Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - mai 2020, Síða 4

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - mai 2020, Síða 4
4 Karlakórinn Vísir til Cannes í svarthvítu og lit! Theódór Júlíusson: Fyrir jólin árið 1966 kom út platan „Þótt þú langförull legðir“ með karla- kórnum Vísi og var það söluhæsta plat- an árið 1967 með 3500 seld eintök. Þetta varð tilefni langferðar kórsins til Cannes þar sem honum var boðið á tónlistarhátíð til að flytja atriði og veita viðtöku verðlaunum frá alþjóðlegum samtökum hljómplötuútgefenda. Ég kom í kórinn árið 1967 og var settur í 2. tenór eftir söngprufu hjá stjórnanda kórsins Gerhard Schmidt. Í öðrum tenór voru fyrir mjög góðir söngmenn sem tóku mér afskaplega vel, t.d. Bjarni Þorgeirs, Baldvin bróðir minn og Sveinbjörn Tómasson. (Diddi). En það voru þeir Skarpi Björns og Tommi Jóhanns sem tóku mig undir sinn verndarvæng og voru mér sérlega hjálplegir, t.d. á raddæfing- um þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í kórnum. Í Vísi voru á þessum tíma um 50 manns. Í byrjun desember 1967 kom Cannes ferðin fyrst til umræðu þegar til- kynnt var að kórnum hefði verið boðið til tónlistarhátíðar sem halda átti á veg- um alþjóðasambands hljómplötuútgef- enda í janúar 1968. Um þetta boð sköpuðust miklar umræður meðal kór- félaga en það þurfti snör handtök því undirbúningstími var ekki mikill. Til að fá niðurstöðu í málið, hvort þiggja ætti boðið, var haldinn fundur í Borgar- kaffi þar sem fram fór atkvæðagreiðsla meðal kórfélaga. Úrslitin urðu að boðið var þegið. Mikill spenningur var meðal kórfélaga, og reyndar allra bæjarbúa. Ég hafði t.d. aldrei komið til útlanda og þannig var um fleiri. Okkur þótti þetta auðvitað mikill heiður. Aðfararnótt sunnudags 21. janúar var lagt af stað í ferðina. Farið var með rútu til Sauðárkróks þar sem flugvél frá Loftleiðum beið hópsins á sunnudagsmorgni. Leiðindaveður var þessa nótt, norðanhríð, og þurftum við einhverja hjálp á leiðinni upp á Krók en allt hafðist og kórinn var lagður af stað milli kl. 8 og 9 áleiðis til Frakklands, með smá viðkomu í Keflavík. Ekki man ég svo afskaplega mikið eftir flugferðinni enda allir fullir tilhlökkunar. Ég held að ferðalagið hafi tekið 10 til 12 klukkutíma. Með okkur voru nokkrir gestir, fimm eða sex manns, sem keyptu sér far með kórnum í ferðina og var einn af þeim minn góði vinur Árni Jörgensen. Það sem ég man einna best við ferðalagið sjálft var að þegar við stigum út úr flug- vélinni á flugvellinum í Nice mætti okkur 20 stiga hiti. Það var dásamlegt. Við gistum á tveimur hótelum í Nice sem voru mjög nálægt hvort öðru, bara nokkurra mínútna gangur á milli þeirra. Annað var gamalt hótel en mjög gott, hitt var tiltölulega nýtt og miklu stærra. Við Baldvin bróðir vorum settir saman í herbergi á gamla hótelinu. Prógrammið fram að því að kórinn kæmi fram á þess- um stóru tónleikum, 27. janúar var þannig að á hverjum morgni eftir morgun- verð var klukkutíma æfing á veitingastað

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.