Morgunblaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022
Ásthildur Hannesdóttir
asthildur@mbl.is
„Við minnumst þess rækilega í ár
að kyrrðardagar hafa verið haldnir
með hléum í Skálholti í 35 ár,“ segir
sr. Kristján Björnsson. „Núna er
hægt að skrá sig á kyrrðardaga en
þeir standa yfir dymbildagana. Frá
miðvikudagskvöldi og yfir skírdag,
föstudaginn langa og til hádegis á
laugardegi fyrir páska. Það er hinn
helgi laugardagur,“ útskýrir hann.
„Frá byrjun og lengi á eftir var það
Sigurbjörn Einarsson biskup sem
leiddi þessa kyrrðardaga. Það gerði
hann líka þegar Margrét Jóndóttir
á Löngumýri hélt fyrstu kyrrðar-
daga á Íslandi fyrir 40 árum,“ segir
Kristján.
„Það var árið 1987 sem þetta allt
byrjaði hérna í Skálholti. Reyndar
halda sumir því fram að kyrrðar-
dagar eigi sér lengri sögu en þetta
er ártalið sem er öruggt og það hef
ég eftir Karli Sigurbjörnssyni, sem
er ansi minnugur,“ segir Kristján
og hlær.
Fyrirmyndin sótt frá öðrum
kyrrðardagasetrum
„Allra fyrstu kirkjulegu kyrrðar-
dagarnir á Íslandi fóru að berast
hingað frá kyrrðardagasetrum í
Englandi, Svíþjóð og Noregi. Allra
fyrstu dagarnir voru mjög fámennir
og vöktu meiri áhuga hjá fólki sem
hafði áhuga á að byrja að vinna fyr-
ir kyrrðardaga og það eru 40 ár síð-
an það kom til,“ útskýrir Kristján
og rekur þá löngu sögu sem kyrrð-
ardaga eiga sér.
„Í nokkrum nágrannalöndum
okkar eru kyrrðardagasetur og hef-
ur Skálholt sótt fyrirmyndir sínar á
þá staði. Líklega er elsta setrið í
Pleshey í Essex á Englandi sem
stofnað var á 19. öldinni. Aðal-
hvatamaður að því var Evelyn
Underhill. Enn koma þangað hópar
og oft er það hópur úr söfnuði með
prestinum sínum. Fyrir seinni
heimsstyrjöldina var Grandchamp-
systrasamfélagið stofnað í Sviss og
meðal þeirra sem uxu mikið þar í
andlegri uppbyggingu sinni var
bróðir Roger, sem stofnaði seinna
Taizé-regluna sem er meðal annars
þekkt af Taizé-bænasöngvunum. Þá
er kyrrðardagasetur einnig að finna
í Sandum í Noregi þar sem Mar-
grét Jónsdóttir dvaldi áður en
starfið hófst á Íslandi,“ segir hann.
„Stefið á kyrrðardögum er sótt í
dýpstu atvik kristinnar trúar sem
minnst er í sögu skírdagsins og
föstudagsins langa. Síðustu orð
Krists á krossinum lýsa fyrirgefn-
ingu og sátt með fullri lotningu
mannsins: „Í þínar hendur fel ég
anda minn!““
Kyrrðardagar kjörnir fyrir þá
sem vilja flýja stressið
Kristján segir að á síðustu ára-
tugum hafi fólk úr öllum þjóðfélags-
hópum sótt kyrrðardaga. Þeir séu
ekki bundnir við stétt eða stöðu
fólks.
„Hingað kemur alls konar fólk.
Fólk í leit að friðsæld og kyrrð,“
segir Kristján. „Þetta er að miklu
leyti kirkjunnar fólk en það er líka
töluvert um að fólk sem vill losna
við hraðann og stressið sæki í að
koma á kyrrðardaga. Á miðviku-
dagskvöldinu er gengið inn í kyrrð-
ina og hún stendur yfir fram á laug-
ardag,“ segir hann og bendir á að
kyrrðin sé það mikil að fólk heilsist
alla jafna ekki með orðum heldur í
hljóði. „Fólk heilsast með því að
vera hvað innan um annað, brosa
eða kinka kolli. Þetta er indælis
samvera sem skilur mikið eftir sig,
bæði fyrir líkama og sál,“ segir
Kristján.
„Á kyrrðardögum í Skálholti er
unnið út frá reynslu og fræðum um
gildi kyrrðar og íhugunar. Helgi-
hald skiptir miklu máli og í nútím-
anum er mikilvægt að fá að taka
talið út úr samskiptunum og að
sjálfsögðu er horfið frá samfélags-
miðlum um stund,“ segir Kristján
en snjallsímum er gefið frí á kyrrð-
ardögum til að forðast óþarfa áreiti
og hámarka upplifun og árangur
um leið. „Unnið er meðal annars út
frá skrifum Thomas Keatings: Leið-
in heim. Vegur kristinnar íhugunar.
Á öllum kyrrðardögum er boðið upp
á viðtal við prest, sem getur verið
mikilvægt þegar hugurinn fer á flug
og flýgur inn á við. Útivera, góð
gisting og frábær matur er líka lýs-
andi fyrir kyrrðardagana,“ segir
hann.
Fastað upp á hvítt
Kristján segir matseldina á
kyrrðardögum hafa verið vinsælan
lið í dagskránni síðustu ár og stund-
um hafi matseðillinn trekkt að,
enda mikið í hann lagt. „Við erum
alltaf að prófa eitthvað nýtt. Nú
höfum við verið að prófa okkur
áfram með það sem gert var í
gamla daga og kallast að fasta upp
á hvítt,“ segir hann. „Þar fer meist-
arakokkurinn okkar alla leið og hef-
ur útbúið alveg hvítan disk. Það er
allur maturinn á diskinum hvítur.
Þetta er mikið fyrir augað, eins og
listaverk sem fer að virka bæði fyr-
ir líkama og sál,“ segir Kristján um
matargerðina á kyrrðardögum sem
inniheldur einna helst hvítmeti á
borð við fisk, kjúkling og fleira.
Kyrrðardagar hafa verið eftir-
sóttir í gegnum tíðina en að þessu
sinni verður boðið upp á að hjóna-
og vinapör geti skráð sig saman.
„Það eru ekki nema 18 herbergi en
nú ætlum við að bjóða upp á hjóna-
dvöl þannig að tveir og tveir hafi
möguleika á að vera saman í her-
bergi,“ segir Kristján en skráning á
kyrrðardaga er í fullum gangi á vef-
síðu Skálholts.
Flýðu allt áreiti og núllstilltu líkama og sál
„Á dymbildögum leynast dýpstu og mikilvægustu
atburðir kristinnar trúar,“ segir sr. Kristján Björns-
son, vígslubiskup í Skálholti, sem stendur fyrir
kyrrðardögum í dymbilvikunni, ásamt sr. Degi
Fannari Magnússyni sóknarpresti. Kyrrðardagar
fara fram dagana 13.-16. apríl en í ár eiga kyrrðar-
dagar á Íslandi 35 ára afmæli.
Morgunblaðið/Eggert
Vígslubiskup Séra Kristján Björnsson í Skálholti.
Skálholtskirkja Séra
Kristján segir kyrrðardag-
ana vera fyrir alla þá sem
vilja flýja stressið og upp-
lifa kyrrðina í Skálholti.
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Passamyndir
Tímapantanir
í síma 568 0150
eða á rut@rut.is
Förum eftir öllum
sóttvarnartilmælum