Morgunblaðið - 22.03.2022, Síða 16

Morgunblaðið - 22.03.2022, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2022 Á dögunum vildi það til að rússneski sendiherrann í Reykjavík sendi frá sér mjög sérkenni- lega og furðulega yfirlýsingu. Þótti hann nokkuð orð- hvatur og barði í brestina yfir þeirri afar umdeildu ákvörð- un Pútíns forseta Rússlands að hefja innrás og þar með stríð gagnvart Úkraínu. Það sem haft var eftir honum var ekki sérlega nærgætið í garð þeirra sem málið varðar og lýsir ef til vill hve sumir menn eru fljótir á sér án þess að ígrunda nægjanlega áður en ákvörðun er tekin. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, margendurtekin mótmæli við sendiráð Rússa í Túngötu hafa átt sér stað. Krafist hefur verið opinberlega að íslensk stjórnvöld vísi honum úr landi. Það er ekki svo einfalt mál, við verðum að sýna erlendum sendimönnum til- hlýðilega virðingu meðan þeir eru ekki staðnir að alvarlegu afbroti. Nú eru erlendir sendimenn rétt eins og annað fólk en til þeirra eru gerðar meiri kröfur en til venjulegra starfsmanna þar sem þeim eru lagðar skyldur um að vera orðvarir og fullyrða ekki meira en tilefni er. Einn merkasti forveri núverandi sendiherra Rússlands var án efa Júrí A. Reshetov. Hann starfaði alllengi í rússneska sendiráðinu í Reykjavík eða á árunum 1958- 1962, 1964-1966 sem blaðafulltrúi og aftur sem sendiherra á árunum 1992-1998. Hann hafði einstaka hæfileika til að nema erlend tungumál og lagði á sig svo mikla fyrirhöfn við að nema íslenska tungu að hann var almæltur á þetta gamla tungumál. Reshetov lagði sig allan fram um að rækta sem best góð tengsl milli Íslands og Rússlands og var hvarvetna virtur vel í störfum sínum. Hann lést 2003, 67 ára að aldri, og þótti hann í störfum sínum öllum til mikillar fyrirmyndar, sjá https://timarit.is/ files/41883839 og https://timarit.is/ files/41897984 Núverandi sendi- herra Rússlands hefði mátt taka sér Reshe- tov til fyrirmyndar í störfum sínum. Úrlendisréttur Starf sendiherra, konsúla og annarra fulltrúa sem starfa í erlendu ríki er mjög vandasamt. Yfirleitt ráðast í slík störf velmenntaðir ákaflega var- kárir og orðvarir starfsmenn sem miklar kröfur eru gerðar til um að þeir gæti vel að virðingu sinni og séu þjóð sinni til sóma. Sendimaður erlends ríkis má aldrei aðhafast eitthvað sem gæti orðið honum og landi hans til vansa. Hann nýtur sérstakra rétt- inda sem nefnd eru úrlendisréttur. Það hugtak kom að öllum líkind- um fyrst fram í frönsku riti frá 1758, Lögmáli þjóðanna, Le droit des gens, eftir Emmerich de Vat- tel. Þau sjónarmið sem þar koma fram hafa síðan verið höfð í huga um réttindi og skyldur sendi- manna og eru lögfest í víðtækum alþjóðlegum samningi sem nefnd- ur er Vínarsamningurinn um stjórnmálasamband. Hann var samþykktur í Vínarborg 18. apríl 1961. Í sögunni eru mörg mismunandi dæmi um hvernig sendiherrar hafa brugðist við. Fyrsti sendi- herra nýstofnaðra BNA í París var Benjamin Franklin, vísinda- maðurinn alkunni. Þegar eldgosið mikla hófst austur í Skaftafells- sýslu um hvítasunnuna 1783 þá er það vísindamaðurinn sem fram- kvæmir áhugaverða rannsókn. Í