Morgunblaðið - 25.03.2022, Síða 2

Morgunblaðið - 25.03.2022, Síða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022 PORTÚGAL SUMARSÓL Á ALBUFEIRA ÚRVAL ÚTSÝN 585 4000 WWW.UU.IS INFO@UU.IS INNIFALIÐ: FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR 29. MAÍ - 07. JÚNÍ CLUBE ALBUFEIRA 3* SUPERIOR ÍBÚÐ 92.900 KR Á MANN FULLORÐNA OG 2 BÖRN 29. MAÍ - 07. JÚNÍ HOTEL NAU SALGADOS 5* JUNIOR SVÍTA VERÐ FRÁ127.900 KR Á MANN FULLORÐNA OG 2 BÖRN Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Forsendunefnd Alþýðusambands Ís- lands og Samtaka atvinnulífsins hefur komist að niðurstöðu um greiðslu hagvaxtarauka til launafólks. Ákveðið var að hagvaxtaraukinn komi til greiðslu 1. maí líkt og kveðið er á um í kjarasamningum. Munu því launa- taxtar hækka um 10.500 kr. og al- menn laun um 7.875 kr. frá 1. apríl og koma til greiðslu 1. maí. Samtök atvinnulífsins voru mótfall- in því að virkja ætti hagvaxtarákvæð- ið við núverandi aðstæður og fóru þess á leit við verkalýðshreyfinguna síðastliðið haust og aftur í viðræðun- um í yfirstandandi mánuði „að gert yrði samkomulag um að hagvaxtar- auki komi ekki til framkvæmda. Því var hafnað með öllu,“ segir í umfjöllun um málið á vef SA í gær. Fram hefur komið að landsfram- leiðsla á mann jókst um 2,53% á síð- asta ári og hefur það þá þýðingu að hagvaxtarauki kjarasamninganna hefur verið virkjaður. Í umfjöllun ASÍ er bent á að launagreining leiði í ljós að launahlutfall í hagkerfinu hafi ver- ið stöðugt á samningstímabilinu. Samtök atvinnulífsins benda á að þegar lífskjarasamningurinn var gerður í apríl 2019 var útlit fyrir 1- 1,5% hagvöxt á hvern íbúa á hverju ári samningstímans. Þessar spár brugðust í kórónukreppunni og af því leiði að svigrúm til almennrar kaup- máttaraukningar minnkaði. „Samtök atvinnulífsins hafa varað við því að hagvaxtarákvæði Lífskjarasamnings- ins komi til framkvæmda, enda fyrir- tækin ekki í stakk búin til að taka á sig frekari launahækkanir. Hækkun launa 1. janúar sl. var langt umfram svigrúm atvinnulífsins vegna breyttra forsenda og hefur haft hvetjandi áhrif á verðbólgu og vexti. Seðlabankinn hefur varað við vaxandi verðbólgu vegna ósjálfbærra launahækkana sem kalli á hækkun stýrivaxta bank- ans,“ segir í umfjöllun SA. Launahækkanir vegna hagvaxtar - Alþýðusam- bandið hafnaði óskum SA með öllu Morgunblaðið/Eggert Atvinnulíf Hagvöxtur var 2,53% á íbúa milli áranna 2020 og 2021. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við erum búin að æfa í um það bil þrjá mánuði. Eftir seinustu tímaæfingar er ég orðinn vongóð- ur að þetta muni ganga vel,“ segir Sindri Guðbrandur Sigurðsson matreiðslumaður sem tekur þátt í Norðurlandamótinu í matreiðslu í næstu viku. Hópur Íslendinga heldur utan um helgina en keppnin fer fram í Herning í Danmörku. Sindri tekur þátt í keppninni um matreiðslu- mann Norðurlandanna, Gabríel Kristinn Bjarnason reynir sig í keppni ungkokka, Sveinn Steins- son og Aþena Þöll Gunnarsdóttir keppa í grænkeraflokknum og Steinar Bjarnason keppir í fram- reiðslu. Keppendur þurfa að reiða fram forrétt úr kjúklingi og rabarbara, aðalrétturinn verður að vera norsk lúða og eftirréttur skal inni- halda hvítt súkkulaði og rauðróf- ur. „Við sérpöntuðum okkur lúðu frá Noregi til að æfa okkur. Norska lúðan er aðeins feitari en sú sem við fáum hér og hún er öll í sömu stærð enda ræktuð,“ segir Sindri sem er orðinn spenntur fyr- ir keppninni. „Já, ég held að flestir kokkar vilji taka þátt í þessari keppni. Það verður gaman að sjá hvar maður stendur gagnvart öðrum á Norð- urlöndunum.