Morgunblaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022
✝
Guðbjörg Björg-
vinsdóttir fædd-
ist 12. september
1951 á Akureyri.
Hún lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
15. mars 2022.
Foreldrar hennar
voru Arnfríður
Jónsdóttir húsfreyja
frá Dalvík, f. 15.8.
1921, d. 3.11. 1998,
og Friðrik Björgvin
Friðriksson klæð-
skeri, f. 3.6. 1920, d. 9.7. 1978.
Systkini Guðbjargar eru Arnar
Önfjörð (látinn), Jón Elvar og
Guðmundur Ágúst.
Guðbjörg giftist Guðmundi
Erni Sigurðssyni, þau skildu.
Synir þeirra eru: 1) Ágúst Örn, í
sambúð með Ólöfu Sigrúnu
Björgvinsdóttur. 2) Sigurþór
Örn, sambýliskona hans er Olga
Helena Kristinsdóttir. Barna-
börn Guðbjargar eru ellefu og
langömmubörnin orðin sjö.
Guðbjörg fluttist
fjögurra ára til
Reykjavíkur þar
sem hún bjó alla tíð
síðan. Að lokinni
grunnskólagöngu
lærði hún hár-
greiðslu og starfaði
sem hárgreiðslu-
kona í mörg ár, en
vann síðustu starfs-
árin við fjölbreytt
skrifstofustörf hjá
Búnaðarbankanum,
Fasteignamati ríkisins og Svans-
prenti.
Eftir að að Guðbjörg lauk
starfsævinni sinnti hún and-
legum málefnum í meira mæli,
hélt miðilsfundi, spáði fyrir fólki
auk þess sem mörgum þótti gott
að leita til hennar með fyrirbæn-
arefni.
Útför Guðbjargar fer fram frá
Guðríðarkirkju í dag, 25. mars
2022, og hefst athöfnin klukkan
11.
Elsku amma Gugga okkar.
Nú myndast tómarúm í lífi okk-
ar systra, hver sendir okkur
núna englakveðju og hlý orð til
hvatningar á hverjum degi? Hlý
orð frá þér hvetja og hvöttu
okkur systur til að halda áfram
að gera okkar besta á hverjum
degi og muna eftir náunganum
við hliðina á okkur.
Við systurnar viljum þakka
þér fyrir þann áhuga og kær-
leika sem þú ávallt sýndir okk-
ur með orðum þínum og með
því að hlusta á okkur. Við mun-
um svo vel hversu gott það var
að koma til þín, fá að gista í
rúminu þínu, leika með dótið
þitt, skoða spilin þín, fá kær-
leiksknúsið þitt og best af öllu
að borða matinn sem þú gafst
okkur. Einhvern veginn varð
allur maturinn sem þú eldaðir
fyrir okkur það besta sem við
fengum, grilluð samloka eða
lambalærið þitt bráðnaði í
munni okkar.
Elsku amma Gugga okkar,
síðasta knúsið og skilaboðin frá
þér rétt áður en þú fórst yfir í
Sumarlandið og minningin um
þig munu lifa með okkur. Kær-
leikurinn þinn lifir í okkur.
Við viljum kveðja þig og
minnast þín með uppáhaldsljóði
þínu því þessi orð styrkja okkur
í sorginni:
Þar sem englarnir syngja sefur þú,
sefur í djúpinu væra.
Við hin, sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Englakveðja,
Valgerður Arna og Sarah
Rós Sigurþórsdætur.
Guðbjörg
Björgvinsdóttir
Elsku mamma,
þú fórst of snemma
frá okkur, við áttum
svo margt eftir
ósagt. Þú varst allt-
af til staðar fyrir mig og eftir
sitja margar góðar minningar.
