Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2020, Page 8
8
Elías Þorvaldsson
Drógu sig varfærnislega í hlé þegar
Eitt af því sem mér finnst einna minnis-
stæðast frá ferðinni til Cannes árið 1968,
er tékkneski söngvarinn sem ég heyrði til
þegar hann var á æfingu ásamt undirleikara
sínum í sama sal og Tom Jones kom fram í.
Þessi söngvari hét Karel Gott (14. júlí 1939
- 1. Okt. 2019) og var á þessum tíma mjög
þekktur og vinsæll í heimalandi sínu. Um
hann er það að segja að hann hefur löngum
verið talinn einn farsælasti tónlistamaður í
Tékkóslóvakíu og síðar Tékklandi. Hann var
alls 42 sinnum valinn besti karlkyns söngv-
ari landsins í hinum tékknesku Nightingale
þjóðlagatónlistarverðlaununum, var þekktur
undir nafniu Gullna röddin frá Prag og seldi
að því er talið er einhvers staðar milli 50 og
100 milljónir platna um allan heim á ferlin-
um. Þetta var því enginn smá karl sem var
þarna að syngja á risastóru sviði með undir-
leikara sem spilaði aðeins á kassagítar, en í
þessu tilfelli var það gítarleikarinn og hljóð-
færið sem hann lék á sem heillaði mest af
því sem fyrir augu og eyru bar. Þessi gítar
Hátíðarkvöldverðurinn eftir verðlaunaveitinguna. Gestur Frímanns, Gunnar
Þórðarson, Tómas Jóhannsson, og bræðurnir Theódór og Baldvin Júlíussynir
gæta þess að verðlaunagripurinn sé í augsýn.