Morgunblaðið - 22.03.2022, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2022
en alltaf varstu handviss um að
maður hefði ekkert borðað og
hvattir mann til að fá sér meira.
Þú varst með fallega rödd og
sönglaðir gömul revíulög á meðan
þú lagaðir matinn. Mér þótti
röddin þín líka mjög svæfandi en
oft lastu fyrir mig bækur í gegn-
um símann á kvöldin og lagðir
ekki á fyrr en ég var komin í
draumalandið. En við heyrðumst
næstum daglega um daginn og
veginn, svo leiðbeindirðu mér
ungri um hvernig ætti að baka
draumatertu, bóndakökur, djöfla-
tertu og lengi gæti ég talið. Þú
varst alltaf lekker, hárið nýlagað,
neglurnar lakkaðar, húðin silki-
mjúk og nýstraujuð föt. Ég
gleymi því aldrei hvað það var
spennandi að skoða skartgripina
þína, skóna og alla fínu munina.
Allt var fínt í kringum þig og hvað
þá kristallarnir í glugganum.
Elsku amma mín, ég get rifjað
upp endalaust af dýrmætum
minningum. Þú varst engin
venjuleg kona. Þú varst svo kraft-
mikil, hlý og falleg. Þú kenndir
mér svo óteljandi margt og ég
óska þess að ég verði jafn góð
amma og þú. Eins og við sögðum
alltaf: Guð geymi.
Bjarney María Bjarnadóttir.
Elsku amma Dúna. Nú kveðj-
um við þig, sem snertir hjörtu svo
margra og margir munu sakna.
Amma var mikil félagsvera,
elskaði að segja sögur og spjalla
og hafði mikinn áhuga á fólki.
Dýrmætar þóttu mér frásagnir
hennar frá uppvaxtarárunum á
Holtinu við svo ólík skilyrði því
sem við búum við í dag, en amma
var alin upp á Grímsstaðaholtinu
þegar þar voru ennþá smábænd-
ur með túnskika og útróður og
fiskverkun í hjöllunum við Ægi-
síðuna. Í húsinu sem Eyjólfur
langafi byggði við Smyrilsveg 28
bjó amma með foreldrum sínum
og stórum systkinahópi, með kýr
og hænur í garðinum. Eftir bú-
skapartíð sína í Þristinum við
Eiði á Seltjarnarnesi og svo á
Dunhaganum keyptu amma og
afi síðan æskuheimili ömmu við
Smyrilsveginn og bjuggu þar til
ársins 1989.
Það var fastur liður í gegnum
tíðina að fara í sunnudagskaffi til
ömmu og afa, fyrst á Smyrilsveg-
inn og síðar á Aflagrandann. Þar
voru á borðum hnallþórur og kök-
ur sem amma bakaði og fjall af
pönnukökum sem hún steikti á
tveimur pönnukökupönnum í
einu. Allt þar til afi fluttist inn á
Grund en þá fór amma til hans og
sat hjá honum upp á hvern ein-
asta dag í tæp þrjú ár þar til afi
kvaddi.
Amma hafði mikinn húmor og
var síung í anda. Mér er minn-
isstætt þegar við Vésteinn fórum
að heimsækja hana síðasta vor til
þess að segja henni að við ættum
von á öðru barni um haustið. Þá
mættum við ömmu í anddyrinu á
Grund, skælbrosandi að grínast
við starfsfólkið þar sem hún var
nýkomin til baka frá því að kaupa
sér bland í poka og íspinna í Kjöt-
borg uppi á horni, þá 95 ára göm-
ul.
Kristín dóttir mín hafði gaman
af því að heimsækja ömmu Dúnu
á Grund, sækja vatn með klaka
fyrir hana og fá að keyra jeppann
hennar eins og amma kallaði
göngugrindina sína. Eins og
gengur voru heimsóknirnar ekki
margar síðastliðin tvö ár á tímum
heimsfaraldurs. Vegna þess er ég
þakklát fyrir að hafa náð dýr-
mætri stund með ömmu nokkrum
dögum áður en hún kvaddi og
sýna henni nýjasta fjölskyldu-
meðliminn. Amma var orðin rúm-
liggjandi og bersýnilega veik-
burða en það eina sem hún
hugsaði um var að hafa ofan af
fyrir og skemmta dætrum mín-
um.
