Morgunblaðið - 22.03.2022, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2022
2022 SVEITARSTJÓRNAKOSNINGAR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sveitarfélagið Skagafjörður
Skagafjörður er eitt helsta landbúnaðar- og matvælaframleiðsluhérað landsins, en þar hefur mikill uppgangur
verið undanfarin ár. Því fylgja hins vegar ýmsir vaxtarverkir og það eru helstu viðfangsefnin í sveitarfélaginu.
DAGMÁL
Andrés Magnússon
Stefán E. Stefánsson
Í upphafi tíunda áratugarins blés ekki
byrlega fyrir atvinnulífinu í Skaga-
firði. Þessa minnist Magnús Svavars-
son vel en hann hefur í yfir fjörutíu ár
sinnt vöruflutningum á svæðinu.
Hann er í dag framkvæmdastjóri
Vörumiðlunar sem er umsvifamikið
fyrirtæki í Skagafirði og raunar vítt
og breitt um landið. Bendir hann á að
þá hafi atvinnuleysi verið töluvert og
að ýmis atvinnurekstur hafi hopað
vegna samfélagsbreytinga. Nú sé öld-
in önnur og allir sem vilji hafi vinnu
og húsnæði sé af skornum skammti á
svæðinu.
Meðvituð ákvörðun um
atvinnuuppbyggingu
Vörumiðlun er í eigu Kaupfélags
Skagfirðinga en Magnús bendir á að
þar á bæ hafi meðvituð ákvörðun ver-
ið tekin um að sækja fram í stað þess
að láta hluti drabbast niður. Sjávar-
útvegur hafi verið efldur og komið
hafi verið í veg fyrir að mjólkurfram-
leiðsla flyttist frá Sauðárkróki.
Undir þetta tekur Ásta Pálmadótt-
ir en hún er einn af eigendum Steypu-
stöðvar Skagafjarðar. Þau eru raunar
þrjú sem koma að rekstrinum, systk-
ini sem lengi hafa átt aðkomu að
rekstrinum en á undan þeim faðir
þeirra þriggja. Ásta hefur reyndar
fjölbreytta reynslu að baki, var sveit-
arstjóri í Skagafirði á árunum 2010 til
2018.
Magnús og Ásta segja að þótt upp-
byggingin hafi verið mikil þá eigi
samfélagið enn mikið inni og þau hafa
augljóslega mikla trú á framtíðar-
möguleikum Sveitarfélagsins Skaga-
fjarðar þar sem gengið verður til
kosninga líkt og í öðrum sveitar-
félögum landsins 14. maí.
Í áhugaverðu samtali við þau í
Kosninga-Dagmálum, sem nálgast
má á mbl.is og helstu hlaðvarps-
veitum, segja þau frá þessum tæki-
færum, hvernig framleiðsla hefur
orðið þungamiðja í atvinnulífi sam-
félagsins og hvernig enn megi finna
tækifæri til þess að bæta þetta ríflega
4.000 manna samfélag.
Byltingarkenndar breytingar
- Vörn hefur verið snúið í sókn í Skagafirði - Samfélag sem byggir á umfangsmikilli framleiðslu
- Næg störf í boði fyrir vinnufúsar hendur - Enn mikil tækifæri í uppbyggingu á komandi árum
Morgunblaðið/Brynjólfur Löve
Dagmál Magnús Svavarsson í Vörumiðlun og Ásta Björg Pálmadóttir í Steypustöðinni og fyrrverandi sveitarstjóri.
*Drægnimiðast við uppgefnar tölur framleiðanda samkvæmt nýjumWLTP staðli um drægni í raunvegulegum aðstæðum.
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
Bílasala Reykjaness
Reykjanesbæ
www.bilasalareykjaness.is
419 1881
RENAULT
EXPRESS
Fyrir kröfuharða
fagaðila
5ÁRAÁBYRGÐ
TILAFGREIÐSLUSTRAX!
www.renault.is
Renault Express
Dísil (5,1 l/100 km*), beinskiptur,
Verð: 3.056.451 kr. ánvsk.
Verð: 3.790.000 kr.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
0
1
0
1
2
1