“ Keppnin um matreiðslumann Norðurlandanna og ungkokka- keppnin er sams konar. Þurfa þeir Sindri og Gabríel að elda fyrir 12 manns á tíma. „Svo fáum við ein- hvern danskan aðstoðarmann úti sem hjálpar til við uppvaskið eða það sem við treystum honum fyr- ir.“ Sindri er 26 ára en hann útskrif- aðist sem matreiðslumaður árið 2016. Hann hefur verið í kokka- landsliðinu í nokkur ár og starfar nú sem yfirmatreiðslumaður á Héðni Kitchen & Bar. Sérpöntuðu lúðu frá Noregi til að æfa sig Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hörður Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar, sagði á ársfundi fyrir- tækisins í gær að mikil eftirspurn væri eftir orku en ekki von á orku frá nýjum virkjunum fyrr en eftir fjögur til sex ár. Hann greindi frá því hvaða áherslur fyrirtækið leggur við sölu á nýrri orku á næstu árum en tók það fram að ekki verði til næg orka í öll þau verkefni, hvað þá önnur. Fram kom að stjórn Landsvirkjunar hefur samþykkt að leggja til að arð- greiðslur frá Landsvirkjun til ríkis- ins verði 15 milljarðar króna í ár. Hörður sagði að fyrirtækið ætti fljótlega að geta komist í gang með virkjanir til að sinna eftirspurninni. Tók þó fram að þetta væru flókin verkefni og mikilvægt að ná sem breiðastri sátt um þau. Nefndi að togstreita væri á milli loftslagsmála og náttúruverndar þótt loftslagsmál- in væru stærsta náttúruverndarmál- ið. Togast væri á um lífskjörin. Þarna þurfi að finna jafnvægi. Hörður flokk- aði viðskiptavini í fimm flokka og sagði að áhersla Landsvirkjunar næstu 4-6 árin væri á þrjá þeirra. Aukin inn- lend notkun og orkuskipti væri í fyrsta forgangi. Þar á eftir kæmi aukin stafræn veg- ferð, svo sem gagnaver og matvæla- vinnsla. Það yki á fjölbreyti í at- vinnulífinu. Í þriðja lagi væri vöxtur og framþróun núverandi stórnot- enda. Landsvirkjun vildi styðja við viðskiptavini sína, hjálpa þeim að auka virðisaukandi vörur og fleira. Ný stóriðja ekki í forgangi Sem dæmi um hópa nýrra við- skiptavina sem ekki yrði hægt að sinna á þessum tíma en væru einnig áhugaverðir nefndi Hörður nýja stóriðju, til dæmis álver, kísilver og áburðarverksmiðju, og verkefni sem tengdust útflutningi á orku, svo sem rafeldsneyti og sölu um sæstreng. Ásbjörg Kristinsdóttir, fram- kvæmdastjóri á sviði framkvæmda, sagði frá helstu virkjunum sem eru í undirbúningi. Landsvirkjun hefði hug á að nýta sér vatnsafl, jarð- varma og vindafl við næstu fram- kvæmdir. Þá væri hafin vinna við af- laukningu virkjana á Þjórsár-- Tungnaársvæðinu. Hvammsvirkjun og stækkun Þeistareykjastöðvar eru þau verkefni sem nú eru helst til skoðunar en einnig vindorkugarðar við Blönduvirkjun og Búrfell. Ekki von á nægri orku í öll verkefni - Mikil eftirspurn er eftir orku hjá Landsvirkjun en ekki von á nýrri orku fyrr en eftir fjögur til sex ár - Innlendur markaður, orkuskipti og stafræn vegferð er í forgangi ásamt framþróun stórnotenda Hörður Arnarson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.