Ég horfi á Smyrilsveg 28 út
um stofugluggann heima og
hugsa til ömmu. Mikið vildi ég fá
að heyra hana segja fleiri sögur
frá sinni löngu ævi. Stök æsku-
minning kemur upp í hugann frá
sólardegi í garðinum við Smyr-
ilsveginn, um rifsberjarunna,
kofann og róluna þar sem í minn-
ingunni var hægt að róla svo hátt
að tærnar snertu himininn.
Pönnukökur með sykri, kjöt-
hringur og kapall. „Einkall úti að
slá“ og „Þessi datt í sjóinn“.
Hvíl í friði elsku amma. Guð
geymi, eins og þú sagðir alltaf við
okkur.
Guðrún Meyvantsdóttir.
„Hún Dúna frænka var að
kveðja.“
Þessi boð fengum við í síðustu
viku, ekki kannski hægt að segja
þau óvænt, því Dúna náði hæsta
aldri tíu systkina, varð 96 ára á
síðasta ári. Hún stóð keik af sér
erfiðleika og mótbyr í lífinu og
hélt alla tíð baráttugleði og góða
skapinu, og þrátt fyrir að hafa
haft nóg að takast á við sjálf var
hún ávallt reiðubúin að styðja
aðra sem bágt áttu.
Endalaust var gaman að heyra
hana segja frá æskuárum á Holt-
inu (Grímsstaðaholt), uppátækj-
um og prakkarastrikum, og svo
líka sáru augnablikunum. Hún
hélt alla ævi uppi fjörinu í kring-
um sig, frá bernsku til síðustu ár-
anna, jafnvel á Grund skemmti
hún jafnt íbúum sem starfsfólki.
Mjög kært var á milli foreldra
okkar og hennar frænku okkar
og fengum við sannarlega að
njóta þess á margan hátt, m.a. á
afmælisdögum okkar mátti telja
nokkuð víst að fyrsta símtal þess
morguns yrði frá Dúnu þar sem
hún var að óska okkur til ham-
ingju með daginn og síðan var
spurt um hagi okkar og rifjaðir
upp gamlir tímar.
Það er með miklu þakklæti
sem við kveðjum hana Dúnu
frænku okkar og sendum börn-
um hennar og öðrum aðstand-
endum innilegar samúðarkveðj-
ur.
Systkinin í Grundargerði 6,
Helena Ásdís Brynjólfs-
dóttir, Ólafur Brynjólfsson,
Eyjólfur Brynjólfsson,
Kristín Brynjólfsdóttir,
Sverrir Brynjólfsson og
Dagný Brynjólfsdóttir.
Elsku Dúna mín, góða ferð í
sumarlandið, ég veit að þar bíður
Tóti þinn eftir þér, tekur þig í
fangið og leiðir þig til þeirra sem
farin eru á undan. Víst er að
söngheftin verða tekin upp, gít-
arinn og nikkan ekki langt undan
og fallega söngröddin þín mun
hljóma. Dúna hefur verið samofin
mínu lífi frá fæðingu sem telur nú
rúm 70 ár. Á Eiði 2 við Nesveg
áttum við heima í húsi sem oftast
var kallað þristurinn af því að í
því voru þrjár íbúðir, raðhús,
hvert um sig var 36 fermetrar.
Þarna bjargaði eflaust miklu að
við krakkarnir vorum mikið úti
enda nóg við að vera, fjaran
heillandi og á þessum árum var
ekki búið að byggja svo mikið á
Nesinu. Dúna og mamma mín
voru mágkonur en þær voru líka
bestu vinkonur, gerðu allt saman,
bökuðu saman fyrir jól og páska,
tóku slátur og fóru saman í
Þvottalaugarnar í Laugardaln-
um, þar sem þær urðu óvænt
kvikmyndastjörnur hjá þýskum
fréttamönnum. Ekki vitum við
hvernig þeir skildu þær eða þær
þá, en alla vega fengu þær sendar
ljósmyndir frá þessum atburði.
