Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2020, Side 17

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2020, Side 17
Kjörbúðin á Siglufirði, með Aldísi Ólöfu Júlíusdóttur í broddi fylkingar, hlaut fyrir skemmstu viðurkenn- inguna Verslun ársins 2019. Að sögn Aldísar, sem tók við starfi verslunarstjóra í fyrra, eru nokkrir þættir sem spila inn í þetta val, s.s. sala, og umhirða búðar. Það voru forréttindi og mikil ánægja Vildarvina Siglu- fjarðar að fá að koma að gerð þáttanna um sögu Siglu- fjarðar sem gerðir voru í tilefni 100 ára afmælis bæjar- ins 2018. Sýning þeirra var á RÚV í janúar og hafa okkur borist margar fyrirspurnir um hvort og þá hvar hægt væri að nálgast efnið í heild sinni. Í kjölfar óskar Skíðafélags Siglufjarðar - Skíðaborgar um styrk til félags- ins í tilefni 100 ára afmælis þess núna í febr. kviknað sú hugmynd að gefa þeim þættina „Siglufjörður – saga bæjar“ og þeir gætu síðan selt þá og þannig klárað að fjármagna lokaáfangann af barnalyftu í Siglufjarðarskarð, sem kallast „Töfrateppi“ en sú fjáröflun hefur staðið yfir lengi. Þessi hugmynd var samþykkt og Vildarvinir munu sjá um allan framleiðslukostnað á allt að tvö- hundruð „Minnislyklum“ með þáttunum á, en Skíða- félag Siglufjarðar -Skíðaborg mun sjá um alla sölu þeirra, ákveða söluverð og senda þá til viðkomandi. All- nokkur fjöldi skráðu sig á lista á myndakvöldi Siglfirð- ingafélagsins í lok febrúar sl. þar sem þessi styrkur til SSS var formlega afhentur.Fyrirhugað var að hafa þessa „Minnislykla“ tilbúna til afhendingar um Páskana á Sigló en í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu og þess var krafist að allir ferðuðust heima var því frestað. Fyrir þá sem þegar hafa pantað þættina má ætla að þeir verði sendir frá SSS í lok sumars.Fyrir þá sem hafa áhuga á að eignast þættina er bent á að senda tölvupóst á for- mann SSS - Jón Garðar Steingrímsson – jongardar79@gmail.com f.h. Vildarvina Siglufjarðar Guðmundur Stefán Jónsson Siglufjörður – saga bæjar

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.