Ég mun færa mínum börnum all-
an þann kærleika og hlýju sem
þú gafst mér alltaf, og nú vill svo
til að nýtt ömmubarn er vænt-
anlegt í september. Ég er stoltur
af því að vera sonur þinn og er
þakklátur fyrir þann tíma sem
við áttum saman. Ég verð alltaf
mömmustrákurinn þinn, hvíldu í
friði elsku mamma, þú lifir áfram
í hjarta okkar.
Einar Halldórsson.
Þegar ég slasaði mig 2012 og
beið eftir aðgerð í sólarhring, þá
skildir þú mig og hjálpaðir mér
svo mikið í gegnum erfiðleika.
Mér var svo illt og mér fannst
Aðalheiður
Einarsdóttir
✝
Aðalheiður
Einarsdóttir
fæddist 23. maí
1968. Hún lést 5.
mars 2022.
Útför Heiðu fór
fram 17. mars 2022.
stundum eins og þú
fyndir til með mér.
Þín einlæga dótt-
ir,
Sóley.
Mér er svo minn-
isstætt þegar ég
átti erfitt í septem-
ber í fyrra og ég var
að tala við stráka.
Ég var sem sagt
flutt til þín aftur og pabbi var á
sjónum. Samtalið sem fór þarna
fram var ekki týpískar umræður
móður og dóttur, það var eins og
ég væri að tala við stelpu á sama
aldri og ég.
Það er þetta sem þú hafðir; þú
gast alltaf tekið við hlutum sem
vinkona. Við töluðum oft saman
eins og tvær unglingsstelpur,
þær minningar eru geymdar
djúpt. Minning um vinkonu sem
engin kemur í stað.
Mamma, ég mun aldrei
gleyma okkar stelpusamtölum,
hvort sem það var í síma eða
ekki. Ég mun alltaf sakna þín og
megir þú fylgja mér áfram í
hjarta mínu.
Litli fyrirburinn þinn,
Ólöf Rún.
Elsku amma
okkar. Við sjáum
þig ljóslifandi fyrir okkur. Stend-
ur í annan fótinn, tyllir mjöðm-
inni til hliðar og glensar í fólkinu
þínu á milli þess sem pönnukök-
urnar bakast.
Þær eru margar minningarnar
um ömmu. Þar standa upp úr all-
ar góðu stundirnar í bústaðnum,
á æskuslóðum hennar. Þegar all-
ur skarinn tróð sér inn í litla
gamla húsið, eða í seinni tíð þegar
nýi bústaðurinn var reistur og
plássið varð aðeins meira. Sama
hvernig viðraði glitti alltaf í sól-
ina í austri og það var glatt á
hjalla. Amma var söm við sig,
stýrði flokknum harðri hendi,
enda forystukona sem var í senn
vön að annast um og stýra
stórum hópi barna, barnabarna
og barnabarnabarna. Amma var
sannkölluð kjarnakona sem
kenndi okkur mikið, sterkur per-
sónuleiki sem sat ekki á skoðun-
um sínum og var með bein í nef-
inu. Við erum ævinlega þakklátar
fyrir síðustu samverustundirnar
með ömmu, þar sem slegið var á
létta strengi eins og alltaf.
Í dag leggjum við ömmu til
hinstu hvílu. Hún er farin í sum-
arlandið, á vit ævintýra, þar sem
verður eflaust vel tekið á móti
henni af ástvinum sem hafa þeg-
ar kvatt þennan heim. Þar mun
hún sitja í góðum félagsskap,
sötra kaffið sitt með krosslagða
fætur og gæða sér á molasykri –
en bara helmingnum.
Elsku amma okkar, við elskum
þig og söknum þín. Þú mátt vera
Þorbjörg Erna
Óskarsdóttir
✝
Þorbjörg
Erna Ósk-
arsdóttir fæddist
2. janúar 1934.
Hún lést 4. febr-
úar 2022.
Útför Þor-
bjargar Ernu fór
fram 22. febrúar
2022.
stolt af þínum afrek-
um í gegnum ævina
og öllu sem þú skilur
eftir þig hér í þessu
lífi. Við erum stoltar
að eiga þig fyrir
ömmu.
