Morgunblaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fjallabyggð Fjallabyggð nyrst á Tröllaskaga er aðskilin af fjöllum og fjörðum, en samtengd með göng- um. Siglufjörður og Ólafsfjörður eru enn hvor sitt plássið með eilítið ólíkum áskorunum, en samgangurinn og samvinnan hafa aukist mikið og rígurinn ekki sá sem hann var. 2022 SVEITARSTJÓRNAKOSNINGAR Andrés Magnússon Stefán E. Stefánsson Eftir því sem skólastarfið tvinnast meira saman milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar dregur úr þeim gamla ríg sem lengi hefur verið uppi milli byggðarlaganna. Þetta staðfesta þau Guðrún Árnadóttir og Hrólfur Bald- ursson. Við tókum hús á þeim á rak- arastofu Hrólfs sem staðsett er í gömlu „Kommahöllinni“ en þar held- ur hann ekki aðeins úti hár- snyrtiþjónustu heldur einnig skemmtilegum bar sem skartar minningarbrotum frá bænum og einnig úr rokksögu 20. aldar. Með mörg járn í eldinum Guðrún hefur alið manninn á Siglufirði í áratugi en Hrólfur fluttist aftur heim árið 2013. Hann við- urkennir að barinn hafi orðið að veru- leika vegna þess að ekki var nóg að gera á rakarastofunni. Hann segir þó að Héðinsfjarðargöngin hafi sannað sig og samgangurinn milli bæjanna. „Rakarastofan væri sennilega ekki nema 50% starf ef ekki væri fyrir alla viðskiptavinina frá Ólafsfirði,“ segir hann. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Siglufirði á síðustu árum og hefur kveðið nokkuð að því að Ólafs- firðingum þyki misjafnlega gefið í þeim efnum. Guðrún segir að þar hafi uppbygging á vegum Róberts Guð- finnssonar skipt sköpum en hann hefur lagt gríðarlegt fjármagn í hót- eluppbyggingu en einnig framþróun skíðasvæðis og golfvallar, auk veit- ingahúss á hafnarsvæðinu.Guðrún segir að húsnæðismarkaðurinn hafi verið á uppleið og að í raun vanti íbúðarhúsnæði. Það skýrist þó ekki síst af því að eldra fólk sé fast í stórum húsum en finni ekki minna húsnæði við hæfi. Hún tekur dæmi af sjálfri sér og eiginmanni sínum í þeim efnum. Telur hún að bú- setumöguleikar sem í boði séu séu orðnir barn síns tíma og að ráðast þurfi í uppbyggingu. Óhagnaðardrifin uppbygging Hrólfur tekur undir það og segir að besta lausnin væri að óhagn- aðardrifin uppbygging fyrir eldri borgara myndi skipta miklu máli. Ekki sé vandamál með að fá verktaka til starfa í Fjallabyggð, ólíkt því sem víða annars staðar hefur heyrst. Á síðustu árum hefur mikið kveðið að því að aðkomufólk kaupi gömul hús í bænum og geri upp sem sum- arhús. Guðrún segir of mikið hafa gerst af því og húsin nýtist ekki fólki sem dvelji yfir árið á Siglufirði. Hrólfur fagnar hins vegar uppbygg- ingunni og segir að verðmætum hafi verið bjargað með þessari þróun. Húsin hefðu að öðrum kosti grotnað niður. Úr mörgu að velja Hann segir að hann hafi flust til Siglufjarðar að nýju, m.a. til þess að börnin hans fengju að kynnast betur forfeðrum sínum og formæðrum á svæðinu. Hann segir gott að ala börn upp á svæðinu. Þau komist ársgömul á leikskóla og þá sé í raun vand- kvæðum bundið að takmarka íþrótta- iðkun barna sem hafi úr fjölmörgum íþróttagreinum að velja. Enn rígur milli bæjanna tveggja - Fjölga þarf búsetumöguleikum eldri borgara - Meira jafnvægi mætti vera í uppbyggingu milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar - Gott að ala upp börn á svæðinu - Fjölbreytt íþróttaiðkun fyrir alla Morgunblaðið/Brynjólfur Löve Rokk Rakarastofa Hrólfs er hrein undraveröld og þar settumst við niður ásamt honum og Guðrúnu Árnadóttur og ræddum málefni Fjallabyggðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.