Morgunblaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 6
Forseti Ísland, Guðni Th. Jóhannesson, og eiginkona
hans, Eliza Reid, heiðruðu Langanesbyggð með komu
sinni í gær og var þeim vel fagnað af öllum aldurs-
hópum, ekki síst á leikskólanum Barnabóli þar sem
meðfylgjandi mynd var tekin. Um er að ræða fyrstu op-
inberu heimsókn Guðna í töluverðan tíma því lítið var
um ferðalög meðan hömlur voru á hvers kyns sam-
komum vegna veirufaraldursins.
Forsetahjónin í kærkominni heimsókn í Langanesbyggð
Fugladansinn með þeim yngstu
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022
Vefverslun:www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
S. 555 3100 · donna.is
Honeywell
gæða lofthreinsitæki
Verð kr.
39.420
Hreinna loft
- betri heilsa
Félag Sjálfstæðismanna um full-
veldismál heldur ráðstefnu á morg-
un, laugardaginn 26. mars, um efnið:
Sjálfstæði og fullveldi, nýjar áskor-
anir. Ráðstefnan er haldin í minn-
ingu fyrsta formanns félagsins,
Styrmis Gunnarssonar, sem hefði
orðið 84 ára þann 27. mars 2022.
Ráðstefnan er haldin í Valhöll við
Háaleitisbraut í Reykjavík og verð-
ur sett kl. 10:30. Ræðumenn eru:
Halldór Blöndal fyrrverandi ráð-
herra, Þór Whitehead prófessor em-
eritus, Viðar Guðjohnsen lyfjafræð-
ingur, Arnar Þór Jónsson, lögmaður
og varaþingmaður, Diljá Mist Ein-
arsdóttir alþingismaður, Jón Magn-
ússon, lögmaður og fyrrverandi
þingmaður, og Friðrik Hirst, verk-
efnastjóri Háskóla Íslands.
Fjallað verður um Styrmi sem
mann og málsvara sjálfstæðisstefn-
unnar. Einnig um nýjar áskoranir á
nýrri öld varðandi fullveldi Íslands,
sjálfstæði og fullveldi, stefnu Sjálf-
stæðisflokksins fyrr og nú. Auk
þess: Smáþjóð í fjölþjóðlegu sam-
starfi. Varðveisla sjálfstæðis og full-
veldis. Skerðir EES-samningurinn
eða aðrir milliríkjasamningar full-
veldi Íslands? Möguleikar útlend-
inga á að eignast fiskveiðiheimildir,
land og aðrar náttúruauðlindir í og
við Ísland.
Húsið verður opnað kl. 10:00 og
verður kaffi og bakkelsi í boði. Há-
degishlé er klukkan 12:00 og boðið
upp á léttan málsverð. Ráðstefnulok
eru kl. 15.30 og þá verða léttar veit-
ingar. gudni@mbl.is
Sjálfstæði og fullveldi og
skyld málefni rædd í Valhöll
- Ráðstefna í minningu Styrmis heitins Gunnarssonar
Morgunblaðið/RAX
Fullveldi Styrmi Gunnarssyni var
mjög annt um fullveldi Íslands.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Framkvæmdir hefjast á næstunni
við stækkun húss sem Arctic Fish
keypti við höfnina í Bolungarvík í
þeim tilgangi að koma þar upp eigin
laxasláturhúsi. Stefnt er að því að
hefja slátrun á næsta ári. Skapar
staðsetning sláturhúss á norður-
svæði Vestfjarða möguleika á aukn-
um útflutningi með skipum en fram
hefur komið hjá forstjóra fyrir-
tækisins að aukið magn laxaafurða
hefur farið á markað í Norður-Am-
eríku.
Möguleikar á virðisaukningu
Arctic Fish festi í upphafi ársins
kaup á nýbyggingu Fiskmarkaðs
Bolungarvíkur við Brimbrjótsgötu í
Bolungarvík. Arctic Fish hefur feng-
ið framkvæmdaleyfi hjá Bolungar-
víkurkaupstað um að stækka húsið
til austurs þannig að það verði um
2.700 fermetrar að grunnflatarmáli
og alls 3.700 fermetrar þegar talið er
með pláss á efri hæð. Fiskmarkaður
Bolungarvíkur reisir síðan nýtt hús
vestan við sláturhúsið.
