Morgunblaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022 VINNINGASKRÁ 113 10697 22448 30435 38402 50249 59715 72921 480 10886 22872 30553 38501 50360 60474 73117 550 11429 22902 30559 38754 50863 60788 73369 613 11934 22919 30939 38817 50969 61107 73476 681 12290 23093 30971 38819 51179 61339 73541 703 12324 23109 31120 39012 51200 61630 73650 916 12762 23134 31146 39112 51226 62454 73791 1377 12793 23285 31508 39232 52012 62577 74597 1566 13017 23454 32273 40034 52106 62599 75054 1775 13168 23558 32447 40343 52847 62956 75150 1856 13401 23566 32782 40547 53293 64403 75657 2170 14275 24187 33009 40557 53484 64678 76088 2365 14689 24453 33039 40888 53843 65445 76132 2585 15117 24517 33448 40903 53960 65459 76193 2674 15828 24936 34137 40939 54482 65518 76324 2819 16461 25135 34207 41096 54517 65841 76422 3327 16486 25182 34357 42332 54551 66085 76611 3538 16644 25211 34676 43155 54675 66402 76691 3585 16839 26035 34887 43592 54892 66758 76764 3990 16999 26110 34915 44471 54907 67221 76778 5186 17431 26476 35010 44746 54909 67334 76816 5314 17678 26667 35306 44811 54931 67550 76863 5402 17747 26684 35469 44880 55010 67728 76963 5533 17847 27047 35605 45341 55050 68060 77496 6381 18961 27316 35698 45770 55157 68062 78326 6677 19284 27607 35714 45993 55514 68093 78412 6843 19453 27912 35940 46763 55531 68268 78987 7033 19914 28431 36281 47097 55963 68354 79259 7240 20708 28710 36364 47170 56440 69070 79304 7337 20780 29052 36613 47292 56580 69099 79734 7850 20808 29577 36717 47315 57346 69821 79812 8057 20898 29632 37342 48339 57576 70583 8159 21038 29848 37348 48664 58328 70882 8251 21260 30033 37380 48877 58489 71127 9353 21952 30162 37664 49691 58717 71933 10128 22256 30294 37923 50010 58982 72092 10369 22340 30328 38070 50208 59030 72807 189 8033 17099 31360 37781 53531 61314 70836 765 8393 18165 32031 38938 53744 61464 71516 835 9384 18590 32080 39164 54651 62154 74954 1570 9578 18741 32873 40715 54936 62547 75187 1614 9845 20834 33346 41513 55877 63978 75597 2529 10013 20893 33858 43455 56202 64221 77984 2933 10146 21151 34297 45284 56481 64248 78120 3158 10364 23606 35031 46840 56805 65228 78165 3247 12030 23894 35947 47096 56892 67567 79594 4630 12046 24169 36604 47614 58065 67879 4991 12701 28468 37345 49444 59335 69950 5441 16249 29772 37608 50065 60255 70379 5974 16380 30110 37727 50694 60416 70733 Næsti útdráttur fer fram 31. mars 2022 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 5689 21175 28242 63465 73725 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 461 11038 21731 53303 59342 73182 2611 16325 29241 54631 67129 73325 5303 20006 42871 55836 69299 76313 7224 20471 53142 59252 72794 79948 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 3 7 7 3 7 47. útdráttur 24. mars 2022 Nú liggur fyrir til samþykktar deiliskipulag gatnamóta Arnar- nesvegar og Breiðholtsbrautar þar sem gert er ráð fyrir að gatnamótin verði ljósastýrð. Þetta þykir mér hið versta mál (sbr. grein mín í Morgunblaðinu 1. október 2021, „Skelfileg breyting gatnamóta“) og hef ég sent athuga- semdir varðandi deiliskipulagið til skipulagsaðila. Þar rek ég ógöngur gatnamótanna og held því fram að rangt sé staðið að málum. Ég tel rétt að framtíðarvegfarendur gatnamót- anna sjái þessar athugasemdir mínar, sbr. eftirfarandi texta: Athugasemdir ganga út á að for- sendur breytinga deiliskipulagsins séu rangar á flesta vegu þar sem breyting umræddra gatnamóta úr mislægum í ljósastýrð er vanhugsuð og alls ekki í takt við áherslur í sam- gönguframkvæmdum, að auka