Dúna rak lengi bókabúð fyrst á
Dunhaga 23 og seinna á Víðimel.
Öllum fannst gaman að koma í
búðina til hennar. Hún hafði létta
lund, var alltaf brosandi, hafði
gaman af að ræða við fólk og oft
miðlaði hún fróðleik. Við hjónin
áttum því láni að fagna að eyða
stundum með Dúnu í gegnum tíð-
ina. Eftir að hún flutti á Grund
fórum við Hafþór einu sinni í viku
til hennar. Ég setti þá gjarnan
rúllur í Dúnu og greiddi henni,
Hafþór og Dúna sáu um sögu-
stundir. Þannig græddum við öll
þrjú, við ræddum um allt milli
himins og jarðar. Hún sagði okk-
ur frá uppvaxtarárum sínum og
þar kom vel í ljós sá kærleikur og
ást sem hún bar til foreldra sinna
og systkina. Dúna talaði mikið um
það ríkidæmi sem hún átti í börn-
um sínum og afkomendum öllum.
Hún talaði oft um hvað börnin og
tengdabörnin glöddu hana á 95
ára afmælinu í miðju covid og
engar heimsóknir leyfðar á
Grund. Þau söfnuðu saman af-
komendum og nánum vinum,
fengu Gissur Pál á staðinn og
hann söng fyrir hana þar sem hún
sat inni í garðskálanum. Dúna gat
umgengist alla, aldur skipti ekki
máli. Það sást á Grund hvað unga
fólkið sem þar starfaði sótti í að
koma í herbergið hennar bara til
að tala um allt og ekkert, þessar
heimsóknir glöddu hana. Dúna
söng með kórnum á Grund meðan
heilsa leyfði. Hún tók þátt í tísku-
sýningum á Grund, glæsileg var
hún þar, það sáum við í sjónvarps-
fréttum um kvöldið. Lífið fór ekki
alltaf mjúkum höndum um Dúnu.
Þegar það var rætt sagði hún:
„Það er ekki alltaf til rjómi út á
grautinn og enginn græðir á því
að vera reiður.“ Þetta er svo
sannarlega rétt hjá henni, við eig-
um frekar að sá perlum kærleik-
ans. Ef Daddi minn hefði lifað
hefði hann skrifað grein um um
þig og hún hefði eflaust verið
betri, en þessi verður að duga.
Elsku Dúna mín, takk fyrir allt.
Farðu í friði, friður Guðs þig
blessi. Elsku Binni, Gunnar, El-
ísabet, Meyvant, Bjarni Þór og
fjölskyldur. Samúðarkveðjur til
ykkar, blessun Guðs fylgi ykkur.
Lilja Hjördís.
Þau stóðu oftast nær vaktina í
Bókabúð Vesturbæjar, fyrst á
Dunhaganum en síðan hér á Víði-
melnum, Guðrún og Þórólfur.
Oftast nær var það þó Guðrún
ein, sem maður hitti fyrir, ef mað-
ur þurfti að fara í bókabúðina til
að kaupa dönsk blöð, bækur,
stílabækur eða annað, sem til
þurfti. Allt fékkst þar, enda var
það fátt af ritföngum, bókum og
blöðum, sem maður gat ekki
fundið þar, fyrir utan ýmiss konar
gjafavörur. Guðrún sá um það, og
að maður þyrfti ekki að fara
lengra til að kaupa það, sem mann
vanhagaði um.
