Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2020, Page 15

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2020, Page 15
Jóhann Vilbergsson: Keppti fyrstur karla í heiminum á Atomic- skíðum á stórmóti Sló til að prófa óþekkt skíði Á þessum tíma voru Atomic skíð- in nýkomin á markaðinn. Framleið- endur þeirra leituðu að þekktum skíðaköppum til að auglýsa nýju skíðin á heimsmeistaramótinu en gripu í tómt. Flestir bestu skíða- mennirnir voru þá búnir að velja Kessler skíði sem voru vinsælustu skíðin. „Ég hafði ekki ennþá valið mér skíði þegar ég kom á mótið. Þar sem fáum öðrum var til að dreifa var ég, óþekktur skíðamaður frá Íslandi, spurður hvort ég vildi prófa Atomic skíðin og ég sló til. Á sama móti keppti einnig þekkt skíðakona frá Austurríki sem áræddi að reyna nýju skíðin,“ segir Jóhann Vilbergs- son þegar hann rifjar þetta atvik upp. Fékk 14 pör af skíðum Jóhann reyndist vera eini karlmað- urinn sem keppti á Atomic skíðum á þessu heimsmeistaramóti. Hann varð þannig fyrstur karla til að keppa á Atomic skíðum á stórmóti í heiminum. „Þeir frá Atomic voru mjög ánægðir með að fá keppanda til að nota skíðin og þökkuðu mér fyrir. Þeim var mikið í mun að geta aug- lýst að keppt hefði verið á skíðum frá þeim á heimsmeistaramóti. Mér líkaði vel við skíðin og keppti á þeim í mörg ár á eftir. Yfirleitt fengu keppendur 3 pör af skíðum frá framleiðendum en Atomic gerði vel við mig. Ég fékk 14 pör af skíð- um þegar upp var staðið,“ segir Jóhann. Hefði ekki komist lifandi niður Jóhann keppti í svigi og stórsvigi á mótinu en var einnig skráður í brun- ið. Honum gekk ágætlega í stór- sviginu fyrst framan af í brautinni. Hann var með 10. besta millitímann en hlekktist síðan á. „Ég meiddi mig svo á æfingu í bruninu, datt illa og hálfvankaðist. Daginn eftir var fótur- inn stokkbólginn og ég varð að hætta keppni. Ég var feginn því brautin var löng og erfið. Mér er til efs að ég hefði komist lifandi niður hana,“ segir Jóhann. Síðar meir urðu Atomic skíðin mest seldu skíðin í heiminum. Það er skemmtilegt til þess að vita að skíða- maður frá Siglufirði hafi lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að koma þessum skíðum á kortið.- Kjartan Stefánsson Jóhann Vilbergsson skíðakappi frá Siglufirði hefur gert garðinn frægan. Hann hefur sem kunnugt er keppt fyrir Íslands hönd á ýmsum alþjóð- legum stórmótum, svo sem vetrar- ólympíuleikum og heimsmeistara- móti. Hér verður ferill Jóhanns ekki rakinn heldur rifjað upp merkilegt atvik sem átti sér stað í fyrstu keppni hans erlendis, í heimsmeistarakeppninni í Bad Gastein í Austurríki árið 1958. Jóhann var þar í hópi þriggja íslenskra landsliðsmanna. Kaffidagurinn og samkomuhald í Grafarvogskirkju Ágætu félagar.  Undanfarnar vikur hafa verið óvenjulegar og án fordæma í þjóðfélaginu.  Kórónuveikifaraldurinn hefur herjað á þjóðina og brugðist hefur verið við af festu til að vinna bug á honum, m.a. með samkomubanni og öðrum ráðstöfunum til að hindra framgang veirunnar.  Það er ljóst að faraldurinn mun hafa áhrif næstu vikur eða mánuði eins og staðan er þegar þetta er skrifað.  Því er það niðurstaða stjórnar Siglfirðinga- félagsins, eftir mikla íhugun og ráð sérfróðra aðila sem leitað var til, að falla frá samkomuhaldi í Grafarvogs- kirkju þann 24.maí nk.  Við munum taka ákvörðun síðar hvort eitthvað annað komi í staðinn og verður það þá kynnt í haustblaði Siglfirðingafélagsins.  Einnig má benda á að á næsta ári, 2021 verður félagið okkar 60 ára og þá er tilefni til að gleðjast, hvort heldur verður á Kaffidegi í maí 2021 eða síðar.  Um það verður tekin ákvörðun síðar og kynnt í okkar blaði.  - Stjórn Siglfirðingafélagsins óskar félagsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegs sumars  Fyrir hönd stjórnar, Jónas Skúlason, formaður

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.