Morgunblaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022 Raðauglýsingar Smáauglýsingar Hljóðfæri Gítarinn ehf. Stórhöfði 27 Sími 552 2125 www.gitarinn.is Gítarar í miklu úrvali $+*! '(! %&&*% )"# Kassagítar ar á tilboði Gítarinn ehf. Stórhöfði 27 Sími 552 2125 www.gitarinn.is $+*! '(! %&&*% )"# Mikið úrval Hljómborð á tilboði Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílar Toyota Yaris Active Hybrid 1/2019 ekinn 45 þús km. Sjálfskiptur með álfelgum og bakkmyndavél ofl. Krúttlegur bíll í snattið. Hann gæti orðið þinn fyrir 2.790.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 10–18 virka daga. Hyundai I10 Hyundai I10 árg. 2015 til sölu. Ek. 131 þús. km. Beinsk. Allt nýtt í bremsum framan og aftan. Ný kúpling. Bíll í góðu standi. Verð kr. 680 þús. Upplýsingar í síma 822 6554. 2JA HERB. ÍBÚÐ Til leigu góð 2ja herbergja íbúð í Þórðarsveig, ca 70 fm með stæði í bílakjallara Upppýsingar á netfanginu: antonben@simnet.is og í síma 895 9376. Til leigu Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Ljósvallagata 14, Reykjavík, fnr. 200-4160 , þingl. eig. Novo bygg ehf., gerðarbeiðendur Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur- vatns sf. og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 29. mars nk. kl. 10:40. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 24. mars 2022 Tilkynningar Umhverfismat framkvæmda Umhverfismatsskýrsla í kynningu Blöndulína 3 Landsnet hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu vegna umhverfismats lagn- ingar Blöndulínu 3 frá Blöndustöð til Akureyrar. Kynning á umhverfismatsskýrslu: Tillaga að ofangreindri framkvæmd og umhverfismatsskýrsla liggur frammi til kynningar frá 25. mars til 16. maí 2022 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofum Sveitarfélagsins Skagafjarðar á Sauðárkróki, skrifstofu Hörgársveitar í Þelamerkurskóla, skrifstofum Akur- eyrarbæjar og hjá Skipulagsstofnun. Umhverfismatsskýrslan ásamt við- aukum er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is. Umsagnarfrestur: Allir geta kynnt sér umhverfismatsskýrsluna og lagt fram umsögn. Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 16. maí 2022 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvu- pósti á skipulag@skipulag.is. Opið hús: Vakin er athygli á að Landsnet stendur fyrir opnu húsi á Hótel KEA á Akureyri þann 30. mars nk. milli kl. 19.30 og 21.30, þann 31. mars í Menningarhúsinu Miðgarði, Varmahlíð milli kl. 16.30 og 19.30 og á Nauthóli í Reykjavík 26. apríl milli kl. 16.00 og 18.30. Allir sem vilja kynna sér fyrir- hugaða framkvæmd og fá upplýsingar eru velkomnir. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9-12.30, nóg pláss - Zumba Gold 60+ kl.10.30, nýtt námskeið var að byrja - Kraftur í KR kl.10.30, rútan fer frá Vesturgötu 7 kl.10.15, Grandavegi 47 kl.10.15 & Aflagranda 40 kl.10.20 - Bingó kl.13.30, spjaldið kostar 250 kr. - Kaffi kl.14.30-15.20 - Nánari upplýsingar í síma 411-2702 - Allir velkomnir Árskógar 4 Leikfimi og yoga með Milan kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Sími: 411-2600. Boðinn Föstudagur: Pílukast kl. 9. Línudans kl. 15. Sundlaugin er opin frá kl. 13.30-16. Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi í kaffihorninu kl. 10. Myndlist með Margréti Z. kl. 9.30. Leikfimi með Silju kl. 12.30 (hvetjum fólk að koma og prufa). Línudans með Guðrúnu Sveinsdóttir kl. 13.30.Opið kaffihús kl. 14.30. Fella og Hólakirkja Má bjóða þér í kaffi og vínabrauð, spjall og samveru. Upp með sokkana strákar! Nú er Mottumars Gestir okkar eru Þráinn Þorvaldsson og Guðmundur H. Hauksson formaður og framkvæmdarstjóri Krabbameinsfélagsins Framfarar sem eru samtök manna sem hafa greinst með blöðruhálskirtilskrabbamein. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11. Opin Listasmiðja kl. 9-12. Morgunleikfimi með Halldóru á RUV kl. 9.45-10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. PáskaBingó Hollvina Hæðargarðs kl. 13. Opin Listasmiðja kl. 13-15.45. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Garðabær 9. Pool-hópur í Jónshúsi 9.30 Dansleikfimi í Sjálandi 10. Gönguhópur frá Jónshúsi 13-15. Félagsvist í Jónshúsi 13-16. Smiðjan opin, allir velkomnir 19.30 Góugleði í Jónshúsi, barinn opinn, aðgangseyrir kr. 1.500 Gjábakki Kl. 8.30 til 11.30 = Opin handavinnustofa. Kl. 9 til 11.30 = Postulínsmálun. Kl 13 til 15.30 =Tréskurður. Kl. 13 til 15.30 = Opinn hreyfisalur fyrir Pílukast. Kl. 14 til 15 = Sögur og fræði (leshópur). Kl. 20 til 22 = Félagsvist. Gullsmári 13 Föstudagur: Opin handavinnustofa kl. 9-12. Qigong heilsueflandi æfingar kl.10. Fluguhnýtingar kl.13. Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi milli 9-11. Útskurður kl 9-12. Bíó kl. 13. Hraunsel Föstudaga: Billjard kl. 8-16. Línudans kl.10. Bridge kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8.30-10.30. Handavinna - opin vinnustofa frá kl. 10. Birta Harðar- og Ágústudóttir syngur nok- kur lög kl. 10. Bridge kl. 13. Hádegismatur kl. 11.30 - 12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Korpúlfar Borgum Föstudagur: Hugleiðsla og létt jóga kl. 8.30. Pílukast kl. 9.30. Gönguhópar frá Borgum, tvö styrkleikastig. Eitthvað fyrir alla. Einnig ganga inni í Egilshöll kl. 10. Bridge kl.12.30. Han- nyrðahópur kl.12.30.Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl.13. Hádegisverður kl.11.30-12.30. Kaffiveitingar kl.14.30-15.30. Góða helgi. Gleðin býr í Borgum. Samfélagshúsið Vitatorgi Heitt á könnunni - Föstudagshópur í handverksstofu kl. 10.30-11.30. Opin handavinnustofa kl. 13-16. BINGÓ er svo á sínum stað inni í matsal kl. 13.30-14.30 og síðan er vöfflukaffið strax að loknu BINGÓI kl.14.30-15.30. Allar nánari upplýsingar í síma 411-9450. Allir hjartanlega velkomnir til okkar :) Seltjarnarnes Kaffikrókur frá kl. 9.-11.30.Tálgun og útskurður í Valhúsaskóla kl. 9. Syngjum saman í salnum á Skolabraut kl. 13. Kaffi- sopi á eftir. Þriðjudaginn 5. apríl er bæjarferð. Farið frá Skólabraut kl. 13.30. Hótel Holt. Listaganga og kaffi. Skráningarblöð liggja frammi á Skólabraut og Eiðismýri. Einnnig má skrá sig í síma 8939800. Mat á umhverfisáhrifum Athugun Skipulagsstofnunar Breikkun Suðurlandsvegar frá Bæjarhálsi að Hólmsá Vegagerðin hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummats- skýrslu um breikkun Suðurlandsvegar frá Bæjarhálsi að Hólmsá, sem unnin er í samvinnu við Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ. Kynning á frummatsskýrslu: Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 25. mars til 16. maí hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan auk viðauka er einnig aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 16. maí til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík, eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is Kynningarfundur: Vakin er athygli á að niðurstöður umhverfismatsins verði kynntar af hálfu framkvæmdaraðila þann 27. apríl kl. 17-19 í Norð- lingaskóla. intellecta.is Þegar þessi minningarorð birt- ast höfum við kvatt Ámunda Gunnar Ólafsson eða Munda. Mundi var kvæntur móðursystur minni Buddu og voru fjölskyldur þeirra og okkar í nánum sam- skiptum alla mína æsku og full- orðinsár. Það er ljóst hver okkar lífsins vegferð er þar sem okkur er ætlað að fæðast og síðar yf- irgefa þessa jörð þótt lífsskeið okkar sé misunandi. Því fylgir alltaf söknuður og sorg þegar þeir sem manni þykir vænt um eru farnir og það sem fylgir þeim kemur ekki aftur. En góð- ar minningar er það sem eftir situr og með þeim er hægt að minnast með hlýju þeirra sem farnir eru. Við sem áfram göng- um þessa lífsins göngu erum þakklát en finnst hálfskrýtið að þeir sem eldri eru séu farnir og hefðum kannski oft viljað að tím- inn stæði kyrr og allt væri sem fyrr. En lífið er víst ekki þannig og það er gangur lífsins að lífið tekur breytingum. Mundi var alla tíð í minni minningu hæglátur maður en hafði mikinn áhuga á öllu í kringum sig. Hann var fróður um alla hluti og sérlegt áhuga- mál hans var allt í sambandi við flug. Mundi var atvinnuflugmað- ur og ég man hvað mér þótti þetta ótrúlega ábyrgðarmikið starf og