Við Guðrún töluðum alltaf eitt-
hvað saman, þegar ég kom í búð-
ina og lítið var að gera, enda var
hún ræðin og vildi kynnast við-
skiptavinunum. Það var auðfund-
ið. Það var líka gaman að tala við
hana, því að hún var býsna fróð
um menn og málefni. Kaupkona
góð að auki. Það var því alltaf
ánægjuefni að koma í búðina til
hennar, enda fékk maður þar
jafnan góðar móttökur. Við urð-
um líka góðar kunningjakonur
með tímanum.
Það var líka mikil eftirsjá að
henni, þegar hún hætti kaup-
mennskunni vegna aldurs. Við
hittumst þó alltaf við og við í
Melabúðinni, enda bjó hún alltaf
hérna í Vesturbænum, og því var
von á, að maður gæti rekist á
hana á förnum vegi. Og þá var
spjallað, áður en hvor hélt sína
leið. Hin seinni árin hitti ég hana
ekki oft, en frétti stundum af
henni. Og nú skiljast leiðir að
sinni.
Þegar ég nú kveð hana hinstu
kveðju, þá þakka ég henni fyrst
og fremst fyrir góða viðkynningu
og kunningsskap gegnum árin og
bið henni allrar blessunar Guðs,
þar sem hún er nú. Hafi hún kæra
þökk fyrir allt og allt. Aðstand-
endum öllum votta ég innilega
samúð.
Blessuð sé minning Guðrúnar
Eyjólfsdóttur.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir.
HINSTA KVEÐJA
Elsku Dúna.
Ég kveð þig með virð-
ingu, trausti og trú.
Hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Hinsta kveðja,
Guðrún Birgisdóttir. ✝
Anna Dóra
Steingríms-
dóttir fæddist á
Djúpavogi 24. maí
1951. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 3.
mars 2022 eftir
erfið veikindi.
Foreldrar henn-
ar voru Stein-
grímur Karlsson,
f. 7.6. 1910, d. 5.5.
1967, og Þórhalla Björns-
dóttir, f. 18.6. 1917, d. 9.8.
1999.
Systkini Önnu Dóru eru:
Ester Guðlaug Karlsdóttir, f.
Anna Dóra giftist Guðjóni
Ómari Haukssyni 1968 og
slitu þau samvistir eftir 18
ára hjónaband. Börn þeirra
eru: 1) Sigurður Haukur, f.
2.8. 1968, maki Svava Rós Al-
freðsdóttir. Börn þeirra eru:
Írena Dröfn, Alfreð Breki og
Thelma Rán. 2) Kolbrún, f.
16.11. 1970, maki Brynjar
Steinarsson. Börn þeirra eru:
Jón Steinar, Ástrós og Eyþór
Ingi. 3) Árni Þór, f. 12.7.
1972. 4) Guðjón Ómar, f. 27.6.
1983, sambýliskona Malin
Anitdatter Karlstad. Börn
þeirra eru: Haukur og Anna
Dís.
Anna Dóra giftist núlifandi
maka, Magnúsi Ingvarssyni,
hinn 30. desember 1995. Þau
áttu ekki börn saman.
Anna Dóra verður jarð-
sungin frá Keflavíkurkirkju í
dag, 22. mars 2022, kl. 13.
6.10. 1939. Ant-
onía Björg Stein-
grímsdóttir, f.
15.7. 1941. Karl
Egill Steingríms-
son, f. 21.9. 1942.
Árni Björn Stein-
grímsson, f. 1.9.
1943. Laufey Jó-
hanna Steingríms-
dóttir, f. 8.2. 1946.
Sigurður Emil
Steingrímsson, f.
11.9. 1952, d. 19.10. 2000.
Kjartan Steingrímsson, f. 7.9.
1957. Sigurrós Margrét Stein-
grímsdóttir, f. 5.10. 1956, d.
9.2. 2020.
Elsku Anna Dóra. Það er með
mikilli sorg að ég kveð þig í
hinsta sinn. Þú varst ekki bara
stjúpmóðir mín, þú varst líka
góður vinur sem ég gat alltaf
leitað til ef eitthvað bjátaði á, þú
varst ófeimin við að vera hrein-
skilin og sagðir ávallt þína mein-
ingu óhikað. Þú varst líka orð-
heppin og hafðir einstakt lag við
að orða hlutina skemmtilega og
með góðri skvettu af húmor og
hlátri sem var alltaf handan
hornsins.
