Morgunblaðið - 22.03.2022, Síða 8

Morgunblaðið - 22.03.2022, Síða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2022 Hrafnar Óðins tjáðu sig um borgarstjóra í Viðskipta- blaðinu í liðinni viku og sögðu þar að Dagur væri „alla jafna óhrædd- ur við að sitja undir flassi ljós- myndara við borða- klippingar og undirskrift samn- inga fyrir hönd borgarinnar. Nú styttist í borgarstjórnar- kosningar og Dag- ur hefur verið með pennann á lofti sem aldrei fyrr. Frá mánaðamótum hafa fjölmiðlum borist tilkynn- ingar um hvorki meira né minna en tíu viðburði og samninga sem Dagur hefur verið viðstaddur – og enn eru tvær vikur eftir af mars- mánuði.“ - - - Huginn og Muninn sögðu einn- ig: „Um tímamótasamninga hefur verið að ræða á ýmsum svið- um hjá Degi á borð við nýjan „tónlistarkjarna í Árbæ, „sam- ræmda sorphirðu á höfuðborgar- svæðinu“, „Betri borg fyrir börn í Reykjavík“, „djarft, hlýlegt og rómantískt“ Lækjartorg og „áframhaldandi samvinnu um sam- félagslegan viðskiptahraðal“ við Háskóla Íslands“. - - - Þá sögðu hrafnarnir að athygli vekti „að hinir oddvitarnir í meirihlutasamstarfinu, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Líf Magneudóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, hafa hvergi verið nefndar á nafn í til- kynningunum, enda fremur kall- aðar út þegar svara þarf fyrir erf- iðari mál og Dagur er sagður utan þjónustusvæðis“. - - - Eins og sést á þessari lýsingu hafa útsvarsgreiðendur í Reykjavík ástæðu til að fagna því að fjölmenn áróðurs- og kynning- ardeild borgarstjóra vinni vel fyr- ir kaupinu sínu. Dagur B. Eggertsson Vel heppnuð kynningarherferð STAKSTEINAR DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Þrjár litlar stúlkur settu upp leik- ritið Kattholt í íþróttahúsinu á Þórs- höfn á laugardaginn og allur ágóði átti að renna í Rauða krossinn til styrktar Úkraínu. Leikendur og hugmyndasmiðir voru þær Dögun Rós Steinarsdóttir og Helena Potrykus, sem eru átta ára, og hin sex ára gamla Aleks- andra Potrykus. Til aðstoðar og í miðasölu var sú fjórða, Írena Móey Þorsteinsdóttir. Stúlkurnar höfðu einnig samið við starfsmann íþrótta- hússins, Odd Skúlason, um að taka að sér hlutverk pabbans, Antons í Kattholti, og því góða boði gat hann ómögulega hafnað. Emil og Ída fóru á kostum og sungu hástöfum heilu söngvana um Emil og skammastrik hans og þeytt- ust um gólfið svo áhorfendur veltust um af hlátri. Þessar litlu stúlkur sýndu mikla hugkvæmni við leik- gerðina; þær sömdu handritið alfar- ið sjálfar og alla söngvana kunnu þær utan að. Rúmur mánuður er síðan þær ákváðu að setja upp leikritið, al- gjörlega að eigin frumkvæði, og þeim fannst íþróttahúsið kjörinn vettvangur. Þær voru alveg sjálf- bjarga með allt og með allt á hreinu en fengu svo foreldrana til að aug- lýsa viðburðinn á facebook en þær höfðu sjálfar gert fína auglýsingu. Bæði börn og fullorðnir drifu sig á sýninguna en ágóðinn varð rúmlega eitt hundrað þúsund krónur og hlakka litlu leikkonurnar til að fara í bankann og leggja inn peningana, til að hjálpa bágstöddum í Úkraínu. Krakkar settu upp Kattholt - Ágóðinn rennur til styrktar Úkraínu Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Uppselt Allir miðar á Kattholt seldust upp hjá miðasölukonunum. Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Norðurhluti miðbæjar Akureyrar mun innan tíðar taka breytingum. Byggingafélagið SS-Byggir keypti í lok síðasta árs húsið við Geislagötu 5 þar sem Arion banki var síðast til húsa og hyggst hækka það um tvær hæðir. Næsta hús norðan við, Borg- arbíó, hefur verið selt og hefur kaup- andinn, BB-Byggingar, áform um uppbyggingu á reitnum. Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur tekið jákvætt í erindi frá T. Ark arkitektum sem sent var inn fyrir hönd lóðarhafa en í erindinu er óskað eftir því að húsið verði allt að fimm hæðir og sú efsta inndregin. Eins kemur fram í erindinu að gert verði ráð fyrir íbúðum á annarri til fimmtu hæð hússins og að á jarðhæð verði verslun og þjónusta. Loks er óskað eftir heimild til að byggja sól- skála mót suðri fyrir verslun og þjónustu. Húsið við Geislagötu hefur staðið autt um tíma eða frá því Arion banki flutti starfsemi sína á Glerártorg. BB Byggingar hafa keypt næsta hús, Borgarbíó, og stefna að því að byggja upp á þeim reit verslunar- og þjónusturými sem og íbúðir. Fram hefur komið að ein hugmynd nýrra eigenda sé að rífa núverandi hús Borgarbíós og byggja nýtt í staðinn. Breytingar fram undan á Akureyri - Uppbygging áformuð í miðbænum Stækkun Til stendur að hækka hús- ið við Geislagötu 5 um tvær hæðir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.