Morgunblaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 35
íþróttum og vissi um flest íþrótta- mót sem voru í gangi á ljósvaka- miðlum, hún var alltaf vel upplýst. Síðustu árin var amma mjög heimakær og ekki mikið fyrir ferðalög, en þegar hún kom í bú- stað mömmu og pabba fengum við nú að dekra við hana, og það var gott. Hvíldu í friði amma mín og ég kveð þig með þakklæti og ást í huga. Þinn Ingvi Jón. Trúi varla að elsku amma Gunna sé fallin frá. Amma var orð- in 91 árs, búin að lifa langa og heilsuhrausta ævi, en samt er svo sárt að hún sé farin. Í hvert skipti sem ég hugsa til hennar fæ ég sting í hjartað því ég sakna hennar svo mikið. Frá því ég man eftir mér elsk- aði ég að fara til ömmu og afa í Hrauntúnið. Það var yndislegt að koma til þeirra og spjalla um allt milli himins og jarðar. Hjá þeim hlustaði ég oft á barnaplötur og lagði kapal. Svo má nú ekki gleyma því að ég var með mikla matarást á ömmu, elskaði kökurn- ar hennar og pönnukökur. Með kökunum bauð amma mér alltaf upp á glas af mjólk en ég afþakk- aði það alltaf því mér fannst hún vond og finnst það enn í dag. Amma var alltaf hissa þegar ég neitaði en samt gafst hún ekki því henni fannst mikilvægt að ég fengi nóg af kalki fyrir beinin. Á hverjum föstudegi í mörg ár hittist fjölskyldan heima hjá ömmu og afa í föstudagskaffi. Þá var amma búin að galdra fram úr erminni veislu sem við fengum að njóta. Föstudagskaffið gerði okk- ur fjölskylduna nánari og fyrir það er ég henni þakklát. Það var sérstaklega ein kaka sem amma bakaði alltaf sem ég elskaði og það var ömmukakan. Það var brúnkaka með smjör- kremi á milli og ofan á var súkku- laðiglassúr og kókósmjöl. Í mörg ár sagði ég við ömmu að ég yrði að læra að baka þessa köku og bað hana einnig um uppskriftina að henni. Amma átti ekki uppskrift- ina því hún bakaði eftir tilfinning- unni og því miður lét ég aldrei verða af því að baka með henni. Nokkrir í stórfjölskyldunni hafa reynt að baka kökuna en okkur hefur ekki enn tekist að gera hana eins og amma gerði hana. Ég leit alltaf upp til ömmu og frá því ég var lítil stelpa sagðist ég ætla að verða amma eins og hún. Blíð, góð, mjúk og góður bakari. Markmiðið er enn að verða amma eins og hún því betri ömmu er ekki hægt að hugsa sér. Elsku amma var hógvær kona, kvartaði aldrei og vildi ekki láta hafa fyrir sér. Ég er þakklát fyrir þær stundir þegar ég var ein hjá ömmu og afa því þá fékk ég að heyra sögur frá því í gamla daga og fékk að vita skoðanir hennar á ýmsum málefnum. Síðasta mánuð ævi sinnar var amma á D-deild HSS og er ég þakklát öllu starfsfólkinu þar fyrir að hugsa einstaklega vel um hana. Útaf covid var heimsóknabann og því máttum við ekki heimsækja hana og mikið var það erfitt. Ég hugsaði mikið til ömmu og óskaði þess heitt að hún yrði heilsuhraust og kæmist heim til afa svo ég gæti heimsótt hana einu sinni enn en því miður gerðist það ekki. Þessi mánuður hefur verið mjög erfiður, ég hef verið afar meyr og alltaf stutt í tárin. Fannst svo sárt að geta ekki hitt hana og að hún væri ekki umvafin fjölskyldu sinni þess- ar síðustu