Frakklandi varð vart við mikla móðu og sást ekki til sólar fyrr en hún var komin langt upp yfir sjón- deildarhring. Franklin komst að því að geislar sólarinnar náðu ekki í gegn um móðuna miklu fyrr en sólin var komin nálægt 19 gráðum yfir sjóndeildarhringinn. Næstu ár voru erfið Frökkum, einkum vegna uppskerubrests og hækk- andi álaga. Talið er að eldgosið á Íslandi hafi því átt þátt í að stjórnarbyltingin hófst í Frakk- landi 1789. Endurtekur sagan sig? Aðfaranótt 1. september 1939 og næsta dag reyndi breski sendi- herrann í Berlín margsinnis að ná tali af Hitler en án árangurs. Lögðu Bretar og Frakkar ofur- kapp á að fá Hitler til að draga hersveitir sínar til baka vestur yf- ir landamærin við Pólland. Bretar og Frakkar höfðu skuldbundið sig til að koma Pólverjum til hjálpar ef á þá yrði ráðist. Þrátt fyrir að vera vanbúnir til stríðs lýstu Bret- ar og Frakkar Þýskalandi stríð á hendur 3. september. Síðari heimsstyrjöldin var þar með hafin. Margt í aðdraganda innrásar Pút- íns í Úkraínu árla dags 24. febr- úar er líkt og 1. september 1939. Óskandi væri að allur hinn kristni heimur bæði fyrir Pútín, en hætt er við að það bæri vart nokkurn árangur enda virðist hann vera samviskulaus og ekki bera neinar venjulegar mannlegar tilfinningar. Öll heimsbyggðin stendur á öndinni yfir þeirri óvenjulegu grimmd sem hersveitir hans beita óbreytta borgara. Því miður verða oft þröngsýnir einræðisherrar fljótt siðspilltir og í skjóli auðs og valds telja þeir sér allt heimilt. Rússneski sendiherrann og stríðið Eftir Guðjón Jensson » Öll heimsbyggðin stendur á öndinni yfir þeirri óvenjulegu grimmd sem hersveitir hans beita óbreytta borgara. Því miður verða oft þröngsýnir einræðisherrar fljótt siðspilltir. Guðjón Jensson Höfundur er fv. bókasafnsstjóri, leiðsögumaður og eldri borgari í Mosfellsbæ. arnartangi43@gmail.com Nýlega tóku gildi lög sem fjalla um sérstaka styrki til veitingastaða og eru kallaðir veit- ingastyrkir. Lögin fela það í sér að rekstr- araðilum veitingastaða nægir að hafa orðið fyrir 20% tekjufalli í tilteknum mánuði í samanburði við sama mánuð árið 2019. Allir aðrir rekstraraðilar þurfa að hafa orðið fyrir 40% tekju- falli í tilteknum mánuði svo þeir fái styrkinn. Mér hefur frá byrjun skil- ist að aðgerðir stjórnvalda hafi haft það að leiðarljósi að bæta aðilum upp það rekstrartap sem þeir hafi orðið fyrir vegna beinna aðgerða stjórnvalda í veirufaraldri. Ef þeir hafi sannanlega orðið fyrir þessu tekjufalli vegna beinna aðgerða stjórnvalda, þá skipti ekki máli í hvaða grein þeir stundi viðskipti. Það er því með ólíkindum að ein grein sé nú tekin út og fái sérmeð- ferð. Mögulega er það vegna þess hve afgerandi hlutskipti veitinga- staða hefur verið. Hafa einfaldlega þurft að loka. En hvað með t.d. ýmsa aðila sem hafa það að lifi- brauði að skemmta á þessum stöðum? Áttu þeir allir að helga sig beinum útsendingum í sjónvarpi? Hvað með öll þau fyrirtæki þar sem reksturinn snýst um að selja öðrum fyr- irtækjum vörur og þjónustu? Áttu þau bara að hengja vörurn- ar á hurðarhúninn og senda svo reikninginn? Það var nefnilega ekkert fólk í fyr- irtækjunum af þeirri