Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2020, Side 16

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2020, Side 16
16 Lífið á Sigló um miðja síðustu öld Á miðri mynd er nýbyggt hús Útvegs- banka Íslands og til hægri er matvöru- verslun Kaupfélags Siglfirðinga og Kjötbúð Siglufjarðar undir sama þaki. Lengst til vinstri er hús Kaupfélags Siglfirðinga, höfuðstöðvarnar með vefnaðarverslun og skóbúð á götuhæð, en skrifstofur á 2. hæð ásamt íbúð kaupfélagsstjóra á 2. og 3. hæð. Þarna eru aðal kennileiti götulífsins á Sigló, hornin fjögur: Kaupfélagshornið er til vinstri, en Bankahornið, Kjöt- búðarhornið og Thórahornið, lengst til hægri. Siglufjarðarkirkja rís tignarleg sementsgrá og ómáluð uppi á Brekkunni og þar má sjá Jóakimshúsið, Pálsbæinn, Lindarbrekku og Hótel Siglufjörð. Í hlíðinni vestan Kirkjunnar standa hús Þráins Sigurðssonar og Kjartans Bjarnasonar í síðasta sólargeisla dagsins, þar sem kvöldskugginn læðist niður hlíð Hafnarfjallsins. Fólkið safn- ast saman sólarmegin við verslanirnar og sjómenn af síldveiðibátum ganga glaðir með matvörurnar áleiðis um borð, því nú er svartur sjór af síld á Grímseyjar- sundi. Ragnar Páll Einarsson listmálari

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.