vikur ævi sinnar. Ég er þakklát fyrir hversu lengi við fengum að hafa Gunnu ömmu hjá okkur og ég veit að amma mun fylgjast með öllu því sem stórfjöl- skyldan hennar tekur sér fyrir hendur og ég er viss um að hún mun hlæja að tilraunum okkar til að reyna að baka ömmukökuna góðu. Guð blessi þig elsku yndislega amma mín. Þín ömmustelpa, Jane Petra. MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022 ✝ Þóra Guðrún Pálsdóttir fæddist 21. sept- ember 1926 á Rauðabergi í A- Skaftafellssýslu. Hún lést á Hrafn- istu Nesvöllum 9. mars 2022. Foreldrar henn- ar voru Páll Bergs- son bóndi, f. 16. des. 1862 í Borg- arhöfn í Suðursveit, d. 11. maí 1946, og Pálína Daníelsdóttir húsfreyja, f. 1. des. 1884 á Við- borði á Mýrum, d. 19. feb. 1985. Systkini Þóru voru: Andvana stúlka, f. 5. sept. 1909, d. 5. sept. 1909; Sigurbergur, f. 11. nóv. 1910, d. 6. júlí 1998; Daní- el Skafti, f. 20. sept. 1915, d. 1. júlí 2002; Magnús Guðjón, f. 11. des 1918, d. 14. maí 1919. Hinn 8. september 1957 gift- ist Þóra Sæmundi G. Jóhann- essyni kennara, rithöfundi og trúboða, f. 13. nóv. 1899, d. 18. sept. 1990. Foreldrar hans voru Jóhannes Jakobsson og Petrea Guðný Gísladóttir. Börn Þóru og Sæmundar eru: 1) Jóhannes Páll (Palli), f. stæðna vegna að bregða búi í sveitinni og flutti þá fyrst að Lágafelli í Mosfellssveit en síð- an til Reykjavíkur. Árið 1956 settist Þóra að á Akureyri, þar sem hún átti heima í rúm 40 ár en þegar hún giftist Ásgrími flutti hún til Keflavíkur og bjó þar til dánardags. Þóra lauk ljósmæðraprófi frá Ljósmæðraskóla Íslands 30. sept. 1956. Hún vann sem ljósmóðir á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 1956-1957. Síðar, þegar börnin voru orðin stálpuð, vann hún við hjúkrun aldraðra á ýmsum stofnunum. Pálína móðir Þóru bjó á heim- ili þeirra Sæmundar og þegar heilsu Pálínu fór að hraka hætti Þóra að vinna utan heimilis og hjúkraði móður sinni og síðar eiginmanni þar til þau létust. Eftir andlát Sæ- mundar fór Þóra aftur út á vinnumarkaðinn og vann við fiskvinnslu í fáein ár, nokkuð sem hún gerði skemmtilega skil í grein sem hún skrifaði og fékk birta í tímaritinu Heima er bezt. Þóra tók einnig saman ævisögu Arthurs Gook trúboða og birti fyrst á bloggi sínu en gaf út í bókarformi ár- ið 2017. Útför Þóru Guðrúnar fer fram frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju í dag, 25. mars 2022, og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verður á Akureyri. 6. okt. 1958, kvæntur Sanne Thybo Sæmunds- son. Sonur Palla og Alice Krupa er 1a) Bjarne Krupa. Dætur Palla og Birte Olesen eru 1b) Sara, gift Stef- fen Juhl Larsen. Börn þeirra eru Karla og Magne. 