Morgunblaðið - 22.03.2022, Síða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2022
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Svefn hefur mikil áhrif á andlega og líkamlega
líðan og er góður svefn grundvallarþáttur í
hamingju og heilbrigði fólks. Þetta kom fram á
málþingi í gær þar sem fjallað var um svefn,
hamingju og heilbrigði. Tilefnið var alþjóða-
dagur svefns þann 18. mars og alþjóðadagur
hamingju 20. mars. Málþingið var samstarfs-
verkefni Embættis landlæknis, Háskólans í
Reykjavík og Svefnseturs hans, Betri svefns
og Rannsókna og greiningar.
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur
og sviðsstjóri lýðheilsusviðs landlæknis,
fjallaði m.a. um áhrif kórónuveirufaraldursins
á félagslega heilsu og líðan sem er mikilvæg
fyrir hamingju fólks. Kannanir sýna að sam-
kennd og góðvild fólks jókst í faraldrinum.
Hamingja þjóða reyndist vera nokkuð stöð-
ug í gegnum faraldurinn. Ísland var í 3. sæti
þjóða á eftir Finnlandi og Danmörku varðandi
hamingju á árunum 2019-2021. Ísland var í 2.
sæti 2021 og í 4. sæti 2020. Landið hefur verið í
einu af efstu fimm sætunum síðan þessi
samanburður hófst. Embætti landlæknis hefur
vaktað reglulega nokkra helstu áhrifaþætti
heilbrigðis hjá landsmönnum 18 ára og eldri
mánuð fyrir mánuð frá 2016. Hlutfall þeirra
sem meta andlega heilsu sína slæma er kannað
reglulega. Niðurstöður desembermánaða frá
2019 til 2021 sýndu að hlutfall þeirra sem mátu
andlega heilsu sína slæma jókst úr 33% í 44%
meðal 18-34 ára á þessu árabili. Það fór úr 36%
árið 2019 meðal 35-54 ára í 21% í desember
2021. Meðal 55 ára og eldri fór það úr 21% í
desember 2019 í 22,5% í desember 2021. And-
legri líðan yngsta aldurshópsins hrakaði því
verulega á þessu tímabili.
Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræð-
ingur hjá Rannsóknum og greiningu, kynnti
niðurstöður nýrra rannsókna varðandi líðan og
svefn. Hún benti á stórkostlegan árangur við
að draga úr vímuefnaneyslu íslenskra barna í
10. bekk á árunum 1998-2021. Hins vegar eru
nýjar áskoranir eins og nikótínpúðar, mikil
neysla orkudrykkja, of mikill skjátími og
margvíslegt áreiti sem spillir fyrir góðum
svefni unga fólksins.
Erla Björnsdóttir frá Betri svefni fjallaði
um mikilvægi þess að sofa vel. Hún líkti góðum
nætursvefni við töframeðal sem gerir okkur
heilsuhraustari, bæði andlega og líkamlega, og
hamingjusamari. Einnig getur það aukið fram-
leiðni okkar og lífsgæði og jafnvel lengt líf okk-
ar. „Værum við ekki öll til í að taka þessa
pillu?“ spurði Erla. Hún sagði mikilvægt að
fólk undirbyggi nætursvefn með því að róa sig
niður, leggja frá sér skjáina og slaka á áður en
það legðist til hvíldar fyrir miðnætti.
Góður svefn undirstaða hamingju
- Málþing um svefn, hamingju og heilbrigði - Andlegri líðan 18-34 ára hrakaði í heimsfaraldrinum
- Samkennd og góðvild fólks jókst almennt í faraldrinum - Ísland í hópi þeirra hamingjusömustu
Ljósmynd/Colourbox
Svefn Góður nætursvefn er eins og meðal sem bætir alhliða heilsu og stuðlar að hamingju.
Fundur!
Þórdís Kolbrún
Reykfjörð Gylfadóttir,
utanríkisráðherra,
er gestur á opnum
hádegisfundi á morgun
miðvikudaginn 23. mar
kl. 12:00 í Valhöll.
Allir velkomnir!