ekki síður flott. Hann var alltaf áhugasamur um það sem við í fjölskyldunni vorum að gera og hvernig okkur gengi í okkar námi og hvar við værum stödd þar eða í því sem við vor- um að gera í lífinu og tilverunni. Mundi var alla tíð góður pabbi Ámundi Gunnar Ólafsson ✝ Ámundi Gunn- ar Ólafsson fæddist 21. júní 1937. Hann lést 19. janúar 2022. Útför Ámunda fór fram í kyrrþey 12. mars 2022. og síðar alveg frá- bær afi þegar barnabörnin komu. Hann sinnti þeim ótrúlega vel. Þegar kom að því að hefja ætti æfingu fyrir bílpróf átti hann stóran þátt í því að fara með þau í æf- ingaakstur og var óþreytandi í að taka þátt í því. Í minn- ingunni voru bílarnir hans Munda mjög snyrtilegir og mað- ur gekk alltaf vel um þegar mað- ur var farþegi hjá honum. Það er margs að minnast þeg- ar maður hugsar til baka en þó standa upp úr öll gamlárskvöldin sem við áttum saman stórfjöl- skyldan í Hjallalandinu hjá Buddu og Munda. Það verður söknuður að hittast ekki þar til að kveðja gamla árið. Mundi sá alltaf um að veita vel á þessu kvöldi og allir nutu þess. Önnur verðmæt minningin er þegar við fórum stórfjölskyldan, mamma, pabbi, Mundi, Budda, amma Lulla og við öll frænd- systkinin í kringum landið 1974 þegar hringvegurinn opnaði. Það var ótrúlega skemmtileg ferð og ævintýri. Ekki var ferðast með hjólhýsi eða annan munað þá. Tjöld voru sett upp og lúxus þegar gist var í svefnpokaplássi á Hótel Eddu. Þá var Mundi á nýjum Cherokee-jeppa sem var flottur og komst meira en venju- legur fólksbíll. Í þessari ferð var margt skoðað og brallað, t.d. siglt til Papeyjar, humar eldaður og borðaður í rigningu við Lag- arfljótið í Atlavík og gist á Mý- vatni í ótrúlegu flugnageri og margt fleira. Ég hugsa oft til þessarar ferðar og man vel eftir henni þótt ung hafi verið. Elsku Ólöf, Lulla, Sigrún og fjölskyldur, innilegar samúðar- kveðjur til ykkar allra og ég veit að ykkar söknuður er mikill. Kær kveðja, Svandís og fjölskylda. Fáein síðbúin minningarorð. Tignarleg. Hátt- vís. Orðfá. Bauð af sér einstakan þokka. Minnti á brúði Krists. Eins og hún byggi yfir innra lífi sem hún ætti ein með sér. Og frelsaranum. Heilagleika. Ósjálfrátt bar maður virðingu fyrir henni. Þótti nær- vera hennar góð. Þótt orðfá væri. Bros hennar var hlýtt. Einlægnin fölskvalaus. Eitt sinn kom hún við í Bóka- forlagi Fíladelfíu. Ég vann þar þá. „Get ég hjálpað til?“ spurði hún. Spurningin kom á óvart. Hafði tilfinningu fyrir því að hún væri hafin yfir svo einföld störf. Í framhaldi tók hún þátt í að pakka Aftureldingu og Barnablaðinu með hversdagslegu fólki. Það var ánægjulegt og af henni stafaði yl og hópurinn raulaði sálma og eitt og eitt amen heyrðist. Nokkrum árum síðar kom hún á skrifstofu Samhjálpar hvíta- sunnumanna. Ég vann þar þá. „Get ég hjálpað til?“ spurði hún. Og í framhaldi tók hún Samhjálp- arblaðið og bækur Samhjálpar, Sigurlína Jóhannsdóttir ✝ Sigurlína Jó- hannsdóttir fæddist 11. júlí 1929. Hún lést 22. febrúar 2022. Útförin fór fram 11. mars 2022. gekk milli húsa í Kleppsholtinu og bauð fólki til kaups. Útgáfan var til styrktar Samverj- anum, hliðarstarfi í Samhjálp. Tekjur Samverjans voru notaðar til að klæða fatalausa útigangs- menn, stofna kaffi- stofu Samhjálpar og eftirmeðferðarstarf. Þrátt fyrir annir þar sem hún sinnti fjölskyldu sinni og miklum gestagangi á heimili forstöðu- manns Fíladelfíu, Einars J. Gíslasonar, gaf hún sér tíma fyrir trúboð. Þegar Einar varð ekkju- maður með þrjú börn tók hún kalli hans, vann þá við hjálpar- starf á Grænlandi. Kom til Ís- lands, giftist Einari og gekk börnunum í móðurstað, Guðrúnu, Guðna og Sigurmundi. Köllun sinni trú. Jesú Kristi trú. Saman eignuðust Sigurlína og Einar eina dóttur, Guðnýju. Hún býr á Englandi. Ég skrifa þessi fátæklegu orð til að heiðra minningu einlægrar trúkonu og til að auðsýna þakk- læti fyrir vinsemd hennar í garð Samhjálpar hvítasunnumanna. Við Ásta vottum dóttur henn- ar, Guðnýju, og stjúpbörnum samúð við fráfall eftirminnilegrar sómakonu. Óli Ágústsson, Ásta Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.