesturhluta
Rússlands úkraínsku. Vestur-
Úkraínu var aldrei stjórnað af Rúss-
um fyrr en 1939 og slapp því að
mestu. Engum einasta manni í
breska Íhaldsflokknum dettur í hug
að verja framferði Rússa gagnvart
Úkraínu. Það sama ætti að eiga við
um alla lýðræðisflokka, ekki síst
Sjálfstæðisflokkinn.
Talandi um Stalín, þá er aðdáandi
Stalíns nú nánast einvaldur Rúss-
lands. Afi Pútíns mun hafa verið
kokkur Leníns og Stalíns, lifði báða,
og geri aðrir betur. Sterkur grunur
leikur á að eitrað hafi verið fyrir báð-
um. Núna er eitrað fyrir andstæð-
ingum Pútíns heima og erlendis.
Eitthvað virðist þekkingin hafa varð-
veist í ættinni.
Bandaríkin og Evrópa
Afstaða Bandaríkjanna til banda-
manna sinna, þ.m.t. í Evrópu, breytt-
ist mikið á þeima tíma sem Trump
var forseti. Í hans huga voru engir
bandamenn, einungis hagsmunir.
Hann sveik bandamenn sína í hendur
óvinum þegar ekki voru lengur not
fyrir þá. Hversu margir Kúrdar
skyldu hafa týnt lífinu af völdum
svikanna? – Innlimun Rússlands á
hinu forna landi Krím-tataranna varð
á tíma Obama. Hann hafði mest litla
hugmynd um hvað var á ferðinni utan
Bandaríkjanna. Biden var þá vara-
forseti og það kom í hans hlut að
ákveða hvað gera skyldi. Úkraínu-
menn voru heppnir að þurfa ekki að
fást við Trump. Og mér er kunnugt
um að af Biden fór gott orð meðal
ráðamanna Úkraínu. Hitt er svo ann-
að mál að Biden hefur aldeilis beðið
lægri hlut fyrir elli kerlingu.
Svo er komið í Bandaríkjunum að
fáir góðir kostir gefast í stjórn-
málum. Vinstrisinnaðir demókratar
(og þeir eru ráðandi innan flokks) eru
helst að huga að því að draga úr lög-
gæslu, passa upp á að hvorki séu
sérklósett né búningsklefar fyrir
karla og konur og annað í þeim dúr.
Við þekkjum þetta lið svo sem hér
heima og hvar það hefur hreiðrað um
sig. Trump leiðir repúblikana. Hann
er ekki vel að sér, illa innréttaður og
æstustu fylgismennirnir upp til hópa
óalandi og óferjandi. Ummæli
Trumps um McCain lýsa sálar-
ástandi hans betur en mörg orð. (Um
viðskipavit hans mætti hafa mörg
orð, en ekki öll jákvæð; fjarri því.) En
vonandi ná repúblikanar með „fulde
fem“ sem fyrst aftur vopnum sínum.
Markmið Þýskalands virðast helst
vera að ná formlegum yfirráðum yfir
nágrannaríkjum sínum með því að
gera sambandsríki úr Evrópusam-
bandinu. Raunveruleg völd eru nú
þegar á þeirra hendi að miklu leyti.
Þeir verja litlum fjármunum til
varna, en treysta tengsl sín til
þriggja alda (með hléum) við Rúss-
land. Nú er helst að horfa til Bret-
lands og sumra annarra ríkja í Evr-
ópu til varnar frelsinu. Þar er
Þýskaland því miður undanskilið. –
Aldrei á ævi okkar sem komin eru til
fullorðinsára hefur frelsissýnin verið
dekkri en nú.
Vesturveldin þurfa að hafa varann á
Eftir Einar S.
Hálfdánarson
Einar S. Hálfdánarson
» Þeir sem bera blak
af Rússum þegar
kemur að yfirgangi
gagnvart Úkraínu hafa
kokgleypt sögufalsanir
um að Krím sé í raun-
inni rússneskt land.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.