Morgunblaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022
Samfylking, Viðreisn og Píratar
slá ekki slöku við þessa dagana
að minna almenning á hversu
ómerkilegan mál-
flutning flokkarnir
eru tilbúnir að
stunda. Nú er það
þráin um aðild að
ESB sem sameinar
þá og innrásin í
Úkraínu er það sem
nýta á í þeim til-
gangi. Aumara verð-
ur það ekki.
- - -
Formaður Sam-
fylkingar gekk
á forsætisráðherra á
Alþingi vegna þessa
og þar viðurkenndi
forsætisráðherra að
betur hefði farið á
því að spyrja þjóðina
álits áður en anað
var út í að sækja um
aðild í tíð stjórnar
Samfylkingar og
VG. Forsætisráð-
herra nefndi einnig
að betri bragur hefði verið að því
þegar hætt var við umsóknina að
draga hana formlega til baka. Nú
nýta þingmenn popúlistaflokkanna
þriggja óspart þá staðreynd að það
var ekki gert og telja það geta auð-
veldað blekkingarleikinn.
- - -
Þessir flokkar vita, þó að þeir
reyni enn að halda öðru fram,
að engin þjóð sækir um aðild að Evr-
ópusambandinu og fer svo í „samn-
ingaviðræður“ um að breyta sam-
bandinu þannig að það henti
inngönguþjóðinni. Þetta kom skýrt
fram í aðlögunarviðræðunum sem
hlutu skipbrot þegar vinstristjórnin
gat ekki haldið blekkingunni áfram
lengur.
- - -
Hvernig stendur á því að þing-
menn hafa geð í sér nú til að
endurtaka óheilindin? Var ekki nóg
komið?
Logi Einarsson
Blekkingarleikur-
inn endurtekinn
STAKSTEINAR
Þorgerður K.
Gunnarsdóttir
Halldóra
Mogensen
Reykjanesbær og bandaríska fyrirtækið Almex
USA Inc., í gegnum íslenskt dótturfélag, hafa
náð samkomulagi um að skoða möguleika þess að
setja upp umhverfisvæna endurvinnslu á áli í
Helguvík. Samkomulagið var samþykkt sam-
hljóða á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í gær-
morgun og heimilaði bæjarráð Kjartani Má
Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita vilja-
yfirlýsingu þessa efnis.
Um yrði að ræða umhverfisvæna starfsemi
sem yrði hluti af sjálfbæru hringrásarhagkerfi og
er áætluð ársframleiðsla 45.000 tonn í fyrri
áfanga. Reiknað er með að starfsmenn verði um
60 þegar fullum afköstum er náð. Reykjanesbær
horfir jafnframt til þess að afleidd tækifæri af
slíkri starfsemi geti styrkt atvinnuþróun á svæð-
inu.
Í fréttatilkynningu segir að Almex USA Inc
sérhæfi sig í framleiðslu á búnaði fyrir úrvinnslu
og endurvinnslu á hágæðaáli ásamt fjárfest-
ingum í skyldum iðnaði, sé leiðandi á sviði endur-
vinnslu léttmálma og með sérstöðu hvað varði
framleiðslu á áli fyrir geimferða- og flugvéla-
iðnaðinn. Telur fyrirtækið Ísland hentuga stað-
setningu fyrir þessa starfsemi.
Jákvæð áhrif á umhverfið
Verkefnið er í samræmi við þá stefnu Reykja-
nesbæjar að í Helguvík byggist upp iðnaður sem
hafi jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið.
Markmið Reykjanesbæjar er að efla Helguvík
sem iðnaðarsvæði sem styður við þá stefnu og
hringrásarhagkerfið.
60 störf við endurvinnslu áls
- Viljayfirlýsing um uppbyggingu í Helguvík - Umhverfisvæn starfsemi
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Dæmi eru um að börn hafi ofreynt sig
í ákafa um að reyna að standa sig vel
á svokölluðum píp-prófum í íþrótta-
kennslu í grunnskólum. Mörg börn
upplifa vanlíðan og kvíða fyrir um-
ræddum prófum og á meðan á þeim
stendur. Þá upplifa mörg börn það
sem niðurlægingu þegar þau detta út
úr píp-prófunum í viðurvist skóla-
félaga sinna. Þetta er meðal þess sem
kemur fram í bréfi Salvarar Nordal,
umboðsmanns barna, til Ásmundar
Einars Daðasonar, mennta- og
barnamálaráðherra. Kveðst umboðs-
maður hafa fengið fjölmargar ábend-
ingar og fyrirspurnir á síðustu árum
er varða þessi próf og fer þess á leit
við ráðherra að hætt verði að fram-
kvæma þau í grunnskólum.
Píp-próf eru þol- og hlaupapróf
sem framkvæmd eru þannig að nem-
endur hlaupa fram og til baka í
íþróttasal skólans þar sem tíminn
milli lota er stöðugt styttur en þeir
sem ekki ná að hlaupa salinn á enda á
tilskildum tíma verða að setjast niður
og fylgjast með þar til aðeins einn
stendur eftir. Í bréfinu er tekið fram
að próf þessi séu ekki notuð í öllum
skólum.
Umboðsmaður barna segir ljóst að
fjölmargir nemendur upplifi ekki að
þessi próf fari fram í öruggu um-
hverfi sem hvetji alla til hreyfingar.
„Í stað þessara aðferða ætti að
byggja á því sjónarmiði að göngur og
hlaup eru hreyfing sem nánast allir
geta stundað, sér til heilsubótar og á
sínum forsendum,“ segir í bréfinu.
„Að mati umboðsmanns barna er
brýnt að mennta- og barnamálaráðu-
neytið taki þetta málefni til skoðunar
og beini þeim fyrirmælum til skóla að
hverfa frá notkun slíkra prófaðferða
og matsaðferða sem ganga þvert á
markmið aðalnámskrár, um að
styrkja sjálfsmynd barna og hvetja
þau til markvissrar hreyfingar og
þátttöku,“ segir þar enn fremur.
Vill láta banna píp-
próf í grunnskólum
- Umboðsmaður
barna biðlar til ráð-
herra menntamála
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Leikfimi Ekki vinsæl hjá öllum.
SPORTÍS
SKE I FAN 1 1
1 08 REYKJAV ÍK
spo r t i s@spo r t i s . i s
S P O R T I S . I S
520-1000
CARETTA FERÐAVAGN - FERÐAFÉLAGI ÁRSINS!
- TRYGGÐU ÞÉR VAGN TIL AFHENDINGAR Í VOR -
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/