Stein Ove Tveiten, forstjóri Arctic
Fish, segir að aðstaðan í Bolungar-
vík sé stórt skref í framþróun fyrir-
tækisins. Þetta sé mikil fjárfesting
en hún skapi einnig mikil tækifæri.
Fyrst og fremst sé hún mikilvæg
til að fyrirtækið hafi næga afkasta-
getu í slátrun og geti náð niður
kostnaði á hvert framleitt kíló. Hann
segir einnig að aðstaðan skapi tæki-
færi í framtíðinni og nefnir í því
sambandi virðisaukandi vinnslu,
pökkun, frystingu og vinnslu auka-
afurða. Teknar verði ákvarðanir um
slíkar fjárfestingar á síðari stigum.
Með góðri frammistöðu í eldinu og
góðum árangri í rekstri ásamt góðu
rekstrarumhverfi sem styðji sjálf-
bært laxeldi á Íslandi, verði vonandi
hægt að skoða þessi tækifæri í fram-
tíðinni.
Reglulegri og tíðari flutningar
Stein Ove sagði í kynningu á
fræðsluráðstefnu Lax-inn á dögun-
um að aukið magn laxaafurða hafi
farið á markaði í Norður-Ameríku
og Asíu og sagði að aukin áhersla
yrði á Ameríkumarkað á næstu ár-
um. Jafnframt myndu flutningar
sjóleiðis aukast. Nánar spurður út í
þetta segir Stein Ove að hugmyndin
um aukna sjóflutninga tengist því að
nú þegar er framleitt verulegt magn
af hvítfiski á svæðinu. Það ásamt
auknu magni af laxi muni vonandi
auka möguleika á reglulegri og tíð-
ari flutningum beint inn á markaðs-
svæðið. Mikilvægt sé að koma fersk-
vöru eins og lax er að stærstum
hluta hratt á markað. Flutningsleið-
ir þurfi að taka mið af því.
Hefja uppbyggingu í Bolungarvík
Ljósmynd/Helgi Hjálmtýsson
Sláturhús Arctic Fish mun byggja við þetta hús heldur stærri byggingu og hefja slátrun eftir rúmt ár.
- Arctic Fish meira en tvöfaldar húsið sem keypt var í Bolungarvík undir laxasláturhús - Forstjórinn
segir að mikil tækifæri skapist með eigin sláturhúsi - Meiri möguleikar á útflutningi með skipum
Sigurjón Bragi Geirsson hafnaði í 5.
sæti í Evrópuforkeppni Bocuse
d’Or-matreiðslukeppninnar sem
haldin var í Búdapest dagana 23. –
24. mars. Árangurinn gefur honum
keppnisrétt í aðalkeppni Bocuse
d’Or sem haldin verður í Lyon í
Frakklandi í janúar 2023.
Þjálfari Sigurjóns er Sigurður
Laufdal, Bocuse d’Or-keppandi 2021
og 2013, og aðstoðarmaður Hugi
Rafn Stefánsson. Þeir munu nú
halda ströngum æfingum áfram en
Sigurjón stefnir ótrauður á verð-
launapall í Lyon. Dómari Íslands var
Friðgeir Ingi Eiríksson.
Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið
haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski
keppandinn tók þátt árið 1999. Það
var Sturla Birgisson og náði hann
fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslend-
ingar ávallt verið í efstu níu sæt-
unum. Bestum árangri náði Hákon
Már Örvarsson árið 2001 og Viktor
Örn Andrésson árið 2017 náðu þeir
báðir í bronsverðlaun.
Matreiðslukeppni Bocuse d’Or er ein af virtustu matreiðslukeppnum
heims og eru þátttakendur meðal fremstu matreiðslumanna sinna landa.
Sigurjón Bragi í 5.
sæti í Bocuse d’Or