Morgunblaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 25
25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022
Á flótta Úkraínumenn, einkum konur og börn, flýja átökin í heimalandinu. Hér kemur ung stúlka ásamt móður sinni út úr flugvél í Zürich í Sviss í vikunni. Um borð voru um 90 flóttamenn.
Fabrice Coffrini-AFP
Ekki veit ég hvernig
þeim líður sem aldrei
hafa séð flugvél. Þegar
ég fæddist hafði ég
aldrei séð flugvél. Með
nokkrum þroska
skynjaði ég flugvélar.
Sumar voru gular. Þær
voru kallaðar „köbbar“
en það var leitt af Pi-
per Cub. Stærri vélar
sem flugu nærri heim-
ili mínu voru kallaðar
„þristar“ eða „Dakota“-vélar. Verk-
smiðjan útskrifaði þær sem „DC 3“
eða „C 47 Skytrain“.
„Þrista“nafnið gat haft í för með
sér leiðan misskilning þegar dönsk-
um farþegum var kynnt flugvélateg-
undin „Trist“. Það þótti Dönum
sorglegt.
Flug byggist á tiltölulega einaldri
eðlisfræði. Maðurinn hafði séð fugla
himinsins hefja áreynslulaust flug.
Svo hurfu fuglar að hausti og komu
til baka að vori. Eðlisfræði flugs
fuglanna stóð lengi í mönnunum. Þó
reyndi maðurinn að líkja eftir flugi
fuglanna, oft með skelfilegum afleið-
ingum.
Upphaf flugs
Almennt er talið að flug hafi hafist
17. desember 1903 í bænum Kitty
Hawk í Norður-Karólínu í Banda-
ríkjunum. Þá er skilið á milli flugs
með loftbelgjum (léttari en and-
rúmsloft) og flugvéla (þyngri en
andrúmsloft). Þar á milli liggur svif-
flugvélin, sem nýtir sér uppstreymi
lofts yfir landi eða
fjallabylgjur.
Fyrst var flogið á Ís-
landi hinn 3. sept-
ember 1919. Íslensk
flugsaga er ekki alveg
samfelld. Fyrsta og
önnur tilraun til „Flug-
félags Íslands“ gengu
illa, en það er með
góðri samvisku hægt
að tala um samfellt flug
frá 1937.
Fyrsta hátækniat-
vinnugreinin
Það er með góðri samvisku hægt
að leyfa sér að segja að flug sé
fyrsta hátækniatvinnugrein á Ís-
landi. Vissulega er vélvæðing báta-
flotans upphaf iðnvæðingar hér á
landi. En með nákvæmnismælitækj-
um og hugviti er hægt að fljúga með
mælitækjunum, ákvarða hraða, hæð
og staðsetningu flugvélar.
Það kann að vera að tækjabún-
aður í togurum og loðnuskipum hafi
tekið umskiptum frá þarsíðustu
aldamótum en umskiptin á sama
tíma í tækjabúnaði flugvéla eru
margfalt meiri.
Í góðu árferði er farþegaflug á Ís-
landi sem næst 3,5% af landsfram-
leiðslu, með nokkru minni mannafla,
því laun í atvinnugreininni eru vel
yfir landsmeðaltali.
Flugsafn fyrir flugóða
Það er eðlilegt að þeir sem eru
helteknir af flugþrá fái sitt safn.
Með réttu má segja að þeir sem eru
haldnir flugþrá séu einnig flugóðir.
Með líður best í flugvélum en vinna í
fluggörðum og athuganir í flug-
söfnum lina alla verki.
Í raun er það mjög vel til fundið
að Flugsafn Íslands sé á Akureyri.
Enda þótt flug hafi hafist í Vatns-
mýri í Reykjavík, þá er hin sam-
fellda flugsaga á Íslandi með upp-
runa sinn á Akureyri þegar
Flugfélag Akureyrar hf. var stofnað.
Flug sem stóriðja á í raun upphaf
sitt og forsendu á Keflavík-
urflugvelli. Flug til og frá Íslandi
sem „hub“ er og verður um Kefla-
víkurflugvöll. Það heitir „Lofleiða-
ævintýrið“, enda þótt Loftleiðir í
dag sé leiguflug.
Sagt er um Dagfinn Stefánsson
flugstjóra að hann hafi lýst sig
minnislausan þegar hann kom í
Flugsafnið á Akureyri. En þegar
hann fór mundi hann skírtein-
isnúmer sitt, #26. Og honum leið
miklu betur en fyrir heimsóknina.
