Morgunblaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022 PORTÚGAL SUMARSÓL Á ALBUFEIRA ÚRVAL ÚTSÝN 585 4000 WWW.UU.IS INFO@UU.IS INNIFALIÐ: FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR 29. MAÍ - 07. JÚNÍ CLUBE ALBUFEIRA 3* SUPERIOR ÍBÚÐ 92.900 KR Á MANN FULLORÐNA OG 2 BÖRN 29. MAÍ - 07. JÚNÍ HOTEL NAU SALGADOS 5* JUNIOR SVÍTA VERÐ FRÁ127.900 KR Á MANN FULLORÐNA OG 2 BÖRN Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Forsendunefnd Alþýðusambands Ís- lands og Samtaka atvinnulífsins hefur komist að niðurstöðu um greiðslu hagvaxtarauka til launafólks. Ákveðið var að hagvaxtaraukinn komi til greiðslu 1. maí líkt og kveðið er á um í kjarasamningum. Munu því launa- taxtar hækka um 10.500 kr. og al- menn laun um 7.875 kr. frá 1. apríl og koma til greiðslu 1. maí. Samtök atvinnulífsins voru mótfall- in því að virkja ætti hagvaxtarákvæð- ið við núverandi aðstæður og fóru þess á leit við verkalýðshreyfinguna síðastliðið haust og aftur í viðræðun- um í yfirstandandi mánuði „að gert yrði samkomulag um að hagvaxtar- auki komi ekki til framkvæmda. Því var hafnað með öllu,“ segir í umfjöllun um málið á vef SA í gær. Fram hefur komið að landsfram- leiðsla á mann jókst um 2,53% á síð- asta ári og hefur það þá þýðingu að hagvaxtarauki kjarasamninganna hefur verið virkjaður. Í umfjöllun ASÍ er bent á að launagreining leiði í ljós að launahlutfall í hagkerfinu hafi ver- ið stöðugt á samningstímabilinu. Samtök atvinnulífsins benda á að þegar lífskjarasamningurinn var gerður í apríl 2019 var útlit fyrir 1- 1,5% hagvöxt á hvern íbúa á hverju ári samningstímans. Þessar spár brugðust í kórónukreppunni og af því leiði að svigrúm til almennrar kaup- máttaraukningar minnkaði. „Samtök atvinnulífsins hafa varað við því að hagvaxtarákvæði Lífskjarasamnings- ins komi til framkvæmda, enda fyrir- tækin ekki í stakk búin til að taka á sig frekari launahækkanir. Hækkun launa 1. janúar sl. var langt umfram svigrúm atvinnulífsins vegna breyttra forsenda og hefur haft hvetjandi áhrif á verðbólgu og vexti. Seðlabankinn hefur varað við vaxandi verðbólgu vegna ósjálfbærra launahækkana sem kalli á hækkun stýrivaxta bank- ans,“ segir í umfjöllun SA. Launahækkanir vegna hagvaxtar - Alþýðusam- bandið hafnaði óskum SA með öllu Morgunblaðið/Eggert Atvinnulíf Hagvöxtur var 2,53% á íbúa milli áranna 2020 og 2021. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við erum búin að æfa í um það bil þrjá mánuði. Eftir seinustu tímaæfingar er ég orðinn vongóð- ur að þetta muni ganga vel,“ segir Sindri Guðbrandur Sigurðsson matreiðslumaður sem tekur þátt í Norðurlandamótinu í matreiðslu í næstu viku. Hópur Íslendinga heldur utan um helgina en keppnin fer fram í Herning í Danmörku. Sindri tekur þátt í keppninni um matreiðslu- mann Norðurlandanna, Gabríel Kristinn Bjarnason reynir sig í keppni ungkokka, Sveinn Steins- son og Aþena Þöll Gunnarsdóttir keppa í grænkeraflokknum og Steinar Bjarnason keppir í fram- reiðslu. Keppendur þurfa að reiða fram forrétt úr kjúklingi og rabarbara, aðalrétturinn verður að vera norsk lúða og eftirréttur skal inni- halda hvítt súkkulaði og rauðróf- ur. „Við sérpöntuðum okkur lúðu frá Noregi til að æfa okkur. Norska lúðan er aðeins feitari en sú sem við fáum hér og hún er öll í sömu stærð enda ræktuð,“ segir Sindri sem er orðinn spenntur fyr- ir keppninni. „Já, ég held að flestir kokkar vilji taka þátt í þessari keppni. Það verður gaman að sjá hvar maður stendur gagnvart öðrum á Norð- urlöndunum.