1c) Anna. 2) Anna, f. 13. sept. 1959, gift Kjell- Einar Ofstad. Sonur þeirra er 2a) Sigurður, kvæntur Mengke Liu. 3) Guðný Pálína, gift Vali Þór Marteinssyni. Dóttir Guð- nýjar og Einars Gylfasonar er 3a) Hrefna Sæunn, gift Egil Hansen. Börn þeirra eru Erik Valdemar og Dagmar Elvíra. Synir Guðnýjar og Vals eru 3b) Andri Þór, kvæntur Freyju Hrund Ingveldardóttur. Synir þeirra eru Matthías Árni og Valur Kári. 3c) Ísak Freyr. Hinn 18. des. 1999 giftist Þóra Ásgrími Stefánssyni húsasmíðameistara, f. 4. okt. 1923, d. 17. jan. 2014. Þóra ólst upp á Rauðabergi en 1949 þurfti fjölskyldan að- Ein fyrsta minning mín af mömmu er að hún tók mig með í heimsóknir á elliheimilið í Skjald- arvík. Þar heimsótti hún gamlar konur sem hún þekkti og þær gáfu mér brjóstsykur. Kannski var það blanda af löngun og skyldurækni sem var hvatinn að þessum heimsóknum, en almennt vildi mamma láta gott af sér leiða í lífinu. Það vakti ekki alltaf jafn mikla hrifningu mína, eins og þegar hún bauð einstæðingi að borða með okkur á aðfangadags- kvöld, eða þegar hún veitti fatl- aðri stúlku húsaskjól í einn eða tvo vetur þegar ég var unglingur. Mér fannst meira spennandi þeg- ar mamma leigði herbergi í kjall- aranum út til ferðafólks, áratug- um áður en „airbnb“ kom til sögunnar. Það var að sumu leyti sérstakt að alast upp sem dóttir Þóru og Sæmundar á Sjónarhæð eins og pabbi var oftast kallaður. Sem unglingur þráði ég að falla í hóp- inn og sú þrá leiddi af sér ákveð- inn mótþróa gegn sumu af því sem foreldrar mínir stóðu fyrir. Olli þetta núningi í samskiptum okkar mömmu en hún stóð engu að síður ætíð við bakið á mér. Þegar ég hætti í menntaskóla fór hún fram á að ég lærði til sjúkra- liða, sem ég og gerði, nokkuð sem leiddi síðar til þess að ég kynntist manninum mínum. Þegar ég átti von á barni 18 ára gömul fengum við barnsfaðir minn að búa í kjall- aranum í Stekkjargerði. Og þeg- ar ég ákvað að halda áfram námi til stúdentsprófs, eftir að hafa starfað sem sjúkraliði í þrjú ár, fluttum við Hrefna upp á efri hæðina til mömmu og pabba, en hann var þá orðinn hjúkrunar- sjúklingur og lést fjórum árum síðar. Að hluta til var það af löngun til að endurgjalda mömmu um- hyggjuna, að við fjölskyldan sett- umst að á Akureyri að loknu sér- námi Vals. Okkur var ljúft og skylt að styðja við mömmu í ell- inni, eða það héldum við að væri að fara að gerast. Til að byrja með bjó mamma í kjallaranum hjá okkur og aðstoðaði m.a. við að passa Andra og Ísak þegar á þurfti að halda. En svo breyttust kringumstæður nokkuð óvænt þegar hún giftist Ásgrími og flutti til Keflavíkur. Í bónus með Ásgrími fékk mamma son hans og tengdadóttur, Kristin og Dísu. Þau reyndust mömmu vel og ég veit að Dísa með sína léttu lund átti stórt pláss í hjarta mömmu. Eftir andlát Ásgríms tóku þau mömmu undir sinn verndarvæng og það var afar dýrmætt fyrir okkur systkinin að vita af þeim í nágrenninu allt fram á síðasta dag. Mamma var ekki sú sem hafði hæst en lét verkin frekar tala. Hún var sjálfstæð, viljasterk, bjó yfir dugnaði og seiglu, vílaði ekki fyrir sér að læra nýja hluti. Ég held að hún hafi ekki verið alin upp við mikla tilfinningasemi, lífsbaráttan var hörð, en ég veit að henni þótti afskaplega vænt um okkur systkinin og er þakklát fyrir að hafa átt hana sem móður. Guðný Pálína Sæmundsdóttir. Mig langar til að minnast móð- ur minnar, Þóru Guðrúnar Páls- dóttur, sem andaðist hinn 9. mars síðastliðinn. Hún ólst upp í Hornafirði, á Rauðabergi á Mýr- um. Þaðan er útsýni vítt og fag- urt á fjöll