Það var líka gaman að koma í
heimsókn. Það var ávallt tekið
vel á móti manni, spjallað, hleg-
ið, spilað, teiknað, föndrað eða
bara kjaftað saman. Þú hafðir
ótakmarkaða gleði af því að fá
barnabörnin i heimsókn, lékst
og talaðir við þau og gafst þeim
ávallt tíma.
Elsku Anna Dóra. Þú átt skil-
ið að fá hvíld og ró eftir hetju-
lega baráttu við harðan og
grimman andstæðing.
Megi guð varðveita þig.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Ingvar.
Elsku besta Anna Dóra mín.
Í dag kveð ég þig með sorg í
hjarta. Mér finnst það svo sárt
að vita til þess að þú sért ekki
lengur hér hjá okkur, að geta
ekki hringt í þig og spjallað
endalaust eins og við vorum
vanar eða hist þegar við eða þið
komuð í heimsókn til Íslands
eða til okkar í Noregi.
Ég man svo vel eftir okkar
fyrstu kynnum þegar ég kynnt-
ist Ingvari og þú tókst mig á
eintal og sagðir að það væri nú
þér að mæta ef ég færi illa með
hann. Þú varst alltaf svo hrein-
skilin og sagðir hlutina eins og
þeir voru.
Ég lét nú ekki hræðast og
með árunum náðum við svo
ótrúlega vel saman og urðum
góðar vinkonur og þú tókst á
móti mér opnum örmum inn í
fjölskylduna.
Það er svo ótrúlega margs að
minnast. Ferðirnar sem við fór-
um saman í, Spánardjammið
okkar ógleymanlega, Harry-
túrarnir okkar yfir til Svíþjóðar
og allt annað skemmtilega sem
við fundum upp á saman.
Fjölskyldan var þér þó allt
og þú varst mjög dugleg að
bjóða í mat og halda fjölskyldu-
boð. Alltaf var dýrindismatur á
boðstólum og svo vel hugsað
um okkur.
Þegar ömmubörnin voru
yngri þá spilaðir þú íslensk
jólalög í jólaboðunum og settir
allt í botn og þú tjúttaðir á fullu
með börnunum og söngst há-
stöfum. Enda elskuðu þau þig
svo heitt og fannst alltaf gaman
að vera með ömmu sinni.
Það var alltaf gott að vera í
návist þinni, góðsemi þín og
hlýhugur þinn geislaði af þér.
Alltaf var stutt í djókið og hlát-
urinn.
Þú varst einstök og með
hjarta úr gulli, falleg að innan
sem utan.
Mikið er ég þakklát fyrir
síðasta daginn okkar saman
þar sem ég lá við hliðina á þér í
rúminu og við kjöftuðum um
allt á milli heima og geima.
Þó svo að þú værir orðin
þetta veik þá varstu alltaf til í
smá kjaftastuð. Ég dáist að þér
hversu hetjulega þú barðist við
þennan illvíga sjúkdóm fram
að síðustu stundu.
Þú ert hetjan mín.
Takk fyrir allt elsku tengdó.
Minninguna um þig mun ég
ávallt geyma í hjarta mér.
Elska þig endalaust.
Þótt sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý.
Því burt varst þú kölluð á ör-
skammri stundu,
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins
göfuga og góða,
svo gestrisin, einlæg og hlý.
En örlög þín ráðin - mig setur
hljóða,
við hittumst ei framar á ný.
Megi algóður Guð þína sálu
nú geyma,
gæta að sorgmæddum, græða
djúp sár.
Þó komin sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
Þín að eilífu,
Sigga.
Sigríður Katrín
Sigurðardóttir.