furðulegu ástæðu að fyrirtæki féllu undir skil- greininguna samkomur – og það var nánast samkomubann. Það má nefna ýmsa aðra aðila sem hafa þurft að horfast í augu við tekjufall vegna að- gerða stjórnvalda. Síendurtekið tekjufall í þessi rúmlega tvö farald- ursár – náð sér á strik milli aðgerða og svo verið keyrðir ítrekað í kaf þegar sést hefur til sólar. Hvernig í ósköpunum má það vera að ein grein – sem svo sann- arlega hefur fengið á kjaftinn – sé tekin út og aðrir megi bara bíta á jaxlinn? Það er nefnilega ekkert grín að verða fyrir umtalsverðu tekjufalli í eins langan tíma og raun hefur orðið. Tekjufall upp á 39% þessa fjóra mánuði sem nú eru undir kallar t.d. ekki á nein viðbrögð stjórnvalda þótt slíkt tekjufall eigi í raun að kafsigla hvaða fyrirtæki sem er. Voru ekki mætir stjórnmálamenn að kalla eftir því að leikurinn yrði kláraður, að allir leikmenn, en ekki bara sumir, fengju að klára leikinn en væru ekki reknir út af áður en honum væri lokið? Til hvers að fara með þennan mannskap í ítrekaðar framlengingar og klára svo ekki leikinn? Afspyrnuskrítnir viðspyrnustyrkir Eftir Hauk Magnússon »Hvernig í ósköpun- um má það vera að ein grein – sem svo sannarlega hefur fengið á kjaftinn – sé tekin út og aðrir megi bara bíta á jaxlinn? Haukur Magnússon Höfundur er framkvæmdastjóri og eigandi Ávaxtabílsins. haukur@avaxtabillinn.is Í Morgunblaðinu 15. mars er grein eft- ir séra Geir Waage þar sem hann fjallar um nauðsyn þess að gera raunhæfa frið- arsamninga við Rússa. Í greininni segir um samninga Reagans og Gorbat- sjovs: „Hann (Gorbat- sjov) samþykkti með- al annars sameiningu Þýzkalands gegn loforði um, að NATO færði sig ekki inn í fyrrverandi ríki Var- sjárbandalagsins.“ Þessa fullyrð- ingu er víða að finna, ekki síst í ræðum Pútíns sem hefur haldið þessu mjög á lofti og kallað fram- göngu vestrænna ríkja hreina sviksemi. Þessu til stuðnings vitn- ar Pútín í orð fyrrverandi utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, James Bakers, sem sagt hafi við Gorbat- sjov: „NATO mun ekki hreyfa sig einn þumlung lengra til austurs.“ Þetta hljómar skýrt og ákveðið, en ekki er allt sem sýnist. Fréttaveit- an www.aol.com birti nýlega grein undir fyrirsögninni „Hverju var lofað?“. Þar segir að staðfestingu á ummælum Bakers sé ekki að finna í skriflegum samningi Reag- ans og Gorbatsjovs. Þegar Gorbat- sjov var spurður, í viðtali við fréttastofuna RIA Novosti árið 2014, hvers vegna þessi umsögn Bakers hefði ekki verið skjalfest, hefði hann sagt að ummæli Bakers hefðu verið slitin úr samhengi. Stækkun NATO hefði ekki verið rædd á fundi þeirra Reagans. Um- ræðan hefði snúist um það að vopnabúnaður NATO yrði ekki færður til austurs og hermenn bandalagsins yrðu ekki staðsettir í Austur-Þýskalandi eftir sameiningu þýsku ríkjanna. Um- mæli Bakers hefðu átt við þetta atriði. Gor- batsjov sagði: „Samn- ingurinn um end- anlegt fyrirkomulag í Þýskalandi kvað svo á, að engin ný hern- aðarmannvirki yrðu reist í austurhluta landsins, hermönnum ekki fjölgað þar og engum gjöreyðingarvopn- um komið þar fyrir. Þessum samn- ingi hafa menn hlítt í öll þessi ár.