Morgunblaðið - 22.03.2022, Page 24

Morgunblaðið - 22.03.2022, Page 24
Reykjavík Þórir Rúnar fæddist 16. nóvember kl. 13.49 á Landspítalanum í Reykjavík. Hann vó 3.452 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Stefanía Ósk Þórisdóttir og Auðunn Rúnar Gissurarson. Nýr borgari 24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2022 30 ÁRA Stefanía er Reykvíkingur og hefur alltaf búið í Árbænum. Hún er kennari í Selásskóla og fimleikaþjálfari hjá Fylki. Hún spil- aði fótbolta með meistaraflokki Fylkis og Hauka. Áhugamálin eru íþróttir, bakstur, fjölskyldan, vinir og ferðalög. FJÖLSKYLDA Stefanía er í sam- búð með Auðuni Rúnari Gissurar- syni, f. 1991, lyfjafræðingi hjá Vi- stor. Sonur þeirra er Þórir Rúnar, f. 2021. Foreldrar Stefaníu eru Þórir Sigfússon, f. 1959, vinnur hjá VÍS, og Margrét Gunnarsdóttir, f. 1963, lærður þjónn, rak prent- smiðju í mörg ár en starfar í dag í prentsmiðjunni Litróf. Þau eru bú- sett í Reykjavík. Stefanía Ósk Þórisdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Sannan vinskap má ekki hafa í flimt- ingum. Hafðu það að leiðarljósi og trúðu því að þú sért ábyrgur fyrir eigin lífi. 20. apríl - 20. maí + Naut Kýldu á verkefni sem þú hefur beðið með þótt ekki sé víst að allt gangi upp. Þitt innra stýrikerfi beinir þér í átt að snilldar- lausnum. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þetta er dagurinn til þess að láta ljós sitt skína. Félagslífið stendur með mikl- um blóma um þessar mundir. Njóttu þess. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Það er alveg sama hverju þú vilt halda fram, hlutirnir gerast ekki að ástæðu- lausu. Gættu þess að vanda framkomu þína í orði og á borði. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Það er engu líkara en að samstarfs- menn þínir vilji halda þér utan við ákveðið verkefni. Farðu varlega í að samþykkja nokk- uð. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Leggðu þig fram um að njóta dagsins með góðu fólki. Áður en þú einangrast alveg skaltu eyða tíma þínum í að finna út það sem þú átt sameiginlegt með öðrum. 23. sept. - 22. okt. k Vog Enginn getur unnið hvíldarlaust án þess að tapa áttum og týna lífssýn sinni. Láttu aðra ekki slá þig út af laginu. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú ert með mörg járn í eldinum og mátt halda vel á spöðunum til þess að koma öllu í höfn. Ef þú helgar þig göfugum málstað tekst þér það sem þú ætlar þér. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þótt gott sé að hafa reglurnar á hreinu, verður þú líka að geta gripið til sér- stakra ráðstafana, þegar óvæntir atburðir verða. Fólk tekur eftir þér, hver sem ástæð- an er. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Allt það sem þú gerir til að bæta heilsu þína í dag mun skila góðum árangri. Reyndu að taka því rólega í dag og sýndu öðrum þolinmæði. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú verður að geta þagað yfir leyndarmáli, ef þú vilt halda vináttu gamals félaga. Kannski fær hann óvæntar fréttir sem slá hann út af laginu. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Næstu vikur verða fullar af alls kyns skemmtilegri afþreyingu. Reyndu að um- bera erfitt fólk þótt það geti verið þreytandi á stundum. stjóri Háaleitisskóla í Reykjanesbæ. Friðþjófur var bæjarfulltrúi í Hafnarfirði frá 2018 en hætti um ára- mótin þegar hann flutti í Reykja- nesbæ. „Í tæp 17 ár starfaði ég með Samfylkingunni en söðlaði um nú í vor og tek nú þátt sem frambjóðandi í undirbúningi kosningabaráttu með Framsókn hér í Reykjanesbæ. Sumir myndu segja að hver vegur að heim- an sé vegurinn heim. En ég starfaði með Framsóknarflokknum hér á ár- um áður sem ungur maður og var m.a. ritari ungra framsóknarmanna í 2003 er hann var ráðinn til starfa við Hjallaskóla, fyrst sem deildarstjóri elsta stigs en frá því í október 2003 sem aðstoðarskólastjóri. Skólaárið 2008-09 starfaði hann sem skólastjóri Hjallaskóla og í