og jökla og graslendi út að sjó, en tún og engi rýr undir fjallinu. Eftir nokkurra ára viðkomu í Reykjavík flutti hún til Akureyr- ar og giftist föður mínum, Sæ- mundi G. Jóhannessyni. Sem barn og unglingur var ég ekki mikið að velta fyrir mér hverja persónu mamma hafði að geyma. Fyrir okkur sem erum svo heppin að hafa alist upp í góðu öryggi hjá foreldrum eru þeir eins og sjálfsagðir hlutir. Eftir að ég fluttist til Noregs breyttist tengingin og í mínum huga steig persónan Þóra fram og varð skýrari fyrir mér. Ég fór að sjá hvernig hún gat alltaf gert það sem hún ætlaði sér. Hún var ekki hrædd við breytingar og tókst á við lífið hverju sinni sam- kvæmt samvisku sinni. Hún fór ekki fram með offorsi og oftast hélt hún sig til hlés þar sem fólk var samankomið, en við sem þekktum hana vitum að hún hafði sterkan vilja og góða kímni- gáfu. Ég sé að hún var nákvæm- lega rétta móðirin fyrir mig. Fyr- ir utan móðurást, sem ég fékk í ríkum mæli, þá fékk ég líka að finna fyrir væntingum í minn garð og hún ýtti mér áfram þegar þess var þörf. Hún hafði lag á að koma mér í skilning um að ég ætti og yrði oft að fara út fyrir minn eigin þægindaramma til að geta tekið þátt í og verið stjórn- andi í eigin lífi. Hún kenndi mér margt, bæði beint og óbeint. Ég man að hún kenndi mér að lesa og prjóna og þreyttist ekki á að segja mér til. Þegar ég var að verða 13 ára var lopapeysufaraldur á Akureyri og ég spurði hvort hún vildi prjóna lopapeysu á mig. Nei, þú getur gert það sjálf, var svarið. Og það gerði ég, með aðstoð frá henni. Hún gerði alltaf ráð fyrir að við systkinin gætum klárað okkur sjálf. Ég minnist þess sem lítil að hafa fylgst með henni í eldhúsinu, fyrst á Sjónarhæð og síðar í Stekkjargerði, snúa kleinum, baka pönnukökur, baka flatbrauð og rúgbrauð, taka slátur og margt fleira. Hún hafði alla tíð gaman af handavinnu og virtist geta allt, hún bróderaði dúka, koddaver, púða, saumaði föt, bæði á okkur og sjálfa sig. Fal- legustu fötin hennar fannst mér vera dragtir sem hún hafði saum- að á sjálfa sig. Eftir að hafa verið ekkja í tæp 10 ár giftist hún Ásgrími Stefáns- syni. Hann var líka ekkjumaður og með honum fékk mamma heila nýja fjölskyldu. Við systkinin vorum mjög glöð fyrir hennar hönd. Ásgrímur dó snemma árs 2014 og stuttu seinna lærbrotnaði mamma. Eftir erfið veikindi var af henni dregið en hún gafst ekki upp. Göngugrindin varð hennar fasti fylgisveinn og hún æfði upp þrekið á göngunum á Njarðar- völlum þar sem hún bjó í þjón- ustuíbúð. Síðasti dvalarstaðurinn var Hrafnista á Nesvöllum. Þar hafði hún útsýni yfir fallegt tún, og gat sagt mér í símanum allt fram undir hið síðasta hvernig viðraði. Ég sá hana síðast í jan- úar og er fegin að ég gat heimsótt hana. Þá var andlegur og líkam- legur kraftur þrotinn. Síðustu vikurnar naut hún góðrar umönnunar starfsfólksins á Nes- völlum. Meira á www.mbl.is/andlat Anna Sæmundsdóttir. Elsku Þóra föðursystir mín er látin. Ég var svo lánsöm að kynn- ast henni vel og eiga margar sam- verustundir með henni. Þóra var magnaður karakter. Skarp- greind, mikill húmoristi, sagði