Þú ert með hlýjan faðm
og nærveru sem skín, þú
ert svo falleg elsku
amma mín.
( Tara Tjörvadóttir)
Guðrún Lilja, Hildur Sif
og Erna Rut.
Í dag kveðjum við kæra vin-
konu og skólasystur.
Við kynntumst á Húsmæðra-
skólanum á Löngumýri veturinn
1953-54. Það var yndislegur og
góður tími hjá okkur og áttum við
góðar minningar þaðan. Svo tók
lífið við hjá okkur. Þorbjörg var
ákaflega traust og voru mikil
samskipti á milli okkar.
Við vorum fimm vinkonur sem
stofnuðum klúbb og hittumst oft
yfir góðri máltíð og meðlæti. Þor-
björg og Steinn byggðu sér góð-
an og vandaðan sumarbústað í
landi Brúar, á æskuslóðum henn-
ar. Þorbjörg var dagmóðir til
margra ára og var eftirsótt í
starfinu. Hún var búin að þjást
lengi líkamlega og orðin slitin, og
síðustu árin dvaldi hún á Hrafn-
istu.
Við þökkum elsku vinkonu
okkar fyrir allar góðar samveru-
stundir.
Elsku Steinn, börn og fjöl-
skyldur. Við sendum okkar sam-
úðarkveðjur og kveðjum með
þessu litla ljóði:
Ég bið Guð að gæta mín,
góða anda að hugga mig.
Sama ósk er eins til þín:
Almættið það sjái um þig.
(Leifur Eiríksson)
Rannveig Leifsdóttir og
Sigríður Steingrímsdóttir.
Elskulegi maðurinn minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
ALEXANDER VOSKANIAN,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum
sunnudaginn 20. mars.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju
þriðjudaginn 29. mars klukkan 13.
Donara Voskanian
Nelly Alexandersdóttir Naira Alexandersdóttir
George Voskanian
Emma Rudolfsdóttir Alexandra Rudolfsdóttir
Diana Macijauskas Evelina Voskanian
✝
Jóna Fríða
Leifsdóttir,
ávallt kölluð
Nanna, fæddist í
Reykjavík 27. júní
1947. Hún lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 6. mars
2022.
Foreldrar henn-
ar voru Leifur
Halldórsson frum-
mótasmiður og
stofnandi Málmsteypunnar
Hellu, f. 18.10. 1918 Nesi í Loð-
mundarfirði, d. 22.4. 1990, og
Árný Ingvaldsdóttir, f. 12.11.
1922 í Selárdal Arnarfirði, d.
16.1. 1996.
Systkini Nönnu eru: Svan-
hildur, f. 26.11. 1948, Kristján
Ingvaldur, f. 10.2. 1950, Hall-
dór, f. 4.3. 1954, og Ásta, f. 8.3.
1958.
Nanna giftist 16.7. 1965 Birgi
Guðmannssyni rafmagnstækni-
Sigurrós Areyju Árnýjardóttur,
f. 17.12. 2001. c) Í sambúð með
Þorsteini Gísla Hilmarssyni, f.
6.6. 1970, eignaðist hún dótt-
urina Láru Hlín, f. 1.9. 2010.
Nanna ólst upp í Melgerði 12
í Kópavogi til fullorðinsára.
Nanna gekk í skóla í Kópavogi
og síðan í Kvennaskólann í
Reykjavík til framhaldsnáms,
þar sem hún lauk prófi 1963. Að
loknu prófi hóf hún störf í Iðn-
aðarbanka Íslands í Lækjargötu
við bókun og gjaldkerastörf.
Eftir giftingu voru Nanna og
Birgir búsett í Svíþjóð til 1968,
og þann tíma starfaði hún hjá
Oppunda Sparbank við bókhald
og afgreiðslu.
Eftir heimkomu vann hún við
bókhald hjá Seðlabanka Íslands
þar til börn komu til skjalanna.