Hvað geymir flugsafn
og flugsaga?
Flugsafn er í raun lifandi veru-
leiki atvinnugreinar, sem hefur
verulega þýðingu. Í safninu á Ak-
ureyri eru flughæfar vélar og vél-
arhlutar með mikla tengingu í ís-
lenska flugsögu.
Á veturna er í Flugsafninu DC 3-
flugvél frá Flugfélagi Íslands. Og í
safninu er stjórnklefi fyrstu íslensku
þotunnar.
Að auki eru margar flugvélar í
Flugsafninu hæfar til flugs. Margar
flugvélar segja aðeins sögu.
Í Flugsafninu er klæðnaður flug-
liða frá ýmsum tímum. Það er at-
hugunarefni fyrir stílista að ráða í
tískustrauma í klæðnaði. Umfram
allt þarf klæðnaður flugliða að vera
hentugur fyrir það starf sem er
sinnt.
Í Flugsafninu er urmull af skjöl-
um úr flugsögunni. Nægir þar að
nefna leiðabækur margra þeirra
flugmanna sem mesta reynslu hafa
af flugi á Íslandi og víða um heim.
Flugsagan í myndum
Flugsagan á Íslandi er mjög vel
skráð í myndum. Kemur þar margt
til. Það þóttu mikil tíðindi úti á landi
þegar flugvélar komu. Þeir sem áttu
myndavélar urðu að skrá viðburðinn
í sinni heimabyggð.
Þannig eru til myndir af heims-
viðburði árið 1933 þegar Charles
Lindbergh kom til Eskifjarðar og
lenti vél sinni í vík, þar sem nú er
Sjóminjasafnið á Eskifirði og Ran-
dolfs-sjóhús. Næsti áfangastaður
Lindberghs var Færeyjar.
Fyrir utan að vera haldnir flugþrá
voru frumherjar í íslenskri flugsögu
tækjaóðir. Þeir urðu að eiga góðar
myndavélar þegar góðar mynda-
vélar voru ekki almenningseign og
þeir notuðu þær til að skrá söguna.
Mér er tjáð að höfundur Loftleiða-
merkisins, Halldór Sigurjónsson
flugvirki, hafi látið eftir sig ótrúlegt
safn mynda, ekki aðeins ljósmynda
heldur einnig kvikmynda. Hann náði
að kvikmynda björgun DC 3-
flugvélar af Vatnajökli.
Sigurður Magnússon, blaða-
fulltrúi Loftleiða, vann brautryðj-
andastarf í almannatengslum í at-
vinnurekstri hér á landi. Hann hélt
vel utan um skrif um félagið og náði
að safna saman myndum úr kynn-
ingarstarfi sínu. Loftleiðir hf. voru
með sérstakan „hirðljósmyndara“,
Lennard Carlen, til að skrá sam-
tímasögu félagsins, sem síðar varð
hluti af íslenskri flugsögu.
Það þarf að skrá
íslenska flugsögu
Flugsagan hefur að nokkru verðið
skráð í ævisögum frumherja ís-
lensks flugs. Þessir ungu menn,
frumherjarnir, voru margir miklir
glæsimenn og höfðingjadjarfir. Þeir
gátu vænst frama á öðrum og hefð-
bundnum vettvangi. Auðvitað fóru
þeir langt á glæsimennskunni. En
verkin urðu að tala. „Loftleiðaæv-
intýrið“ talaði skýrt.
Flugsöguna þarf að skrá. Mynd-
irnar eru ekki mikils virði ef ekki
fylgir frásögn af atburðum og því
fólki sem er á myndunum. Það er
hlutverk Flugsafns Íslands að skrá
og rannsaka flugsöguna, eins og
Árnastofnun skráir og rannsakar ís-
lenska bókmenntasögu.
Kaþólsk viðhorf
„Hvar værum vér nú komnir, ef
aldrei hefðu verið hinir gömlu, góðu
munkar, sem öld eftir öld hjeldu ein-
ir á og uku þekkingu fornaldarinnar,
svo að geymist síðari kynslóðum?“
Eftir Vilhjálm
Bjarnason » Það er með góðri
samvisku hægt að
leyfa sér að segja að
flug sé fyrsta hátækni-
atvinnugrein á Íslandi.
Vilhjálmur
Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Flugþrá