svo skemmtilega frá og var alltaf á undan sinni samtíð. Í einni af heimsóknum mínum til hennar komst ég að því að hún hafði varðveitt öll bréf sem hún sjálf hafði fengið og sömuleiðis Pálínu mömmu sinnar. Við suma skrifaðist hún á í marga áratugi. Það voru aðallega ættingjar og vinir frá Hornafirði en hún hafði sterkar tilfinningar til átthag- anna þar sem hún ólst upp. Það komu líka mörg þakkarbréf til hennar frá fólki sem hún hafði rétt hjálparhönd. Það kom svo skýrt fram í þessum bréfum að hún hugsaði frekar um þarfir annarra en sínar. Hún skrifaði líka dagbækur og alls konar minningar, sérstaklega frá bernsku sinni. Við sátum saman mörgum stundum að fara yfir þessi bréf og mér fannst svo gef- andi að fá innsýn í lífshlaup henn- ar. Þóra og foreldrar hennar voru mjög trúrækin. Þau kynntust Arthuri Gook trúboða, sem ferð- aðist víða um land og boðaði trú sína. Þóra var lengi í bréfasam- bandi við hann. Fyrstu bréfin eru síðan 1946. Seinna á lífsleiðinni átti Þóra eftir að kynnast honum mjög vel. Hún tók saman og gaf út minningar hans árið 2017, þá 91 árs. Arthur Gook og Sæmund- ur G. Jóhannesson, sem síðar varð eiginmaður Þóru, störfuðu náið saman við Sjónarhæðarsöfn- uðinn á Akureyri og gáfu þeir líka út Norðurljósið. Þóra og Sæ- mundur skrifuðust á en hittust sjaldan áður en þau giftust. Fyrsta bréfið sem hún fékk frá Sæmundi er frá 1948. Þóra og amma voru mjög nán- ar og höfðu nánast alltaf búið saman. Það sést vel í gegnum bréf og minningar að Þóra hafði mikla ábyrgðartilfinningu gagn- vart móður sinni. Þetta sagði Þóra þegar hún talaði til mömmu sinnar á 70 ára afmæli hennar: „Þar var iðjusemin ástunduð og vinnan í heiðri höfð og ég er ánægð og þakklát fyrir að fá að alast upp við það og oft var rokk- urinn þeyttur eftir að aðrir voru til hvíldar gengnir. Ég minnist líka vetrarkvöldanna er stjörn- urnar ljómuðu á himninum og tunglið skein á Skaftafellsjökla og fjöll, hve þá var gott að hátta í hlýju hreiðrinu sínu í litlum bæ undir bröttu fjalli og sofna við rökkurhljóðið.“ Þegar Þóra varð fimmtug orti Sæmundur til hennar ljóðabálk. Hér eru tvö þessara ljóða: Við mættumst, sunnlensk mær og ég á vegi, er mínum tók að halla ævidegi, svo mæt og þýð sem milda nóttin bláa, hún mér þá færði svölun köllun háa. Ég þakka gersemina þessa, sem gaf mér, hann okkur megi blessa. Hún Þóra Guðrún þjóni hans dýrðarráði í þessum heimi og á sæluláði. Öll sendibréfin og skrifaðar minningar Þóru eru varðveitt á handritasafni Landsbókasafns- ins. Þóra giftist síðar Ásgrími Stef- ánssyni og átti góð ár með hon- um. Kristinn sonur Ásgríms og Þórdís kona hans reyndust Þóru mjög vel alla tíð og sendi ég þeim samúðarkveðjur. Börnum Þóru og Sæmundar, þeim Jóhannesi Páli, Önnu og Guðnýju Pálínu, og fjölskyldum þeirra, votta ég samúð mína. Elsku frænka mín, þakka þér fyrir allar samverustundirnar. Pálína Sigurbergsdóttir. Ég kynntist Þóru þegar hún giftist seinni manni sínum, Ás- grími Stefánssyni. Þá fór hún frá Akureyri og bjó suður með sjó. Hún var viðræðugóð og afar vel heima í öllum þeim málum sem við fjölluðum