um- ferðaröryggi og umferðarflæði. Um það og fleira fjalla ég hér neðar. Og þar sem breytt deiliskipulag gerir það að verkum að ekki verður hægt að byggja mislæg gatnamót eins og samþykkt var í mati á um- hverfisáhrifum árið 2003, er gerð sér- stök athugasemd við það. Vegagerðin, Reykjavíkurborg, Samgöngusáttmálinn og samgöngu- áætlun setja aukið umferðaröryggi og aukið umferðarflæði í fyrsta sætið þegar hugað er að nýjum samgöngu- framkvæmdum. Þess vegna er það óskiljanlegt að núna þegar ráðast á í eitt af fyrstu verkefnum Samgöngu- sáttmálans er útfærslu gatnamóta Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar breytt frá því sem var samþykkt í mati á umhverfisáhrifum árið 2003. Breytingin felst í því að hætta við mislæg gatnamót eins og Vegagerðin lagði til í matinu 2003 og byggja í staðinn ljósastýrð gatnamót sem Vegagerðin taldi árið 2003 að ekki kæmu til greina. Þessi breyting hefur í för með sér eftirfarandi : . Fleiri umferðarslys . Meira eignatjón . Minni afkastagetu gatnamótanna . Meiri umferðartafir . Lengri akstursleiðir . Meiri loftmengun . Meiri umferðarhávaða við Nönnu- fell og Suðurfell . Stærri mannvirki (fjögurra akreina brú í staðinn fyrir 2ja akreina) . Breiðari rampa við Suðurfell (fjór- ar akreinar í staðinn fyrir tvær) . Litla breytingu á framkvæmda- kostnaði Ef horft er á afleiðingar breyting- arinnar sést að þær eru þvert á öll framsett markmið samgöngufram- kvæmda. Rifjum aðeins upp hvernig mat umhverfisáhrifa var afgreitt árið 2003. Þar kom fram að Reykjavíkur- borg mótmælti útfærslu mislægra gatnamóta vegna þess að rampi (2 ak- reinar) gatnamótanna kæmi of ná- lægt byggð við Suðurfell og Nönnu- fell. Síðan þá hefur Reykjavíkurborg komið í veg fyrir að gatnamótin færu í endanlega hönnun og farið fram á að þarna yrðu ljósagatnamót þvert á skoðun Vegagerðarinnar. Þrýstingurinn á að klára Arnar- nesveginn og þar með gatnamót hans við Breiðholtsbraut var að lokum svo mikill að Vegagerðin lét undan stjórnendum borgarinnar og lagði fram tillögu um ljósastýrð gatnamót. Og það merkilega við þessa nýju út- færslu er að meðal breytinga er að við Nönnufell og Suðurfell kemur fjög- urra akreina rampi (í staðinn fyrir 2 akreinar) með tvöfalda umferð sam- anborið við mislægu útfærsluna. Hvað er þá orðið um mótmælin frá 2003 um nálægð rampans við Nönnu- fell? Víkjum þá að Vegagerðinni sem nauðbeygð sendir erindi til Skipu- lagsstofnunar og fer fram á að ekki þurfi að gera nýtt mat á umhverfis- áhrifum þrátt fyrir þessa miklu breytingu á útfærslu gatnamótanna og að nú eigi að byggja gatnamót sem ekki komu til greina í matinu 2003. Vegagerðin útlistar í erindi sínu að breytingin í ljósa- gatnamót feli í sér litlar breytingar og þá að- allega fjallað um litla breytingu á hljóðvist. Þá er tekið fram að um- ferðarmannvirki verði umfangsminni sem er auðvitað vitleysa, fjög- urra akreina brú er næstum tvöfalt stærra mannvirki heldur en 2ja akreina brú. Vegagerð- in á að gera umferðar- öryggismat fyrir fyrirhugaðar sam- göngubætur og var það gert vegna breytingar umræddra gatnamóta. Slíkt umferðaöryggismat á að vera grundvöllur þess þegar besti val- kostur er valinn af Vegagerðinni og lagður fram í mati á umhverfisáhrif- um. Umferðaröryggismat breyting- arinnar (dags. jan. 2021) telur breyt- inguna slæma og í niðurstöðum þess segir : „Niðurstöður rýnihópsins eru að mislæg gatnamót séu mun betri m.t.t. umferðaröryggis. Sú lausn að aðskilja akstursstefnur, losna við stöðvun umferðar á umferðarljósum og engar vinstri beygjur þar sem þvera þarf gagnstæða umferðar- strauma felur í sér mun öruggari um- ferðarmannvirki.