Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2020, Page 7

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2020, Page 7
7 þarna meðan á dvölinni stóð. Þeir voru á þvælingi einhvers staðar í borginni og voru kannski nokkuð seint á ferðinni þegar löggan taldi ástæðu til að kanna hvaða grunsam- lega gengi væri þarna á ferð. Allir voru þeir auðvitað mállausir, ekki með vegabréfin á sér og gátu því illa gert grein fyrir sér. Það var því farið með hópinn á næstu lögreglustöð og þeim haldið þar fram undir morgun þegar tókst að skýra málin, kórfélag- arnir fengu að hringja á hótelið og voru síðan leystir úr haldi í framhald- inu. Gerhard vildi alveg æstur safna liði, leigja bíl og keyra til Parísar til að skoða þessa rómuðu borg. Hugmynd- in var auðvitað góð, en menn áttu bara vel flestir svo lítinn gjaldeyri að hann dugði skammt til slíkra stórræða. Ef maður átti bara gjaldeyrinn sem okkur var skammtaður í bönkunum heima var ósköp lítið hægt að gera og flestir höfðu því gert einhverjar hliðar- ráðstafanir og voru með einhverja aukadollara eða pund sem hægt var að útvega heima á Íslandi áður en lagt var af stað út í hinn stóra heim. Ekkert gat því orðið af Parísarferðinni beinlínis vegna gjaldeyrisskorts. um staðnum að ég fékk einhvern dularfullan kjötbita og stór ljós hrogn sem voru svo brimsölt að ég réð ekkert við þau. Eitthvað reyndi ég að narta í kjötið en gafst líka upp á því svo ég bara borgaði og fór. Það var talsvert farið á næturklúbba og þar var heilmikið líf og gaman að upplifa svoleiðis skemmtanahald. Þar var líka hægt að bjarga sér svolítið á enskunni sem var nánast undantekn- ing annars staðar. Við fórum meðal annars á stað þar sem dragkarlar þótt- ust vera söngkonur, voru í flottum kjólum og “mæmuðu”. Ég gerði mig líklegan til að taka míkrafóninn úr sambandi og langaði auðvitað til að gera það til að sjá hvað myndi gerast, en þá kom dyravörðurinn svo að það var snarlega hætt við allt saman. Þarna var nýbúið að gefa út Gauta- plötuna og við fengum hana spilaða við mikinn fögnuð okkar manna og reyndar margra fleiri á einhverjum næturklúbbnum og maður upplifði sig sem hálfgerða poppstjörnu þarna. Einhverjir lentu í svolitlu ævintýri Þarna er skálað í langþráðum bjór. Sveinn Björnsson, Tómas Jóhannsson, Jónmundur Hilmarsson, Þórður Kristinsson, Þórhallur Þorláksson, Gerhard Schmidt og Guðmundur Þorláksson. Einhverju sinni vorum við nokkrir á röltinu ekki svo ýkja langt frá hótel- inu þegar við sjáum kunnuglegan mann koma fyrir næsta horn. Var hann geinilega allnokkuð slompaður, horfði mikið í kring um sig og virtist vera að svipast um eftir einhverju. Þegar hann kom auga á okkur hrópaði hann upp af fögnuði og feginleik. “Elsku drengirnir mínir, ég er búinn að ganga hérna í marga hringi og reyna að finna hótelið.” Þetta var um miðjan dag og við lóðsuðum hann auðvitað á hótelið þar sem hann annað hvort lagði sig eða fékk sér hressingu. Veit ekki hvort var. Hann hafði þá farið úr húsi um morguninn og rataði ekki til baka. Okkur fannst frekar hlýtt þarna úti og fórum stundum niður á ströndina. Þar áttum við hana nánast einir því ef einhverjir heimamenn voru þar á ferðinni voru þeir kafdúðaðir og sátu bara og fannst greinilega skítkalt. Okkur fannst hins vegar veðurfarið leika við okkur því við vorum ekki vanir 15 gráða hita í janúar. Við skoðuðum Nice oft í smærri hópum, en svo kom að stóru stund- inni, 27. janúar og þá fórum við með rútu til Cannes allir í kjólfötum og voða fínir. Við fylgdumst með fullt af stórgóðu og heimsfrægu tónlistar- fólki á æfingu og þar á meðal Tom Jones og Petula Clark eins og frægt er. Við vorum hins vegar það margir að það var ekki hægt að koma okkur fyrir í neinum búningsklefa og urð- um þess vegna að vera uppáklæddir allan daginn vegna aðstöðuleysisins. Það var ekki fyrr en rétt áður en við komum fram um kvöldið sem við gátum sest inn í einhvern hliðarsal og fórum síðan þaðan beint upp á svið. Gerhard var búinn að vinna mikla undirbúningsvinnu og útsetja lögin sem kórinn ætlaði að flytja með 35 manna stórhljómsveit undir stjórn Frank Poucel sem léki undir, en þegar til kom var það ekki í boði. Það voru mikil fundahöld fyrir luktum dyrum þar sem reynt var að koma málinu í gegn með dyggri aðstoð fararstjórans Láru Zoega sem jafnframt var túlkur en því miður án árangurs. Niður- staðan var að kórinn söng aðeins Sigl- inga- og Dýravísur Jóns Leifs án undir- leiks. Daginn eftir þ. 28. jan. var svo flogið heim og lent á Akureyri en síð- asta spölinn sigldu kórfélagar og fylgi- nautar hans með póstbátnum Drang.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.