Morgunblaðið - 21.01.2022, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2022
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Staðfest hefur verið að brislingur
hrygndi í Ísafjarðardjúpi á síðasta
ári og trúlega hefur hrygning átt
sér stað á fleiri stöðum. Fiskum af
tegundinni hefur farið fjölgandi á
síðustu árum, en hún fannst fyrst
við landið, svo staðfest sé, árið 2017.
Hrygning við landið er talin auka
líkur á að brislingur nái fótfestu hér
og til framtíðar verði hægt að nýta
hann. Jón Sólmundsson, fiskifræð-
ingur á Hafrannsóknastofnun, vill
þó hafa fyrirvara á og segir að hita-
stig og aðrar umhverfisaðstæður
muni ráða mestu um hvort brisl-
ingur festir sig í sessi og verði mik-
ilvæg tegund í vistkerfi Íslands-
miða.
Líkur ungsíld
Jón telur ekki ólíklegt að eitthvað
af brislingi hafi farið fram hjá
mönnum við rannsóknir síðustu ára
enda sé brislingur líkur ungsíld.
Tegundin gæti því hafa verið stað-
fest seinna en ella hér við land. Jón
segir að á næstu árum þurfi að
fylgjast með þróuninni og ef stofn-
inn fari vaxandi þurfi að fylgjast
með vexti hans með frekari rann-
sóknum, t.d. með flottrolli og berg-
málsmælingum.
Líklegast er talið að lirfur brisl-
ings hafi borist til landsins með haf-
straumum og þær síðan alist upp
við landið. Kynþroska verður fisk-
urinn 2-3 ára, þá rúmlega 10 senti-
metrar að lengd. Fiskar yfir 10 cm
hafa fundist á nokkrum stöðum við
landið og flestir brislingar sem hafa
verið kynþroskagreindir hafa verið
kynþroska. Brislingur er veiddur í
einhverjum mæli í fjörðum og sund-
um við Færeyjar og er trúlegt að
lirfurnar hafi borist þaðan.
Jón tekur þó fram að hvorki egg,
lirfur né fullorðnir fiskar hafi fund-
ist á hafsvæðinu milli Íslands og
Færeyja. Erfðasýnum hefur verið
safnað úr íslenskum brislingi og
mögulega gætu þau veitt upplýs-
ingar um uppruna hans.
Um þessa nýju fisktegund við Ís-
land er fjallað í grein í Náttúru-
fræðingnum, útgefendur Hið ís-
lenska náttúrufræðifélag og
Náttúruminjasafn Íslands. Þar kem-
ur fram að árið 2017 veiddist brisl-
ingur í fyrsta sinn á Íslandsmiðum
svo vitað sé. Á næstu árum fjölgaði
brislingum sem veiddust við landið
og í rannsóknarleiðangri í mars 2021
fengust alls 375 brislingar, einkum
fyrir Suður- og Vesturlandi. Í leið-
öngrum haustið 2021 fengust um
300 brislingar, nokkrir við Suður-
land og í Faxaflóa en flestir í Arn-
arfirði og Ísafjarðardjúpi.
Danir stórtækastir
Brislingur er smávaxinn uppsjáv-
arfiskur af síldaætt og algengur við
strendur meginlands Evrópu allt
suður til Afríku, einkum á minna en
50 metra dýpi. Frá árinu 1994 hefur
ársaflinn yfirleitt verið 500-700 þús-
und tonn.
Langstærstur hluti aflans er
veiddur undan ströndum Norð-
vestur-Evrópu og eru Danir þar
stórtækastir; veiddu um 37% heild-
araflans á árunum 2010-2018. Þar á
eftir komu Svíar með 14% og Pól-
verjar með 12%. Stærstur hluti
aflans er unninn í mjöl og lýsi, en lít-
ilsháttar markaður er fyrir hann til
manneldis, ýmist ferskan, reyktan
eða niðursoðinn, að því er fram kem-
ur í greininni í Náttúrufræðingnum.
Ásamt Jóni Sólmundarsyni eru
höfundar greinarinnar í Náttúru-
fræðingnum þau Jónbjörn Pálsson,
Guðjón Már Sigurðsson, Ingibjörg
G. Jónsdóttir, Klara B. Jakobs-
dóttir, Nicholas Hoad og Valur
Bogason.
Brislingur farinn að hrygna við landið
- Fannst hér fyrst 2017 - Fiskum af tegundinni hefur farið fjölgandi - Gæti fest sig í sessi
Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun/Náttúrufræðingurinn
Af síldaætt Brislingur á efri myndinni og smásíld á þeirri neðri, um 15 cm langir fiskar. Brislingurinn er fjögurra
ára en síldin eins árs. Brislingur er auðgreindur frá síld á þunnri kviðrönd með þunnum snarptenntum kili og á því
að rætur kviðugga eru undir eða rétt framan við upphaf bakugga. Einnig eru kvarnir brislings og síldar ólíkar.
Kringlan í alfaraleið
Borðabókanir á www.finnssonbistro.is
eða á tölvupósti info@finnssonbistro.is
Alvöru steik fyrir bóndann!
Í boði alla helgina
Nautalund
4.990kr.
300gr.
með frönskum og bernaise
Aðeins