Morgunblaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 49
ÍÞRÓTTIR 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022
_ Knattspyrnukonan Ada Hegerberg
er í norska landsliðshópnum sem
mætir Kósóvó og Póllandi í F-riðli und-
ankeppni HM dagana 7. og 12. apríl. en
báðir leikirnir fara fram í Noregi. He-
gerberg, sem er 26 ára gömul, hætti
að gefa kost á sér í norska landsliðið
árið 2017 þar sem hún var ósátt við
norska knattspyrnusambandið og
vinnubrögð þess. Framherjinn er liðs-
félagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá
Lyon í Frakklandi en hún hefur verið á
meðal fremstu knattspyrnukvenna
heims undanfarin ár. Alls á hún að baki
66 A-landsleiki fyrir Noreg þar sem
hún hefur skorað 38 mörk en Noregur
er í efsta sæti F-riðils undankeppn-
innar með 16 stig eftir 6 leiki.
_ Þýska knattspyrnumanninum Me-
sut Özil hefur verið vikið úr leik-
mannahópi tyrkneska félagsins Fener-
bahce í óákveðinn tíma ásamt
Tyrkjanum Ozan Tufan. Tyrkneska fé-
lagið greindi frá tíðindunum í yfirlýs-
ingu í gær en ekki kom fram í tilkynn-
ingunni hver ástæðan væri fyrir
brotthvarfi tvímenninganna. Hinn 33
ára gamli Özil gekk í raðir Fenerbahce
frá Arsenal í janúar á síðasta ári.
_ Hollenska handboltakonan Estev-
ana Polman er á förum frá danska
stórliðinu Esbjerg eftir að hafa leikið
með því í níu ár og orðið þrisvar
danskur meistari. Hún hafði átt í úti-
stöðum við þjálfarann Jesper Jensen
og skýrði frá því á samfélagsmiðlum
að henni hefði verið sagt upp með
tölvupósti. Polman, sem er 29 ára
gömul, var kjörin besti leikmaður
heimsmeistaramótsins 2019 þar sem
Holland hreppti gullverðlaunin.
Eitt
ogannað
Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá
Björgvinsdóttir lék á samtals fjór-
um höggum yfir pari á fyrsta degi
Joburg Ladies Open-golfmótsins
sem fram fer í Suður-Afríku í gær
en mótið er hluti af Evrópumóta-
röðinni. Guðrún Brá lék hringina
18 á samtals 77 höggum en hún
fékk sjö skolla á hringnum og þrjá
fugla. Hún er sem stendur í 58.-67.
sæti af 132 keppendum og á því
góða möguleika á því að komast í
gegnum niðurskurðinn ef hún held-
ur uppteknum hætti í dag þegar
annar keppnisdagurinn fer fram.
Guðrún Brá í
vænlegri stöðu
Ljósmynd/GSÍ
Suður-Afríka Guðrún er sem stend-
ur í 58.-67. sæti af 132 keppendum.
Handknattleiksmarkvörðurinn
Daníel Freyr Andrésson hefur gert
tveggja ára samning við Lemvig í
Danmörku og mun hann ganga í
raðir félagsins eftir leiktíðina.
Hann hefur leikið með Guif í Sví-
þjóð undanfarin tvö ár en Daníel
staðfesti við Morgunblaðið að hann
hefði leikið sinn síðasta leik með
sænska liðinu þegar deildinni þar
lauk í vikunni. Daníel hefur áður
leikið í Danmörku og þá með Sönd-
erjyskE. Þá hefur hann leikið með
Val og FH hér á landi og Ricoh, sem
nú heitir AIK, í Svíþjóð.
Daníel til liðs
við Lemvig
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Danmörk Daníel Freyr Andrésson
er búinn að semja við Lemvig.
hrikaleg pressa á þessu liði, ekki
bara að vera besta liðið í deildinni
heldur langbesta liðið þar sem þeir
setja miklu meiri pening í þetta en
hin liðin. Það er hrikaleg pressa og
pressa sem ég hef ekki séð áður,“
sagði Axel.
Það var ýmislegt öðruvísi í Riga
en Axel er vanur, til dæmis und-
irbúningstímabilið. „Ég spilaði tólf
æfingaleiki á undirbúnings-
tímabilinu þar sem við vorum í Tyrk-
landi og Dúbaí í tvo mánuði. Þetta
var kannski aðeins of mikið af því
góða en það er ekki hægt að væla yf-
ir þessu,“ sagði hann léttur.
Eins og að fremja glæp
Axel glímdi mikið við meiðsli í
Lettlandi og það tók á andlega og
líkamlega, sérstaklega á framandi
slóðum þar sem hlutunum var öðru-
vísi háttað en hann er vanur. „Það
var hrikalega erfitt að vera meiddur
þarna. Eins og ég væri að fremja
glæp. Þeim fannst að ég væri að
svindla á þeim. Þetta voru ekki al-
varleg meiðsli en ég fékk ekki tíma
til að verða betri. Þeir ýttu mér allt-
af aftur af stað of snemma og þá náði
ég mér ekki af meiðslunum,“ sagði
Axel og hélt áfram að tala um æv-
intýri í Lettlandi.
