Morgunblaðið - 25.03.2022, Side 16

Morgunblaðið - 25.03.2022, Side 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022 hjólaverslunin Berlín hefur verið starfrækt þarna undanfarin ár. Í frumathugun sem fylgdi fyrir- spurninni kemur fram að lóðin sé í dag 1.910 fermetrar en lagt er til að breyta lóðarmörkum svo hún stækki í 3.837 fermetra. Samkvæmt frumathuguninni var gert ráð fyrir að byggingarnar yrðu þrjár, hæst sjö hæðir. Þær yrðu samtals 7.824 fermetrar með geymslum. Íbúðirnar yrðu 81 tals- ins, þar af 37 tveggja herbergja. Bílageymsla yrði 1.985 fermetrar. Skipulagsfulltrúi vísaði fyrir- spurninni til umsagnar verkefnis- stjóra. Það var niðurstaða hans að fallast ekki á tillögur umsækjanda er varðar breytta landsnotkun lóð- arinnar úr verslun og þjónusu í íbúðabyggð. Þá leggst hann gegn hugmyndum hönnuða um umtals- verða stækkun lóðar, þ.e. spildur í borgarlandi umhverfis lóð verði hluti af henni. Þá er ekki fallist á áform um inn- og útakstur í bíla- kjallara frá Háaleitisbraut. Þá segir verkefnisstjórinn í um- sögninni að draga þurfi verulega úr byggingamagni og hæð nýbygginga enda virðist byggingamagn fljótt á litið vera u.þ.b. 50% of mikið. Lækka þurfi nýbyggingar um allt að helming. Verkefnisstjórinn telur það síður þjóna hagsmunum borgarinnar og borgarumhverfisins næst reitnum að breyta landnotkun lóðarinnar yfir í einhliða íbúðabyggð. Reit- urinn sé vissulega nokkuð snúinn á þann hátt að hann er knappur og þröngur út við Háaleitisbraut. Verslun og þjónusta á jarðhæð með ríflegri salarhæð (mögulega með millilofti) mót Háaleitisbraut væri áhugaverð leið til að draga inn líf á jarðhæðina og tengja við nýjar íbúðir á efri hæðum og næsta um- hverfi. Uppbygging á mörgum lóðum „Skipulagsyfirvöld í Reykjavík horfa með nokkurri eftirvæntingu til uppbyggingar á þéttingarreitum í borginni sem eru jafnan nefndir bensínafgreiðslulóðirnar skv. ný- legu samkomulagi við félög sem hafa starfrækt bensínsölu og tengda þjónustu á lóðunum til ára- tuga. Lóðirnar eru oftar en ekki staðsettar á áberandi stöðum í borgarlandinu við stærri umferð- aræðar á við Háaleitisbraut þar sem sýnileiki væntanlegra íbúðabygg- inga verður ríkjandi í borgar- innréttingunni steinsnar frá einni fjölförnustu umferðargötu landsins, Kringlumýrarbraut. Skipulagt sam- býli verslana og þjónustu á jarð- hæðum og íbúða á efri hæðum innan sama reits er þegar til staðar á nokkrum stöðum í borginni sem hverfis- og nærþjónustukjarnar. Það verður áhugavert að sjá slík sambýli rísa með fleiri íbúðum inn- an slíkra reita,“ segir verkefnis- stjórinn m.a. í umsögn sinni, sem skipulagsfulltrúinn samþykkti. Lægri hús á lóð bensínstöðvar - Skipulagsfulltrúi féllst ekki á ósk Atlantsolíu um stór fjölbýlishús við Háaleitisbraut - Telur bygg- ingamagn vera 50% of mikið - Horfa með eftirvæntingu til uppbyggingar á bensínstöðvareitum Tölvumynd/Teiknisofan Tröð Háaleitisbraut 12 Hugmynd arkitekta að húsum á lóð bensínstöðvar. Í baksýn eru hús við Álftamýri/Safamýri. Morgunblaðið/sisi Bensínstöðin Atlantsolía rekur þar sjálfsafgreiðslustöð. Um árabil rak Olís bensínstöð á lóðinni. Í stöðvarhúsinu er reiðhjólaverslun starfandi í dag. BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur hafnað ósk Atlantsolíu um að reisa jafn stór fjölbýlishús á lóð fyrir- tækisins á Háaleitisbraut 12 og ósk- að var eftir. Þar er núna bensínstöð, sem til stendur að loka. Var það nið- urstaða skipulagsfulltrúans að fyr- irhuguð uppbygging á lóðinni væri of umfangsmikil. Borgarráð samþykkti í fyrrasum- ar samninga við þrjú stór olíufélög um þriðjungsfækkun bensínstöðva í Reykjavík á næstu árum. Í stað bensínstöðva komi íbúðir og hverfistengd þjónusta á allmörgum þéttingarreitum í borginni. Reit- urinn við Háaleitisbraut er sá fyrsti sem kemur til afgreiðslu hjá Reykjavíkurborg og kann af- greiðsla skipulagsfulltrúans að gefa vísbendingar um það hvernig borg- in hyggst standa að málum varðandi þessa þéttingarreiti í framtíðinni. Eignuðust lóðina árið 2018 Eins og fram kom í frétt Morgun- blaðsins í október í fyrra hefur Atl- antsolía verið í viðræðum við Reykjavíkurborg um að loka bens- ínstöð fyrirtækisins við Háaleitis- braut 12. Áformar Atlantsolía að fjarlægja stöðina og breyta notkun lóðarinnar í íbúðabyggð. Atlantsolía keypti stöðina við Háaleitisbraut í desember 2018 af Olís, sem þurfti að selja fimm bens- ínstöðvar sínar vegna sameiningar við Haga. Með kaupunum fylgdu meðal annars fasteignir, lóða- og aðstöðusamningar. Á fundi skipulagsfulltrúa í októ- ber s. var lögð fram fyrirspurn varðandi breytingu á deiliskipulagi Safamýrar-Álftamýrar vegna lóð- arinnar nr. 12 við Háaleitisbraut sem fólst í stækkun lóðar, breytingu á notkun í íbúðabyggð og uppbygg- ingu, samkvæmt tillögu Teiknistof- unnar Traðar. Í dag er þar rekin sjálfsafgreiðslustöð fyrir bensín og Frá Faxaflóahöfnum til RARIK Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Faxaflóahafna, hefur verið ráðinn í starf forstjóra RARIK ohf. og tekur hann við starfinu frá 1. maí nk. Gunnar Tryggvason, sviðs- stjóri viðskiptasviðs Faxaflóahafna, er staðgengill for- stjóra og mun hann tímabundið taka við starfinu frá 14. apríl og gegna því þar til það verður auglýst að nýju í vor. Magnús Þór hefur verið í tvö ár yfir Faxaflóa- höfnum. Þar áður var hann hjá Alcoa-Fjarðaáli í Reyð- arfirði, fyrst sem framkvæmdastjóri og síðar forstjóri. Magnús Þór Ásmundsson Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Sérhæfð þjónusta fyrir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 544 5151 tímapantanir Djúsí andasamloka Þín upplifun skiptir okkur máli Kringlan ... alltaf næg bílastæði Borðabókanir á www.finnssonbistro.is eða info@finnssonbistro.is Frábær kostur í hádeginu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.