Morgunblaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022 hjólaverslunin Berlín hefur verið starfrækt þarna undanfarin ár. Í frumathugun sem fylgdi fyrir- spurninni kemur fram að lóðin sé í dag 1.910 fermetrar en lagt er til að breyta lóðarmörkum svo hún stækki í 3.837 fermetra. Samkvæmt frumathuguninni var gert ráð fyrir að byggingarnar yrðu þrjár, hæst sjö hæðir. Þær yrðu samtals 7.824 fermetrar með geymslum. Íbúðirnar yrðu 81 tals- ins, þar af 37 tveggja herbergja. Bílageymsla yrði 1.985 fermetrar. Skipulagsfulltrúi vísaði fyrir- spurninni til umsagnar verkefnis- stjóra. Það var niðurstaða hans að fallast ekki á tillögur umsækjanda er varðar breytta landsnotkun lóð- arinnar úr verslun og þjónusu í íbúðabyggð. Þá leggst hann gegn hugmyndum hönnuða um umtals- verða stækkun lóðar, þ.e. spildur í borgarlandi umhverfis lóð verði hluti af henni. Þá er ekki fallist á áform um inn- og útakstur í bíla- kjallara frá Háaleitisbraut. Þá segir verkefnisstjórinn í um- sögninni að draga þurfi verulega úr byggingamagni og hæð nýbygginga enda virðist byggingamagn fljótt á litið vera u.þ.b. 50% of mikið. Lækka þurfi nýbyggingar um allt að helming. Verkefnisstjórinn telur það síður þjóna hagsmunum borgarinnar og borgarumhverfisins næst reitnum að breyta landnotkun lóðarinnar yfir í einhliða íbúðabyggð. Reit- urinn sé vissulega nokkuð snúinn á þann hátt að hann er knappur og þröngur út við Háaleitisbraut. Verslun og þjónusta á jarðhæð með ríflegri salarhæð (mögulega með millilofti) mót Háaleitisbraut væri áhugaverð leið til að draga inn líf á jarðhæðina og tengja við nýjar íbúðir á efri hæðum og næsta um- hverfi. Uppbygging á mörgum lóðum „Skipulagsyfirvöld í Reykjavík horfa með nokkurri eftirvæntingu til uppbyggingar á þéttingarreitum í borginni sem eru jafnan nefndir bensínafgreiðslulóðirnar skv. ný- legu samkomulagi við félög sem hafa starfrækt bensínsölu og tengda þjónustu á lóðunum til ára- tuga. Lóðirnar eru oftar en ekki staðsettar á áberandi stöðum í borgarlandinu við stærri umferð- aræðar á við Háaleitisbraut þar sem sýnileiki væntanlegra íbúðabygg- inga verður ríkjandi í borgar- innréttingunni steinsnar frá einni fjölförnustu umferðargötu landsins, Kringlumýrarbraut. Skipulagt sam- býli verslana og þjónustu á jarð- hæðum og íbúða á efri hæðum innan sama reits er þegar til staðar á nokkrum stöðum í borginni sem hverfis- og nærþjónustukjarnar. Það verður áhugavert að sjá slík sambýli rísa með fleiri íbúðum inn- an slíkra reita,“ segir verkefnis- stjórinn m.a. í umsögn sinni, sem skipulagsfulltrúinn samþykkti. Lægri hús á lóð bensínstöðvar - Skipulagsfulltrúi féllst ekki á ósk Atlantsolíu um stór fjölbýlishús við Háaleitisbraut - Telur bygg- ingamagn vera 50% of mikið - Horfa með eftirvæntingu til uppbyggingar á bensínstöðvareitum Tölvumynd/Teiknisofan Tröð Háaleitisbraut 12 Hugmynd arkitekta að húsum á lóð bensínstöðvar. Í baksýn eru hús við Álftamýri/Safamýri. Morgunblaðið/sisi Bensínstöðin Atlantsolía rekur þar sjálfsafgreiðslustöð. Um árabil rak Olís bensínstöð á lóðinni. Í stöðvarhúsinu er reiðhjólaverslun starfandi í dag. BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur hafnað ósk Atlantsolíu um að reisa jafn stór fjölbýlishús á lóð fyrir- tækisins á Háaleitisbraut 12 og ósk- að var eftir. Þar er núna bensínstöð, sem til stendur að loka. Var það nið- urstaða skipulagsfulltrúans að fyr- irhuguð uppbygging á lóðinni væri of umfangsmikil. Borgarráð samþykkti í fyrrasum- ar samninga við þrjú stór olíufélög um þriðjungsfækkun bensínstöðva í Reykjavík á næstu árum. Í stað bensínstöðva komi íbúðir og hverfistengd þjónusta á allmörgum þéttingarreitum í borginni. Reit- urinn við Háaleitisbraut er sá fyrsti sem kemur til afgreiðslu hjá Reykjavíkurborg og kann af- greiðsla skipulagsfulltrúans að gefa vísbendingar um það hvernig borg- in hyggst standa að málum varðandi þessa þéttingarreiti í framtíðinni. Eignuðust lóðina árið 2018 Eins og fram kom í frétt Morgun- blaðsins í október í fyrra hefur Atl- antsolía verið í viðræðum við Reykjavíkurborg um að loka bens- ínstöð fyrirtækisins við Háaleitis- braut 12. Áformar Atlantsolía að fjarlægja stöðina og breyta notkun lóðarinnar í íbúðabyggð. Atlantsolía keypti stöðina við Háaleitisbraut í desember 2018 af Olís, sem þurfti að selja fimm bens- ínstöðvar sínar vegna sameiningar við Haga. Með kaupunum fylgdu meðal annars fasteignir, lóða- og aðstöðusamningar. Á fundi skipulagsfulltrúa í októ- ber s. var lögð fram fyrirspurn varðandi breytingu á deiliskipulagi Safamýrar-Álftamýrar vegna lóð- arinnar nr. 12 við Háaleitisbraut sem fólst í stækkun lóðar, breytingu á notkun í íbúðabyggð og uppbygg- ingu, samkvæmt tillögu Teiknistof- unnar Traðar. Í dag er þar rekin sjálfsafgreiðslustöð fyrir bensín og Frá Faxaflóahöfnum til RARIK Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Faxaflóahafna, hefur verið ráðinn í starf forstjóra RARIK ohf. og tekur hann við starfinu frá 1. maí nk. Gunnar Tryggvason, sviðs- stjóri viðskiptasviðs Faxaflóahafna, er staðgengill for- stjóra og mun hann tímabundið taka við starfinu frá 14. apríl og gegna því þar til það verður auglýst að nýju í vor. Magnús Þór hefur verið í tvö ár yfir Faxaflóa- höfnum. Þar áður var hann hjá Alcoa-Fjarðaáli í Reyð- arfirði, fyrst sem framkvæmdastjóri og síðar forstjóri. Magnús Þór Ásmundsson Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Sérhæfð þjónusta fyrir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 544 5151 tímapantanir Djúsí andasamloka Þín upplifun skiptir okkur máli Kringlan ... alltaf næg bílastæði Borðabókanir á www.finnssonbistro.is eða info@finnssonbistro.is Frábær kostur í hádeginu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.