„Ef ég mun einhvern tímann gefa
út bók þá verður þetta langstærsti
kaflinn. Ég veit hreinlega ekki hvað
ég vil segja,“ sagði hann en eftir smá
sannfæringu frá blaðamanni hélt
hann áfram. „Ef það var gert eitt-
hvað vitlaust var farið beint í launa-
seðilinn og sektað. Ef ég var 900
grömmum of þungur voru tekin 10
prósent af næstu launum. Þá voru
þrír yfirmenn knattspyrnumála sem
réðu öllu. Þeir hringdu á bekkinn til
að segja þjálfaranum hvaða skipt-
ingar hann ætti að gera. Þá spilar
það líka inn í að mér var sagt að með
góðum árangri í Riga myndu dyr
opnast í Rússlandi. Það er góður
markaður þarna til að komast að hjá
góðu liði í Rússlandi og það er ekki
eitthvað sem ég hef áhuga á núna,“
sagði Mosfellingurinn.
Axel, sem er nú 24 ára, fór ungur
að árum til Reading á Englandi en
lék ekki með aðalliði félagsins. Eftir
að hafa verið að láni hjá Bath og
Torquay í utandeildum Englands lá
leiðin til Viking í Noregi árið 2018,
áður en hann fór til Riga á síðasta
ári. Axel er spenntur að fara aftur til
Norðurlandanna.
Í besta standi lífs míns
„Riga-liðið er sterkt en deildin er
það ekki. Ég tel mig geta bætt mig
miklu mikið meira í Skandinavíu og
komist á þá staði sem ég vil komast
á. Það var mikill áhugi þegar kom í
ljós að ég væri laus og mér leist best
á Örebro. Það var áhugi í Noregi,
Ungverjalandi og svo Litháen en ég
vildi ekki vera áfram í Austur-
Evrópu. Ég hlakka til að koma aftur
til Skandinavíu og sýna hvað í mér
býr. Ég hef ekki náð því lengi vegna
meiðsla en nú er ég í besta standi lífs
míns. Ég átti gott spjall við Örebro
og mér líst rosalega vel á hvernig
þeir spila og þeirra leikstíl. Það
kemur ekkert annað til greina en að
fara aftur upp í efstu deild. Þeir líta
á sig sem efstudeildarlið og líta á síð-
asta tímabil sem smá slys. Mér
fannst spennandi að taka þátt í því
verkefni að hjálpa liðinu upp aftur.
Ég á að fá stórt hlutverk hjá þeim.
Ég er búinn að vera hérna í einn dag
og mér líst vel á völlinn, félagið og
stuðningsmenn,“ sagði Axel Óskar.
Íslendingar í Örebro
Örebro var mikil Íslendinga-
nýlenda undir lok 20. aldarinnar
þegar Arnór Guðjohnsen, Hlynur
Stefánsson, Hlynur Birgisson og
Sigurður Jónsson voru allir lykil-
menn í sterku liði félagsins í úrvals-
deildinni. Arnór var um aldamótin
kjörinn besti útlendingur 20. aldar í
Svíþjóð fyrir frammistöðu sína þar.
Gunnlaugur Jónsson kom líka við
sögu og í kjölfarið lék Einar Brekk-
an með liðinu í fjögur ár.
Á seinni árum hafa síðan bæði
Eiður Aron Sigurbjörnsson og
Hjörtur Logi Valgarðsson leikið
með Örebro í úrvalsdeildinni.
Þá hafa Edda Garðarsdóttir, Ól-
ína G. Viðarsdóttir, María Björg
Ágústsdóttir, Anna Björk Kristjáns-
dóttir, Berglind Rós Ágústsdóttir og
Cecilía Rán Rúnarsdóttir allar leikið
með kvennaliði félagsins.
Hrikaleg pressa í Riga
- Axel Óskar Andrésson er á leiðinni frá Lettlandi til Örebro - Stökkpallur til
Rússlands ekki lengur spennandi kostur - Vill sýna sig og sanna í Svíþjóð
Ljósmynd/Zigismunds Zalmanis
Riga Axel Óskar Andrésson í leik með lettneska liðinu. Hann var úr leik
stóran hluta síðasta árs vegna meiðsla og er nú farinn til Svíþjóðar.
LETTLAND
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
„Síðustu dagar hafa verið svakaleg-
ir. Ég hef verið að flytja úr íbúðinni í
Riga og semja bæði við Riga og
Örebro og það hefur verið nóg að
gera,“ sagði knattspyrnumaðurinn
Axel Óskar Andrésson í samtali við
Morgunblaðið.
Axel hefur gert samning við
sænska félagið Örebro, sem leikur í
B-deildinni á komandi leiktíð. Hann
kemur til Örebro frá Riga í Lett-
landi þar sem hann hafði verið frá
því í febrúar á síðasta ári.
Þjóðverjinn Thorsten Fink, sem
vann þýsku deildina fjórum sinnum
og Meistaradeildina einu sinni með
Bayern München á sínum tíma sem
leikmaður, tók við Riga á dögunum.
