Morgunblaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 51
MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ 86% EMPIRE TOTAL FILM VARIET Y “ONE OF THE BEST SUPERHERO MOVIES EVER MADE” “A masterpiece.” SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI “Bullock and Tatum have dynamite chemistry” “A riotously fun adventure thrill ride” “A hilarious adventure from start to finish.” 28. mars Samehead Dagur Eggertsson, Baldur Skúla- son og Tómas van Oosterhout kalla sig Samehead. Dagur spilar á bassa og syngur, Baldur á gítar og Tómas á trommur. Þeir eru úr Reykjavík og hafa verið að í fjóra mánuði. Same- head sækir innblástur í síðrokk- senuna, shoegaze/nu gaze og draumapopp og markmið sveitar- innar er að gera nýja senu af póst- pönki sýnilegri og nýja músík á Ís- landi fjölbreyttari og meira spenn- andi. Krísa Krísa er hljómsveit úr Mosfellsbæ og Kópavogi sem er ný af nálinni. Kormákur Valdimarsson leikur á gít- ar og syngur, Andri Eyfjörð Jóhann- esson leikur á trommur og Jón Ragnar Einarsson á bassa. Kormák- ur er 15 ára, en Andri og Jón eru 17. Krísa spilar indírokk sem er oft með einlæga og súrrealíska texta og sæk- ir innblástur til ýmissa grasrótar- sveita í íslensku tónlistarsenunni. Runes Reykjavíkursveitin Runes, sem verður brátt ársgömul, er skipuð þeim Særúnu Sól Helgadóttur, gítar- leikara og söngvara, Heimi Steini Vigfússyni, rafmagnsgítarleikara og söngvara, Jóni Erni Eiríkssyni bassaleikara og Erni Ingólfssyni trommuleikara, Þau eru 20 til 23 ára og hafa lagt áherslu á nokkrar stefn- ur, eins og kántrí, popp og rokk, þótt rokkið sé í aðalhlutverki. Project Reykjavík Project Reykjavík er úr Reykja- vík, nema hvað, og hefur starfað í átta mánuði. Fannar Sigurðsson leik- ur á gítar og öskrar, Friðrik Örn Sig- þórsson leikur á bassa, Gunnar Hin- rik Hafsteinsson á gítar, Hinrik Þór Þórisson á trommur og Magnús Þór Sveinsson á hljómborð og hljóð- gervil. Þeir eru allir 25 ára nema Magnús sem er 24. Þeir lýsa sveitinni svo að Project Reykjavík sé fimm manna veiðimanna-prog hljómsveit sem eigi ekki rætur að rekja til Skagafjarðar. Allir stunda þeir rytmískt tónlistar- nám í MÍT. Dusilmenni Dusilmenni eru þungarokkarar frá Neskaupstað sem eru 15 til 17 ára gamlir og hafa starfað saman í þrjú ár. Skúli Þór Ingvarsson syngur, Benedikt Arnfinnsson leikur á gítar, Hlynur Fannar Stefánsson á trommur og Jakob Kristjánsson á bassa. Kradak Kradak er tvíeyki þeirra Mark- úsar Loka Gunnarssonar og Egils Helgasonar, sem leikar báðir á raf- magnsgítara en Egill syngur líka. Þeir eru úr Reykjavík og hafa spilað saman í hálft ár, kynntumst í Jafningjafræðslunni. Þeir semja saman alla tónlistina á rafmagnsgít- ara en fylla svo inn í bassa, trommur, píanó o.fl., með upptökum eða öðrum hljóðfæraleikurum. Dóra & Döðlurnar Dóra & Döðlurnar kepptu á síð- ustu Músíktilraunum og komust þá í úrslit. Þær eru úr Grafarvoginum og hafa starfað saman í hálft fjórða ár með mannabreytingum; núverandi hópur hefur spilað saman í eitt og hálft ár. Brynja Lóa Bjarnþórsdóttir leikur á píanó, Hekla Sif Sævaldsdóttir á trommur, Auður Árnadóttir á hljómborð og syngur líka, Dóra Bjarkadóttir á bassi, Bára Katrín Jóhannsdóttir á gítar og syngur líka og Júlía Sylvía Gunnarsdóttir á gít- ar. Þær eru allar 16 ára nema Júlía sem orðin er 17 ára, og spila aðal- lega poppað rokk, bæði á íslensku og ensku. TTC Hafnfirðingarnir Nikulás Dóri Óskarsson, Ómar Freyr Scheving og Steingrímur Daði Kristjánsson leggja saman í púkk sem TTC, en þeir starfa annars hver í sínu lagi sem DÓNi, SXEF og STNY. Niku- lás stýrir playbacki, leikur á gítar og hljómborð, Ómar syngur og Stein- grímur syngur og leikur á gítar og hljóðgervil. Þeir eru allir tvítugir og hafa starfað saman í eitt ár, en hafa þekkst síðan í grunnskóla. Tónlistin er innblásinn af RnB, hip hopi og poppi. Samehead sækir innblástur í síðrokk og draumapopp. Lára Snædal, Hildur Björg og Sientje Sólbjört eru Sóðaskapur.Woolly Mammoth’s Absence spilar tilrauna- og þjóðlagakennt rokk. DÓNi, SXEF og STNY leggja saman í púkk sem TTC
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.