Hjónin byrjuðu sinn búskap eft-
ir heimkomu í tvíbýli í Tungu-
heiði í Kópavogi en reistu sér
síðan einbýlishús 1977 við Dals-
byggð í Garðabæ og bjuggu þar
síðan. Hún hóf störf hjá Axis
1982 við bókhald og gjald-
kerastörf og vann þar til sex-
tugsaldurs.
Útför Nönnu fór fram í kyrr-
þey.
fræðingi, f. 4.4.
1942. Foreldrar
hans voru Guð-
mann Högnason, f.
26.9. 1914, d. 30.3.
1994, og Jenný Sig-
mundsdóttir, f. 9.6.
1918, d. 12.12.
1997.
Börn þeirra eru:
1) Guðmann Bragi,
f. 18.9. 1970,
kvæntur Önnu
Lilju Magnúsdóttur, f. 28.7.
1972. Þau eiga tvö börn, a) Fjólu
Ósk, f. 22.1. 2000, og b) Birgi
Óla, f. 12.6. 2007. 2) Árný Björk,
f. 26.2. 1972, hún á þrjár dætur:
a) Hún var gift Viggó Þóri Þór-
issyni, f. 2.5. 1967, og eiga þau
dótturina Ástu Katrínu, f. 12.7.
1994. Hún er í sambúð með
Tyrfingi Sigurðssyni, f. 28.10.
1989, og eiga þau börnin Ými, f.
13.5. 2018, og Ylfi, f. 23.6. 2021.
b) Í sambúð átti hún dótturina
Elskulega tengdamóðir mín til
ríflega þrjátíu og tveggja ára var
jarðsett 15. mars síðastliðinn.
Hún var ekki þessi dæmigerða
tengdamamma fyrir mér. Ég
fann væntumþykju á við að ég
væri henni sem eigin dóttir, enda
byrjuðum við Guðmann saman
ung.
Hún var alltaf hrein og bein og
raunsæ. Mikið fyrir hefðir og að
allt væri eins og það ætti að vera.
Hverjum þykir sinn fugl fagur
sagði hún stundum en sagði svo
að við skyldum átta okkur á því
að barnabörnin væru óendanlega
falleg og hló. Ég held að Nönnu
hafi einlæglega þótt það, svo stolt
af öllu sínu og sínum og ég vil
segja að það má.
Við áttum ákveðið samtal á
fyrstu árum tengdadóttursam-
bands okkar sem um leið voru að
einhverju leyti mótunarár mín.
Með sínum leiðum kom hún til
skila hvernig ætti að halda heim-
ili og gæta fjármálanna. Hún gat
svo vel lesið í aðstæður og látið
vita ef hún hefði áhyggjur, hvort
við þyrftum aðstoð og hvort hún
og Biggi gætu eitthvað gert til að
styðja okkur. Allt gert með
dæmalausri hlýju og nærgætni.
Þegar við Guðmann giftum
okkur leiddi ég tal að því við
Nönnu að fá að vera í brúðarkjól
hennar og mér þótti það mikill
heiður að hún samþykkti það.
Enn vænna þótti mér um þegar
hún gaf mér kjólinn fyrir fáeinum
árum.
Nanna hætti snemma að vinna
eða 60 ára. Ég held að hún hafi
verið byrjuð að finna gloppurnar
í minninu og verið meðvituð um
hvað gæti verið fram undan
vegna reynslunnar af veikindum
föður síns.
Þegar þau Biggi eignast fyrsta
barnabarnið þá varð hún Ásta
Katrín strax augasteinninn og
hjartagullið hennar ömmu sinn-
ar. Ég man að ég hugsaði: hvern-
ig ætlar Nanna að deila þessari
ást ef við Guðmann skyldum
eignast börn. En svo skildi ég það
þegar mín börn komu, hvernig
hjartað stækkar og pláss verður
til fyrir fleiri og hjá Nönnu fengu
barnabörnin öll þessa sömu botn-
lausu ást og umhyggju.