Anna Dóra
Steingrímsdóttir
Kær frænka hef-
ur gengið sinn veg
og kannar nú Sum-
arlandið. Kynni okk-
ar hófust er ég var 5-6 ára. Mér
fannst hún stórkostleg frænka,
bæði í sjón og raun, að auki var
hún kölluð Dídí sem hljómaði
mjög vel í mínum eyrum. Ég vissi
að afi átti börn og barnabörn sem
bjuggu fyrir vestan en þetta fólk
var mér fjarlægt því ég þekkti
engan. Skyndilega birtist Dídí og
minn heimur þandist út. Fjöl-
skyldan var búsett á Reykhólum
en föðurfólk hennar bjó í Stafni í
Reykjadal. Þar var margbýli og
stór frændgarður sem eflaust hef-
ur ráðið því að hún valdi nám við
Laugaskóla. Á ferðum sínum að
og frá Laugum gafst tækifæri á að
heimsækja afa í Villingadal. Með
komu sendiherrans frá Reykhól-
Kristín Ingibjörg
Tómasdóttir
✝
Kristín Ingi-
björg Tóm-
asdóttir fæddist 4.
maí 1932. Hún lést
24. desember 2021.
Útför hennar var
gerð 8. janúar
2022.
um færðist sá ætt-
bogi afa talsvert
nær. Í mínum huga
hefur hún frá
fyrstu kynnum ver-
ið tengiliður milli
þessara skyld-
menna. Mér er enn
í minni er hún
renndi sér á reip-
taglinu niður í súr-
heysgryfjuna til að
heilsa pabba, hon-
um að óvörum. Honum varð loks
að orði. „Ertu ekki sár í lófun-
um?“.
Áratugir liðu uns Hjörvar
föðurbróðir minn vakti máls á
göngu á slóðir forfeðranna í
Djúpadal í Blönduhlíð. Dídí var
boðin þátttaka, sem hún þáði.
Sigfríður dóttir Hjörvars var þá
búsett í Hjaltadal þar sem hefja
átti förina. Gengið var upp úr
Hvammsdal, yfir fjallið, niður
Kattárdal í Heimdal og endað í
Djúpadal, ættaróðali Djúpa-
dalsættarinnar í nær 400 ár.
Upp Hvammsdalinn var á bratt-
ann að sækja. Ekki hægði Dídí
gönguna nema síður væri. Þeg-
ar fundum hennar og Hjörvars
bar næst saman mælti hann til
frænku sinnar:
Upp úr sveit nú flokkur fer
fremur heit er sólin.
Fjallageit á undan er
yfir Streitishólinn.
Í Djúpadal biðu höfðinglegar
móttökur hjá okkar ágæta frænd-
fólki. Þetta var minnisstæður dag-
ur og var því ákveðin önnur ferð á
sömu slóðir.
Að ári var búist til ferðar á ný.
Gangan hófst við Valagilsá, gengið
upp með ánni, um Kleifar og Fyls-
mýrar og um fjöllin niður í Djúpa-
dal, sömu leið og Mera-Eiríkur
rak stóð sitt til sumarbeitar á
Fylsmýrar forðum daga. Enn átt-
um við eftir að ganga að Hraunþú-
fuklaustri í Vesturdal og að Klóni í
Hrollleifsdal, fæðingarstað Krist-
ínar ömmu Dídíar. Alltaf var jafn-
gaman að vera með Dídí, aðstæð-
urnar skiptu ekki máli. Á þessu
fjallaflakki okkar var Máni jafnan
til taks, bæði árdegis og síðdegis,
ók liðinu þangað sem för hófst og
sótti það síðan á áfangastað.
Dídí valdi ljósmóðurstarfið.
Hún bar ætíð umhyggju fyrir
náunga sínum, hlúði að sál og lík-
ama. Að leiðarlokum þakka ég
minni ágætu frænku allar sam-
verustundirnar. Við Villingadals-
systkini vottum Mána, niðjum
Steinunnar frænku og vanda-
mönnum samúð okkar.
Ingibjörg Jónsdóttir.