,
Samtaka eldri sjálfstæðismanna
Breytingar á barnaníðsákvæði hegn-
ingarlaga eru löngu tímabærar, fram-
faraskref og réttarbót. Þetta kemur
fram í umsögn embættis ríkislögreglu-
stjóra um frumvarp um breytingar á
nokkrum ákvæðum almennra hegn-
ingarlaga er snerta barnaníð, mismun-
un og hatursorðræðu. „Það er mikil-
vægt að þarna er bæði verið að hækka
refsirammann þannig að hann nálgist
það að ná utan um stærstu málin og
leiðbeiningar gefnar um mat á alvar-
leika brota. Það er líka sérstaklega
ástæða til þess að fagna þeim breyt-
ingum sem gera á varðandi kynferðis-
legar myndasendingar á milli ungs
fólks. Það styður skilaboð laganna um
mikilvægi samþykkis í kynferðislegum
samskiptum og er til þess fallið að
skýra réttarvernd,“ segir í umsögn rík-
islögreglustjóra. Þar er ennfremur vís-
að til skýrslu Maríu Rúnar Bjarnadótt-
ir um kynferðislega friðhelgi og
umfjöllunar um 15-18 ára ungmenni
þar. Minnt er á að huga þurfi að þess-
um hóp hvað varðar refsileysi kynferð-
islegra samskipta jafningja á svipuðum
aldri með samþykki beggja.
Í umsögn Ákærendafélags Íslands
segir að félagið styðji frumvarpið og sé
sammála breytingum sem það feli í
sér. „Félagið leggur þó til að sú breyt-
ing verði gerð á 3. gr. frumvarpsins að
2. mgr. verði felld inn í 1. mgr. 3. gr.,
þannig að skoðun myndefnis verði
einnig talin upp í 1. mgr. ákvæðisins og
ekki gerður neinn greinarmunur á
háttsemi, hvað skoðun myndefnis
varðar. Þannig eigi grófleikamatið
einnig við þegar einungis er um skoðun
myndefnis að ræða líkt og hvað önnur
atriði varðar sem talin eru upp í 1. mgr.
ákvæðisins,“ segir í umsögninni.
Nái utan um stærstu málin
- Breytingar boð-
aðar á almennum
hegningarlögum
Morgunblaðið/Unnur Karen
Lögregla Breytingar hafa verið
boðaðar á lögum um barnaníð.
Mánudagur 21. mars
Karín í Karkív
„Í dag er tuttugasti og sjötti dagur
innrásar Rússa. Við erum enn á lífi.
Stöðugar loftárásir voru í alla nótt og
við vorum mjög hrædd. Rússar eru
að skjóta langdrægum eldflaugum á
borgina og hávaðinn glymur hérna
rétt hjá okkur og í fjarska. Þessir
villimenn halda óbreyttum borgurum
í skelfingu. Þeir eru að eyðileggja
allt, drepa fólk og beita sál-
fræðilegum þrýstingi til að þvinga
okkur til að ganga að kröfum þeirra.
Hræðilegar fréttir bárust á laug-
ardaginn þegar Boris Romanchenko
sem var 96 ára lést í loftárás í Karkív.
Hann lifði af helförina í útrýming-
arbúðum nasista í seinni heimsstyrj-
öldinni, en var drepinn af rússneskri eldflaug og þeir kalla okkur nasista!
Samkvæmt upplýsingum frá Ígor Terekóv, borgarstjóra Karkív, voru
972 byggingar eyðilagðar og þar af 778 íbúðabyggingar. Það er ekki hægt
að semja neitt við þetta fólk. Eina sem hægt er að samþykkja er að þessi
villimannaþjóð Rússland verði afvopnuð og afnasistavædd. Þeir þurfa að
fara eftir samningum sem gerðir voru eftir seinni heimsstyrjöldina.
Smá hlé frá hörmungunum. Ég sá í dag á netinu að í dag er dagur brúðu-
leikara. Ég tengist þeim heimi sjálf og bý til brúður. 23. febrúar sl.voru
nokkrar af brúðunum mínum valdar til að vera á listasýningu samtaka
listamanna í Karkív. Ég kallaði brúðurnar mínar: „Par á sigurdans-
leiknum.“ Auðvitað var sýningin aldrei opnuð, en hún verður opnuð þegar
við höfum sigrað hryðjuverkaríkið Rússland.“
Lifði helförina Boris Romanchenko var drepinn af Rússum á föstudag.
„Og þeir kalla-
okkur nasista!“
Raddir frá Úkraínu Morgunblaðið og mbl.is birta dag-
bókarfærslur fólks í Úkraínu þar sem það lýsir dag-
legu lífi eftir innrás Rússa og hvernig líf þess hefur
breyst. Karín og eiginmaður hennar eru enn í Karkív.
Brúður Karine „Par á sigurdans-
leik“ voru valdar á listasýningu.
Dagur brúðuleikara smá ljós í myrkrinu