um. Hún hafði ver- ið prófarkalesari fyrir Norður- ljósið og bækurnar sem Sæ- mundur G. Jóhannesson gaf út. Seinna ritaði hún stórmerkilega bók um sögu Sjónarhæðarsafn- aðarins á Akureyri og Arthúr Gook, trúboða. Hún var meðlim- ur þess safnaðar og vissi því meira en margur annar um trú- boðann Arthúr og söfnuðinn á Sjónarhæð. En Þóra ritaði söguna og dró fram margar magnaðar lýsingar. Þar má lesa um frostaveturinn mikla 1918 og vitjun Guðs til Sjónarhæðarsafnaðarins á þeim tíma. Þóra greindi frá því að rétt fyrir áramótin 1917-1918 berst Arthúr Gook skeyti um að á hafnarbakkanum í Reykjavík bíði hans 3 tonn af kolum frá gef- anda á Englandi. Eimskip kom með farminn frá Liverpool og hann geti vitjað hans þegar vel stendur á. Arthúr sá að flutning- urinn myndi kosta offjár frá Reykjavík til Akureyrar. Hann hafði samband við Kolasöluna á Akureyri og spurði hvort hann gæti tekið út 3 tonn af kolum upp á að þeir fengju magnið hans í Reykjavík upp í greiðslu. Já, al- veg sjálfsagt, var svarið. Þóra segir að strax eftir ára- mót hafi kolaflutningarnir hafist og sumt seldi Arthúr fyrir mat og aðrar nauðsynjar en annað fór í kolageymsluna á Sjónarhæð. Þegar allt var komið í hús og búið að ganga frá öllum viðskiptum skall á með þessu grimmdar- frosti þann 6. jan. 1918. Sjónarhæð var þá orðin birg af kolum og gat boðið öllum upp á „heitustu samkomur“ á Íslandi. Frostum linnti varla fyrr en und- ir vorjafndægur þótt kuldinn hafi ekki endilega verið í hæstum hæðum allan tímann. Þóra ritaði söguna heilli öld eftir að atburðirnir gerðust og því höfum við heimildirnar vel varðveittar í frásögu hennar. En Þóra bætir við að Arthúr komst aldrei í samband við gefanda kol- anna til að þakka honum eða kynnast á nokkurn hátt. Við kveðjum því „mikinn sagnasjóð“ við andlát Þóru sem margt annað gott mætti skrásetja og segja frá um líf hennar. Guð blessi minningu þessarar sómakonu sem var mjög leikin með pennann og öll efnistök. Það fór lítið fyrir henni en verkin lofa góða konu. Afkomendum óska ég samúðar og bið að friður Guðs hvíli yfir þeim öllum. Snorri í Betel. Þóra Guðrún Pálsdóttir Svanhvít Lofts- dóttir hjúkrunar- fræðingur er látin, langt fyrir aldur fram. Hún var samstarfsmaður minn á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund; hún sem aðstoðardeildar- stjóri þar og ég sem starfsmaður við umönnun. Ég vil kveðja hana fyrir hönd okkar sem til hennar þekktum þar, með einu af ljóðum mínum Svanhvít Loftsdóttir ✝ Svanhvít Loftsdóttir fæddist 17. maí 1966. Hún lést 21. febrúar 2022. Útför Svan- hvítar fór fram 10. mars 2022. um Grund, en það heitir: Samstarfs- stúlkur mínar á elli- heimilinu. Þar yrki ég í upphafi svo: Starfsstúlkurnar ganga nú hlæjandi burt og dillandi sínum fögru bossum frá óvenju góðum mötu- neytiskræsingunum. Skrík þeirra og gallabuxnatíska gefa til kynna eilífð æskunnar, að allt sé nú gengið upp: ástin, húsið, börnin, framtíðin, og ekkert sé nú eftir nema barnabörnin, og að verða eilíf eins og brosandi búddalíkneskin. Tryggvi V. Líndal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.