“ Þótt Gorbatsjov segði í viðtalinu að hann væri ósáttur við síðari þróun mála og fjölgun NATO-ríkja væri ekki um samningsbrot eða svik að ræða. Fullyrðingar Pútíns um hið gagnstæða fá því ekki staðist. Eins og Anthony Blinken, núverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði nýverið var það höfuðatriði í stofnsáttmála NATO frá 1949 að bandalagið skyldi hafa opnar dyr. NATO hefði aldrei gefið loforð um að neita nýj- um aðilum um inngöngu. Slíkt væri útilokað. Hverju var lofað? Eftir Þorstein Sæmundsson » Það er ekki rétt að Rússum hafi verið lofað að fyrrverandi ríki Varsjárbandalagsins fengju ekki inngöngu í NATO. Þorsteinn Sæmundsson Höfundur er stjörnufræðingur. halo@hi.is Augu flestra beinist nú að ástandi mála í Úkraínu. Dragist stríðsástand þar á langinn má búast við auknum hörmungum og þjáningum fólksins sem þar býr. Ein- hvern tíma hlýtur þetta stríð, eins og öll önnur stríðsátök, að taka enda. Stríðslok hljóta að verða með samningum og vænleg- ast til árangurs er að þeim málum stýri fólk með yfirburðaþekkingu á sögunni – bakgrunni átakanna og geti skoðað málin frá sjónarhóli allra. (Þó er það svo að ég tel að engin þjóð eigi rétt á því að ráðast inn í önnur lönd.) Á síðustu árþúsundum hafa ver- ið uppi menn sem höfðu skarpari yfirsýn og meira innsæi en allur þorri manna. Slíkir menn eru til á okkar tímum, sennilega í flestum löndum og við Íslendingar eigum nú marga slíka. Af öllum þeim mörgu sem ég gæti nafngreint, þá vil ég nefna fjóra, sem vegna þekkingar sinnar og víðáttusýnar ættu að stjórna – allavega að koma að – samningum Rússa og Úkraínumanna, um varanlega lausn á því ástandi sem þar er nú. Þessir menn eru: Albert Jónsson, Baldur Þórhallsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Valur Ingimund- arson. Þótt þessir menn hafi „víða komið við“ þá er þekking þeirra og réttsýni slík, að átakaaðilar ættu að bera gæfu til þess að sam- þykkja aðkomu þeirra sem tilraun til lausnar á því skelfilega ástandi sem þar er nú. Ég bið þessa fjóra menn um að ræða saman – ég biðla til þeirra áhrifamanna sem raunverulega vilja frið og farsæld þjóða og einstaklinga, að leita leiða til að koma þessum mönn- um að fyrrnefndum samningamálum. Hins vegar má öllum vera ljós ástæða þess að þeir yrðu aldrei samþykktir af öðr- um aðilanum, ef þeir ættu að fara fram á vegum íslenskra stjórn- valda, þ.m.t. núverandi forseta Ís- lands. Þeir yrðu að ganga til verks á eigin vegum eða á vegum al- þjóðlegra og viðurkenndra frið- arsamtaka. Mörgum mun finnast orð þess- arar greinar fáránleg og fráleit. Við megum hins vegar aldrei úti- loka neitt fyrirfram og að óreyndu. Allt rétthugsandi fólk hlýtur að vona að núverandi ástandi í Úkra- ínu ljúki, en það gerist varla öðru vísi en með samningsniðurstöðu. Því fyrr, því betra, ef við höfum velferð fólks í huga. Úkraínustríðið – ákall til fjögurra Íslendinga Eftir Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún » Þeir yrðu að ganga til verks á eigin veg- um eða á vegum al- þjóðlegra og viður- kenndra friðarsamtaka. Gunnar Guðmundsson Höfundur er fræðimaður og bókahöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.