Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2020, Qupperneq 9

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2020, Qupperneq 9
9 var óvenju stór og manni fannst sem gítar- leikarinn næði varla utan um hljómkassann. En hvílíkur hljómur sem fyllti salinn. Það var hreint ótrúlegt. Við sem á hlýddum, urðum ekki varir við hljóðnema eða magn- arakerfi af neinu tagi. Aðeins þennan gríðar- lega stóra gítar sem var greinilega gott hljóð- færi svo ekki sé dýpra í árinni tekið. - Meðan á dvölinni stóð gerðum við okkur ferð til Mónakó á frönsku rívíerunni sem er skammt frá ítölsku landamærunum, og auð- vitað var mikill áhugi hjá okkur að skoða hið fræga spilavíti í Monte Carlo. Einhver miðl- aði þeim upplýsingum til okkar að aldurs- takmarkið þar væri 21 ár sem hentaði mér ekki sérlega vel þar sem mig vantaði þá rúm- lega eitt ár í það. Góður ferðafélagi minn sem náð hafði réttum aldri, lánaði mér þá nafnskírteinið sitt og í framhaldinu lagði ég þetta nýtilkomna nafnnúmer mitt á minnið sem dugði mér til að líta herlegheitin augum. Engum sögum fór þó af því hvort einhverjir okkar manna græddu eða töpuðu einhverj- óneitanlega var gaman að koma á þennan sögufræga stað. - Nokkrir kórfélagar voru á gangi í miðborg Nice og sáu þar dýrindis pelsa og samkvæmis- kjóla á gínum í glugga stórverslunar einnar, sem var greinilega af fínni sortinni. Datt þá einhverjum þeirra í hug að þarna væri kjörið færandi hendi og gleðja konurnar sem heima sátu með glæsilegri flík sem ætti sér fáa líka heima á Íslandi. Þeir gengu inn upplitsdjarfir og fullir ákafa en það breyttist fljótlega, því þrátt fyrir einhverja tungumálaerfiðleika komust þeir fljótt að því að eins og einn þokkalegur pels í þessari búð myndi líklega kosta hátt í siglfirsk meðalárslaun eða svo. Hópurinn dró sig þá í framhaldinu og á afar varfærnislegan hátt í hlé, en skoðaði þó dýrð- ina af kurteislegri yfirvegun meðan hann fikraði sig hægt en örugglega til dyra. Ekki fóru frekari sögur af tilraunum þeirra Vísis- manna til pelsakaupa á franskri grund svo vitað sé. Kampakátir forsvarsmenn Vísis með verðlaunin frá Cannes. Bjóráhugamenn af Hverfisgötunni Gunni Þórðar og Svenni Björns. Biggi Villa, Baldi Júll, Gestur Frímanns, Ingvar Björns, Tommi Jóhanns og Gunnar Þórðarson.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.