“ Þessi niðurstaða umferðaröryggismatsins virðist hundsuð af Vegagerðinni sjálfri og er ekki kynnt fyrir Skipulagsstofnun þegar Vegagerðin sendir sitt erindi um að ekki þurfi að gera nýtt mat á umhverfisáhrifum gatnamótanna. Og ekki kynnir Vegagerðin Skipulags- stofnun þær neikvæðu breytingar sem upp eru taldar hér á undan þegar gatnamótin verða ljósastýrð. Og þá er það Skipulagsstofnun sem fær ófullnægjandi gögn frá Vega- gerðinni eins og komið hefur fram. Skipulagsstofnun étur það upp eftir Vegagerðinni að um litlar breytingar sé að ræða og telur ekki þörf á nýju mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- stofnun notar málsgrein 2 í 12. grein laga um mat á umhverfisáhrifum til að úrskurða um að ekki þurfi að gera nýtt mat, en þar segir „að Skipulags- stofnun geti ákveðið að endurskoða skuli matsskýrslu fram- kvæmdaraðila sam- kvæmt 1. mgr. ef for- sendur hafa breyst verulega frá því að álit- ið lá fyrir, svo sem vegna breytinga á nátt- úrufari eða landnotkun á áhrifasvæði fram- kvæmdarinnar, breyt- inga á löggjöf um um- hverfismál, breytinga á alþjóðlegum skuldbind- ingum eða vegna tækniþróunar varðandi framkvæmdina.“ Að nota þessa lagagrein til að úr- skurða að nýtt mat sé óþarfi stenst ekki, hún fjallar ekkert um það þegar um gjörbreytta framkvæmd er að ræða, þ.e. að byggja ljósastýrð gatna- mót sem komu ekki til greina í mat- inu 2003 í staðinn fyrir mislæg gatna- mót. Og ekki er Skipulagsstofnun að spyrja Vegagerðina hvaða áhrif breytingin hefur á umferðina, ný gatnamót snúast jú um að þau séu eins örugg og hægt er og hafi gott umferðarflæði. Ég hef verið í sambandi við Vega- gerðina, Skipulagsstofnun, Sam- göngustofu, Kópavogsbæ, FÍB og samgönguráðuneytið um þessa skelfilegu breytingu gatnamótanna án árangurs og benda aðilar oft hver á annan og að þarna sé komið á sam- komulag sem ekki þurfi að breyta. Líklega eru allir hræddir við að fram- kvæmdir tefjist ef hreyft er við sam- komulaginu. Að lokum bendi ég á að þessi nýju ljósagatnamót verða mjög lík núver- andi gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar sem allir eru sam- mála um að séu hættuleg og umferð- arþung og er í undirbúningi að breyta þeim, vonandi til batnaðar en ekki eins og er að gerast við gatnamót Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar þar sem allt breytist til verri vegar. Samantekið í stuttu máli. Reykja- víkurborg tefur lausn málsins vegna 2ja akreina rampa við Nönnufell og endar á því að þröngva fram lausn með fjögurra akreina rampa við Nönnufell, Vegagerðin gefst upp með sína útfærslu á mislægum gatnamót- um og leggur til lausn sem kom ekki til greina áður og Skipulagsstofnun tekur við ófullnægjandi upplýsingum frá Vegagerðinni og túlkar svo lög um mat á umhverfisáhrifum á rangan hátt til að hleypa þessum skelfilegu breytingum gatnamótanna í gegnum kerfið. Svo verða vegfarendur gatnamót- anna fórnarlömbin. Ógöngur gatnamóta Eftir Bjarna Gunnarsson »Reykjavíkurborg tefur lausn málsins vegna 2ja akreina rampa við Nönnufell og endar á því að þröngva fram lausn með fjögurra akreina rampa við Nönnufell. Bjarni Gunnarsson Höfundur er umferðarverkfræðingur. 6.1. Útfærsla vegamóta Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar miðað við framlagða tillögu (drög að tillögu Efla og Vegagerðin 2020.) Mynd/Efla 2020 Mynd 6.2. Útfærsla með fullbúnum mislægum vegamótum eins og gert var ráð fyrir í mati á umhverfisáhrifum frá 2003. Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.