október 2009 tók hann við stöðu skólastjóra Smára- skóla. Því starfi sinnti hann til loka árs 2018 er hann gerði hlé á störfum sínum til að ljúka meistaranáminu. Skólaárið 2019-2020 gegndi hann starfi deildarstjóra unglingadeildar í Hraunvallaskóla. Frá því haustið 2020 hefur hann starfað sem skóla- F riðþjófur Helgi Karlsson fæddist 22. mars 1972 í Reykjavík en flutti nokkurra mánaða gam- all með foreldrum sín- um norður á Blönduós þar sem faðir hans hafði verið ráðinn sýslumanns- fulltrúi, en hann er þaðan. Þar bjó Friðþjófur til fimm ára aldurs er fjöl- skyldan flutti til Reykjavíkur. „Við fluttum í Breiðholtið, bjugg- um efst í Fellahverfinu alveg upp við Rjúpnahæðina sem var m.a. leik- völlur okkar krakkanna ásamt Ell- iðaárdalnum. Ekki amalegir leik- vellir. Á þessum tíma er Breiðholtið að byggjast upp og voru mörg börn í hverfinu. Oft var verið langt fram eft- ir sumarkvöldum í alls konar leikjum og ekki síst fótbolta. Ætli megi ekki segja að maður hafi allt að því sofið með boltann í fanginu. Ég byrjaði að sparka með Leikni en fljótlega lá leiðin í Val þar sem ég æfði og spilaði upp í 2. flokk. Og mað- ur tók yfirleitt alltaf strætó ofan úr Breiðholti og niður á Hlíðarenda og þótti ekkert tiltökumál þótt ungur væri. Ég segi það stundum að það hafi verið mikil gæfa að alast upp í Breiðholtinu í allri þeirri fjölbreyttu mannlífsflóru sem þar bjó. Mótaði það m.a. mínar stjórnmálaskoðanir en ég er mjög upptekinn af því að öll börn fái jöfn tækifæri m.a. til náms og þroska og ekki síst til lífs almennt.“ Friðþjófur gekk í Fellaskóla og síð- ar Seljaskóla. Eftir útskrift úr grunn- skóla lá leiðin í Menntaskólann við Sund þaðan sem hann útskrifaðist sem stúdent vorið 1993. Að stúdents- prófi loknu hóf hann nám við Kenn- araháskóla Íslands og brautskráðist þaðan með B.ed.-gráðu í grunnskóla- kennarafræðum 1997 og D.ed. í skólastjórnun árið 2001. Árið 2019 lauk hann M.ed.-prófi í menntunar- fræðum með áherslu á stjórnun. Eftir útskrift úr framhaldsdeild Kennaraháskólans vorið 2001 hóf Friðþjófur störf sem aðstoðar- skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur þar sem hann stýrði m.a. starfs- manna- og launamálum ásamt því að vinna að starfsþróunar- og skipulags- málum. Hann starfaði sem skóla- stjórnandi í Kópavogi frá því haustið Hafnarfirði um tíma.“ Friðþjófur hef- ur tekið mikinn þátt að öðru leyti í fé- lagsmálum. Hann sat m.a. í stjórn Æskulýðssambands Íslands 1999- 2002 og var fulltrúi skólastjóra í skólanefnd Kópavogs 2013-2014. Hann hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Skólastjórafélag Íslands og landshlutasamtök þess og átti meðal annars sæti í samninganefnd SÍ. „Við fjölskyldan höfum gaman af því að fara á skíði og reynum að fara þegar færi gefst. Við erum einmitt á leiðinni norður á Akureyri í þessari viku m.a. til að njóta þeirra góða skíðasvæðis í Hlíðarfjalli sem og menningarlífs. Á sumrin þykir okkur gaman að ferðast um landið okkar með fellihýsi í eftirdragi og elta sól- ina. Eins höfum við gaman af ferða- lögum erlendis og erum m.a. á leið á ráðstefnu evrópskra skólastjórnenda á Kýpur í maí. Við ætlum svo að prófa húsaskipti í fyrsta skipti í sumar og þá liggur leiðin til Edinborgar. Ég er mikill áhugamaður um skóla- og æskulýðsmál, mannrækt, heilsueflingu, íþróttir og útivist ásamt því að hafa áhuga á sögu, stjórn- málum og náttúru landsins okkar. Og svo má ekki gleyma því að ég er mik- ill FH-ingur og harður stuðnings- maður Manchester United. Fram undan er svo brúðkaup okk- ar Laufeyjar sem verður 28. maí og Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri og fv. bæjarfulltrúi – 50 ára Stórfjölskyldan Samankomin í tilefni af 70 ára afmæli Sigurborgar móður Friðþjófs árið 2020. Breiðholt hafði mótandi áhrif Jól 2021 Börn, makar og barnabörn. Jökulsárlón Laufey og Friðþjófur. Til hamingju með daginn Hækk aðu í leð innig

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.