Morgunblaðið - 22.03.2022, Side 25

Morgunblaðið - 22.03.2022, Side 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2022 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt „ÞÚ ÞARFT AÐ MÆTA ÚT Á RÓLUVÖLL KLUKKAN SEX OG SLÁST VIÐ HRAFNKEL.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að hafa jafna verkaskiptingu. ÞÚ GETUR EKKI ÞURRKAÐ GLOTTIÐ AF MÉR! GLOTTI ENN ÉG VEIT ÚR HVERJU KATTAMATUR ER EKKI SEGJA MÉR! FARÐU ÚT MEÐ SORPIÐ ÁÐUR EN ÞÚ BORÐAR! HEYRÐU! HVERT ERTU AÐ FARA MEÐ RÓFUSTÖPPUNA? „ÞAÐ ER EINS GOTT AÐ ÞETTA SÉ EKKI ENN EITT PÍRAMÍDASVINDLIÐ HJÁ ÞÉR.“ ríkir mikil tilhlökkun hjá okkur fyrir þessum stóra degi. Við verðum gefin saman í Innri-Njarðvíkurkirkju og ætlum að halda dálitla veislu á heimili okkar að athöfn lokinni. Ég var svo lánsamur að hitta þessa dásamlegu konu fyrir rúmum fjórum árum og hlakka til að eyða ævinni með henni.“ Fjölskylda Unnusta Friðþjófs er Laufey Bjarnadóttir, f. 14.8. 1975, ráðgjafi á velferðarsviði og PMTO-meðferðar- aðili. Þau eru búsett í Reykjanesbæ, nánar tiltekið í Njarðvík. Foreldrar Laufeyjar: Hjónin Erna Lína Alfreðs- dóttir, f. 9.6. 1955, búsett í Njarðvík, og Bjarni Júlíus Kristjánsson, f. 6.4. 1953, d. 6.7. 2002. Fyrri maki Frið- þjófs er Þórey Ósk Sæmundsdóttir, f. 27.9. 1971, grunnskólakennari. Börn Friðþjófs og Þóreyjar eru: 1) Hrefna Sigurborg, f. 9.11. 2002, stúd- ent og starfsmaður við aðhlynningu á Hrafnistu, búsett í Hafnarfirði; 2) Karl Sæmundur, f. 23.6. 2005, menntaskólanemi, búsettur í Hafnar- firði, 3) Helga Sóley, f. 20.9. 2009, grunnskólanemi, búsett í Hafnarfirði. Stjúpbörn Friðþjófs og börn Lauf- eyjar eru: 1) María Bára Arnars- dóttir, f. 1994, geislafræðingur, bú- sett í Njarðvík. Maki: Stefán Thordersen, slökkviliðs- og sjúkra- flutningamaður. Dætur: Sóldís Eva, f. 2012, og Díana Laufey, f. 2017; 2) Ólína Erna Jakobsdóttir, f. 1998, há- skólanemi og starfsmaður á leikskóla, búsett í Njarðvík. Maki: Guðbjartur Máni Gíslason, stuðningsfulltrúi; 3) Hermann Borgar Jakobsson, f. 14.2. 2006, grunnskólanemi, búsettur í Njarðvík. Systur Friðþjófs eru Guðrún Ingi- björg Karlsdóttir, f. 11.11. 1973, framhaldsskólakennari, búsett í Garðabæ, og dr. Sigrún Nanna Karls- dóttir, f. 18.9. 1980, prófessor við Há- skóla Íslands, búsett á Seltjarnar- nesi. Foreldrar Friðþjófs eru Karl Helgason, f. 30.11. 1946, lögfræð- ingur, fv. ritstjóri og bókaútgefandi, og Sigurborg Bragadóttir, f. 25.10. 1950. fv. grunnskólakennari. Þau eru búsett í Kópavogi. Friðþjófur Helgi Karlsson Dagbjört Vilhjálmsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði Jón Eiríksson skipstjóri í Hafnarfirði Svala Jónsdóttir húsfreyja og talsímakona í Hafnarfirði Bragi Friðþjófsson fv. verkstjóri í Hafnarfirði Sigurborg Bragadóttir fv. grunnskólakennari, býr í Kópavogi Indíana Guðmundsdóttir verkakona á Siglufirði Friðþjófur Jónsson sjómaður og pípulagningameistari í Reykjavík Sigríður Kristín Jónsdóttir húsfreyja á Blönduósi Guðmundur Bergmann Jónsson sjómaður á Hólmavík Helga E. Guðmundsdóttir húsfreyja og verkakona á Blönduósi Helgi B. Helgason lyfjaafgreiðslumaður á Blönduósi Ingibjörg Friðriksdóttir húsfreyja í Gautsdal Helgi Helgason bóndi í Gautsdal í Geiradalshr., A-Barð. Ætt Friðþjófs Helga Karlssonar Karl Helgason lögfræðingur, fv. ritstjóri og bókaútgefandi, býr í Kópavogi Bjarni Maronsson skrifaði mér: „Í vísnahorni þínu í Morgun- blaðinu í dag, 19. mars, er vísa úr vísnasafni Jóhanns í Flögu ort af Magnúsi Sigurðssyni frá Heiði í Gönguskörðum. Í riti Andrésar Valbergs, „100 skagfirskar hringhendur“ frá 1983, er vísa Magnúsar svona: Þó að seinast sökkvi í mar sú er eina vörnin ekki kveinar ekkjan par eða veina börnin. Mjög trúlega rétt svona hjá Andrési. Með góðum kveðjum og þökk fyr- ir Vísnahorn prýðilegt.“ Ég þakka þetta bréf og er skylt að hafa það sem sannara reynist. Eggert J. Levy skrifaði mér 20. mars og sagði: Jafndægur að vori er vendipunktur birtuskila: Vorjafndægur dýrmæt stund dágóð orð vil heyra sjáum víða létta lund lengir daginn meira. Hugarróin blíð og björt býður öllum stæði nætur dimman dáldið svört dvínar skuggaflæði. Á Boðnarmiði yrkir Skúli Páls- son „Vorjafndægur 2022 (vik- hent)“: Vetrardagar daufir okkur þóttu. Bráðum verður, börnin mín, birtan lengri nóttu. Linnir veiruvá og þungu streði, fólkið aftur finna mun fjörið sitt og gleði. Mannabarna mæða öll mun dvína þegar sumarsólin há sælust fer að skína. Gunnar J. Straumland yrkir „Vor að vetri til“: Töfra sólar trauðla skil, til er slíkur varmi þegar vor að vetri til vekur ljóð í barmi. Töfra sólar trauðla skil, til er slíkur ylur þegar vor að vetri til vonarkvæði þylur. Tímans hnik ég trauðla skil þá tilfallandi daga þegar vor að vetri til verður lífsins saga. Bólu-Hjálmar kvað: Forlög eru úr garði gjörð svo gildir ekki að slíta; aldrei mun ég Eyjafjörð uppfrá þessu líta, Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vendipunktur birtuskila

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.