“ Keppnin um matreiðslumann Norðurlandanna og ungkokka- keppnin er sams konar. Þurfa þeir Sindri og Gabríel að elda fyrir 12 manns á tíma. „Svo fáum við ein- hvern danskan aðstoðarmann úti sem hjálpar til við uppvaskið eða það sem við treystum honum fyr- ir.“ Sindri er 26 ára en hann útskrif- aðist sem matreiðslumaður árið 2016. Hann hefur verið í kokka- landsliðinu í nokkur ár og starfar nú sem yfirmatreiðslumaður á Héðni Kitchen & Bar. Sérpöntuðu lúðu frá Noregi til að æfa sig Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hörður Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar, sagði á ársfundi fyrir- tækisins í gær að mikil eftirspurn væri eftir orku en ekki von á orku frá nýjum virkjunum fyrr en eftir fjögur til sex ár. Hann greindi frá því hvaða áherslur fyrirtækið leggur við sölu á nýrri orku á næstu árum en tók það fram að ekki verði til næg orka í öll þau verkefni, hvað þá önnur. Fram kom að stjórn Landsvirkjunar hefur samþykkt að leggja til að arð- greiðslur frá Landsvirkjun til ríkis- ins verði 15 milljarðar króna í ár. Hörður sagði að fyrirtækið ætti fljótlega að geta komist í gang með virkjanir til að sinna eftirspurninni. Tók þó fram að þetta væru flókin verkefni og mikilvægt að ná sem breiðastri sátt um þau. Nefndi að togstreita væri á milli loftslagsmála og náttúruverndar þótt loftslagsmál- in væru stærsta náttúruverndarmál- ið. Togast væri á um lífskjörin. Þarna þurfi að finna jafnvægi. Hörður flokk- aði viðskiptavini í fimm flokka og sagði að áhersla Landsvirkjunar næstu 4-6 árin væri á þrjá þeirra. Aukin inn- lend notkun og orkuskipti væri í fyrsta forgangi. Þar á eftir kæmi aukin stafræn veg- ferð, svo sem gagnaver og matvæla- vinnsla. Það yki á fjölbreyti í at- vinnulífinu. Í þriðja lagi væri vöxtur og framþróun núverandi stórnot- enda. Landsvirkjun vildi styðja við viðskiptavini sína, hjálpa þeim að auka virðisaukandi vörur og fleira. Ný stóriðja ekki í forgangi Sem dæmi um hópa nýrra við- skiptavina sem ekki yrði hægt að sinna á þessum tíma en væru einnig áhugaverðir nefndi Hörður nýja stóriðju, til dæmis álver, kísilver og áburðarverksmiðju, og verkefni sem tengdust útflutningi á orku, svo sem rafeldsneyti og sölu um sæstreng. Ásbjörg Kristinsdóttir, fram- kvæmdastjóri á sviði framkvæmda, sagði frá helstu virkjunum sem eru í undirbúningi. Landsvirkjun hefði hug á að nýta sér vatnsafl, jarð- varma og vindafl við næstu fram- kvæmdir. Þá væri hafin vinna við af- laukningu virkjana á Þjórsár-- Tungnaársvæðinu. Hvammsvirkjun og stækkun Þeistareykjastöðvar eru þau verkefni sem nú eru helst til skoðunar en einnig vindorkugarðar við Blönduvirkjun og Búrfell. Ekki von á nægri orku í öll verkefni - Mikil eftirspurn er eftir orku hjá Landsvirkjun en ekki von á nýrri orku fyrr en eftir fjögur til sex ár - Innlendur markaður, orkuskipti og stafræn vegferð er í forgangi ásamt framþróun stórnotenda Hörður Arnarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.