Með komu hans færðist Axel aftar í
goggunarröðina.
„Hann er frábær þjálfari sem hef-
ur unnið Meistaradeildina og er með
þvílíka reynslu sem þjálfari og leik-
maður. Ég spilaði allt undirbúnings-
tímabilið með Riga en til að gera
langa sögu stutta þá kom hann með
sína nýju leikmenn inn. Við áttum
frábært spjall þar sem hann sagði
mér að samkeppnin yrði mjög hörð í
miðvarðarstöðunni og við komumst
að samkomulagi um að ég mætti
fara. Mér leist betur á að fara en að
vera í mikilli samkeppni akkúrat
þarna.
Það gekk alltaf rosalega vel þegar
ég spilaði og við töpuðum ekki leik
sem ég byrjaði og ég var ekki ósátt-
ur við mína frammistöðu á vellinum.
Kannski hentaði leikstíllinn minn
bara ekki nægilega vel fyrir kom-
andi tímabil,“ útskýrði Axel.
Eiga að vera langbestir
Eigendur Riga dæla peningum í
félagið og eru óþolinmóðir ef illa
gengur. Leikmenn og þjálfarar end-
ast stutt ef liðið hefur ekki mikla
yfirburði í heimalandinu.
„Í Riga er þetta öðruvísi því þar
koma nýir leikmenn inn á færibandi
og menn fara út á færibandi. Maður
sá ansi mörg ný andlit á stuttum
tíma þarna og þar á meðal fjóra
þjálfara á einu tímabili. Það er
Subway-deild karla
KR – Þór Þ .......................................... 84:100
Breiðablik – Vestri ............................. 112:91
Tindastóll – Keflavík ......................... (46:36)
Valur – Þór Ak ................................... (72:41)
_ Tveimur leikjum var ekki lokið þegar
blaðið fór í prentun í gærkvöld.
Staðan fyrir tvo síðari leikina:
Þór Þ. 20 16 4 1967:1763 32
Njarðvík 19 14 5 1832:1636 28
Keflavík 19 13 6 1717:1620 26
Valur 19 11 8 1547:1518 22
Stjarnan 19 11 8 1702:1645 22
Tindastóll 19 11 8 1666:1686 22
Grindavík 19 10 9 1621:1620 20
Breiðablik 20 9 11 2145:2123 18
KR 20 9 11 1828:1855 18
ÍR 19 7 12 1671:1672 14
Vestri 20 4 16 1627:1825 8
Þór Ak. 19 1 18 1475:1835 2
1. deild karla
Hrunamenn – Hamar......................... 106:95
Staðan:
Haukar 26 24 2 2682:2048 48
Höttur 26 22 4 2645:2166 44
Sindri 26 17 9 2498:2245 34
Álftanes 26 16 10 2481:2237 32
Fjölnir 26 14 12 2438:2497 28
Skallagrímur 26 11 15 2215:2343 22
Hrunamenn 27 11 16 2404:2635 22
Selfoss 26 11 15 2271:2351 22
Hamar 27 4 23 2121:2598 8
ÍA 26 1 25 1952:2587 2
NBA-deildin
Charlotte – New York...................... 106:121
Detroit – Atlanta .............................. 122:101
Indiana – Sacramento ...................... 109:110
Boston – Utah ..................................... 125:97
Miami – Golden State....................... 104:118
Memphis – Brooklyn........................ 132:120
Minnesota – Phoenix........................ 116:125
Oklahoma City – Orlando ................ 118:102
Dallas – Houston ................................ 110:91
LA Lakers – Philadelphia ............... 121:126
Portland – San Antonio...................... 96:133
57+36!)49,
Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar
Alex Rúnarsson viðurkennir að það
hafi verið svekkjandi að vera ekki
fyrsti kostur í markvarðarstöðu ís-
lenska karlalandsliðsins í knatt-
spyrnu eftir að Hannes Þór Hall-
dórsson lagði landsliðsskóna á
hilluna á síðasta ári.
Þess í stað var Elías Rafn Ólafsson
markvörður Íslands í fjórum síðustu
leikjum undankeppni HM á síðasta
ári.
„Já ég var svekktur en ég skil líka
að þjálfararnir velja þann markvörð
sem er heitastur og Elías var heit-
astur. Hann var að spila með meist-
urunum í Danmörku á meðan ég var
á bekknum í Belgíu. Þjálfararnir
velja þann sem stendur sig best
hverju sinni,“ sagði Rúnar Alex á
blaðamannafundi landsliðsins í gær.
„Elli stóð sig vel í fyrra en við er-
um ennþá að þróa liðið. Það er rosa-
lega stutt á milli í fótbolta. Það líða
fimm mánuðir á milli leikja og það
getur margt gerst,“ bætti hann við.
Rúnar gæti fengið stórt hlutverk í
komandi vináttulandsleikjum Íslands
gegn Finnlandi og Spáni á morgun
og þriðjudag. johanningi@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
12 Rúnar Alex Rúnarsson á að baki
12 A-landsleiki fyrir Ísland.
Svekktur en skilur ákvörðunina