Það var gæfa fyrir börnin okk-
ar og hin barnabörnin að hafa
ömmu alltaf til staðar, boðna og
búna til að gera hvaðeina fyrir
þau. Þegar horft er aftur sést hve
dýrmætar allar stundir eru. Það
hefur verið ómetanlegt fyrir okk-
ur Guðmann að eiga ömmu í
Dalsbyggð og hafa svo stutt á
milli okkar. Börnin okkar hafa
notið þess vera sótt af ömmu þeg-
ar skóla lauk og fengið að vera
hjá henni í stað dagvistar.
Nanna lagði sig fram um að
barnabörnin hefðu allt sem þau
þyrftu, að allar gjafir væru eitt-
hvað sem raunverulega nýttist.
Hún hugsaði til þess hvað hún
gæti gert til að létta lífið og gera
það ánægjulegra.
Það er sárt að kveðja Nönnu
alltof snemma, sorgin og söknuð-
urinn eru bergmál af kærleika og
umhyggjusemi sem hún sýndi
mér allt frá fyrstu kynnum. Um
leið og ég kveð elsku Nönnu vil ég
segja að hún er mér fyrirmynd að
ömmu, ef ég verð þeirrar gæfu
aðnjótandi. Þá vona ég að ég geti
orðið sams konar stuðningur við
uppeldi barnabarna og hún hefur
verið mér og Guðmanni.
Anna Lilja.
Jóna Fríða
Leifsdóttir
Elsku Þórunn, nú
ert þú farin í sumar-
landið þar sem þú get-
ur baðað þig í blómum
og alls konar gróðri.
Ég og fjölskylda mín tengd-
umst ykkur Ásmundi frænda er
við vorum á Eiðum og mikil var
gæfan að kynnast þér og fjöl-
skyldu þinni, nærvera þín og elska
var svo hlý og traust.
Við Sigurður erum þér ævin-
lega þakklát fyrir ómetanlega
hjálp þegar þú tókst Hjalta Stein
og Heiðdísi Erlu að þér um þegar
aðstæður mínar voru erfiðar
vegna veikinda, svona varst þú
alltaf hjálpleg og góð við okkur.
Síðast þegar við Sigurður kom-
um til ykkar Ásmundar í Orms-
staði tókuð þið svo vel á móti okk-
ur eins og alltaf, og fengum við að
skoða allan fallega gróðurinn í
gróðurhúsunum þínum þar sem
kenndi ýmissa grasa, berjatré af
ýmsu tagi, grænmeti og allt mögu-
legt sem þér datt í hug að rækta.
Þórunn Sigríður
Oddsteinsdóttir
✝
Þórunn Sigríður
Oddsteinsdóttir
fæddist 5. júlí 1938.
Hún lést 28. febrúar
2022. Útför Þór-
unnar Sigríðar var
gerð 12. mars 2022.
Hjalti og Heið-
dís minnast þín
ávallt af mikilli ást
og kærleik.
Elsku Ásmund-
ur, Oddsteinn, Þór-
hallur, Anna Sig-
rún, Guðjón og
fjölskyldur, guð
gefi ykkur styrk á
þessum erfiða
tíma.
Eigi stjörnum ofar
á ég þig að finna,
meðal bræðra minna
mín þú leitar, Guð.
Nær en blærinn, blómið,
barn á mínum armi,
ást í eigin barmi,
ertu hjá mér, Guð.
Hvar sem þrautir þjaka,
þig ég heyri biðja:
Viltu veikan styðja,
vera hjá mér þar?
Já, þinn vil ég vera,
vígja þér mitt hjarta,
láta ljós þitt bjarta
leiða, blessa mig.
(Frostenson,
Sigurbjörn Einarsson)
Hrafnhildur, Sigurður,
Hjalti Steinn og Heiðdís Erla.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Minningargreinar